Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 Neytendur__________________________________________d\ Atli Gíslason, verjandi manns sem er ákærður fyrir að hafa sett rán á svið: Ekki séð lakari málatilbúnað - ákærði áskilur sér rétt til málshöfðunar vegna rannsóknar lögreglunnar „Rytjulegri rannsókn og lélegri málatilbúnað hef ég ekki séð á mínum 20 ára ferli sem lögmaður í málflutn- ingi. Það eru engar sannanir í þessu máli og ekki minnstu líkur á sekt ákærða," sagði Atli Gíslason, verjandi ungs manns sem er ákærður fyrir að hafa sett á svið rán og þjófhað með sex mánaða millibili - og þannig dregið sér samtals 1,7 milljónir króna - í spilasalnum Háspennu við Hlemm árið 1997. Og lögmaðurinn var rétt að hitna í vamarræðu sinni: „Lögreglurannsóknin í þessu máli var í skötulíki,“ sagði Atli og beindi orðum sínum ýmist til lögfræðings lög- reglustjóra, sækjandans í málinu, eða dómarans. Atli sagði að ákæruvaldið ætti ekki að leggja út í sakamál - ákæra sakbominga - nema meiri líkur en minni séu á að þeir fáist sakfelldir. „Það á allra síst að fara af stað með mál þar sem líkumar era hverfandi. Það er lika ætlast tO vandvirkni af hálfú ákæmvaldsins," sagði Atli og var mikið niðri fyrir. Segir lögreglu hafa „sett sekt á svið“ Atli heldur því fram að sterkar vís- bendingar séu í yfirheyrslum og skjöl- um málsins um að lögreglan hafi sett grun og meinta sekt sakbomingsins á svið. Engar vísbendingar séu um sekt varðandi ákæmatriðin sjálf. Hann sagði að lögreglan hefði spurt vitni Óttar Sveinsson leiðandi spuminga, verið óralengi að rannsaka málið og taka ákvörðun um ákæra og þannig brotið mannréttinda- ákvæði á skjólstæðingi sínum - enda ættu allir rétt á skjótri og réttlátri málsmeðferð. Hátt í tvö ár liðu frá því að meint fyrra brot var framið þangað til ákæra var gefin út. Tveir af eigendum Háspennu mættu sem vitni fyrir dóminn í gær. Þeir staðfestu báðir að eftir að 477 þúsund króna peninga- og ávísanabúnt hvarf frá Háspennu í febrúar 1997, þeg- ar ákærði var á vakt, hefði verið um það samið að hann greiddi hátt i helm- ing þeirrar fjárhæðar sjálfúr - einn og hálfan mánuð af 3ja mánaða starfs- lokasamningi - enda bæra starfsmenn ábyrgð á fjárvörslunni. Fram kom hjá eigendunum að gervimyndavélar hefðu verið inni á staðnum. Kom skríðandi upp tröppur Tæpu hálfu ári eftir þjófnaðinn, að- faranótt 3. ágúst 1997, komu hjón inn á staðinn Háspennu þar sem þau sáu ákærða í málinu, starfsmann staðarins á þeim tíma, koma skríðandi upp tröpp- ur í rifinni skyrtu, vankaðan, sveittan og skjálfandi með áverka á andliti. „Er þetta lýsing á manni sem setur rán á svið?“ spurði Atli, hvasst. Ákærði hefur borið við yfirheyrslur að tveir menn hefðu komið inn á stað- inn og rænt 1,2 miUjónum króna úr skiptivél í spilasalnum - þeir hefðu bar- ið sig og hann misst meðvitund um stund. Elín Hallvarðsdóttir, fúllrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík, sagði í sóknar- ræðu sinni að ákæravaldið krefðist þess að maðurinn yrði sakfelldur fyrir 5ár- drátt og rangan uppljóstur hjá lögreglu fyrir bæði brotin. Grunsamlegt teldist að áverkar ákærða væra að framan- verðu með hliðsjón af því að meintir ræningjar hefðu komið aftan að honum. j? * sem höfðu beðið I ekki hafa séð ræn- I ingjana koma út. I Sækjandinn sagði I að skiptimyntin í m%: ránsfengnum hefði Atli Gíslason. vegið samtals 32 kíló. Elín sagði að enginn hefði séð ræningjana auk þess sem ólíklegt teldist að þeir myndu ræna stað nánast gegnt lögreglustöðinni. Þessu mótmælti verjandinn harðlega og sagði ekkert fram komið hjá leigubíl- stjóranum sem benti til að skjólstæðing- ur hans væri sekur. Vitnin í málinu, sem komu að ákærða, hefðu auk þess gengið norður Rauðarárstiginn en ræn- ingjamir hefðu að líkingum hlaupið eða gengið vestur Laugaveginn. Fordómar lögreglu? Veijandinn hélt því fram að fordóm- ar lögreglu hefðu ráðið því að skjól- stæðingur hans hefði verið grunaður í málinu - maður sem hefur afplánað 2ja ára