Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Page 3
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 23 DV Iþróttir Jón Arnar Magnússon í fimmta sætinu á HM í Japan: Frekar slakt kk nýtt íslands- og Norð amet náði ekki að fleyta Jóni á pall Nýtt íslands- og Norðurlandamet náði ekki að fleyta Jóni Arnari Magnússyni í verðlaunasæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem lauk í Maebashi i Japan í gær. Jón bætti sinn besta árangur um 123 stig og hlaut samtals 6.293 stig. Sjöþrautarkeppnin á HM hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu greininni sem var 1000 metra hlaup. Heimsmeistari varð Pólverjinn Sebastian Chmara. Hann lauk keppni með 6.386 stig eða 8 stigum meira en Eistlendingurinn Erki Nool sem hlaut 6.374 stig. Tékkinn Roman Seberle hlaut svo bronsið en hann lauk keppni með 6.319 stig. Árangurinn í sjöþrautinni var frábær sem sést best á því að fjórir af þeim flmm efstu bættu sig. Ætlaði að ná lengra „Þetta var svona frekar slakt hjá mér í heildina séð, þó svo að það hafi verið ljósir punktar í þessu inn- an um. Ég ætlaði mér að ná lengra og var búinn að gæla við komast á pall. Ég náði vissulega að gera betur en á síðasta heims- meistaramóti nema í sæt- um og mað- ur verður bara að bíta í það súra epli. Þrír af fjórum efstu mönnum bættu sig og ég gerði það líka svo það sést hvað þetta er orðið öflugt,“ sagði Jón Amar ússon í samtali við DV' eftir sjöþrautarkeppnina á HM í frjálsum íþróttum. „Mér gekk ekki sem skyldi í 60 metra hlaupinu. stangarstökkinu og í grindar- hlaupinu og ef maður ætlar að ná í verðlaunsæti má helst ekk ert klikka. Ég var sáttur við langstökkið hjá mér, kúluvarpið var þokkalegt og 1.000 metra hlaup var í lagi, þó svo að ég hafi ætlaö mér að gera betur. Ég lok- aðist aðeins inni á fyrstu 300 metrunum og var 4 sekúndum of hægur á þeim og það skipti kannski sköpum." Dagsform og heppni - Nú náðir þú að bæta þinn besta ár- angur. Kom það þér á óvart að það skyldi ekki skila betra sæti? „Nei, í raun- I inni ekki. Þess- ir strákar eru geysilega sterkir og ég vissi það þeg- ar ég fór í þessa keppni að þetta gæti orðið mjög jafnt eins og kom svo á daginn. Þetta er spum- Bestir Norður- landaþjóða Island náði bestum ár- angri allra Norðurlanda- þjóða á heimsmeistara- mótinu í Japan. Vala Flosadóttir fékk silfur í stangarstökki, Jón Amar Magnússon varð í 5. sæti í sjöþraut og Þórey Edda Elísdóttir í 9. sæti í stang- arstökki. Wilson Kipketer frá Danmörku var eini Norð- urlandabúinn fyrir utan Völu sem komst á verð- launapall en Danir áttu ekki aðra keppendur of- arlega. Besti Svíinn náði fimmta sæti og Norð- menn og Finnar vom enn neðar. -VS Erki Nool: Vinsælli en forsetinn Aðdáendaklúbbur Erki Nool var mættur á áhorfendapallana í Maebas- hi, eins og jafnan þegar Eistlendingur- inn er á ferð á stórmótum. Þar voru á ferð 16 Eistlendingar sem hvöttu sinn mann með hrópum og trommuslætti. Forseti klúbbsins, Juri Tiitus, sagði að Nool væri næstvinsælasti