Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Síða 19
Saga mannkynsins hefur verið saga baráttu milii kynslóða um vöid og áhrif. En kynslóðirnar hafa komið misjafniega út úr þessarí baráttu. Sumar hafa náð völdum fljótt og haldið þeim iengi. Aðrar hafa aldrei komist í gegn, aldrei haft nertt eríndi og aldrei uppskorið neitt. Sumar eru jafnvel það aumar að þær sætta sig við þetta, eins og kynsióðin sem er nú á fertugsaldrinum. Þetta er kynslóð sem mun ekki ski|ja eftir sig mörg spor. Sigur Clintons í forsetakosning- unum 1992 var jafnframt sigur kynslóðar - '68-kynslóðarinnar. Ailt frá því að Kennedy var kos- inn árið 1960 hafði sama kynslóð- in, sú sem var ung í seinni heims- styrjöldinni, setið í Hvíta húsinu - Kennedy, Nixon, Ford, Carter, Reagan, Bush - samtals 32 ár. Og þessi kynslóð hafði ítök víðar en í Hvíta húsinu þennan tíma, hún drottnaði yfir bandarísku samfé- lagi, réð öllu því sem hún vildi ráða. Það var ekki fyrr en hún hafði verið á eftirlaunaaldri í um tíu ár að hún gafst upp - ekki fyr- ir yngri kynslóðum heldur minnis- glöpum, krankleika, dauðanum. Það getur hjálpað að hafa þetta í huga næst þegar hrina frétta af Lewinsky-málinu skellur yfir. Þetta mál á upphaf sitt í því að bandaríska þjóðin kaus yflr sig mann af '68-kynslóðinni - kynslóð- inni sem barðist fyrir frelsi í kyn- ferðismálum, bjó til draumsýn um kommúnur þar sem fólk myndi deila öllu; hugmyndum, sokkum, börnum, elskhugum. Þessi kynslóð barðist gegn gildum stríðsárakyn- slóðarinnar, hugmyndum um ein- ingu fjölskyldunnar, ábyrgð hvers manns á orðum sínum og efnahag. Þetta er kynslóðin sem fór í fóstur- eyðingar svo bömin trufluðu hana ekki við að lifa lífinu, skildi við Baltasar Kormákur. Eitt helsta framlag kynslóðarinnar eftir '68 í menningarmál- um er tilraun til að bræða saman lág- og hámenningu, nokkuð sem var fyrir löngu orðin nauðsyn á svo íslensk menning þornaði ekki upp af leiðindum. Lengst hefur þetta náð í leiklistarstarfsemi kyn- slóðarinnar eftir '68. makann ef hann gaf ekki af sér nógu mikla ánægju og gerði kröfur á hið opinbera um stuðning til að geta notið lífsins. Stríðsárakyn- slóðin hafði látið undan þessum kröfum hægt og hægt, en með sem- ingi. Til mótvægis við undanláts- semina hafði hún pússað og fágað hin gömlu gildi svo þau gleymdust ei. Og þessi gildi héngu einhvem veginn í loftinu, það var látið sem þau stæðust bæði í orði og á borði. Og Lewinsky-málið er prófsteinn á hvort þeim verði endalega hent eða hvort mögulegt sé að halda þeim á lífi, það kristallar átök um gildi tveggja kynslóða. Og auðvitað mun '68-kynslóðin sigra. Hún mun sitja að völdum í bandarísku sam- félagi jafnlengi og striðsárakyn- slóðin og aldamótakynslóðin á undan henni - eða til ársins 2022 ef henni tekst að hanga á völdunum jafnlengi og kynslóðin sem hún hrakti burt. Vopnið sem '68-kyn- slóðin beitir er ekki það að Clinton sé saklaus heldur að hann sé vin- sæll, það má vera að hann hafi log- 1 ið en úr því að færri kippa sér upp við það en láta sér það einhveiju varða þá er það í lagi. Þú mátt það sem þú kemst upp með. Saga kynslóðabaráttu Og auðvitað hefur saga