Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 I sumar, eða frá öðrum júní og fram til tuttugasta og annars september, verðum við með mikið framboð af ferðum til Frakklands og Þýskalands,“ segir Sigurjón Hafsteinsson hjá Ferðamiðstöð Austurlands. FerðirDV 27 Ferðamiðstöð Austurlands: Sex sinnum í viku tii Þýskalands Við höfurn fjölgað ferðum hjá okkur upp á síðkastið. Núna bjóðmn við bæði ferðir til Frakk- lands og Þýskalands. í sumar, eða frá öðrum júní og fram til tuttugasta og annars september, verðum við með mikið framboð af ferðum til Frakk- lands og Þýskalands," segir Sigurjón Hafsteinsson hjá Ferðamiðstöð Aust- urlands. Ferðamiðstöð Austurlands hefur boðið Frakklandsferðir undanfarin ár og hefur fjöldi íslendinga nýtt sér þá þjónustu sem veitt er. Flogið verð- ur með franska flugfélaginu Corsair og í boði verður gott úrval hótela í Frakklandi. Frá Islandi verður flogið vikulega í júní en tvisvar i viku í júlí og ágúst. Síðan verður flogið viku- lega í september. Sigurjón segir að verðið á Frakklandstluginu verði mjög hagstætt í ár. „Við fljúgum með LTU til Þýska- . lands en það er annað stærsta flugfé- lag Þýskalands. Ákveðið hefúr verið að flölga flugferðum. Velgengnin var mikil í fyrra en þá var flogið fjórum sinnum í viku. í ár verður flogið sex sinnum í viku á milli íslands og Þýskalands á vegum okkar,“ segir Sigurjón. Ódýr fargjöld Sigurjón segir að flugfélagið LTU sé lykillinn að því að Ferðamiðstöð Austurlands bjóðist svona ódýr far- gjöld yfir sumartímann. Það komi hinum almenna neytanda mjög til góða. Verðið er allt frá 21.900 til Þýskalands, gildir í brottfór frá 11.-30. júní. Ef bókað er fyrir 31. mars er hægt að fara í helgarferö fyr- ir 20.900. Ef bókað er eftir það kostar ferðin 22.900. Hægt er að bóka í apex fyrir 24.900 en á þeim miðum er há- marksdvöl einn mánuður og bókun- arfyrirvarinn ein vika. Á Pex far- gjöldunum er hámarksdvöl þrír mán- uðir. „LTU leggur mikla áherslu á fjöl- skylduna. Þeir bjóða betri afslætti en gengur og gerist fyrir böm og ung- linga. Sem dæmi má nefna að þeir bjóða 50% afslátt fyrir 2-11 ára, 25% afslátt fyrir 12-21 árs og böm yngri en tveggja ára fá 90% afslátt. Við get- um einnig boðið hagstæða bílaleigu- bíla, flug og hótel, flug og bíl og þar fram eftir götunum,- Fólk getur sett saman pakkana alveg eins og það vill. Verðdæmi: Flug og bíll fyrir hjón með tvö börn, í viku á Opel Vectra, kostar 23.500 kr. á mann. Það er meðalverð og innifalinn ótak- markaður akstur, trygging, flugvalla- skattur og flugvallagjöld. Við eram líka með ódýrari bíla.“ Frá Dússeldorf til Mallorca Sigurjón segir að Ferðamiðstöð Austurlands sé nýlega farin að selja ferðir til Mallorca. Flogið er til Dússeldorf og þaðan getur fólk valið sér tengiflug í sólina. Frá Dússeldorf eru sjö flug á dag til Mallorca og ræður fólk hvaða flug það tekur. Það getur dokað við og skoðað sig um í Dússeldorf ef það vill. Sumir velja að stoppa í Þýska- landi í einhverja daga. Ef keyptar era svona ferðir er hægt að velja á milli 60 hótela sem eru þau sömu og Þjóðverjamir nota sjálfir. Vitað er að þýskir ferðamenn era nokkuð kröfuharðir og þannig er verið að tala um mjög góða gistingu. -em Nýjasta 5 stjörnu hótel á DoifltTllktt'flfl 1 lisLí 11 Doltð 9-10 dagar - h&gt aö framU Golf/ Stóru stundirnar IX hóíu „Los Murlins1', 5 mín. fni hótcli. Stóru stundirnar Sértilboð fyrir hrúðhjón og afmœti - án aukagjalds: Deluxe- herbergi, blóm og vín við komu, morgunverður í rtimið, rómantískur hátíðarkvöldverður við kertaljós, myndataka o.fl. Ferðatilhögun: Flug Flugleiða til New York, gist 1 nótt, flug TWA með nýjum Boeing 767 til Santo Domingo. Þaðan hálftíma akstur til hótels. 17. januar 31. janúar 14. fcbrúar 28. rebrúar 14. mars uppsclt uppsclt uppsclt fúcin sæti fúcin sæti FEK OASKRIf STOFAN PWMM . Innifalið: • Vönduð gisting, 2 tvíbreið rúm, sími, sjónvarp. • Móttökukokkteill hótelstjóra og kveðjuhóf vikulega. • Fullt úrvalsfœði, 4 mált. á dag og borðvín. • Otakmarkaðir drykkir aföllu tagi, gosdrykkir, • ávaxtadrykkir og áfengi án aukagjalds. • Val um 3 mismunandi veitingastaði: • Aðalsalur „Carey” fjölbreytt hlaðborð. • Sérhœjður „barbeque” veitingastaður „grilli". • Sérhœfður „ Mediterraneo” veitingastaður. • 3 barir, diskótek, pub bar og karaoke. • Dagleg skemmtidagskrá. • Skemmtiatriði á hverju kvöldi. • Líkamsrœktarsalur, útreiðar (30 mín.), borðtennis. • 2 sundlaugar fyrir fullorðna og börn. • Sólbekkir m. dýnum og handklœði. • Kennsla íköfun og sjávaríþróttum. • Skattar og þjóifé. Gegn vœgu aukagjaldi: Nudd, jacuzzi,fegrunar- og heilsuprógramm, köfun (scuba) og sjóstangaveiði. Allur búnaður til leigu. Vélknúið sjávarsport. Bílaleiga, kynnisferðir. HEIMSKLÚBBUR INGÓIFS Austurstræti 17,4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is Kynningarverð: gisting og ALLTINNIFALIÐ aðeins kr. 109.660 stgr. Algengt er að fólk eyði öðru eins í framfærslu, mat, drykki, bíla og skemmtanir eins og kaupverð ferðarinnar. Þú þarft ekki að taka upp budduna í svona ferð! Og ferðin verður miklu afslappaðri og ánægjulegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.