Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 6
matur AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333. .Erfitt er að spá fýrirfram í matreiðsluna, sem er upp og ofan." Op/'ð / hádeginu virka daga 11.30- 14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30, fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. ARGENTÍNA ★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalaö." Op/'ð 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. ASÍA ★ Laugavegi 10, s. 562 6210. Op/'ð virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM Rauðarárstig 18, s. 552 4555. CARUSO **★ Þlngholtsstr. 1, s. 562 7335. „Þvert á íslenska veitingahefð hefur hin rustalega notalegi Caruso batnað með aldrinum." Op/'ð 11.30-14.00 og 18.00-23.00 virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00, taugard. 11.30-24.00 og sunnud. 18.00-24.00. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegl 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eig- endur, annar í eldhúsi og hinn í sal.“ Op/'ð 11.30- 14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN Veltusundl 1. 5115 090. Opíð 18-22. GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli- klassahótels með virðuiegri og alúðlegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og taugardaga. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunni, s. 568 9888. HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber i matargerðarlist af öðrum veitingastofum lands- ins." Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíö." Op/'ð 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiösla, sem stundum fer sínar eigin slóðir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Op/'ð frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum miðbæjarins." Op/'ð 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró aö íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda í kvðld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." Op/'ð 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★ Bankastræti 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitinga- stofa með góðri þjónustu og frambærilegum ital- íumat fyrir lægsta verö, sem þekkist hér á landi." Op/'ð virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6, s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir I profiteroles og créme brulée." Op/'ð 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrisgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góðum pöstum en lítt skólað og of uppá- þrengjandi þjónustufólk." Op/ð 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstræti 9, s. 5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir því." Op/'ð 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. REX ★★★★ Austurstrætl 9, s. 511 9111. „Rex kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og oftast vandaðri matreiðslu, meö áherzlu á ein- föld og falleg salðt, misjafnt eldaðar pöstur og hæfilega eldaða fiskrétti." Op/'ð 11.30-22.30. SHANGHÆ ★ Laugavegl 28b, s. 551 6513. Op/'ð virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálítið frosin." Op/'ð frá kl. 18 alla daga. TILVERAN ★★★★★ Unnetsstíg 1, s. 565 5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem viö þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs mataræðis." Op/'ð 12-22 sunnudag til fimmtudags og 12-23 föstudag og laugardag. VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 5518666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Op/'ð 12-23. ÞRÍR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Op/'ð 12-14.30 og 18-20 virka daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og laugardag. |meíra á\ www.visir.is Arnaldur Máni heldur hér áfram mannskoðun sinni og ber saman tvo tónlistarmenn II. h I u t i Ljónshjarta Kjartan Sveinsson tónlistarmaður Af hverju tónlist? „Því að ef ég væri ekki í tón- list þá væri ég örugglega alveg rosalega leiðinlegur." Kanntu ekkert annað? „Ég gæti líklega verið kokkur.“ Mundirðu vilja gera eitt- hvað annað? „Ég væri til í að vera græn- metisbóndi með lífræna rækt- un.“ Kemur Guð þér og starfi þínu eitthvað við? „Já, mjög svo, ég gæti ekki verið án hans/hennar.“ Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? „Nei, ekki áþreifanlega." Áttu þér fyrirmyndir? „Sai Baba og Jónatan Ljóns- hjarta." Drekkurðu eða dóparðu of mikið? „Allt sem til er í heiminum er gott, í réttu rnagni." Hvað langar þig helst að gera með elskunni þinni? „Ferðast með henni um allan heiminn.“ Áttu þér mottó? „Nei, en ég vildi að ég ætti mér svona eitt eða tvö.