Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 12
28 Ferðir DV MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999 Ferðaskrifstofa stúdenta: ■ ■ Oðruvísi ferðir til Afríku og Ameríku Ferðaskrifstofa stúdenta gefur út bækling eftir rúmlega viku en Hrund Þorgeirsdóttir sölustjóri ferðaskrifstofunnar segir að eins og endranær verði ævintýraferðimar og sólarferðirnar efstar á blaði hjá þeim í sumar. „Við verðum bæði með ævintýra- ferðir fyrir alla og einnig ævintýra- ferðir fyrir 18-35 ára. Dæmi um æv- intýraferðir á okkar vegum er fjórt- án daga ferð fyrir alla aldurshópa um vesturströnd Bandaríkjanna. Þar er um að ræða gönguferðir, hestaferðir og siglingar svo eitthvað sé nefnt. Farið er frá San Francisco til L.A., Las Vegas og Miklagljúfurs. Þjóðgarðarnir á vesturströndinni verða skoðaðir og einnig verður far- ið inn á indíánaslóðir," segir Hrund. „í þessum ferðum er alltaf ýmislegt í boði, eins og gönguferðir eða safaríferðir með jeppum inn í þjóð- garðana. Farið verður í dæmigert afrískt þorp og snæddur þar málsverður. Hægt er að fara í teygjustökk og skoða strúta á strútabýli." TeygjListökk og strútar Auk þess er í boði ævintýraferð til Afríku en hún er ætluð fólki á Dæmi um ævintýraferðir á okkar vegum er fjórtán daga ferð fyrir alla aldurs- hópa um vesturströnd Bandaríkjanna. I Afríkuferðunum er alltaf farið í gönguferðir og safaríferðir með jeppum inn í þjóðgarðana. Einnig verður farið inn dæmigert afrískt þorp og snæddur þar málsverður. aldrinuml8-35 ára og stendur i íjórtán daga. Farið er frá Jóhann- esarborg til Cape Town. Meðal annars verður stoppað í þjóðgörð- um eins og Kwazulu-þjóðgarðinum og komið við í Swazilandi. Ferðin endar síðan í Cape Town. „í þessum ferðum er alltaf ýmis- legt í boði, eins og gönguferðir og safaríferðir með jeppum inn í þjóð- garðana. Farið verður í dæmigert afrískt þorp og snæddur þar máls- verður. Hægt er að fara í teygju- stökk og skoða strúta á strútabýli. Við Qéttum inn í þetta talsvert fleira spennandi en þessari rútu- ferð um landið." Auk ævintýraferðanna verður áfram boðið upp á inter-rail far- gjöldin þar sem keypt er lestarkort sem gildir í mörgum löndum. í kringum 200 manns nýta sér þau á hverju ári. Það nýjasta eru svipuð rútukort og hægt er að ferðast á milli 50 borga í 21 landi á þeim. Sólarferð til grísku eyjanna „Við bjóðum einnig sólarferðir til staða sem hinar ferðaskrifstof- urnar eru ekki með. Þar má nefna grísku eyjarnar, Gambíu, Möltu og Tyrkland. Flogið er um London með breskri ferðaskrifstofu. Allir aldurshópar geta nýtt sér þessar ferðir.“ Málaskólarnir eru alltaf vinsæl- ir og margir nýta sumarið til þess að fara i málaskóla. Að sögn Hrundar er vinsælast um þessar mundir að fara í málaskóla til Costa Rica og læra spænsku. Einnig er mjög vinsælt að fara til Ítalíu og læra matreiðslu. -em Heimsferðir: íslenskt íbúðahótel á Benidorm Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir að Heimsferðir kynni fjóra áfangastaði í ár. Almesta nýjungin þar á bæ séu eigi að síður kaup á séríslensku íbúðahóteli á Benidorm. Hann segir að þeir sem vilji eyða fríinu með löndum sínum fyrst og fremst geti fengið gistingu í þessu 36 íbúða hóteli sem Heimsferðir hafa nýlega fest kaup á. „Hótelið er eingöngu fyrir íslend- inga og við verðum með íslending í móttökunni. Við tökum við hótelinu í byrjun maí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk ferðaskrifstofa opnar séríslenskt hótel. Reynslan hefúr sýnt okkur að flestir Islendingar vilja vera með öðrum íslendingum í fríinu og jafnvel kynnast fleirum. Með því að taka heilt hótel getum við ráðið hvernig þjónustan er,“ segir Andri. Tveggja vikna ferð til Benidorm á vegum Heimsferða kostar til dæmis 39.000 kr. á mann ef miðað er við dæmigerða fjölskyldu, hjón með tvö börn. Hjón í íbúð í hálfan mánuð þurfa að borga 49.000 kr. Að sögn Andra eru ferðimar til Benidorm ódýrari heldur en þær voru í fyrra. Vikulega til Costa del Sol „Stærsti áfangastaður okkar er Costa del Sol. Þangað fljúgum við vikulega í allt sumar. í raun byrjuð- um við að kynna ferðirnar til Costa del Sol í byrjun febrúar. Við höfum fengið alveg gríðarlegar undirtektir, erum hvorki meira né minna en búnir að bóka 1.000 sæti þangað. Það er greinilegt að það er ferðahug- ur í fólki fyrir sumarið," segir Andri Már. Andri Már segir að Costa del Sol sé að verða einn aðaláfangastaður Islendinga yfir sumartímann. Tveggja vikna ferð til Costa del Sol kostar frá 39.600 fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Auk þess er 8.000 kr. afsláttur á manninn í boði fyrir þá sem bóka strax. Með þvi getur fjölskyldan sparað sér 32.000 krón- ur. Andri Már segir að mjög algengt sé að fólk nýti sér þetta. Ekki eru allir jafnspenntir fyrir því að eyða sumarfríinu með lönd- um sínum. Þeir hinir sömu geta far- ið til Marbeilla á Costa del Sol. Þar er góður aðbúnaður og fáir íslend- ingar. I rauninni getur fólk verið útaf fyrir sig á Marbeilla. Þama er glæsilegur aðbúnaður og mikið af skemmtistöðum. Marbeilla er St. Tropes Spánar. Þar er frægasta snekkjubátahöfn Evrópu og að sögn Andra Más mjög smart mannlíf. Þangað sækir oft fólk sem hefur rýmri fjárráð og hann segir það hafa áhrif á alla þjónustu. Borg og strönd Að sögn Andra Más fljúga Heims- ferðir vikulega til Barcelona. „Við bjóðum bæði flugsæti, flug og bíl og flug og hótel. Auk þess bjóðum við sambland af borg og strönd fyrir þá sem það vilja. Það em ferðir til Sitges, sem er lítill heillandi strandbær í 36 km. fjar- lægð frá Barcelona. Margir eru hrifnir af því að eyða fyrri vikunni í Barcelona og síðari vikunni í Sit- ges. „Auk þess fljúgum við til London einu simú í viku í beinu leiguflugi. Við höfum flogið þangað síðustu Qóra vetur, en það er nýbreytni hjá okkur að bjóða ferðir þangað yfir sumartímann. Ferðimar eru hræó- dýrar eða frá 16.600 kr.“ -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.