Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 3
m e ö m æ 1 i
e f n i
Elektrókappinn Mike Dred á Hjartsláttarkvöldi:
Aðallega
Hjar.tsláttarkvöldin á Kaffi
Thomsen halda áfram af fullum
þunga einu sinni í mánuði. Á
nýjunda Hjartslættinum nú um
helgina bjóða Gus gus, Björk og
Hr. Örlygur upp á Englendinginn
Mike Dred, sem líkt og Dmx
Krew - sem spilaði hér nýlega -
er á samningi hjá Rephlex-útgáf-
unni. Þar hafa rafvirkjar og grúf-
menni átt samastað frá 1992 - fólk
eins og Aphex Twin, Leila og
Squarepusher - en Mike Dred
var einn af þeim fyrstu til að
skrifa undir hjá útgáfunni. Hér
ætlar hann að koma fram með
tölvusarp, raðara og hljómborð og
fremja sprelllifandi elektró-dans-
tónlist, hráa úr tækjunum.
Mike - eða Michael Cullen -
byrjaði að fást við tónlist 1988 og
sem eftirsóttur plötusnúður var
hann einn af þeim sem mótuðu
„acid house“-stefnuna. Hjá
Rephlex hefur hann tekið upp í
ýmsum gervum, m.a. sem Kosmik
Kommando, Universal Indicator
og Chimera. Síðustu árin hefur
hann unnið með Pete Green og
saman segjast þeir frumkvöðlar
tónlistarstefnu sem þeir kalla
„technocoustic" og má heyra á
plötunni „Virtual farmer". Platan
gefur tóninn fyrir næstu kynslóð
rafrænnar klúbbatónlistar og það
er því ekkert smá maður sem er
að koma hingað.
Á lítið af hlýjum fötum
Mike er á línunni, nývaknaður.
Hvernig er venjulegur dagur hjá
þér, herra minn?
„Ég er kominn á lappir ein-
hvern tímann síðdegis og fer að
gera tónlist. Ef ekkert partí er í
gangi þá vinn ég alla nóttina og
skríð í rúmið þegar ég get ekki
vakað lengur. Ef það er partí
reyni ég að sofa nokkra tíma svo
ég sé vakandi í partíinu."
Hvaö ertu aó músisera í marga
tíma á dag?
„Bara eins marga og ég get.
Stundum eru þetta átján tímar,
stundum minna því það er fólk að
reka inn nefið og maður getur
ekki unnið þegar verið er að tala
við mann. Nei, ég er ekki búinn
að fá leiða á þessu. Ætli ég dræp-
ist ekki bara ef ég gæti ekki búið
til tónlist.“
Hvers konar hugarástandi er
best aó vera í til aö njóta tónlistar
þinnar?
„Þetta er bara spurning um að
skemmta sér og að taka tónlistina
ekki of alvarlega; fá sér nokkra
drykki og hoppa um. Mest af efn-
inu sem ég spila er hratt en eitt
eða tvö lög verður erfiðara að
dansa við og þau virka meira á
hugann en lappirnar. Þetta er að-
allega acid og tekknó - hratt og
hart stöff.“
Ertu með einhver skilaboö til ís-
lenskra áhorfenda?
„Ef mér verður kalt verðið þið
að lofa að halda mér heitum. Ég á
ekki mikið af hlýjum fötum svo ég
þarf nokkrar góðlegar stelpur til
að kúra með mér.“
Ó, þess vegna ertu þá aö koma
til íslands?!
„Nei, nei, auðvitað ekki. Tón-
listin kemur fyrst, þá nokkrir
drykkir og svo tékkar maður á
einhverju sniðugu til að gera.
Stelpum líka.“
Hjartsláttur nr. 9 með Mike
Dred fer fram í Ráðhúskaffi á Ak-
ureyri í kvöld, fóstudag, og svo
samkvæmt venju á Kaffi Thomsen
á sunnudagskvöldið.
Forsíðumyndina tók
Hilmar Þór af Steina Sharq.
