Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 11
JDV MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 ennmg 11 •ki ★ ★ Lífæðar 1999 Myndlistar- og ljóðasýningin Lifæðar verður opnuð á Sjúkrahúsi Akraness á fóstudaginn kl. 15. Hún kemur þaðan frá Landspítalanum í Reykjavík þar sem hún hefur verið frá 8. janúar og mælst mjög vel fyrir. ^ Sérstaka athygli vek- ur vegleg sýningar- skrá þar sem stillt er upp saman ljóðum og málverkum eins og á sýningunni sjálfri. Stundum hefúr tek- ist afar vel til þar, til dæmis á ljóðið j „Ósk“ eftir Krist- ínu Ómarsdóttur vel við verkið „37 __ C“ eftir Harald Jónsson og ljóðið „Umhverfi" eftir Hannes Pétursson á einstaklega vel við málverk Georgs Guðna án titils. Myndin er af landi og fjöllum - og grunur um jökul þar sem landið hættir að vera jarðneskt - og ljóð Hannesar hefst einmitt á þessum orðum: „Hve lengi get ég lofsungið þessi fjöll.. Sýningin verður næst opnuð 19. mars á ísa- firði. Frekari upplýsingar veita Steingeröur Steinarsdóttir í síma 587 4793 og Hannes Sigurðs- son í síma 552 2305 Við opnunina á Lansanum sagði Hannes Sig- urðsson meðal annars: „Enda þótt óralangt virð- ist á milli safna og sjúkrahúsa eiga þau meira sameiginlegt en margan kann að gruna. Sjúkra- hús eru vanalega ljós að innan og hafa yfir sér sótthreinsað yfirbragð, og nú á tímum þykir varla nokkurt safh eða gallerí risa almennfiega undir nafhi nema það sé hvítmálað hátt og lágt svo að sem minnst skyggi á upplifunina. En sam- anburðurinn ristir dýpra en yfirborðið. Likt og sjúkrahúsin eru söfnin sérhæfðar stofnanir sem útheimta listfræðinga og gagnrýnendur á svipað- an hátt og sjúkrahúsin þurfa á skurðlæknum og lyflæknum að halda. Sérgrein listfræðinganna er hins vegar ekki sjóntaugamar heldur sjónskynj- unin.“ Stutt umfjöllun er í Lífæðabæklingnum um listamennina á sýningunni. Skrifar Hjálmar Sveinsson um myndlistarmennina en Hermann Stefánsson um skáldin. Menningararfur og ferðaþjónusta Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga og ReykjavíkurAkademían boða til málþings á föstudaginn undir yfirskriftinni „íslenskur menningararfur - auðlind í ferðaþjónustu". Þar munu fjórtán fyrirlesarar ræöa stöðu menningar- tengdrar ferðaþjónustu hér á landi og möguleika sem felast í samvinnu fræðimanna og ferðuþjón- ustuaðila. Sérlegur gestur málþingsins verður Christian Sulheim, framkvæmdastjóri sjálfseign- arstofnunarinnar „Norsk Kulturarv". Málþingið verður haldið í nýjum tónlistar- og ráðstefiiusal í Strandbergi, saftiaðarheimili Hafn- arfiarðarkirkju, við Strandgötu í Hafharfirði og hefst kl. 9. Áætlað er að dagskránni ljúki kl. 17. Meðal fyrirlesara má nefha Sumarliða ísleifsson sagnfræðing, sem talar um menningartúrisma á 19. öld, Rögnvald Guðmundsson ferðamálafræð- ing, sem ræðir um vaxtarmöguleika í menning- arferðaþjónustu, og Gísla Sigurðsson, sérfræðing á Ámastofhun, sem segir að fræðingurinn sé ekki endilega besti sögumaöminn. Fundarstjóri er Ólína Þorvarðardóttir þjóð- fræðingur. Rammíslensk tónlist Fyrir tæpum tveimur árum var ég stödd í Bonton, stærstu hljóm- plötuverslunni i Prag, í geisladiskainnkaupum fyrir eina af menningar- stofhunum okkar og naut ég þar góðrar að- stoðar indæls ungs af- greiðslumanns sem vildi allt fyrir mig gera þegar ég hafði borið upp erindi mitt. Ég var fremur hissa þar sem reynslan hefur kennt mér að fólk í þjónustu- störfum í þessari ann- ars yndislegu borg á það stundum til að vera stúrið og óliðlegt. Þegar ég hafði lokið innkaup- unum og þakkað fyrir mig leit hann á mig með glampa í augunum og sagði: „ísland, þangað langar mig að fara, Jón Leifs er nefnilega eitt af mínum uppáhalds tón- skáldum, þið hljótið að vera afar stolt af því að eiga hann!