mann- kynsins fram að þessu verið saga kynslóðabaráttu. Stofninn í alda- mótakynslóðinni var sá hópur manna sem fór utan til náms og kom aftur heim án þess að hafa sýslumanns- eða prestsembætti í vasanum. Þetta urðu gagnrýndur staðnaðra samfélagshátta og stein- runnins embættismannakerfis - skiljanlega, þeir urðu að olnboga sig um samfélagið til að skapa sér eitthvert pláss að lifa og starfa í. Og nútíminn Vcir vopnið þeirra. Þeir komu með nútímann að utan og sýndu landsmönnum hvernig eldri kynslóð mennta- og áhrifa- manna var hlægileg í samanburði við hann. Og smátt og smátt urðu eldri mennirnir afdalamenn, hlægilega púkalegir og aldamóta- kynslóðin komst til valda og áhrifa, flutti nútímann til íslands, reisti hér nútímasamfélag á grunni moldarkofanna og vann sér vegleg- an sess i sögubókum - sem hún skrifaði sjálf. Næsta valdakynslóð var kreppu- kynslóðin. Hún komst til valda vegna þess að aldamótakynslóð- inm eltist - ekki vegna þess að hún hafi reynt að vikja einhverjum frá. Hún greip hverja stöðu sem hún fékk og hékk á henni og þegar aldamótamennirnir urðu gamlir og ryðgaðir var hún allt í einu var hún komin á toppinn. Auðvitað fylgdi íhaldssemi kreppukynslóð- inni, hún var varkár og varð ekki auðveldlega uppveðruð af nýjung- um. Hún kaus fremur það litla sem hún hafði en eltingaleik eftir ein- hverju sem hún vissi svo sem lítið um. Eftirstríðsárakynslóðin var hins vegar sérfróð um það sem hún átti ekki en langaði í. Þetta var frek kynslóð, alin upp í stríðsgróða og endalausum tækifærum til hins og þessa. En þrátt fyrir þrána eftir tækifærum og vilja til valda og eigna þá náði eftirstríðsárakyn- slóðin ekki að veita kreppukyn- slóðinni neinar skráveifur að heit- ið gæti. Það var helst að henni tækist að breiða úr sér í innflutn- ingsversluninni. Kreppukynslóðin sat hins vegar að völdunum, lét smáviðreisn eftir frekjum eftir- stríðsáranna, leyfði innflutning á eplum og appelsínum en ekki meir. Síðan kom '68-kynslóðin og fór utan til náms - ekki bara einn og einn maöur heldur næstum allur skarinn. Og þegar hann kom heim þurfti hann að búa sér til pláss og tækifæri og notaði við það sama tækið og aldamótakynslóðin, nú- tímann. Þetta var kynslóðin sem færði nútímann enn og aftur til ís- lands. Það þurfti að færa fjölmiðl- un til nútimahorfs og stjórnsýslan var stöðnuð (yfirheyrsla Vilmund- ar Gylfasonar i sjónvarpinu yfir Baldri Möller, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, . var einmitt einn af fyrstu sigrum '68- kynslóðarinnar), gamla þetta-hlýt- ur-að-reddast-aðferðin í viðskipt- um varð að víkja fyrir rekstrará- ætlunum og arðsemisútreikning- um, íslenska eldhúsið að víkja fyr- ir frönsku eða ítölsku, þjóðlegur fróðleikur og afdalalist fyrir list- sköpun sem átti erindi á erlendan markað. í raun var þessi barátta endurtekið efni frá því snemma á öldinni. Og endalokin urðu þau sömu. Á undraskömmum tíma hafði '68-kynslóðin komið sér fyrir á öllum valdapóstum samfélagsins. í dag situr hún í stjómarráðinu og á Bessastöðum, í ráðhúsinu og Þjóðleikhúsinu, í Hæstarétti og Hagstofunni. Frá því aldamótakyn- slóðin kom heim hefur