Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 Frjálst, óháð dagbfað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMi: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Vatnaskil Niðurstaða skoðanakönnunar DV um fylgi stjómmála- flokkanna, sem birt var hér í blaðinu í gær, eru stórmerk pólitísk tíðindi. Eftir vandræðagang og sundurlyndi vinstrimanna síðustu mánuði, ár og raunar áratugi er Samfylkingin orðin jafnstór Sjálfstæðisflokknum. Þessar fréttir ættu ekki einar og sér að valda titringi eða áhyggjum meðal sjálfstæðismanna heldur miklu fremur sú staðreynd að fylgi flokksins dalar verulega á þeim tæpa mánuði sem liðinn er frá síðustu skoðana- könnun DV - hægt er að halda því fram að um fylgis- hrun sé að ræða. í sjálfu sér gætu Davíð Oddsson og fé- lagar hans í Sjálfstæðisflokknum unað sæmilega sáttir við sinn hlut ef ekki kæmi tvennt til. í fyrsta lagi hefur reynslan kennt að fylgi Sjálfstæðisflokksins er fremur of- metið en vanmetið í skoðanakönnunum. í öðm lagi hef- ur staða flokksins fram til þessa verið sterk enda ástand efnahagsmála með þeim hætti að stjórnarflokkarnir ættu undir eðlilegum kringumstæðum að standa styrkum fót- um meðal kjósenda. Vandi Sjálfstæðisflokksins kann að liggja í því að í hugum kjósenda er hann ímynd hins gamla, með sama hætti og Samfylkingin kemur fram sem fulltrúi nýrra tíma þrátt fyrir að enginn - ekki einu sinni frambjóðend- ur - veit fyrir hvað bræðingur vinstrimanna stendur. Stefnuskrá Samfylkingarinnar liggur ekki fyrir, nema misheppnað plagg sem flestir vilja gleyma að nokkurn tíma hafi verið samið, hvað þá birt opinberlega. Sjálfstæðisflokkurinn virðist einnig eiga erfitt upp- dráttar meðal kvenna. Flokkurinn er ekki trúverðugur í hugum stórs hluta kjósenda enda hafa konur átt fremur erfitt að ná áhrifum innan flokksins. Á sama tíma hafa konur haslað sér völl innan Samfylkingarinnar, ekki að- eins sem frambjóðendur heldur ekki síður sem leiðtogar. Hér er því ólíku saman að jafna. Það er táknrænt að það skuli talið fréttnæmt þegar lítið lifir af 20. öldinni að kona skuli skipa efsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í einu kjördæmi. Enn undarlegra er að það skuli aldrei hafa gerst áður. Að óbreyttu verður erfitt fyrir sjáUstæð- ismenn að sannfæra konur um að leggja þeim lið í kom- andi alþingiskosningum. Um miðjan janúar sýndi skoðanakönnun DV að Sam- fylkingin ætti við veruleg vandamál að stríða og að henni hefði ekki tekist að ná fótfestu meðal kjósenda. Nú réttum mánuði síðar hefur dæmið snúist við. Tvö glæsi- leg prófkjör í Reykjavík og á Reykjanesi eru að baki og bræðingurinn hefur öðlast skýrari mynd í hugum kjós- enda og formlegur stjómmálaflokkur er að myndast. Það skiptir ekki minnstu að stuðningsmenn vinstrimanna hafa kallað fram á sviðið nýjan foringja, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem sér þar með fyrir endann á pólitískri eyði- merkurgöngu. En þrátt fyrir þetta er árangur Samfylk- ingarinnar að nokkru undarlegur vegna þess hve óljóst er fyrir hvað hún stendur og að engin ný hugsun hefur mtt brautina til pólitíska landvinninga. Þrír mánuðir eru til kosninga og það er langur tími í stjómmálum. Meginlínurnar hafa verið dregnar. Takist Samfylkingunni að halda sínum hlut og hasla sér völl jafnfætis Sjálfstæðisflokknum verða vatnaskil í íslensk- um stjómmálum. Óli Björn Kárason „Sala á bréfum í Búnaðarbankanum er vel heppnuð aðgerð og þjóðin hefur sýnt í verki að hún vill gerast þátt- takandi á hlutabréfamarkaði," segir Hjálmar m.a. í grein sinni. Einkavinir og þjóðin ríkisfyrirtækja á síð- asta kjörtímabili. En það var einmitt þá sem hugtakið einka- vinavæðing varð til og er krötum svo hug- leikið síðan. 90.000 hluthafar! Markmið sölunnar núna var ekki síst það að ná dreifðri eignar- aðild fremur en að stórir bitar lentu í höndum fárra. Telja verður að 90.000 kaup- endur falli undir slíka skilgreiningu. Það er svo á valdi hvers og eins kaupanda að ráð- „Markmiðið um dreifða eignar■ aðild náðist þar sem þjóðin gegnir aðaihlutverki. Sé þessi aðgerð einkavinavæðing má með sanni segja að ráðherra sé einkavinur þjóðarinnar.