maður í Eistlandi, á eftir forseta landsins. Nýkrýndur heimsmeistari i sjöþraut, Sebast- ian Chmara, mótmælti þessu: „í Eistlandi er Nool vinælastur, svo kemur forsetinn," sagði Pólverjinn. -VS Jón Arnar er hér að vippa sér yfir 5,00 metra f stangarstökkinu í sjöþrautinni á HM í Japan. ing um dagsform og líka heppni. Ég lit á þetta mót sem góða reynslu og maður veit hvað lítið þarf í viðbót til að ná betri árangri," sagði Jón Arnar. Möguleiki á að Chmara keppi á Akureyri Jón keppir næst á alþjóðlegu móti sem fram fer á Akureyri á sunnu- daginn. Þar etur hann kappi við Eistlendinginn Erki Nool og þá er góður möguleiki á að heimsmeistar- inn Sebastian Chmara keppi á mót- inu. „Hann langar mikið að koma og vonandi gengur það eftir,“ sagði Jón. Mótið á Akureyri verður loka- punkturinn hjá Jóni á innitímabil- inu og við tekur undirbúningur fyr- ir átökin í sumar. í lok maí keppir hann á hinu árlega móti í Götsiz í Austurríki og stóra mótið verður svo i ágúst en þá fer heimsmeistara- mótið fram í Sevilla á Spáni. „Auðvitað stefnir maður hátt fyr- ir heimsmeistaramótið. Ég legg ekk- ert árar í bát þó að ekki hafl gengið sem skyldi á þessu móti,“ sagði Jón Arnar að lokum. -GH Kínverjinn sigraði alla -vs Sebastian Chmara: „Rosaleg barátta“ „Þetta var rosaleg barátta, hraðinn í 1.000 metrunum var svo mikill," sagði Pólverjinn stóri, Sebastian Chmara, eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn í sjöþrautinni i Maebashi í gærmorgun. Chmara og Erki Nool háðu mikið einvígi í 1.000 metrunum og um leið um heimsmeistara- titilinn og þeir voru báðir örmagna að hlaupinu loknu. Pólverjinn hágrét af geðshræringu þegar hann steig upp á verðlaunapallinn skömmu síð- ar og horfði á pólska fánann dreginn að húni. Chmara er 27 ára og varð Evrópumeistari innanhúss í fyrra. Hann er mun sterkari í sjö- þraut en tugþraut og átti besta heimsárang- urinn á síðasta ári, 6.415 stig. Chmara fékk 3,5 milljónir króna i sigurlaun fyrir titilinn en það var verðlaunafé Alþjóða frjálsíþróttasambandsins á HM. -VS Heildarúrslitin í siöbrautinni á HM í Maebashi Cao Ji, kínverskur badminton- 60 m langst. kúla hást. 60 m. gr. stöng 1000 m Heildarstig maður, sigraði alla keppinauta sína 1. Sebastian Chmara, Póllandi 7,14 7,62 15,89 2,11 8,05 5,20 2:37,86 6.386 á meistaramóti Reykjavíkur í TBR- 2. Erki Nool, Eistlandi 6,83 7,80 14,87 1,93 8,16 5,50 2:38,62 6.374 húsunum um helgina. Hann vann 3. Roman Sebrle, Tékklandi 6,94 7,76 15,27 2,11 7,94 4,80 2:41,50 6.319 Brodda Kristjánsson í úrslitum í 4. Tomas Dvorak, Tékklandi 6,96 7,61 16,70 1,99 7,84 4,90 2:41,48 6.309 einliðaleik karla, 15-10 og 15-7. 5. Jón Arnar Magnússon 6,99 7,69 16,08 2,02 8,09 5,00 2:39,55 6.293 Elsa Nielsen sigraði Brynju Pét- 6. Lev Lobodin, Rússlandi 6,87 7,16 15,85 1,96 7,81 5,10 2:47,48 6.153 ursdóttur, 11-6 og 11-1, í úrslitum í 7. Dezso Szabo, Ungverjalandi 7,05 7,29 13,89 2,02 8,18 5,20 2:44,14 6.029 einliðaleik kvenna. 8. Chris Huffms, Bandaríkj. 