Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 7
h I I » > I » > I > > I Iríkd fullir a a r i Þeir hafa slegið rækilega í gegn hér á landi. Eiga ör- ugglega stóran þátt í sölu- aukningunni sem hefur orð- ið á Thule-bjórnum. Það er ekki nóg að vera valinn þriðji besti bjór í heimi. ímyndin verður að fylgja og hún er danskari og fyndnari en yfirleitt gerist á íslandi. Mikael Torfason fór til Köben, fann dönsku strák- ana í Thule-auglýsingunum og athugaði hvaða vitleys- ingar þetta væru eiginlega. Kaffihúsið heitir Gjaldþrota og það á vel við. Grennri Thule, Teis Damm, þiggur bjór en sá breiðari, Soren Pedersen, vill bara kaffi. Hann er á mótorhjóli og á eftir að keyra heim. Viðtalið byrjar á því að þeir segja mér við hvað þeir vinna. Teis keyrir vörur fyrir húsgagnafram- leiðanda en Soren er öskubílstjóri. Svo vilja strákamir vita hvort ég hafl séð nýju auglýsingaseríuna, þessa sem gerist á íslandi. Ég segi þeim að svo sé og að hún gefl þeirri fyrri ekkert eftir. Það hlakkar í þeim og eitthvað segir mér að þeim finnist þetta ævintýri allt mjög fyndið og skemmtilegt. Hvernig kom það til aó þió lékuð í auglýsingu fyrir íslenskan bjór? „Gott fólk í Reykjavík bað Dag Kára, sem býr hér í Kaupmanna- höfn, að gera svona auglýsingu," segir Teis. „Við Kári eigum sameig- inlegan vin og ég hafði hitt hann og hann bað mig bara að mæta fyrir framan kirkju hérna í nágrenn- inu.“ Soren þekkti Teis ekkert áður, en þeir léku saman í þessum aug- lýsingum. Dagur Kári rakst bara á hann og bað hann að leika í auglýs- ingunni. Soren sló til og fékk laun- in að mestu í Thule-bjór! Hvernig finnst ykkur svo þessi íslenski Thule-bjór? „Mjög góður,“ segir Teis og finn- ur fyrir efa í glottinu mínu. „Fólk var að spyrja mig einmitt að þessu. þegar við vorum á íslandi. Það vildi þá meina að ég fengi borgað fyrir að segja að hann sé góður en þessi bjór er alveg frábær og ég meina það.“ „Vinnufélögum mínum fannst hann líka góður. Við drukkum birgðimar sem ég fékk einn daginn eftir vinnu. Það er eitthvað við bragðið og ég er viss um að þetta hefur eitthvað að gera með vatnið hjá ykkur," segir Soren og bætir því við að hann sé einnig mikill Elefant-maður. Fyllerí á Fróni Teis er ekki bara bílstjóri og aug- lýsingaleikari. Hann er líka söngv- ari hljómsveitarinnar Roosters sem nú þegar hefur gefið út einn geisla- disk. „Ég væri til í að spila á íslandi. Svo er ég að vona að það verði hringt í okkur og við beðnir um að gera þriðju auglýsingaseriuna." „Já. Það var virkilega gaman á íslandi. Þetta er mjög fallegt land. Við fórum út á land og sáum Þing- velli og margt mjög fallegt." „Ég sat nú í bílnum allan tímann sem við vorum þar. Soren var að taka myndir á fúllu en ég var svo fullur að ég komst bara ekki út úr þessum bíl.“ Var mikió sukkaö á íslandi? „Já. Ég var fullur allan tímann," segir Teis. „Á daginn vorum við að taka auglýsingar og þá drukkum við og á kvöldin fórum við niður í bæ og drukkum fram á morgun. Þetta var alveg frábær ferð. Það eru ekkert smá fallegar stelpur þarna. Ég verð að fara aftur." Soren kinkar kolli og virðist vera hjartanlega sammála því. Þeir eru mjög ólíkir félagarnir. Teis er ör og talar mikið á meðan Soren er öhu yfirvegaðri. „Það var líka mikið horft á okk- ur þegar við vorum þarna," segir Soren. „Þetta voru okkar fimmtán mín- útur af frægð eins og Andy War- hol orðaði það.