Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 11
popp
Will Oldham / Bonnie „Prince“ Billy á Islandi:
Drau
nnaar
Gauknum
Það líður varla sú vika lengur
að hingað komi ekki áhugaverður
erlendur tónlistarmaður. Hressir
útlendingar með plötur í poka eða
tónlist á bandi hafa verið tíðir
gestir. Á miðvikudaginn næsta er
von á heilli hljómsveit sem ætlar
að leika á Gauki á Stöng. Þetta er
hljómsveitin Bonnie „Prince“
Billy, en aðalhvatamaður þeirrar
sveitar er þunnhærður heiðurs-
maður frá Louisville, Kentucky -
Will Oldham. Áður en Will ákvað
að snúa sér að tónlistinni var hann
efnilegur leikari og átti m.a. stór-
leik sem ungur prestur í mynd
leikstjórans John Sayles, „Matew-
an“, en Sayles hefur m.a. gert
myndirnar „Passion Fish“, „Lone
Star“ og „Men with Guns“, sem
sýnd var á nýliðinni kvikmyndahá-
tíð.
Samstarf við Björk?
Will Oldham hóf tónlistarferil-
inn með lítilli plötu árið 1992, en
upp frá því hefur hann gefið út
einar átta stórar undir hinum
ýmsu nöfnum og með ýmsu fólki.
Wili hefur m.a. unnið undir nöfn-
unum Palace, Palace Brothers,
Palace Music og Billy Riley, en
hingað kemur hann sem hluti af
sveitinni Bonnie „Prince" Billy,
þó enginn þurfi að velkjast í vafa
um að þetta er að mestu sólóverk-
efni. Hann syngur og spilar á git-
ar en hingað fylgja honum þrír
spilarar; Matthew Sweeny úr
hljómsveitinni Chavez, Michael
FeUowes og James Gungshin-
Lo. Samstarfsmennirnir hafa í
gegnum tíðina verið kunningjar
frá heimaslóðunum - jafnvel vinir
og bræður - lið sem hefur komið
við í böndum eins og Slint, Tor-
toise, Royal Trux og Pavement, en
Will hefur aldrei verið með fasta
hljómsveit. Aðstoðarfólkið hefur
sem sagt verið frægt úr neðanjarð-
arrokkinu og þá hefur upptökugoð-
ið Steve Albini (frægastur fyrir að
taka upp fyrir Nirvana og Pixies)
tekið upp nokkrar plötur Wills. Þó
Will Oldham sé kannski ekki
heimsfrægur tónlistarmaður er
hann mjög virtur og á marga aðdá-
endur í hópi tóniistarfólks. Björk
lét m.a. nýlega hafa eftir sér að
hún væri mikill aðdáandi hans og
væri tU í að vinna með honum.
Kannski hefur koma hans hingað
eitthvað með þetta að gera?
Minnir á Neil Young
Tónlist Will Oldham má
kannski kalla kántrí eða þjóð-
lagatónlist - eða kannski frekar
melódískt, löturhægt og sefjandi
nýbylgju-kántrí - en kannski er
bara best að kalla tónlistina ekki
neitt og leyfa áhorfendum að
kynnast kappanum af eigin raun
á miðvikudaginn. Nýjasta platan
kom út í vikunni og heitir „I see
the darkness" og er stíluð á
Bonnie „Prince“ Billy. Hún er að-
gengilegasta verk kappans,
draumkennd ballöðuplata með
verulega góðum textum. Aðdáend-
ur Neils Young ættu t.d. ekki að
fúlsa við þessari tónlist, þvi ljúf
og sérstæð söngrödd Wills minnir
nokkuð á meistara Neil. Reyndar
er þó hægt að lofa flestum áhuga-
mönnum mn góða tónlist gæfu-
legri upplifun. KK og Sigur Rós
munu sjá um upphitun, saman og
sitt í hvoru lagi. Það verða bara
einir tónleikar með Will á íslandi
og því er rétt að minna á forsöl-
una sem fram fer á Gauknum, í
Hljómalind og í Skífunni í Kringl-
unni. -glh
Á hinum viðkunnanlega skemmtistaft Klúbbn-
um verftur South Park partí í kvöld. Splunku-
nýir þættir úr þessari geggjuftu teiknimyndser-
íu verfta frumsýndir á risastórum skjá í innsta
sal staftarins. Húsift verftur opnaft klukkan ell-
efu og þaft kostar ekki krónu inn.