6,67 7,43 15,53 1,96 7,91 hætti Alþjóðlegt fimleikamót í London: Yfirburðir Rúnars Rúnar Alexandersson stóð sig frá- bærlega í London í gær. Rúnar Alexanderson, fimleika- kappi úr Gerplu, sigraði með yfir- burðum í fjölþraut á alþjóðlegu móti í London á Englandi í gær. Rúnar hlaut samtals 54,25 stig og var tæplega fjórum stigum á undan næsta manni. Rúnar jafnaði sinn besta árangur í í æfingum á tvíslá en hann hlaut 9,35 fyrir æfmgar sínar. Fyrir gólf- æfingarnar fékk Rúnar 8,6, á boga- hesti 9,7, í hringjum 9,2, fyrir stökk- ið fékk hann 8,4 og fyrir æfmgarnar á svifrá hlaut Rúnar 9,0. Hæstur á öllum áhöldunum nema einu Rúnar fékk hæstu einkunnirnar á öllum áhöldunum nema í stökki. Annar á mótinu var Bretinn Scott Mircers með 50,40 stig og í þriðja sæti varð Bretinn John Smarthurs með 50,05 stig. Rúnar sagði eftir mótið að það hefði komið honum nokkuð á óvart hversu mikill munur var á efstu mönnum en það hefði verið i lagi hans vegna. Rúnar hefúr staöið sig geysilega vel á mótum undanfarið og virðist vera í toppformi þessa dagana. -AIÞ/GH Heildarúrslit I Maebashi Karlar 200 m hlaup Frank Fredericks, Namibiu . . 20,10 Stangarstökk Jean Galfione, Frakklandi . . . . 6,00 4x400 metra boðhlaup Bandaríkin . 3:02,83 Langstökk Ivan Pedroso, Kúbu . . . 8,62 60 metra hlaup Maurice Green, Bandaríkjunum 6,42 800 metra hlaup Joahn Botha, S-Afríku .... . 1:45,47 Hástökk Javier Sotomayor, Kúbu . . . . . 2,36 1500 metra hlaup Haile Gebrselassie, Eþíópiu . 3:33,77 400 metra hlaup Jamie Baulch, Bretlandi . . . . 45,73 60 m grindahlaup Colin Jackson, Bretlandi . . . . . 7,38 3.000 m hlaup Haile Gebrselassie, Eþíópíu . 7:53,57 Kúluvarp Alexander Bagasch, Úkrainu . . 21,41 Þrístökk Fridek Charles Michael, Þýsk. . 17,18 Konur Kúluvarp Vita Pavlysh, Úkraínu .... . . 21,43 200 m hlaup Ionela Tirlea, Rúmeníu . . . . . 22,39 Langstökk Tatjana Kotova, Rússlandi . . . . 6,86 1.500 m hlaup Gabriela Szabo, Rúmeniu . . . 4,03,23 4x400 metra boðhlaup Rússland . 3:24,25 60 metra hlaup Ekaterini Thanou, Grikklandi. . 6,96 800 metra hlaup Ludmila Formanova, Tékkl . . 1:56,90 Þrístökk Ashia Hansen, Bretlandi .. . . 15,02 3000 metra hlaup Gabriela Szabo, Rúmeníu . . . 8:36,42 400 metra hlaup Grit Breuer, Þýskalandi .. . . 50,80 60 m grindahlaup Olga Shishigina, Kazakhstan . . . 7,86 Hástökk: Khristina Kalcheva, Búlgaríu . . 1,99 Stangarstökk Natasja Ryshich, Þýskalandi . . . 4,50 Verðlaunataflan Gullsilfurbrons Bandaríkin 3 7 9 Rúmenía 3 1 0 Þýskaland 3 0 4 Bretland 3 0 2 Rússland 2 4 2 Eþíópía 2 0 1 Úkraína 2 0 1 Kúba 2 0 0 Búlgaría 1 2 1 Tékkland 1 1 2 Pólland 1 1 2 Frakkland 1 0 0 Grikkland 1 0 0 Kazakhstan 1 0 0 Namibía 1 0 0 Suður-Afríka 1 0 0 Kenia 1 0 0 Nígería 0 2 0 Spánn 0 1 1 ÍSLAND 0 1 0 Ástralía 0 1 0 Barbados 0 1 0 Danmörk 0 1 0 Eistland 0 1 0 Marokkó 0 1 0 Mósambík 0 1 0 Bahamaeyjar 0 0 1 Kanada 0 0 1 Ungverjaland 0 0 1 Mexíkó 0 0 1 (2 brons voru veitt i stangarstökki kvenna.) ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.