dóm fyrir tilraun tfi mann- dráps. Atli sýndi síðan fram á með gögnum að maðurinn er einn fárra sem hlotið hefur betrun í fangelsi, kennari hans í framhaldskóla ber hon- um vitni um einlægni, dugnað og heið- arleika. Auk þess segir núverandi vinnuveitandi að hann sé heiðarlegur og árvökull í starfi. Veijandi lagði áherslu á það við máiflutninginn að lögreglan hefði lagt vitnum orð í munn, m.a. um tímasetningar og fram- komu ákærða - atriði sem hann sagði að vitni staðfestu fyrir dómi. í lokin tíndi verjandinn til ýmis at- riði; m.a. að lögreglan hefði lagt hald á sög, sönnunargagn sem var ekki einu sinni í eigu ákærða heldur nágranna hans, og sent hana í rannsókn til Svi- þjóðar. Hann sagði síðan að mat ákæravaldsins í málinu væri huglægt og líktist skáldsagnagerð. Atli sagði að það væri góður vani hjá dómstólum að veita rannsakendum og ákærendum tiltal þegar svo bæri undir. Hann kvaðst telja fúllt tilefni til að slíkt yrði gert í þessu máli. Sækjandinn svaraði því til að verj- andinn hefði farið mikinn og ekki hefði allt sem hann sagði verið fallegt. Elín vísaði alfarið á bug fúllyrðingum um skáldskap. „Það getur ekki verið sæmandi að tala svona til annars mál- flytjanda," sagði Elín. Málið hefur verið tekið til dóms. Dómur gengur á næstunni. Frétt DV um smáþorsk: Fiskurinn hugs- anlega úr rann- sóknarveiðum - segir í frétt Fiskaren Sjávarútvegsblaðið Fiskaren í Noregi og fleiri norskir fjölmiölar hafa undanfarið greint frá forsíðu- frétt DV i lok janúarmánaðar um mjög smáan Rússaþorsk sem landað var nýlega í Hafnarfirði. Blaðamað- ur Fiskaren, íslendingurinn Magn- ús Þór Hafsteinsson, hefur jafn- framt kannað hjá kaupendum Rússaþorsks i Noregi hvort ámóta smælkis hafi orðið vart í þeim Rússafiski sem þeir hafa fengið. Samkvæmt fréttinni eru ekki dæmi um slíkt í seinni tið. Hinir norsku verkendur Rússa- þorsks úr Barentshafinu segja við Fiskaren að stærð fisksins sé innan þeirra marka sem norsk stjómvöld hafa sett. Hugsanleg skýring á ör- fiski sem uppgötvast hefur á íslandi og sagt hefúr verið frá í tvígang í DV sé sú að aflinn sé úr togurum sem voru að rannsóknarveiðum fyr- ir rússnesku hafrannsóknarstofnun- ina PINRO í Murmansk og höfðu klædda trollpoka í því skyni. Þeim rússnesku og raunar einnig norsku skipum sem stunda rannsóknar- veiðar í Barentshafi með klæddum trollpokum er skylt að koma með allan afla að landi samkvæmt frétt Fiskaren. -SÁ Leiklistarnemendur í Lindarbæ mótmæltu í fyrradag þeirri ákvörðun að loka nemendaleikhúsi þeirra en því verður á næstunni breytt í skjalasafn fyrir Hagstofu ísland. DV-mynd Teitur Maður brá skjótt við þegar kviknaði í bifreið á Suðurlandsbraut og slökkti eldinn í bílnum. DV-mynd Þórður Ingvarsson Framsóknarmenn á VestQöröum: Uppstillingarnefndin klofnaði DV, Ísaíirðr Á sunnudag samþykkti meiri- hluti uppstillingarnefndar Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum að setja Kristin H. Gunnarsson i fyrsta sæti á lista flokksins vegna kosning- anna í vor. Uppstillingarnefndin klofnaði í afstöðu um tillögu þá sem samþykkt var, en þar er nafn Magnúsar Reyn- is Guðmundssonar hvergi nefnt. Reyndar mun Magnús Reynir ekki hafa áhuga á að skipa annað sætið á eftir Kristni, en Magnús lýsti í síð- ustu viku yfir áhuga sínum á fyrsta sætinu. Ólöf Valdimarsdóttir er í öðru sæti og Björgmund- ur Guð- mundsson i þriðja sæti. Þá koma Anna Jens- dóttir, Svava Frið- geirsdóttir, Jóhann Har- aldsson, Agnes Magnúsdótt- ir, Haraldur V. Jónsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Sigurður Sveinsson, fyrrverandi útgerðar- maður og ýtustjóri, í því tíunda. Viðmæl- endum blaðs- ins úr röðum framsóknar- manna þykir líklegt að hörð átök séu i uppsiglingu fyrir kjör- dæmisþing sem sam- þykkja verður listann og haldið verður 20. febrúar. Þar búast menn við að ný tillaga að lista verði einnig lögð fyrir þingið með Magnús Reyni Guðmundsson í forystusætinu Ólöf Valdimarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.