Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Qupperneq 4
Sofið
enaur
Eins og réttilega hefur verið
bent á borgar sig fyrir konur að
safna hári ekki seinna en núna ef
þær vilja á annað borð tolla í tísk-
unni. Sítt hár er málið. Og það
besta við að hafa hárið sítt núna
er að það á helst að vera alveg
náttúrlegt sem þýðir að konur með
sítt hár geta sofið hálftíma lengur
en áður. Algjör óþarfi að vera að
dedúa eitthvað við þetta, bara
vakna og i mesta lagi renna bursta
í gegnum hárið. Þessi tíska mun
vera uppreisn gegn öllum þessum
listrænu gelgreiðslum sem hafa
verið í tísku undanfarin ár. Nú á
hárið bara að vera hreint, heil-
brigt og sítt og ef það eru liðir í
því er algjörlega bannað að slétta
úr þeim. Af hverju að vera að
klína einhverjum
efnum í fallegt
hár? Hendið nú
gelinu og hár-
blásaranum,
þvoið hárið og lát-
ið náttúruna um hitt
Bryndís Asmundsdóttir söng-
kona, fyndnasta kona íslands
og vonandi verðand! leikkona.
Bryndís er ekki bara fyndin
kona. Hún titlar sig tónlistarmann
í símaskránni og hefur getið sér
gott orð sem söngkona í nokkram
jazzböndum, auk þess að taka þátt
í prímadonnusýningunni á Broad-
way sem er í gangi núna. í fyrra
reyndi hún að komast inn í Leik-
listarskólann og komst næstum því
inn. Hún ætlar að reyna aftur núna
enda langar hana mikið til að
verða leikkona. Þegar blaðamaður
Fókuss hringdi í hana snemma
morguns var hún heldur rotin-
púruleg í röddinni og blaðamaður
spurði hvort hann hefði verið að
vekja hana. Þá kom strax og ber-
lega í ljós að Bryndís er ekki bara
hress, hún er alltaf og ævinlega í
jafn ofboðslega góðu skapi. Ný-
vöknuð sagði hún:
„Ó, jú. Þú varst að vekja mig og
það er dásamlegt."
Og það sem meira er; hún var að
meina það.
En hvernig kom þaö til aö þú
ákvaöst taka þátt í brandara-
keppni?
„Þetta var þannig að það voru
bara strákar sem létu skrá í sig í
keppnina. Þá þurfti ég með minn
stóra kjaft endilega að glopra því út
úr mér að það væru sko líka til
fyndnar stelpur og hneykslaðist
svo eitthvað á öllum þessum karl-
kynskeppendum. Þetta endaði auð-
vitað með því að ég var sjálf skráð
í keppnina. Ég þorði ekki en keppti
samt. Uppistaðan í prógramminu
minu var grín að sjálfri mér, enda
samdi ég ekki neina brandara.
Þetta var gaman en líklega það erf-
iðasta sem ég hef gert. Ég stefni
ekki á að leggja þetta fyrir mig.“
Er draumurinn þá aö gerast leik-
kona?
„Leikkona eða söngkona, ef það
er á sviði, já.“
Aöalatriöið er aö vera uppi á
sviöi?
„Já.“
Athyglissýki?
„Já. Hrikaleg."
Helduröu aö þú komist núna inn
í Leiklistarskólann?
„Ég vona það. En sían þar er
mikil og strembin."
Langar þig þá helst aö gerast
gamanleikari?
„Kómíkin hefur alltaf heillað
mig en það þarf samt ekki að vera
að ég velji þá hillu frekar en ein-
hverja aðra. Þegar maður fer út í
leiklistina verður maður alæta á
öll form listarinnar."
Eru gamanleikkonur eins og
Helga Braga og Edda Björgvins
þá engar sérstakar fyrirmyndir
þínar?
„Nei, ekki fyrirmyndir. En þær
I standandi-brandara-
karlakeppninni sem
var kaldin á Astró fýrr í
vetur var einn kven-
kyns keppandi,
Bryndfs Ásmundsdóttir,
sem Ifldega er með
þeim hressari hér í
bæ. Hún þótti fýndin
og komst f úrslit en
eíns og kunnugt er
sigraði Sveinn Waage
og hlaut titilinn fyndn-
asti maður ísiands.
Bryndís er þess vegna
af mörgum talin fýndn-
asta kona íslands.
Enda vflar hún ekki
fyrir sér að hoppa upp
á svið þegar henni
sýnist svo og þá er
henni nokk sama hvort
hún slær í gegn eða
gerír sig að fffli-
eru brillíant og í miklu uppáhaldi
hjá mér.“
Konur eru fœstar til í aö
,Jlippa“ fyrir framan aöra eins og
þú og fjöldinn allur af karlmönn-
um gerir. Hvaöa feimni er þetta í
kvenþjóöinni?
„Þetta á auðvitað ekki að vera
svona og ég veit ekki ástæðuna fyr-
ir þessari spéhræðslu kynsystra
minna. Þetta er fáránlegt. Ég held
að ofboðslega margar konur, meiri-
hlutinn af kvenþjóðinni, sitji á sér,
nagi sig í handarbökin og séu við
það að springa af því að þær lang-
ar svo til að gera ýmsa hluti sem
þær leyfa sér ekki. Ég vil sjá konur
láta það vaða.“
Af hverju þorir þú aö láta þaö
vaöa hvar sem er og hvenœr sem er?
„Ég hef bara svo ofboðslega gam-
an að líflnu, hef aldrei verið feimin
og elska athygli. Ef maður er ekki
tilbúinn að stinga sér alveg út í
laugina þá er ekkert gaman. Mér
finnst gaman að skora á sjálfa mig.
Ég geri nú samt ekki hvað sem er
til að komast upp á svið en samt
rnargt."
Þú tókst ekki þátt í erótísku list-
danskeppninni þarna um daginn?
„Nei, en ég þurfti að
binda mig við rúmið
og hélt mig heima.“