Hljómsveitin Sóldögg verftur meft þrjálafta
stemningu í Þjóðlelkhúskjallaranum í kvöld.
í dag eru Síðdegistónleikar í Hlnu húsinu
klukkan fimm. Sex manna hljómsveitin Url
leikur og þaft kostar ekkert inn.
Spotllght Club. Þema helgarinnar er „Nátt-
föt".
Á Broadway verftur hin sívinsæla „ABBA“-
skemmtun í kvöld og á eftir sýningunni munu
meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól sjá um
fjörift.
Alabama er svakalega stór skemmtistaöur f
Hafnarfirfti. Þar ætlar Vlðar Jónsson aft leika í
kvöld og annaft kvöld en á sunnudagskvöldift
verftur kúrekatónlist og línudans.
Plötusnúfturinn Skugga Baldur verftur t breytt-
um og rúmbetri Naustkjallara til kiukkan þrjú
bæfti djammkvöld þessarar helgar.
The Dubllner. Papar klikka ekki og verða á sín-
um staft um helgina.
Aft venju verfta Bítlarnir meft uppistand og tón-
listardagskrá á Glaumbar á sunnudagskvöld-
ift.
Gaukur á Stöng býftur upp á fjörefnis-strákana
í hljómsveitinni Buttercup í kvöld og annaft
kvöld. Á sunnudagskvöldið verftur hins vegar
KK-kvöld þar sem Kristján Kristjánsson og
Magnús Eiriksson leika og syngja og gott ef
ekki dansa líka.
Á Café Amsterdam veröur roknafjör alla helg-
ina og Diskófár undir styrkri stjórn DJ Birdy.
Hin frábæra hljómsveit Sælusveitln, skipuft
þeim Hermannl Arasynl og Níelsl Ragnars-
synl, skemmtir gestum Gullaldarinnar um
helgina. Svo verftur boltinn í beinni.
Léttlr sprettlr er létt og skemmtileg hljómsveit
og verftur í aftalsal Kringlukrárinnar í kvöld og
annaft kvöld. í Leikstofu sama staftar leikur
svo Guðmundur Rúnar.
Kaffi Reykjavík. Hljómsveitin 8-vlllt leikur í
kvöld og annaft kvöld á þessum ágæta staft
en á sunnudags-, mánudags- og þriftjudags-
kvöld sjá Hálfkölfóttlr um stuftift.
Hann Barry Rocklin skemmtir gestum Café
Óperu og Café Romance allan janúarmánuft
og svo mun einnig vera um helgina.
Hljómsveitin Útlagar, sem þekktir eru fyrir
stanslausa glefti, spilar alla helgina á Cata-
línu ! Kópavogi.
Grand Hótel v/Sigtún. Gunnar Páll leikur þar
og syngjur eins og venjulega fyrir gesti hótels-
ins. Hann verftur þarna í kvöld og annaft kvöld.
Næturgalinn. Þotullðið frá Borgarnesi mætir á
svæftið og leikur í kvöld og annaft kvöld en
kvöldift eftir þaft kemur hin sæta og hressa
HJördís Gelrs meft hljómsveit sína og gömlu
og nýju dansana f farteskinu.
Á Mfmlsbar á Hótel Sögu verfta þau Arna og
Stefán meft tryllta stemningu f kvöld og annaft
kvöld.
Jón Meller leikur á píanó fýrir matargesti Fjör-
unnar á Fjörukránni í Hafnarfirfti. Svo verftur
Vfklngasveltin f stuði fyrir veislugesti Fjöru-
garftsins í kvöld og annaft kvöld.
Ásgarður í Mosfellsbæ heldur dansleik í kvöld
meft hljómsvelt Birgis Gunnlaugssonar. Á
sunnudagskvöld verftur svo dansaft vift tónlist
Caprí-triósins.
Blístrandl æðarkollur veröa á Álafoss fötum
beztum í þessum sama bæ, bæfti f kvöld og
annaft kvöld. Eftir miftnætti kostar fimmhund-
ruðkall inn.
meira á.
www.visir.is
29. janúar 1999 f Ó k U S
...opnar STÓRVERSLUN Skífunnar að Laugavegi 26 eftir breytingar.