Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 24 Ferðir DV 'C Flugleiðir: París, Frankfurt og Costa Brava Við búumst við að margir fari utan á þessu ári eins og í fyrra. Við sjáum ekki að það breyt- ist neitt,“ segir Jón Kári Hilmars- son hjá Flugleiðum. Flugleiðir gefa út nokkra bæk- linga í ár í stað hins stóra Út í heim hin síöari ár. í einum þessara bæk- linga er fjallað um flug til Frakk- lands en Flugleiðir ætla að fljúga til Frakklands allt árið frá og með 1. mars. Sérstakur töfraljómi hefur alltaf umleikið París, borgina á bökkum Signu. Þar er mikið að skoða eins og Louvre, Picassosafnið, Eiffelturninn og Notre Dame kirkj- una. Besta leiðin til þess að kynnast miðborg Parísar er að sigla á Signu. „Auk Parísar ætlum við að bjóða flug og bíl til Frankfurt. Frankfurt kemur eiginlega í stað Lúxemborg- ar en eins og fólki er kunnugt erum við hættir að fljúga þangað.“ Ökuferð um Pýskaland Frankfurt am Main er miðsvæðis og hentugur upphafsreitur fyrir ökuferðir um Mið- og Suður-Þýska- land. Náttúrufegm-ð er rómuð i hér- uðunum kringum Frankfurt og bæ- imir heillandi. Frá Frankfurt er innan við klukkustundarakstur til Wúrzburg, Heidelberg, Koblenz, Kaiserslautem og Heilbronn. Ör- stutt er að aka frá Frankfurt niður I Rínardalinn. Flugleiðir bjóða dvöl í orlofshúsahverfinu Hunsruck- Ferienpark Hambachtal, skammt frá Trier. Síðast en ekki sist fljúga Flugleið- ir um Barcelona og bjóða dvöl á Costa Brava-ströndinni. Costa Brava-ströndin er í norður frá Barcelona og einkennist af fallegum víkum þar sem hlýlegir smábæir brosa móti sól og hvítar sandfjörur teygjast milli hárra kletta. Kynnis- ferðir verða með íslenskum farar- stjóra. Meðal annars verður dags- ferð til Barcelona, dagsferð til Sérstakur töfraljómi hefur alltaf umleikið París, borgina á bökk- um Signu. Þar er mik- ið að skoða, eins og Louvre, Picasso-safn- ið, Eiffelturninn og Notre Dame kirkjan. klaustursins í Montserrat, þjóðar- helgistaðar Katalóna og Torres vin- býlanna. Einnig dagsferð til Gerona og Figures þar sem Salvador Dali- safniö verður heimsótt. Kynnisferð- ir sem sérstaklega eru ætlaðar fjöl- skyldum með börn verða til staðar. „Auk þess fljúgum við áfram til Flórída og heimsborganna eins og við höfum gert. Að vísu fljúgum við ekki til Flórída í beinu flugi eins og við gerum yfir veturinn heldur í gegnum Baltimore," -em ^t^lÁWSFERÐlp í BOÐI A NÆ6TUNNI Plús ferðir bjóða ferðir til hins fagra Gardavatns sem margir telja einn fegursta stað Evrópu. Skemmtilegir bæir standa við vatnið og hafa þeir átt miklum vinsældum að fagna meðal ferðamanna um árabil. Plúsferðir: Sólarferðir til Algarve, Mallorca og Garda Plúsferðir bjóða sólarferðir til Al- garve í Portúgal, Playa de Palma á Mallorca og til Gardavatns- ins á Ítalíu. Þúsundir Islendinga þekkja vel til þeirra fyrstnefndu. Margir hafa bæði komið til Portúgals og Mallorca og fara þangað aftur og aftur. Portúgalar eru snillingar í mat og drykk og alls kyns veitingastaðir eru við ströndina og í hliðargötunum, jafnvel inni í klettahellum. Verðlag í Portúgal er einstaklega hagstætt. í Al- bufeira er hægt að leika sér á drifhvít- um og fallegum baðströndum. Hægt er að stunda alls kyns vatnaíþróttir og strandskemmtanir; seglbretti, sjóskiði eða köfun í kristaltærum sjó. Bæjarlif- ið er fjörugt enda eru Portúgalir lífs- glatt fólk. Dæmi um verð til Portúgals fyrir fjögurra manna fjölskyldu er 37.865 ef farið er 26. maí, 30. júní, 14. júlí eða 1. september. Hægt er að velja á milli íbúðahótelsins Sol Doireo, íbúðahótelsins Luba og hótelsins Qu- ality Suites. Það besta á Mallorca Að sögn þeirra sem margoft hafa farið til Mallorca stendur hún alltaf fyrir sínu. Fjölbreytnin þar er mikil og höfuðborgin Palma iðar af mann- lífi. Verslanimar þar era engu öðru líkar. Stórverslanir, smáverslanir, markaðir og fleira og nánast allt er á útsölu. Playa de Palma ströndin er ein sú lengsta á Mallorca og meðfram strandlengjunni eru notaleg veitinga- hús með góðum mat og drykk. Barir og diskó eru á hverju götuhomi. Hægt er að velja á milli Hótels Cristobal Colon, sem er mjög gott hótel á ströndinni, íbúðagistingarinnar Pil Lari Playa Apartamentos og íbúða- gistingar, Biarritz á Playa de Palma ströndinni. Fjögurra manna fjöl- skylda getur komist til Mallorca fyrir 35.945 á manninn 28. júní og 6. septem- ber, svo dæmis séu tekin. Fegurð Gardavatnsins Plús ferðir bjóða auk þess ferðir til hins fagra Gardavatns sem margir telja einn fegursta stað Evrópu. Skemmtilegir bæir standa við vatnið og hafa þeir átt miklum vinsældum að fagna meðal ferðamanna um árabil. Torbole bærinn er til dæmis líflegur dag sem nótt. Bærinn er miðstöð segl- brettasiglinga við Gardavatn. Hægt er að velja á milli þess að dvelja á kyrr- látum stað og njóta lífsins eða stunda diskótekin og dansa fram á nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.