Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍffl! 581-4515 • FAX 581-4510 imm fbaweIM miU • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á íslandi » Hátt og lágt drif - byggður á grind $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. Stuttar fréttir Útlönd Sjö létu lífiö og fimm er saknaö í kjölfar snjóflóöa í þorpunum Le Tour og Montroc nálægt Chamonix í frönsku Ölpunum í gær. Um tuttugu alpakofar eyðilögöust í snjóflóöunum. Hundruö björgunarmanna leituöu hinna söknuöu og tókst aö finna um tuttugu manns á lífi í snjónum. Á myndinni eru björgunarmenn aö lokinni leit. Símamynd Reuter Fayed fær kannski CIA-skýrslu um Díönu Dómari í Washington hefur skipað bandarísku leyniþjónust- unni, CIA, og leyniþjónustu varn- armálaráðuneytisins að afhenda Mohamed al Fayed þúsund síðna skýrslu um Díönu prinsessu. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times. Þykir Fayed hafa rétt á að fá skýrsluna í hendur sem faðir ást- manns Díönu prinsessu. Leyniþjónusturnar hafa 30 daga frest til áfrýjunar. íblaðinu segir einnig að Þjóðaröryggisstofnunin í Bandaríkjunum hafi undir höndum 39 skjöl um Díönu prinsessu. Blóðhneykslið í Frakklandi: Erum saklausir - segja þrír fyrrum ráðherrar fyrir rétti ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • Þrír fyrrum ráðherrar í rikis- stjórn Frakklands lýstu í gær yfír sakleysi sínu fyrir rétti í miklu hneykslismáli vegna alnæmissmit- aðs blóðs. Eitt fórnarlambanna, hinn fertugi Yves Aupic, sakaði ráðherrana fyrr- verandi um glæpi gegn mannkyn- inu og sagði málsmeðferðina alla fyrir sérstökum dómstóli fyrir ákærða stjómmálamenn regin- hneyksli og réttarmorð. Sakborningarnir, með Laurent Fabius, fyrrum forsætisráðherra í broddi fylkingar, sögðu að þeir hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að berjast gegn alnæmisfar- aldrinum á miðjum níunda áratugn- um og að sagan hefði verið endur- skrifuð til að kenna þeim um að þúsundir manna smituðust þegar þær fengu alnæmissmitað blóð við blóðgjöf. Ákærð með Fabius em þau Georgina Dufoix og Edmond Hervé, sem bæði gegndu embætti heilbrigð- isráðherra. Aupic er eitt sjö fórnarlamba sem kærðu ráðherrana þrjá. Fimm þeirra eru þegar látin. Málið mun skera úr um hvort hægt er að gera ráðherra ábyrga fyrir gjörðum und- irmanna sinna. Frönsk stjórnvöld eru sökuð um að hafa dregið það að skima allt blóð á níunda áratugnum og að ráð- herrarnir hafi vitað að smitað blóð hafi verið notað á sjúkrahúsum. Yves Aupic var í hópi sjömenning- anna sem kæröu frönsku ráðherrana vegna alnæmissmitaða blóðsins. Aöeins tveir þeirra eru nú á lífi. Aupic er langt leiddur af alnæmi og verður aö ganga viö hækjur. Laurent Fabius sagði að ekki liði sá dagur að hann hugsaði ekki um þjáningar fómarlambanna. Ráðherramir fyrrverandi eiga yf- ir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og þungar fjársektir verði þeir fundnir sekir. Réttarhöldin munu standa yfir næstu þrjár vikurnar. ■ • Mæla mig hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apótekum, góður fyrir mig og mömmu. ThermoScan BRflun Hundraða saknað Óttast er að yfir 300 manns hafi drukknað eftir að ferja sökk norð- vestur af Bomeo í Indónesíu um helgina. Lokaumræður Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur nú hafið lokaumræður fyrir luktum dyrum um úrskurð í mál- inu gegn Bill Clinton Banda- rikjaforseta. Bú- ist ér við að for- setinn verði sýknaður á fostudaginn af tveimur ákæru- atriðum um að hafa reynt að hylma yfir samband sitt við Monicu Lewinsky. Óljóst er hins vegar hvort öldungadeild- arþingmenn nær samkomulagi um að ávíta forsetann. Jeltsín til Kremlar Borís Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær í þriðja sinn til Kreml- ar á árinu. Sögðu læknar hans að honum liði vel. Aukið samband við írak Abdullah Jórdaníukonungur hefur lofað að styrkja tengslin við írak, að því er írösk dagblöð greindu frá í gær. Rannsaka Cresson Ríkissaksóknaraembættið í Belgíu hefur hafið forrannsókn á hneykslismálum í tengslum við Leonardoáætlunina á vegum ESB. Edith Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, hef- ur verið æðsti ábyrgðarmaður áætlunarinnar. Vörubílar og Miövikudaginn 17. febrúar mun veglegt aukablað um vörubíla og vinnuvélar fylgja DV. Blaðiö verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. Meðal efnis verður fjallað um nýjungar á vörubíla- og vinnuvélamarkaðinum. Framtíðarhorfur í greininni o.fl. vinnuvélar Umsjón efnis: Auglýsendur athugið! Þórir Traustason í síma 899 9393 Síöastl skiladagur aug|ýsinea fimmtudagurinn 11. febrúar. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, netfang gk@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.