Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 21
b í ó Cate Blanchett í hlutverki ' •> Cate Blanchett er áströlsk leik- kona sem útskrifaðist frá Ríkisleik- listarskóla Ástralíu árið 1992. Henni var strax boðið að vera meðlimur í leikhópnum Company B þar sem fremstur í flokki jafningja er Geof- frey Rush. Með þessum hópi lék hún meðal annars verkum Shakespeares, Ófelíu í Hamlet og Miröndu í The Tempest. Einnig lék hún Nínu í Mávinum eftir Tsjekhov. Leið henn- ar lá síðan til Sydney Theatre Company þar sem hún var meðal annars valin besta leikkona ársins fyrir leik sinn í Oleanna eftir David Mamet. Auk þess að leika í leikhús- inu lék hún í tveimur sjónvarpsserí- um, Heartland og Bordertown. Kvikmyndaferill Blanchett er ekki langur. Hún lék í fyrstu kvikmynd, Paradise Road fyrir tveimur árum, þar voru mótleikkonur hennar Glenn Close, Frances MacDorm- ant, Pauline Collins og fleiri þekkt- ar leikkonur. Það var landi hennar Bruce Beresford sem leikstýrði myndinni. Næst lék Blanchett í ástr- alskri mynd, Thank God He Met Lizzie og fékk hún verðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki þeg- ar Ástralir afhentu sinn „óskar“ í fyrra. Hún vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn á móti Ralph Fiennes í Oscar og Lucinda á síðasta ári og má segja að þá hafi opnast dyrnar fyrir hann í hinn enskumælandi heim kvikmyndanna. Cate Blanchett hefur nýlokið við að leika í Pushing Tin, svartri kómedíu um flugumferðarstjóra sem Mike Newell leikstýrir. Mótleikarar hennar þar eru John Cusack og Bifly Bob Thomton. Þá munum við einnig sjá hana í nánustu framtíð í An Ideal Husband sem byggð er á sögu Oscars Wflde og leikstýrð er af Oliver Park- er og The Talented Mr. Ripley sem Anthony Minghella (The English Patient) leikstýrir. -HK Elizabethar I sem hún hlaut Golden Globe verölaunin fyrir um síöustu helgi. Elísabet I. hefur oft verið aðalpersónan í kvikmyndum en víst er að áhorfendur fá að sjá nýja hlið á þessari frægu drottningu miðalda í myndinni Elísabet sem fjallar um upphafsár hennar á valdastóli Meyci sttnin verður til Háskólabíó frumsýnir í dag bresku kvikmyndina Elísabet sem hvarvetna hefur vakið athygli og verið vel sótt. Um er að ræða kvik- mynd um Elísabetu I. Englands- drottningu sem oft áður hefur ver- Elisabet (Cate Blanchett) og æskuástin hennar, Ro- bert Dudley (Joseph Hennes). ið umfjöllunarefni i kvikmyndum en víst er að í þessari kvikmynd, sem Shekar Kapur leikstýrir, fá áhorfendur nýja sýn inn í líf þess- arar drottningar sem Englending- ar telja meðal fremstu þjóðhöfð- ingja sinna. Myndin hefst 1554. Þegar ríkj- andi drottning, María, deyr verð- ur það hlutverk systur hennar, Elísabetar (Cate Blanchett) að verða drottning yfir ríki þar sem hver höndin er upp á móti annarri og ríkið á barmi gjaldþrots. Elísabet er óund- irbúin og tekur því ekki vel þegar helsti ráðgjafi hennar, Sir Willi- am Cecil (Ric- hard Atten- borough) segir hinni ungu Geoffrey Rush leikur njósnara Elísabetar, Sir Francis Walshingham. drottningu að gleyma öllum per- sónulegum málum, þar á meðal sambandi sínu við Robert Dudley (Joseph Fiennes) og snúa sér að fullu að málefnum ríkisins. Fljótt eignast Elizabeth óvini á mörgum stöðum við hirðina en hættulegastur er hertoginn af Nor- folk (Christopher Eccleston) auk þess sem hún verður að verjast ut- anaðkomandi óvinum, sérstaklega frönsku stríðsdrottningunni Mary (Fanny Ardant) sem gerir innrás á Skotlandstrendur. Þrátt fyrir við- varanir helsta njósnara hennar, Sir Francis Walshingham (Geof- frey Rush) lætur hún slag standa og lætur illa búinn her sinn mæta Frökkum og fær hann slæma út- reið. Elísabet gerir sér grein fyrir því að ef hún eigi að halda velli verði hún að safna í kringum sig traustum vinum og bandamönnum og snýr sér meðal annars aftur að æskuunnusta sínum Dudley en kemst að því mn síðir að hann hef- ur gifst og snýr við honum baki þrátt fyrir viðvaranir hans. Eftir að hafa lifað af morðtilræði snýr hún vöm i sókn með aðstoð Wals- hinghams. Auk fyrmefndra leikara bregð- ur fyrir mörgum þekktum bresk- um leikurum, meðal annars leikur John Gielgud páfann, Kathy Burke leikur Mary drottningu, eldri syst- ur Ellsabetar, og Edward Hard- wicke leikur lávarðinn af Arundel. Þá má geta þess að fyrram knatt- spymustjaman með Manchester United, Eric Cantona, leikur