Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 9 Utlönd TILNEFNINGAR TIL OSKARSVERÐLAUNA Ljóst er að hörð barátta verður milli kvikmyndar Stevens Spielbergs, Björgunar óbreytts Ryans, og rómantísku gamanmyndarinnar Ástfangins Shakespeares um óskarsverðlaunin sem besta kvikmyndin íBESTA MYNDIN Björgun óbreytts Ryans Ástfanginn Shakespeare Lífiö er fallegt Elizabeth The Thin Red Line fBESTI LEIKSTJÓRI Á fBESTI LEIKARINN Á Steven Spielberg Tom Hanks Björgun óbreytts Ryans Björgun óbreytts Ryans Peter Weir Sir lan McKellen Truman-þátturinn Gods and Monsters John Madden Roberto Benigni Ástfanginn Shakespeare Lífiö er fallegt Roberto Benigni Nick Nolte Lífiö er faltegt Affiiction Terence Malick Edward Norton ^The Thin fíedLine y ^American History X y fBESTA LEIKKONAN Á f BESTA ERL. MYNDINÁ Gwyneth Paltrow Central Station Ástfanginn Shakespeare Brasiiía Fernanda Montenegro Lífið er faliegt Central Station Ítalía Cate Blanchett Börn himinsins Eiizabeth íran Meryl Streep Afinn One True Thing Spánn Emily Watson Tangó ^Hilary og Jackie J ^Argentína J Skæruliðar í Kosovo kampakátir: Kaupa vopn af Serbum - deilt um NATO á friðarfundi Er nema von að Ismet Cakiqi, for- ingi í skæruliðasamtökunum Frels- isher Kosovo, brosi breitt? Hann kaupir vopn sín af erkifjendun- um Serbum. „Þetta er mjög einfalt," segir Cakiqi i viðtali við danska blað- ið Politiken í morgun. „Þeir eiga það sem við þörfnumst og við eigum peningana. Þeir sem eru klókir reyna að fá eins mikið út úr þessu og þeir geta. í þessu héraði fáum við því flest vopnin frá Serbunum sjálfum." Cakiqi sýnir stoltur fjöldann allan af Kalasníkov-hríðskota- byssum, sex leyniskytturiffla með sjónaukum, tuttugu og fjög- ur flugskeyti og átta kassa af ótilgreindum vopnum sem hann fékk frá spilltum liðsmönnum serbnesku öryggissveitanna. Þá segist hann einnig hafa keypt rafstöðina sem sér höfuð- stöðvum hans fyrir rafmagni af Serbum. Á sama tíma eru félagar Cakiqis vestur í Frakklandi að reyna að semja um framtíð Kosovo við fulltrúa júgóslavnesku stjómarinnar. Samningaviðræðurnar halda áfram í dag í Rambouillet-höll skammt utan við París. Hætt er þó við að deila stjómvalda í Belgrad og Washington um hvort hersveitir NATO eiga að framfylgja væntan- legum friðarsamningi skyggi á við- ræðurnar. Bandarísk stjómvöld segja að það yrðu mikil mistök af hálfu Júgóslava ef þeir heimiluðu ekki erlendum friðargæslusveitum að koma til Kosovo. Deilendur eru hálfnaðir með þann tíma sem þeir var ætlaður til að semja og miðar, að sögn, vel. Þessi flóttabörn frá Kosovo bíða eftir að friður komist á heima. Noregur: Hálf milljón fyrir að segja ekki upp DV, Ósló: Hjúkrunarfræðingum í Noregi era nú boðnar allt að hálfri milljón íslenskra króna bara fyrir að lofa að koma i vinnuna út árið. Þetta bætist við tilboð um mánaðarlaun, sem með yfirvinnu geta orðið jafn- há, og em með hæstu launum sem þekkjast á sjúkrahúsiun i heimin- um. Og þrátt fyrir þessi kostaboð eru nú rúmlega þúsund stöður lausar fyrir hjúkmnarfræðinga við norsk sjúkrahús. Ástandið hefur versnað að mun eftir að ríkið fór að bjóða foreldrum heimgreiðslur til að passa böm sín þar. Því boði hafa margir hjúkrunarfræðingar tekið og sjúkrahúsin verða nú að svara með því að nota fé ríkisins til að yf- irbjóða heimgreiðslumar frá rík- inu. Það var á geðsjúkrahúsi sem yfír- boðin byrjuðu fyrir skömmu, og nú hafa önnur sjúkrahús orðið að fylgja í kjöifarið með loforðum um greiðslur sem geta munið frá 350 þúsund íslenskum krónum og upp í hálfa milljón. Þegar hafa 70 hjúkr- unrfræðingar við Ulleval, stærsta sjúkrahús Óslóar, skrifað undir lof- orð þess efnis að segja ekki upp á árinu og fengið greiðslur fyrir. -GK Ef þú vilt fá stinnan og stæltan maga þá þarftu að æfa reglulega og láta sixpackinn í ísskápnum vera. Body pump - pallapuð - sund - skokk ... >að skiptir ekki máli hvað þú gerir, svo lengi sem þú gerir það reglulega. Fáðu þér stimpilkort í næstu sundlaug eða líkamsræktarstöð sem er í samstarfi við okkur, mættu tíu sinnum í holla hreyfingu í febrúar og fáðu stimpil í hvert skipti. 5000 fyrstu sem skila inn stimpluðum kortum fá bókina Betri línur eftir heilsuræktargúrúinn Covert Bailey að gjöf! Allir fara í heilsupottinn og gætu komist ókeypis til London með Samvinnuferðum-Landsýn eða unnið einn af tugum glæsilegra vinninga! Átakið stendur út febrúar. Kortinu verður að skila fyrir 6. mars. Fylgist með umfjöllun um holla lifnaðarhætti í DV og á Bylgjunni iristu »rn'orfv (jjgPPMf) É6 £« MEfl „Sw W Unoir... Hættu að blekkja sjálfan þig. Eini sixpakkinn sem þú átt er í ísskápnum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.