Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Leið Grand Princess. í raun er skipið eins og lúxusborg þar sem alit er innan seilingar sem hugur- inn girnist. Fyrir skömmu auglýsti Heimsklúbburinn siglingar í Miðjarðarhafi í sumar og haust á sérkjörum, tveir fyrir einn. Meðfylgjandi kort sýnir siglingaleiðina. og ferðast til Efesus áður en haldið er norður til Istanbul sem er lokaá- fangi siglingarinnar. í ferðlok er gist tvær nætur í Barcelona og flog- ið þaðan beint til íslands. Grand Princess er lúxusborg Farþegaskipum fjölgar stöðugt vegna vinsældanna sem skemmti- siglingar njóta í síauknum mæli. í Grand Princess snúa allir klefar út að sjó með stórum glugga og meira en 700 klefar eru með einkasvöl- um. Ekki má gleyma stærstu svöl- unum, sem er efsta þilfar skipsins með 5 sundlaugum og bestu úti- vistaraðstöðu, sem þekkist, þ.á m. hlaupabrautum, íþróttasvæði, meira að segja 9 holu golfi, líkams- rækt, hvers konar böðum og nuddi og sólbaðssvæði, þar sem fólk get- ur verið í sólbaði á siglingu jafn- fram því að njóta fagurs útsýnis. í raun er skipið eins og lúxusborg þar sem allt er innan seilingar sem hugurinn girnist. Veitingasal- ir er alls niu og sumir opnir allan sólarhringinn. Fólk getur valið um matstaði og notið dýrindisrétta margra þjóða, innifalið i verði. Hvers konar skemmtanir eru í boði og innifaldar, þar með talið En siglingin með fullu lúxusfæði og öllu, sem þar er innifalið kostar samt ekki meira en hóteldvöl án fæðis á 5 stjörnu hóteli í Vestur-Evrópu í jafnlangan tíma. fullkomið leikhús og skemmti- kraftar á heimsmælikvarða, tón- list klassísk, jafnvel lifandi tónlist með þekktu listafólki og auðvitað Ferðir DV 21 létt tónlist af ýmsu tagi, hljóm- sveitir, diskótek og danssalir en næturklúbburinn er á 18. þilfari. Hér þarf fólk ekki að vera sífellt að pakka upp og niður, lúxusher- bergið um borð er heimili þitt all- an tímann og þú færist með því af einum frægðarstaðnum á annan. Á daginn getur fólk skoðað merka sögustaði og söfn eða reikað um verslunargötur. Undir kvöld er komið um borð að skola af sér í baðinu og klæða sig upp fyrir veislu og skemmtun kvöldsins. Andrúmsloftið um borð er fjölþjóð- legt og fólk eignast gjarnan kunn- ingja frá fjarlægum heimshornum á siglingu sem þessari. Listaferðir Heimsklúbbsins Engin af ferðum Heimsklúbbs- ins hefúr notið annarra eins vin- sælda og ferðin Listatöfrar Ítalíu sem nú er farin í 10. sinn, hefst 7. ágúst og stendur i 16 daga. Þrædd- ar eru listaslóðir Ítalíu norðan frá Milanó, Veróna, Gardavatni og Feneyjum alla leið suður til Kaprí en ferðin endar í Róm og flogið heim þaðan. Önnur listaferð stendur til boða í samvinnu við Endurmenntunar- stofnum Háskóla íslands og tengist námsskeiði um ævi Mozarts og óp- erur hans sérstaklega. Hinn 6. júní hefst 10 daga listaferð á slóðir meistarans Mozarts til Salzborgar, Vín og Prag, þar sem þátttakendur verða vitni að mörgum listvið- burðum í flutningi heimsfrægra snillinga, t.d. í Vínaróperunni, en Vorhátíð í listum stendur yfir á þessum tima bæði í Vín og Prag. Leiðsögumaður í báðum þessum ferðum verður Ingólfur Guð- brandsson, tónlistarmaður og for- stjóri. Fullkomiö sólarfrí -v Wþi mh niipiiini Gömlu fiskimannabæirnir Jpl fM É| Cala Millor og ** ■ Sa Coma á austurströnd Mallorca |W Jf' eru einstakir í sinni röó. Allt er ii® jlj hreint og öruggt, strendurnar ifySfjjjflBMf frábærar, sjórinn kristaltær og I náttúrufeguró mikil. W Cala Millor og Sa Coma eru I draumastaóir fyrir barnafjölskyldur og fólk á öllum aldri. mkmm Einstök aóstaóa, fjölbreytt dægradvöl, heillandi útivistarsvæói, golfvellir, úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og - síðast en ekki síst - sindrandi sólin frá morgni til kvölds. * Lágmúla 4: sími 569 9300, grænt númer: 800 6300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sfmi 4211353 Selfoss: sími 482 1666, Akureyri: sfmi 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is * Innifalið: flug, gisting, feróir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og fararstjórn. á niann m.v. hjón með þrjú börn í raðhúsi á Iris í 2 vikur (Rauð ferð) á mann m.v. tvo fuilorðna á Bahai Grande í 2 vikur. (Rauð ferð)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.