Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Qupperneq 8
Herbalife lofar því sem flesta dreymir um: góðri heilsu og glás af peningum.
Fókus fór á harðlæstan fund og fékk að vita allt um málið:
i]
á
jjuJJjj'Jjjjjj
3J1 JJJJJJ
Líklega eru afgreiðsludöm-
urnar í tískubúðunum þær
einu á klakanum sem eru
komnar í sumarskap. Enn er
ýmist slabb, hret, snjór eða
frost úti en samt eru þær bún-
ar að draga upp heilu sending-
arnar af sumarfotum. Lóan er
ekki lengur fyrsti vorboðinn,
dömumar í tískubúðunum eru
teknar við því hlutverki. En
hvað sem því líður má sjá í
hvaða búðarglugga sem er að
grátt ætlar vera litur sumars-
ins. Allir tala um grátt og allir
fara í grátt, það er eitthvað svo
þægilega hlutlaust og óáber-
andi, passar við alla aðra liti
og er um leið klassískt og fer
flestum vel. Samt er annar lit-
ur að læðast aftan að þeim
gráa - gulbrúnn. Ekki skær
heldur svona sólbrúnkugul-
brúnn. Líkt og sá grái er hann
þægilega hlutlaus og óáber-
andi, sumarlegur og klæðileg-
ur. Aðaltískuhönnuðurnir eru
að nota þennan lit á hina og
þessa fylgihluti, svo sem tösk-
ur, skó, varaliti, belti,
kveikjara og fleira. Einhver föt
eru líka höfö svona á litinn og
þá sérstaklega jakkar og pils.
Gott að vita af þessu, hvers-
dagsleikinn verður þá kannski
ekki eins grámyglulegur í sum-
ar.
Einu sinni lét ég teyma mig á
fund hjá Samhygð, sem þá hafði
nýlega hafið starfsemi. Þetta var
hópur húmanista og mikill bar-
áttuandi í loftinu, enda var fólk-
ið sannfært um að tími þess
væri rétt handan við hornið.
Ég man að aðalgaurinn, Pétur
Guðjónsson, hélt því blákalt
fram að eftir hálft ár yrði Sam-
hygð orðin stærsti stjórnmála-
flokkur landsins. Ég nennti aldrei
á annan fund og þegar fólkið var
farið að bögga mig snemma á
sunnudögum og biðja mig að
koma með sér á baráttufund í
Hafnarfirði bað ég kurteislega um
að vera látinn í friði.
Svipuð bjartsýni og baráttuandi
mætir manni á Grand Hótel þar
sem fundur hjá Herbalife er við
það að skella á. Það er ekki fyrir
hvern sem er að komast á fundina
en ég er gestur eins sölumannsins
og smýg inn. Hér eru um hundrað
manns, flestir um þrítugt, margir
með „I (hjarta) Herbalife" barm-
merki og allir mjög hressir. Ég fæ
mér kalt Herbalife-te sem gestum
er boðið upp á og sest út i horn.
Mikið klappað
Á sviðinu er auð tafla. Til
vinstri er blað sem búið er að
skrifa á mikilvægar Herbalife-
staðreyndir: 19 ár, 43 lönd, 2
billjóna dollara gróði. Hægra
megin standa Herbalifevörumar
í stöflum, næringarvörurnar,
snyrtidótið, jafnvel svört Her-
balife-dömutaska og gúmmíönd,
sýnist mér. Nú kemur á sviðið
ung kona og segir okkur frá bak-
grunni Herbalife. Aðalgúrúinn
heitir Mark Hughes. Hann
hannaði efnið upp úr eldgöml-
um kínverskum jurtafræðum og
nýjustu geimferðavísindum.
Fyrst seldi hann Herbalife af
skottinu á bílnum sínum en sjá-
ið bara hvar hann er í dag! segir
konan og fólkið klappar. Það á
eftir að klappa meira í kvöld.
Allt annar maður
Nú kemur leikarinn Hinrik
Ólafsson á svið. Hann kynntist
Herbalife fyrir allnokkrum mán-
uðum en hélt fyrir þann tíma að
ekkert amaði að sér. Annað kom á
daginn þegar Herbalife-áhrifanna
fór að gæta.
„Þessi líkami, þetta hylki, er
það eina sem maður á,“ segir Hin-
Þorgrímur Þráinsson.
Richard Clayderman.
Rithöfundurinn og tóbaksvarnafrömuðurinn Þorgrímur Þráinsson og
píanóleikarinn geöþekki, Richard Clayderman, eru glettilega likir
menn. Þeir hafa báðir þetta ljósa aríska yfirbragð sem ber vott um
hreysti og hreinleika. Há ennin eru gáfumerki, neftn bein, tennurnar
hvítar og augun blá. Þetta er heiðarlegt og gott útlit - kannski svolítið
væmið - en það hefur nú bara komiö þeim báðum til góða, allavega
Clayderman sem nýtir sér það svo vel að hann lætur aldrei taka af sér
myndir nema linsan á myndavélinni sé vandlega smurð upp úr vasilíni.
rik einlæglega. „Maður verður að
passa upp á líkamann og þessar
vörvu- (bendir á staflann) eru eitt
af því sem maður getur notað.“
Hann er hreinlega allt annar
maður í dag, missti sjö kíló og hef-
ur aldrei liðið betur; hægðirnir
fínar (með hjálp trefjataflna og
Flóra fiber), enginn bakverkur
(þökk sé X-Cal), ónæmiskerfið í
hoppandi stuði (Ros-Ox-töflurnar
sjá fyrir þvi) og þannig áfram,
m.a.s. segist Hinrik nota drykkinn
Aloe Vera gegn timburmönnum.