engin kyn- slóð verið jafnfljót að ná völdum og áhrifum í samfélaginu. Og engin kynslóð mun verða jafnlengi við völd. Við losnum ekki við '68-kyn- slóðina fyrr en Davíð Oddsson verður sjötugur - það eru enn 19 ár í það. Hallgrimur Helgason. Kaldhæðnin hefur verið eitt helsta vopn kynslóðarinanr eftir '68 og hún hefur beitt henni á gildi kyn- slóðarinnar sem öllu ræður. Það er hins vegar spurning hvort kaldhæðnin klæði kynslóðina jafnvel þegar hún fer að nálg- ast fimmtugsaldurinn. orðaði Einar Már Guðmundsson það um jafnaldra sína (fólk fætt um og eftir 1955) að þeir hefðu komið of seint í byltinguna, bank- að á dymar og verið hleypt inn. Þeir sem komu á eftir (fólk fætt um og eftir 1960) hefði komið það mik- ið of seint að þeir misstu af tíman- um. Misstu af byltingunni, misstu af tímanum - nútímanum. Þegar Davið Oddsson tók við borginni var hann 34 ára. Hvaða 34 ára maður (eða kona) í dag getur talist alvarlegur stjómmálamaður? í dag er Jakob Frímann Magnús- son, langt kominn á fimmtugsald- ur, talinn til ungra stjómmála- manna og tekinn mátulega hátíð- lega af því tilefni. Og ástæðan er ekki sú að Davíð hafi verið svo miklum hæfileikum búinn þegar hann var 34 ára að enginn maður (eða kona) á fertugsaldri i dag hafi aðra eins kosti. Munurinn er sá að þegar Davið var 34 ára taldi hann sig eiga rétt á völdum, allt frá því hann komst til vits og ára og sjö- unda áratugnum, allt frá því hann varð stúdent 1968 hafði kynslóðin hans sagt honum að honum bæri að taka við samfélaginu. Og sem fyrst. Voðinn væri vís ef það drægist aðeins. Ríkjandi kynslóð var að sigla öllu í strand. Fólk á ferugsaldri í dag hefur hins vegar alltaf upplifað sig í aft- ursætinu. Það getur svo sem náð árangri í lífi sínu - jafnvel unnið afrek eins og Björk - en þetta er persónulegir sigrar. Kynslóðin sem fylgdi á eftir '68 skynjar sig ekki sem hóp borinn til valda. Og af þeim sökum mun hún aldrei ná neinum völdum né teljandi áhrif- um. Bara persónuleg afrek Kynslóðin sem kom í kjölfar '68 mun því lifa og starfa án teljandi áhrifa i samfélaginu og í raun má sjá það á verkum hennar að hún veit af þvi. Reyndar á þetta ekki við krakkana sem voru að fermast um og eftir '68. Einhverju sinni Tölvur og skemmtun Ef litið er yfir það sem kynslóð- in á eftir '68 hefur skilið eftir sig (það er kynslóðin sem erlendis hef- ur verið kölluð X-kynslóðin af því hún er svo ómerkileg að hún á ekki skilið neitt nafn, þótt hérlend- is hafi þetta nafn fest við fólk sem Björk. Einu afrek kynslóðarinnar eftir ‘68 eru persónulegir sigrar. '68-kynslóðin lagðist nánast í heilu lagi yfir samfélagið en kynslóðin í kjölfarið hefur í raun aldrei litið á sig sem hóp. nú er á þrítugsaldri) þá er það helst tölvu- og tæknivæðing. Hún hefur þjónustað '68-kynslóðina að þessu leyti því '68-liðið var alltaf dálítið meira máladeildarmeginn í lífinu. Kynslóðin á eftir '68 hefur stækkað skemmtanaiðnaðinn og jafnvel gert einhverjar tilraunir í að eyða mörkum á milli lág- og há- menningar. Hún er óþjóðleg og er alin upp við að velja frekar það sem útlenskt er en íslenskt ef bæði er jafngott. Þetta sést ágætlega í