Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 4
- Á sunnudaginn verður frumsýning í Tjarnarbíói á Ketilssögu flatnefs eftir Helgu Arnalds. Brúðuleikhúsið 10 fingur er með þessa sögu á sínum snærum og hún byrjar klukkan fjögur. Ávaxtakarfan i íslensku óperunnl er leikrit fyr- ir alla, lærdómsrikt og litríkt. Það veröur sýnt á sunnudaginn, klukkan hálffimm, og það eru örfá sæti laus. Síminn í Óperunni er 551 1475. Bróðlr mlnn Ljónshjarta er sýnt í Þjóölelkhús- inu. Næsta sýning verður á sunnudaginn, klukkan tvö, og það eru nokkur sæti laus. Símann er gott að vita, vilji menn panta miða, en hann er 5511200. Pétur Pan flýgur um Stóra svið Borgar- leikhússins á morg- un, klukkan eitt, ogá sunnudaginn á sama tfma. Friðrik Friöriksson fellur eins og flís við rass inn í þetta hlutverk og er rosalega skemmtilegur. Það er ekki orðið of seint að kaupa miða. Síminn í Borgarleikhúsinu er 568 8000. I Nýlistarsafninu á sunnudaginn stendur hópurinn Voices Without Restraint fyrir fjögurra tíma sam- felldri dagskrá sem fengið hefur nafnið Rafmessa 1999. Dagskráin kemur til með að gæla við flest skilningarvit gesta en orð og tónlist eru fyrirferðarmest. Skáldin Ron Whitehead og Birgitta Jónsdóttir eru Voices Without Restraint ásamt þeim Pollock-bræðrum, DanO og Michael. „Við erum ljóða- og tónlistarhópur og við förum al- gjörlega nýjar slóðir í að sameina þetta tvennt," segja Ron og Birgitta. „Á væntanlegum diski, „From Reykjavik to Louisville and beyond", er tónlistin úr ólíkum átt- um, sumt hljómar eins og það komi úr grárri forneskju, annað er ekta Pollock-bræðra gítarblús og enn annað hreinasta ambient o.s.frv. Við ætlum að leika lög af plötunni á tónleikunum." Ron flytur svo fyrirlestur um „beat“kynslóðina - Ginsberg, Ker- ouac og þá alla - í samkomusal Odda í Háskólanum á mánudaginn kl. 17.15 og þar ætlar grúppan að troða upp í lokin. Ron hefur dvalið hér síðan í haust og er ekki frá því að hljómsveitin Sigur Rós sé það stórkostlegasta sem hann hefur séð af menningarlífinu: „Ég trúði því strax er ég heyrði Sigur Rós spila að hún gæti orðið stærri en nokk- urt annað tónlistaratriði sem kom- ið hefur frá íslandi. Ég mun gera mitt besta til að koma þeim á fram- færi erlendis." Hér er Ron að vitna í fyrirhugaða tónleikaferð sem Voices Without Restraint og Sigur Rós ætla að fara saman í í haust, um Bandaríkin og Evrópu. Auk þess að spila með Voices Without Restraint kemur Ron fram með Sig- ur Rós, og Michael og Birgitta lesa upp úr væntanlegum bókum sem Ron hyggst gefa út hjá forlagi sínu „Published in Heaven" í sumar. Klára helvítis plötuna En það eru fleiri en Ron sem finnst Sigur Rós vera það besta í dag. Þeir sem fylgjast með eru margir sammála um að hljómsveit- in sé sú langbesta á landinu og víst gefa fá bönd jafn sefandi strauma frá sér á sviði. Sigur Rós spilar á Rafmessuprestar og meðhjálparar: 1. Ron Whitehead. 2. Georg í Sigur Rós. 3. Michael Pollock. 4. DanO Pollock. 5. Tanya. 6. Ágúst í Sigur Rós. 7. Adda i Spúnk. 8. Kristín í Spúnk. 9. Jóhanna Hjálmtýs. 10. Gunnar Erlingsson. 11. Jónsi í Sigur Rós. 12. Gunni í Súkkat. 13. Stína Bongó. 14. Megas genginn í barndóm. 15. Mar- lon Sneak Attack. 16. Kjartan í Sigur Rós. 17. Birgitta Jónsdóttir. 18. GAK. 19. Ósk Óskars. 20. Bragi Ólafsson. Rafmessunni og hitar svo upp fyrir Bonnie „Prince“ Billy á Gauknum á miðvikudaginn. Það var því grá- upplagt að slá á Jónsa söngvara og fiðlubogagítarleikara: „Við erum að spá í að spila ekki gömlu lummumar f Nýló heldur reyna að gera eitthvað nýtt,“ segir hann. „Það kemur í ljós. Við ætlum svo að spila alla vega eitt lag með KK á miðvikudaginn og brúa þannig kynslóðabilið - það gæti komið flott út. Annars erum við bara að reyna að klára þessa helvít- is plötu, hún kemur vonandi í apr- íl. Við höfum átt erfitt með að klára hana því við erum alltaf úti um allt en nú á að reyna að einbeita sér að henni.“ Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en eitur- harður metnaður sveitarinnar varð til þess að henni seinkaði. Vonandi kemur þetta umtalaða nýja meist- araverk út fyrr en síðar. Iðandi skemmtun Rafmessan er iðandi af öðrum spennandi dagskráratriðum. Mega- sukk - Megas og Súkkat - verður á staðnum í voldugri mynd þvf trommarinn Gunnar Erlingsson ætlar að berja trommumar með, rafrænu heimasætumar í Spúnk ætla að bjóða upp á atriðið „Keðju- sög í hálsinum“, Sneak Attack sér um hardkor tekknó, Tanya og Bragi Ólafsson flytja ljóð (sitt í hvoru lagi), Jóhanna Hjálmtýsdótt- ir syngur acappella, Stína Bongó les ljóð og ber trumbur, Ósk Ósk- arsdóttir flytur vorlög og Auður Jónsdóttir les úr „Stjórnlausri lukku“. Listamaðurinn GAK sér svo um myndrænu hliðina og býr til rétta andrúmsloftið með því að varpa ljósum, formum og litum á vegg. Rafmessan hefst kl. átta á sunnudaginn og stendur til miðnættis. -glh 6G KÝS A$> L€SA BÆkUR a' FRUM* MÁliMU, AO LESA ÞÝ0IN6U ER E»WS 06 A© NOTA SMQk-K... UM HVAÐ SEGIR JA... GRIM.. bETTA ? Í7 ÉG VEIT þAO EKKÍ... EG HOTA ALDREI SMOKK WE6AR É6 L£S Ö/^KuR meira á| www.visir.is i i ( i i ( ( ( ( ( ( ( f Ó k U S 29. janúar 1999 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.