“ Kjallarinn Hjálmar Árnason alþingismaður Á síðustu mánuð- um hafa orðið tölu- verðar umræður um svonefnda einkavæð- ingu nokkurra ríkis- stofnana eða sölu á eignarhluta rikisins í fyrirtækjum. Hæst bar þá umræðu þeg- ar hlutabréf í Búnað- arbankanum voru seld á almennu út- boði. Fróðlegt er að bera saman ólík við- brögð við þeirri sölu. Annars vegar fóru nokkrir kratar á þingi geyst mjög og höfðu uppi gífuryrði mikil um söluna. Orðið einkavinavæð- ing bar títt á góma krata í hrinu þeirra. - Svo sem oft áður beindust hróp þeirra að viðskiptaráðherra, Finni Ingólfssyni, og var fast sótt í hina digru fúkyrðasmiðju krata. Hins vegar brást þjóðin sjálf við með allt öðrum hætti. Um 90.000 ís- lendingar skráðu sig fyrir hlut í bankanum. Hiklaust má halda því fram að þarna hafi átt sér stað al- mennari viðskipti meðal þjóðar- innar en þekkst hafa. Samt strit- ast kratar við hrópin. Líklegustu skýringu á þessu undarlega hátta- lagi þeirra má ugglaust finna í vondri samvisku þeirra við sölu stafa hlut sínum. Um 60.000 kaup- enda völdu að eiga bréfin sín áfram þar til betra færi gæfist meðan um 30.000 vildu selja strax. Þetta er einmitt eðli viðskipta þar sem sala á bréfum í Búnaðarbank- anum er vel heppnuð aðgerð og þjóðin hefur sýnt í verki að hún vill gerast þátttakandi á hluta- bréfamarkaði. Til viðbótar þessum stóra hópi má svo nefna starfsfólk bankans sem fékk að kaupa hlut á sérkjör- um enda eiga starfsmenn stóran þátt í að skapa verðmæti fyrir- tækisins. Flestir nýttu sér þetta boð og eru nú hluthafar í bankan- um. Þetta var m.ö.o. vel heppnað útboð þó kratar striti við að vera annarar skoðunar. Þjóðin í atvinnulífið. Þegar upp er staðið munu hróp- in kratanna smám saman gleym- ast en eftir standa 90.000 hluthafar í bankanum. Ekki skiptir síður máli að útboðið sýnir svo ekki verður um villst að almenningur er farinn í alvöru að velta fyrir sér fjárfestingu í hlutabréfum sem sparnaðar- og ávöxtunarleið. Kostir þess eru augljósir. Þar með er ýtt undir almennan sparnað, dregið úr lánsfjárþörf og fyrirtæki efld til frekari sóknar með beinni þátttöku al- mennings í þeim. Atvinnulíf styrkist og almenn velsæld eflist. Hróp og köll krata í þessu máli dæma sig sjálf. Sala á bréfum í Búnaðarbank- anum er vel heppnuð aðgerð og þjóðin hefur sýnt í verki að hún vill gerast þátttakandi á hluta- bréfamarkaði. Markmiðið um dreifða eignaraðild náðist þar sem þjóðin gegnir aðalhlutverki. Sé þessi aðgerð einkavinavæðing má með sanni segja að ráðherra sé einkavinur þjóðarinnar. Hjálmar Árnason Skoöanir annarra Erlend skip til Þorlákshafnar? „Við siglum okkar skipum á ákveðnum leiðum og miðum við tiltekna tíðni... Það að sigla hálfum sól- arhring skemur (til Reykjavíkur) hefur einhvern minni kostnað í för með sér hvað varðar olíu, fæði og mannahald, en að öðru jöfnu myndum við ekki spara fjármagnskostnaðinn sem bundinn er í skip- inu. Því er það ekki svo einfalt að hægt sé að segja að einhver áþreifanlegur sparnaður myndi fylgja því að stytta siglingarhringinn um hálfan dag. Ég hef þvi ekki trú á þessari hugmynd um gerð stórrar vöruhafnar í Þorlákshöfn, en vil ekki útiloka að ein- hverjir aðilar sjái sér hag í að nota slíka aðstöðu." Hjörleifur Jakobsson í Mbl. 9. febr. Uppstokkun stjórnmálanna „Uppstokkun islenskra stjómmála hélt áfram um helgina ... Merkustu tíðindin voru annars vegar hin mikla þátttaka almennings og hins vegar öflug út- koma kvenna ... Á sama tíma var nýr stjórnmála- flokkur til vinstri formlega stofnaður. Ljóst er að Vinstri hreyfmgin - grænt framboð er skilgetið af- kvæmi vinstri arms Alþýðubandalagsins. í yfirlýs- ingu stofnfundarins er lögð áhersla á jöfnuð og fé- lagslegt réttlæti, róttæka umhverfisvernd og utan- ríkisstefnu sem sker sig í meginatriðum frá stefnu- mörkun annarra flokka ...“ EIi/js Snæland Jónsson í Degi 9. febr. Gróðurhúsaáhrif og áróður „hvaðan kemur svo þessi hræðsluáróður sem „gróðurhúsakenningin" er orðin? Svarið virðist vera að ný afturhaldsstefna sé að skjóta rótum: Sá hópur manna sem er á móti tækniþróun og iðnvæð- ingu er talsvert stór og á sér orðið málsvara víða, ekki síst meðal vissra stjórnmálamanna sem gera út á atkvæði þeirra. Skiptir þá engu máli frekar en fyrri daginn hvort stefnumálin séu falskenningar eða ekki. Greinilega hafa viss félagasamtök líka tals- verð áhrif, þau virðast rekin með nokkurs konar af- látssölu til góðgjamra einstaklinga víða um heim sem telja sig vera að stuðla að umhverfisvemd." Friörik Daníelsson í Mbl. 9. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.