“ „Tja...uuu. . .“ muml- aði ég á meðan ég rembdist við að hugsa hvemig ég ætti að út- skýra fyrir drengnum að uppáhaldinu hans hefði hingað til verið fremur lítill gaumur gefinn i sínu heima- landi. „Þetta er allt að koma,“ sagði ég að lok- um glaðhlakkalega og brosti mínu blíðasta. Það urðu reyndar orð að sönnu og er nærtæk- asta dæmið um það ný- afstaðnir Myrkir músík- dagar, en í ár var Jón eins konar þema hátið- arinnar í tilefni aldaraf- mælis hans. Fyrir utan fjöldamörg verk hans sem flutt vom, sum í fyrsta sinn, var haldið málþing í Gerðubergi þann 16. janúar um tónskáldið, persónuna og baráttumanninn Jón Leifs. Þátttakendur voru Atli Heimir Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hilmar Oddsson, Öm Magnús- son og Sigurður A. Magnússon, sem allir tengjast Jóni sjálfúm eða tónlist hans á einn eða annan hátt, og Ævar Kjartansson sem stjómaði umræðunum - eða fræðslufundin- um eins og hann orðaði það. Atli Heimir sagði að Jón væri það mikil- vægasta sem komið hefði fram í íslensku tónlistarlifi þótt hann enn í dag væri nær óþekktur og vanræktur miðað við ýmsa sam- tímamenn hans í öðrum listgreinum sem skipa stóran sess í menningu okkar, til dæm- is Halldór Laxness, Kjarval, Svavar Guðna- Hjálmar sagði að ekkert væri aukalegt við tón- list Jóns; hann væri ekkert glæsitónskáld en kjarninn blasti alltaf við. Sú stað- reynd að Jón fékk ekki að heyra tón- list sína leikna af hljóðfæraleikur- um hefði orðið til þess að hann staðnaði í kring- um 1950, því engin hringrás hefði orðið til þess að viðhalda sköpun- arkraftinum. Örn Magnús- son, sem hefur gert mikið af því að leika verk Jóns á píanó, sagði að músík hans væri oft á tíðum óvæg- in við flytjendur og gæti það verið ein skýring þess að hún fékkst ekki flutt. En þessi tón- list væri sér sífellt undrunarefni, í henni fælust óend- anlegar dýptir, hún væri ekki lik neinni annarri, og Örn líkti Jóni við Charles Ives, mann sem færi sínar eigin leiðir. Það væri kominn tími til þess að kynnast þessari tónlist. Á þessu má skilja að íslend- ingar hafa verið haldnir fordómum gagnvart því sem þeir þekktu ekki. Atli talaði um hinn heimóttar- lega íslenska andapoll, og Hilm- ar Oddsson, sem gerði kvikmyndina Tár úr steini um ævi Jóns Leifs, talaði um sam- viskubitið sem nú væri farið að naga okk- ur. Útlendingar finnst mér hins vegar mun opnari fyrir tónlist Jóns enda saga mín hér í upphafi ekkert einsdæmi, og yngri kyn- slóðir virðast einnig eiga auðveldara með að meðtaka hana. Hver veit nema eftir nokkur ár verði ris- inn „Jónssalur" líkt og þeir heiðursmenn sem nefndir voru að framan, Síbelíus, Grieg og félagar, eiga í sínum löndum. Þá gæti ég svarað spumingu tékkneska af- greiðslumannsins með góðri samvisku ját- andi. Jón Leifs: Tónlist hans er engri annarri lík. Hvenær skyldum við eignast tónleikasal kennd an við hann? Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir son og fleiri. Jón gæti svo auðveldlega verið okkur það sem Síbelíus er Finnum, Grieg Norðmönnum, Janacek Tékkum, Bartók Ungverjum og svo framvegis. í tónlist hans endurspeglaðist uppsöfnuð þjáning þjóðar- innar og seigla hennar sem gerði það að verkum að hún lifði af. Þess vegna væri tón- listin ekki alltaf falleg en hún væri ævinlega rammíslensk. Leyndardómur herra Sommers Iris Murdoch öll Látin er í Oxford á áttugasta aldursári Iris Murdoch, einn fremsti rithöfúndur Breta á þess- ari öld. Hún fæddist i Dublin 19. júlí 1919 af ensk- írsku foreldri og fór ung að skrifa sögur fýrir skúffuna en gaf ekki út skáldsögu fyrr en 35 ára (Under the Net). Alls urðu skáldsögur hennar 27 talsins og hún lýsti þeim sjálf sem býsna hefðbundnum sögum meö upp- hafi, miðju og endi. Sögur Iris Murdoch eru flóknar og þykja all-vitsmuna- legar en líka mettaðar ástríðu og hörðum átökum góðs og ills. Hún var menntuð í klassískum málum og heimspeki sem setur talsverðan svip á verk hennar. Hún fékk Whitbread bókmennta- verðlaunin 1974 fyrir The Sacred and Profane Love Machine og Booker-verðlaunin fjórum árum seinna fyrir The Sea, the Sea. Sú bók hefur komið út á íslensku, Hafið, hafið (1990) og tvær aðrar skáldsögur hennar, Nunnur og hermenn (1988) og Svarti prinsinn (1992). Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Sagan af herra Sommer eftir Patrick Súskind vekur ýmsar spumingar um mörk barnabókmennta og skáld- sagna fyrir full- orðna. Hún er myndskreytt líkt og um barnabók fyrir stálpaða krakka væri að ræða, og raunar minnir öll ytri gerð bókarinnar, kápa og uppsetning á sllka bók. Sagan sjálf hefur einnig ýmis einkenni sem minna á bama- bók. Hún er sögð frá sjónarhóli barns af full- orðnum sögumanni sem rifjar upp bernskuminn- ingar sínar. Það sem heldur sögunni saman era minningar um herra Sommer, einkennilegan göngumann sem stikar þindarlaust um heimahaga sögumannsins - þýskt þorp á Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson eftirstríðsáranum. En ólikt því sem myndi gerast í bamabókum eins og þeim sem sagan á í samræðu við komumst við aldrei að leyndar- málinu um herra Sommer. Hann nálgast aldrei sögumanninn eða önnur böm sögunnar eins og gjarnan gerist til dæmis með gamlar nornir sem böm hræð- ast allt þar til þær sýna sitt sanna eðli í kakóboði og köku- bakstri. Herra Sommer og sagan um hann halda áfram að vera leyndardóm- ur, fundir hans og sögu- manns verða einungis til þess að magna upp dulúð- sem umlykur hann. Örlög herra Sommers verða að lokum að einkalegum leyndardómi hins unga sögu- manns, sem hann túlkar hvorki fyrir sjálf- an sig né lesandann. Sagan lætur þannig ekki upp neinn lykil að túlkun, þótt maður hafi hana næstum ósjálfrátt granaða um að vera einhvers konar dæmisögu, kannski um einsemd, meinlæti, sturlun, þráhyggju, út- þurrkun sjálfsins eða allt þetta. En þetta er einnig þroskasaga, leyndar- dómurinn um herra Sommer og þátt- ur drengsins í honum marka endalok bemskunnar og þess heims sem henni tilheyrir. Þýðingu Sæmundar Halldórssonar hef ég ekki borið saman við frumtexta. Textinn nær hins vegar að skapa þann andblæ sem gerir þessa sögu eftirminnilega í samspili við myndimar sem fylgja og ótal aðra texta sem hún kall- ar fram í hugann. Patrick Siiskind: Sagan af herra Sommer. Þýðandi: Sæmundur Halldórsson Sóley 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.