“ Ein góð saga úr bransanum: „Ég er nú að fara að gefa út bók sem kemur út um jólin 1999 og heitir 102 sögur úr bransan- um. Þar eru þær nú allar, skemmtilegu sögurnar." Kjartan Sveinsson tónlistarmað- ur væri til í aö vera grænmetis- bóndi meö lífræna ræktun. - annan frá New York, hinn héðan af klakanum. Eru þeir eins? Eru þeir ólíkir? starfi þínu eitthvað við? „Nei, ekki beint. En ég held að tónlist sé afskap- lega persónuleg og andleg sköpun. Svo að tónlistin mín er yfirlýsing á túlkun minni á Guði, og ekki inn- an ramma skipulagðra trú- arbragða." Kemur pólitík þér og starfi þínu eitthvað við? „List min er vanalega ekki pólitísk." Áttu þér fyrirmyndir? „David Bowie. Æ, það eru svo margir, Aretha Franklin. Og svo dáist ég líka að Radiohead." Drekkurðu eða dóparðu of mikið? „Nei, vanalega ekki, ég geri ekki of mikið af neinu, bara tilraunir." Hvað langar þig helst að gera með elskhuga þínum? „Hlæja, leika og njótast vel.“ Áttu þér mottó? „The only time you see clearly is when you're full of what you’re looking at.“ Ein góð saga úr brans- anum: „Við vorum fimm hljóm- sveitir í æfingahúsnæði á Lower-East-side og einu sinni fór pípulögnin og allt draslið okkar drukknaði og eyðilagðist. En við héld- um öll ótrauð áfram. Kannski dálítið sorgleg saga?“ egan Wyler ónlistarmaður Af hverju tón- list? „Hún nærir sál á.“ Kanntu ekkert annað? „Jú, ég geri ýmislegt annað en ég vil helst ein- beita mér að tónlistinni." Mundirðu vilja gera eitthvað annað? „Já, en ég reyni vana- lega að samræma tónlist- ina með öllu hinu sem ég elska, eins og í leikhúsinu, með leiklistinni." Kemur Guð þér og Megan Wyler tónlistarmaöur á sér mottóiö: „The only time you see clearly is when you’re full of what you’re looking at.“ veitingahús HumarhúsiÖ: Ber nafn með rentu „Löngum og hugmyndaríkum matseðli fylgir matreiðsla í hæsta gæðaflokki hér á landi. Stíllinn er þó ekki hreinn, því að mikið er kaffært í sósum og meðlæti er staðlað Bezta ástæðan til að sækja Humarhúsiö heim kemur ykkur ekki á óvart, frábær humar, eink- um í einfaldri matreiðslu, hvítvínsvættur og hvítlaukskrydd- aður og síðan grillaður hæfilega skamman tíma. Á boðstólum eru raunar ellefu mismunandi mat- reiðsluaðferðir á humri. Löngum og hugmyndaríkum matseðli fylgir matreiðsla í hæsta gæðaflokki hér á landi. Stíllinn er þó ekki hreinn, þvi að mikið er kaffært í sósum og meðlæti er staðlað. Hvergi urðu þó bein mis- tök nema í hálfhráum, feitum og seigum andakjötssneiðum. Lítið og notalegt humarhúsið er gamaldags og stílhreint að vönduð- um antíkbúnaði. Á kvöldin glitra víðir málmdiskar og fagur borð- búnaður á hvítum dúkum í birtu léttra messingskróna. Fegurri veit- ingasalur er ekki til í landinu. Hér er góður og fjölbreyttur, en ekki árgangamerktur vinlisti, sem leitar víða fanga í fjarlægum lönd- um, Ástraliu og Nýja-Sjálandi, Chile og Líbanon, þótt hefðbundin Ítalía og Frakkland séu í fyrir- rúmi. Verðlagið er hagstætt í hádeg- inu, þegar tær súpa og val milli þriggja flskrétta fæst á 1190 krón- ur. Að kvöldi er þetta hins vegar einn af dýrustu matstöðum lands- ins. Þá kostar þríréttað með kaffi um 4.400 krónur á mann. Hádegissúpan reyndist vera tær gæsasúpa meö strimlum af gæsa- kjöti og grænmeti, frábær hvíld frá þykku hveitilímssúpunum, sem fást um alla borg. Til fyrirmyndar var bragðmildur saltíiskur í lög- um, með kampavínssósu, einfóldu hrásalati og steinselju í olíu. Meyr og fin var sesamhjúpuð risahörpu- skel með maískomum, grænmetis- smábitmn og baunaspírum. Gott var sítrus- og kryddgrafið lamb með balsam-olíu og sesam- fræjum. En bezti forrétturinn var rósmarínkrydduð og léttsteikt rjúpubringa með fjallagrösum og rauðvínssoðnum eplakúlum. Pönnusteikt keila var hæfilega elduð, borin fram með þunnri pip- arsósu með grænum piparkomum heilum, fallegu hrásalati með miklum rauðlauk. Ristaður stein- bítur var einnig hæfilega eldaður og fallega fram borinn með óvenju- lega maukuðu og ijómuðu risotto með stómm og meyrum krabbabit- um. Andabringusneiðar á beini voru of léttsteiktar og fremur seigar, bomar fram með hindberjasósu, perlulauksultu og léttsteiktu græn- meti stöðluðu. Mun betra var létt- steikt lambafillet, fint og meyrt, með döðlum, stórum sveppum, papriku, rifsberjum, bakaðri kart- öflu og anís, en flaut í of mikilli rósmarínsósu. Blönduð og gratineruð ber vom góð, sömuleiðis mjúk karamellu- og mokkaterta á stökkum hnetu- botni, svo og hvítt og bragðmilt súkkulaðifrauð á ferskri hind- berjasósu. Kaffi var gott. Jónas Kristjánsson 6 f Ó k U S 29. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.