lítið hlutverk. Leikstjóri Elizabeth er Shekhar Kapur - hann er indverskur og hóf feril sinni í heimalandi sínu árið 1985. Eftir átta ára farsælan feril vakti hann fyrst athygli utan Ind- lands þegar kvikmynd hans Bandit Queen var sýnd á kvikmyndhátíð- inni í Cannes í óþökk indverskra stjómvalda. Kapur, sem á ámm áður hafði búið á Bretlandseyjum, flutti þangað aftur eftir hinar góðu viðtökur Bandit Queen og er Eliza- beth fyrsta kvikmyndin sem hann gerir þar. -HK Vampírur irki, Á köflum er heilmikill slag- kraftur í þessari mynd og greinilega mark- visst unnið meö að skapa hressandi kúl vampírur (likt og í Blade) plús töff vampíru- bana. -úd Háskólabíó Meet Joe Black ★ ★ Áferðarfalleg og stund- um áhugaverð en frekar tilgeröarleg kvikmynd um viðskipti Dauðans við viðskiptajöfur sem óskar sér lengra lífs. Ein bandarískra kvikmynda sem settar eru á mark- aöinn um þessar mundir sem eru alltof lang- ar og það fyrst og fremst gerir það að verk- um aö hún virkar ekki þar sem hún er allt of langdregin. -HK Egypski prinslnn irkiri The Prince of Egypt er tækniundur og sannkallað augnakonfekt. Ef hægt er að tala um epíska teiknimynd þá er þetta slík mynd. Meö The Prince of Egypt má segja að teiknimyndir sem geröar eru sem fjölskylduskemmtun taki breytingum. Ekki er veriö aö beina sérstaklega augunum að börnum heldur einnig komið á móts viö þá sem eldri eru og þroskaðri. -HK Tímaþjófurinn ★★★ Bullock og Kidman hafa held ég aldrei verið eins góðar og njóta sín vel .I þessum klikkuðu hlut- verkum og Wiest og Channing skemmta sér greinilega konunglega sem miðaldra norna- mömmur. What Dreams May Come kki What Dreams May Come er sérstök kvikmynd sem er á yfirboröinu mjög falleg og gefandi og Robin Williams og Annabella Sciorra innileg og sannfærandi I leik slnum en myndin nær aldrei almennilegri festu heldur veröur kvik- mynd meö mörgum fallegum og vel geröum atriðum. -HK Kringlubíó Waterboy ★★ Enn einn heimskinginn sem sigrar heiminn. Nú er það Adam Sandler sem bregður sér I hlutverk ein- feldningsins meö barnssálina sem I byrjun myndar er lægstur allra en stendur uppi sem bestur og mestur I lokin. Sandler skapar skemmtilega persónu en er I rauninni ekki aö gera neitt annaö en það sem Jim Carrey gerir og marg- ir hafa gert á undan, þá er allt of mikiö gert út á amerískan fótbolta sem verður aö leið- inlegum endurtekningum. -HK Mulan kkkk Mulan er uppfull af skemmti- legum hugmyndum og flottum senum, hand- ritiö vel skrifaö og sagan ánægjulega laus viö þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. -úd Laugarásbíó Rush Hour ★★★ Þaö var því snjallt aö etja Jackie Chan saman við Chris Tucker sem slær út sjálfan Eddie Murphy þegar kemur að kjaftavaöli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman I Rush Hour sem er fýrst og fremst vel heppnuð gamanmynd enda eru slagsmálaatriðin yfirleitt útfærð á þann hátt aö áhorfandinn getur hlegiö um leið og hann fyigist spenntur meö. -HK Regnboginn Le dlner de cons ★★ Frönsk gamanmynd sem hefur margt til slns ágætis. Byrjar sem skemmtilegur leikur fyrir útgáfustjóra sem er búinn aö finna sér bjána til að taka meö sér I kvöldveröarboö en þegar upp er staöiö er það spurning hvor er meiri bjáni. Ágætur leik- ur og hnyttiö handrit, en myndin líður aöeins fyrir þaö aö vera I allri uppsetningu eins og leikrit. -HK Rounders ★★★ Póker get- ur veriö spennandi kvik- myndaefni og þaö sann- ast I Rounders sem fjallar um nokkra ólíka náunga sem allir eru atvinnuspil- arar. Gæöi myndarinnar eru mest þegar sest er við spilaboröiö þvl handritiö er stundum ótrúverðugt. -HK There’s Something about Mary kkk Fjórir lúöar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er I toppformi, Matt Dillon al- veg ótrúlega skemmtilegur sem sllmugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúöi. -úd Stjörnubíó Stepmom k Stjúpan er ein af þessum ofur- dramatísku erfiöleikadrömum og sver sig I ætt viö vasaklútamyndina miklu, Terms of Endearment. Sagan segir frá Luke og Jackie sem eru skilin og nýja konu lukes, Isabel, sem börnum Lukes og Jackie líkar ekki viö. I heildina fannst mér þetta alveg voöaleg mynd. En ég er llklega I minnihlutahópi hér því þaö var ekki þurrt auga I húsinu. -úd Imeira á| www.visir.is 29. janúar 1999 f Ó k U S 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.