á höfuðiö, því
B
Wm
're/T
„Fríkaður öskubakki er hvers manns hug-
Ijúfi," sagði kerling með lungnaþembu einu
sinni og hitti líkkistunaglann á höfuðið, því
til hvers að reykja ef bakkinn
er bjánalegur? Eða til hvers
að reykja yfirhöfuð? eins og
Þorgrímur Þráinsson segir.
Þessi fallegi grlll-öskubakkl
er dæmi um hugvit og góðar
smekk. Góða öskubakka er
helst að finna í Kolaportinu og þar
má líka finna alla hina litlu en ómissandi
hiutina í lífinu. Þess vegna ferð þú þangað
um helgina.
Þeir sem ekki hafa enn séð Festen á Kvik-
myndahátíð ættu að drífa sig og kaupa
miðann sinn í tíma. Það er alltaf uppselt.
Þeir sem eru þegar búnir að sjá Festen
ættu að sjá Brendan Teena Story á sunnu-
daginn. Þetta eru þær myndir á hátíðinni
sem fær fólk til að hugsa - jafnvel liggja
andvaka. Hitt eru síðan allt ágætar myndir
sem betra er að sjá í bíó núna en á videoi
seinni. Nema The Ugly, hún er jafnvond I
btói og á videoi.
Hver man ekki eftir samræðum
Marðar Árnasonar og Hannes-
ar Hólmsteins, sem
hnakkrifust vikulega I fréttun-
um á Stöð 2 fyrir nokkrum
árum? Nú gefst tækifæri til að
rifja upp samneytið við
þessa spöku menn því þeir
þreyta einvígi á Sólóni ís-
landusi nk. þriðjudagskvöld
kl. 20.30 og koma fram fyrir
hönd Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokksins. Kristín
Ólafsdóttir útvarpskona sér um
að kombakkið leysist ekki upp I handalög-
mál. Gestir mega svo gjamma inn í umræð-
urnar, t.d. „æi, þegiði þarna", sem margar
hafa eflaust hreytt í sjónvarpstækin þegar
kapparnir birtust þar.
Á morgun er gráupplagt
að bregða sér í Bláfjöll
og fylgjast með snjó-
brettamóti Týnda
hlekksins. Þetta er
fyrsta mótið af mörg-
um sem sá týndi mun standa fyrir
í vetur. Keppt verður I þremur fiokkum; 16
ára ogyngri, 17 ára og eldri og stelpuflokki,
óháð aidri. Keppt verður í „slope-style" og
munu keppendur þeysa í frjálsri aðferð um
palla og áhöld í hinum glænýja snjóbretta-
garði í Bláfjöllum. fjallaloft, bretti og dett-á-
rassinn: Fullkomið fjör!
Hér er góð hugmynd fýrir framapotara: Ást-
arhjálpartækjaleigan. Margir vilja eflaust
prófa hinar ýmsu gerðir erótískra hjálpar-
tækja sem í boði eru en
veigra sér við því út af
verðinu og nagandi óttan-
um við að verða fyrir von-
brigðum. Rómeó og Júlía
auglýsa t.d. á Netinu
„Handunna afsteypu af
frægri blámyndastjörnu,
sem titrar og hefur sjálf-
bleytibúnað", en hvernig er
hægt að vita að græjan sé nothæf og 15
þúsund kallsins virði? Hér gæti tækjaleigan
„Gisli, Eiríkur og HelgF komið sterk inn og
leigt græjuna út á þúsund kall. Rétt eins og
videoleigurnar merkja spólurnar „spólið til
baka“ myndi þessi leiga merkja sínar vörur
„skolið eftir notkun".
í dag er bónda-
dagur. Það er miður
vetur og þorrinn er
að ganga í garð. Til
að halda upp á
þetta allt saman, og
þá sér í lagi bónda-
daginn, hafa þau í
Kaffileikhúsinu efnt
til karlrembu-
kvölds í kvöld.
Dagskrá karlrembukvöldsins
verður i senn fyndin og þjóðleg.
Gestir munu meðal annars hlýða á
harmónikuleik og sannsögulegar
karlrembusögur nokkurra þjóð-
þekktra aðila. Þá verða þeir Kor-
mákur og Skjöldur með tískusýn-
ingu, efnt verður til hópsöngs og í
boði er að sjálfsögðu þorramatur.