leikhúsunum þar sem ^ kynslóðin á eftir '68 hef- ur sett upp endalausa röð af útlendum kassa- stykkjum og jafnvel stofnað heilu leikhúsin í því augnamiði. Kynslóðin á eftir '68 hefur svo til hafnað pólitík - líklega vegna þess að hún hefur ekki trú á að hreppa nein völd - og sökum þessa hefur hún ýtt undir þá þróun að stjórn- mál snúist um tæknilegar útfærsl- ur frekar en lífssýn. Hún hefur ekki veitt stjórnmálamönnum - fólki af '68-kynslóðinni - neitt að- hald og leyft þeim að auka sífellt ítök hins opinbera. '68-kynslóðinni veitti nefnilega ekki af aðhaldinu, hún er forræðissinnuð, alin upp í endalausum reglum um hvað sé gott og hvað sé gilt. Á valdatíma hennar hefur ríkið tekið upp á því að mynda fólk á gangi niðri í bæ eða á ferð yfir gatnamót, sett regl- ur um hvar tilhlýðilegt sé að reykja og hvar ekki, ákveðið að nú skuli allir leggja læknaskýrslur sínar i sameiginlegt púkk, leyft fj ármálastofnunum að skiptast á upplýsingum um hver skuldar hverjum. Innst inni finnst '68-kyn- slóðinni að allir eigi að vera eins - eins og hún - og þvi geti hún í raun tekið ákvörðun fyrir alla. Og þetta sættir kynslóðin sem kom á eftir '68 sig ágætlega við. Hún er alin upp við það að eldri systkinin eigi að ráða og virðist ætla að lifa með það ævina á enda. c í listum er markmið hennar að verða sem líkust '68. Sjón er þannig frábær arftaki Sigga Páls og Guðmundur Andri hreint ágætur Pétur Gunnarsson og Biggi Andrésar ekki svo galinn Siggi Gúmm og Atli Ingólfsson ekki svo frábrugðinn nafna sínum Heimi. Auðvitað munu þessir prinsar aldrei erfa ríkið. Þeir munu daga upp eins og Karl Bretaprins og pipra i hlutverkum sínum. Þegar þeir hafa beðið þolin- móðir í hálfa öld mun einhver Vil- hjálmur skjóta upp kollinum og hrifsa krúnuna, einhver með nýjar hugmyndir, nýja sýn, nýtt erindi. Kynslóðin sem hverfur Það markverðasta sem gerðist í íslensku listalífi í janúar var sýn- ing dönsku bíómyndarinnar Fest- en. Hún er eftir 27 ára gamlan mann. Það sem gerir þessa mynd merkilega er að höfundinum er svo mikið í mun að koma erindi sínu á framfæri að hann setur myndina fram eins og hún hafi verið tekin af einhverjum sem fyrir tilviljun var viðstaddur atburðina. Hann vill að áhorfandinn trúi því sem hann er að segja en taki það ekki sem eitthvert listrænt runk. Og honum þykir svo vænt um erindi sitt að hann nánast tyggur það ofan í áhorfendur. Þetta er ekki hálffertugur maður að leika fimm- tugan mann heldur trúir hann því í alvörunni að hann geti sagt eitt- hvað sem áhorfendum sé gott að heyra. Auðvitað skiptir þessi mynd svo sem engu máli. Það er bara svo freistandi að vonast til þess að hún sé vísir að einhverju, að bráðum fari að koma fólk sem telji sig eiga alvöru erindi. Ef það gerist mun kynslóðin eftir '68 hverfa, þá verð- ur hægt að hleypa yfir hana. Þá þarf fólk ekki lengur að hinkra og sjá til hvort hún ætlar sér eitthvað. í ellinni getur hún huggað sig við að hún hafi átt eitthvert frjókom í 1 því sem síðar kom - svipað og þeg- ar bítnikkunum fundust hipparnir hálfgerð eftiröpun. -gse 29. janúar 1999 f Ókus 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.