“ Soren minnist þá á eitthvað sem kallast „Janteloven". En það ein- hverskonar kennisetning sem Dan- ir lifa eftir. Þetta „Janteloven" kemur frá rithöfundi sem heitir Axel Sandemose. Hann skrifaði bók og í henni kom fram að enginn mætti né ætti að vera merkilegri en náunginn. Allir ættu skilda sömu virðingu og fólk skyldi ekki skera sig út. Þetta eru eins konar lög meðalmennskunnar og Teis og Soren diskútera mikið og lengi um áhrif „Janteloven" á danskt samfé- lag. Niðurstaða þeirra er einmitt að þetta ali á meðalmennsku og því að enginn megi skara fram úr í tekjum eða metnaði. En fyrir þessu „Jante- loven" fundu þeir ekki á íslandi. Teis heimtar þá að borga næsta umgang. Ég reyni að útskýra fyrir honum að ég hafi boðað hann og vilji þvi borga en ekkert dugar. Hann nær í bjór handa okkur en Soren stendur enn fast á að kaffi sé það eina sem hann vilji. Friðrik níundi Eruö þió einhleypir? „Já,“ segir Soren og bætir því viö að hann eigi samt eina dóttur. „Ég er í sambúð. Kærastan min bað einmitt um að fá að koma með mér til að sjá skrýtinn íslending en hún ákvað síðan að vera bara heima." En hvaö finnst ykkur um innflytj- endurna hérna í Kaupmannahöfn? Teis: „Heimurinn er stór og það er öllum velkomið að fara þangað sem þeir vilja. En núna er mikið verið að tala um þessa múslíma í Norrebro og vandamálin sem þeim fylgja. Mér finnst alveg eins hægt að tala um það hversu erfitt það er fyrir þá að búa héma. Það er öragg- lega erfiðara fyrir þá en okkur.“ Soren: „En það bað þá enginn að koma og þeir verða að fara eftir dönskum lögum, sem þeir gera ekki alltaf." Teis er ekki alveg sammála þvi og vitnar til fyrri ára þegar Dönum vantaði vinnuafl. Soren þegir þá og vill alls ekki fara að rífast út af þessu máli. Það er greinilegt að þetta mál er heitt í Danmörku en flestir Danir era líkt og Soren ekki tilbúnir til að láta það æsa sig um of. En þessi mnræða spinnst yflr í vitneskju þeirra beggja um málefni Danmerkur i öðrum löndum. Svo sem eins og fyrrum nýlendum eins og Færeyjum, Grænlandi og í Afr- íku. Þeir eru báðir mjög fróðir um sögu landsins síns. Soren er stoltari en hefur mikla réttlætiskennd og vill að þeir biðji Grænlendinga og þá Afríkubúa sem þeir kúguðu af- sökunar á meðan Teis hefur ekki neinar sérstakar skoðanir á þess- um málum. Hann vill að þjóðirnar fái að ráða sjálfar hvað þær gera. „Friðrik níundi var besti kóng- ur sem við höfum átt,“ segir Teis þegar talið berst að sjálfstæði ís- lands. „Þetta var bara alvöru manneskja. Hann var allur tattó- veraður og eyddi miklum tíma í að drekka bjór með sjóurunum í Ny- havn.“ En hvaö finnst ykkur um drottn- inguna? „Hún er ágæt,“ segir Soren. „En sonur hennar, hann Friðrik, er frá- bær. Hann er mjög alþýðlegur og líkur afa sínum.“ Teis segir mér þá frá því að hann hafi spilað fyrir Friðrik í einkapartíi hjá Friðrik og djúsað með honum. Þeir eru sem sagt mjög fylgjandi því að hann verði næsti konungur. Þá vind ég mér yfir í Lars Von Trier og segi þeim að hann hafi verið að fá styrk frá Kvikmyndasjóði Islands. Þeir hlæja og biðja okkur að hirða þennan Lars Von Prozac. Dönsku blöðin eru víst full af Prozac-sögum um Lars þessa dagana. Hann er víst svaka happý og síétandi gleði- gjafann. Að lokum ræðum við um Thomas Vinterberg og Festen. Þeir hafa báðir séð hana nokkrum sinnum og segja Thomas miklu betri en Lars, þeim finnast mynd- irnar hans leiðinlegar. Þá kveð ég þá og spyr hvar ég fmni leigubíl. Þeir taka það ekki í mál að ég taki leigubíl. Það er vist alltof dýrt fyrir Danann og því fylgja þeir mér á næstu strætóstoppistöð og koma mér upp í vagninn. Ég spara mér rúmlega þúsund kall og er miklu nær um hvernig hinn týpíski Dani hugsar og hegðar sér. -MT □ KRAFTMESTA OG HRAÐVI t$J NINTEflQO.64 LEIK JATÖLVA í HEIMI □ • Einföld í notkun (Barnavæn) • Aflmikil - 64 bita • Rauntíma - þrívídd • Enginn biðtími. (flllt að 15 mín i ððrum leikjatölvum) • Ailt að 4 spilarar • Besta leikjatölvan ‘98 í einu UMBOÐSMENIM • Golden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998 (98%) • Margföld ending leikja • Um 80 leikjatitlar B R Æ Ð U R N I R Lá g m ú Sími 533 2800 Reykjavik: Hagkaup, smáranum. Elko, BT-tölvur, Heimskringlan, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. --------------Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavík. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. , Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Samkaup, Keflavík. 29. janúar 1999 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.