Einhver dulúð hvilir líka yfir kvöld-
inu, leynigestur og fleira. En á með-
al þeirra sem vitað er að koma fram
er hljómsveitin Súkkat, sem mun
sjá um tónlist kvöldsins, og Auður
Haralds sem ætlar að flytja minni
karla. Þegar Fókus spurði þetta fólk
út í karlrembu voru allir sammála.
„Karlremba er eðlilegur hluti af
þjóðfélaginu. Ef hún þætti óeðlileg
væri hún ekki svona algeng," segir
Auður og Hafþór Ólafsson Súkkat-
maður er sama sinnis og segir karl-
rembu vera innbyggða í menn. Hún
hafi eitthvað með hormóna að gera
og ef hún sé ekki til staðar hljóti
eitthvað að vera að. Hann bætir því
jafnframt við að það sé einnig mikill
femíni í öllu fólki og þess vegna
munu allir vera að leita að jafnvægi.
Þótt Auður segi karlrembuna eðli-
lega er ekki þar með sagt að hún sé
henni hlynnt.
„Ég vildi að fólk hefði í sér stærri
mann en svo að þurfa að þenja sig
yfir aðra. Það eru ekki bara karl-
menn sem eru haldnir rembu, til eru
alls konar rembur. Til dæmis kven-
remba, þjóðarremba og jólamatar-
remba. Allar rembur eru flókin fyr-
irbæri. Ein tegund rembu sem sum-
ar konur hafa yfir að búa er að
segja: „Það lifir ekkert hjá mér, það
deyja bara öll blóm.“ Hjá sömu kon-
um má ekki sjást í rykkorn þá er allt
á leið til vítis. Málið er að þar sem
jurtir geta ekki lifað líður engum
vel. Remban felst í þeirri birtingar-
mynd að breyta neikvæðu i já-
kvætt.“
Auöur, finnst þér strákarnir í
Súkkati vera miklar karlrembur?
„Nja. Ég hitti þessa pilta í fyrsta
sinn um daginn og þeir voru jafn-
ljúfir og mig hefur alltaf grunað. En
jafnvel þó mér þætti þeir vera mikl-
ar karlrembur myndi ég ekki koma
með yfirlýsingu um það hér.“
Kaffileikhúsið verður opnað
klukkan átta í kvöld og þá er tilval-
ið að ráðast á þorramatinn þjóð-
lega. Annars hefst dagskráin klukk-
an níu og eftir það kemur hvert
skemmtiatriðið á fætur öðru.
Súkkat heldur svo tónleika að
þessu öllu loknu og tekur helling af
lögum af útsaumaða geisladisknum
sínum Ull. -ILK
Vakniði,
stelpur!
Fríða pönkari
er 21 árs og
vill á þing.
Svona sé
6-7 ©9 Þig
Pör teikna
' |\' hvort annað.
Spennu-
fíklar og
listamenn
Steini Sharq
um veggja-
krotara. 8-9
Modest mouse
stefnir upp á
við.
Næstu
Pixies?
sinfónísk
Metallica er langt frá því
hætt í músíkinni.
Hver býr í
húsinu við
hliðina á
þér?
Götukort
12-13 valdafólksins.
Spurð út
Víetnam-
stríðið!
Rætt við
Víetnam-
Islendinga.
14-15
Tökum ekki
eftir 19
grúbbpíum
I svörtum fótum í
viðtali.
Eltingaleikur
um París
Ronin með Robert
DeNiro frumsýnd.
Fókus
fylgir DV á
föstudögum
Frægari en
Michael
Jackson
Nýi Fóst-
bróðirinn er frá
Súðavík. 22-23
Hvað er að gerast?
Klassík........................4
Veitingahús..................6-7
Leikhús .......................8
Popp..........................11
Myndlist......................14
Sjónvarp...................15-18
Fyrir börnin..................19
Bíó........................20-21
Hverjir voru hvar..........22-23
22.janúar 1999 f ÓkUS
3