Hann segir að þegar hann fór til
útlanda um daginn hafi Herba-
lifedótið gleymst og þó hann
missti bara þrjá daga úr hefðu
gömlu menningarsjúkdómarnir
farið að sækja á aftur og hann
ekki geta beðið með að komast
heim í skammtinn sinn. Hinrik
vinnur leiksigur, gantast og er
fyndinn og það er mikið hlegið og
klappað fyrir lýsingum hans á
áhrifamættinum. Nú er ég orðinn
verulega
þveginn og
inn að trúa
hverju orði. Er
búinn með tvö
glös af hinu
bragðvonda
tei sem Hin-
rik segir að
allir finni Hr ,
mun á sér rbaljfe;
við að drekka. Ég finn
að vísu engan mun en það hlýtur
bara eitthvað að vera að mér.
Vitnað
„Hefur einhver hér inni misst
meira en tíu kíló?“ spyr Hinrik.
Margar hendm: fara á loft. „Hefur
einhver hér inni misst meira en
tuttugu kíló?“ Nokkrar hendur
fara á loft.
Nú fara rúmlega tíu manns upp
á svið og allir hafa sömu sögu að
segja: Þeir sem voru lífsleiðar
lummur eru orðnir lífsglaðir og
hressir, þeir sem voru hlussur eru
búnir að missa helling af spiki,
þeir sem drógust með leiðinlega
kvilla finna varla fyrir þeim leng-
ur. Herbalife er bara allt annað líf.
„Mér hefur aldrei liðið betur“ er
viðkvæðið.
Ýktasta dæmið mn jákvæðnina
er ung, ljóshærð kona sem er hátt
uppi. „Ég veit þetta er svolítið
ýkt,“ segir hún, „en ég tek 45 töfl,-
ur á dag og mér líður ÆÐIS-
LEGA! Ég ætla ALDREI að hætta
á Herbalife!"
Þessum sannindum er tekið
með miklu lófataki og hvatning-
argóli þótt sumir gestanna gefi
frá sér vantrúarfuss. „Ég nota
snyrtivörurnar líka,“ heldur
stúlkan áfram, „og þetta eru
FRÁBÆRAR snyrtivörur."
í lokin á sinni sinni góðu upp-
ákomu tekur Hinrik það fram
að Herbalife lækni enga kvilla
heldur haldi þeim niðri. Þess
vegna verði maður að vera á
Herbalife þangað til gröfin tekur
við manni þvi annars fara hinir
hræðilegu menningarsjúkdómar
Vesturlanda að hrella mann aft-
ur. Mér finnst skrýtið að Eternal-
skuli ekki komið á markaðinn
- „öðlist eilíft líf með Herbalife"
- en þessi Mark Hughes-snilling-
ur hlýtur að vera með slíkt efni á
teikniborðinu.
Prósentur
Það er eitthvað andlegt og trú-
arlegt við þetta Herbalife. Rétt
eins og áður hefur verið haldið
fram með kristnina, kommún-
ismann og LSD á Herbalife að
létta öflum áhyggjum af mann-
kyninu, gefa lifinu tilgang og gera
það einfaldlega þess virði að lifa
því. Áður hafa líkamlegu og and-
legu kostimir verið tiundaðir en
nú stekkur Jón Magnússon,
hress og háttsettur Herbalife-for-
ingi, upp á sviðið og segir að það
sé engin lygi að hægt sé að verða
vel efnaður af Herbalife-sölu, sjálf-
ur sé hann skýrt dæmi um það.
Nú fer hann að teikna upp ein-
hverja kassa, þríhyrninga, strik,
prósentur og tölur. Hann segist
ekkert hafa skilið sjálfur í sölu-
kerfi Herbalife fyrr en eftir þrjá
mánuði svo ég skelli skollaeyrum
við fræðunum og hætti að
hlusta á
spekina,
þetta er al-
g j ö r 1 e g a
óskiljanlegt
hvort sem er.
Annað slagið
koma lægra
settir Herba-
life-sölumenn á
sviðið, tala já-
kvæðir um sín
störf og eru von-
góðir um að kom-
ast bráðum upp í
næsta þrep á
píramídanum. All-
ir geta orðið sölu-
menn, það er bara
skilyrði að vera á
Herbalife. Jón segir
að mikifl gúrú sé á
leiðinni tfl landsins frá Kaliforniu
og verði með „training" þann 20.
Margir í salnum fara þegar að
hlakka til.
Nú er þetta orðið ágætt, hugsa
ég og stekk feginn út þegar
klukkutíma langur fundurinn er
loksins búinn. Fæ mér rækjusam-
loku og ligg svo í pípandi menn-
ingarsjúkdómi fram eftir nóttu,
hugsandi: Ja, kannski ætti maður
að skella sér á einn skammt? -glh
f Ó k U S 12. mars 1999