Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Page 15
<
Divorcing Jack er spennumynd með svörtum
húmor sem tekin er á Norður-írlandi og
gerist þar í nánustu framtíð.
Drykkfelldur
blaðamaður
vondum
Stjörnubíó frumsýnir í dag
bresku kvikmyndina Divorcing
Jack sem tekin er á Norður ír-
landi og gerist þar í nánustu
framtíð, nokkrum dögum áður en
kosinn er fyrsti forsætisráðherra
Norður-írlands. Þykir myndin
spennandi um leið og svartur
húmor skín í gegn.
Aðalpersóna myndarinnar er
blaðamaðurinn Dan Starkey sem
er höfundur vikulegra dálka í
stóru dagblaði. Honum þykir sop-
inn góður og meðal annars þess
vegna er hjónaband hans á síð-
asta snúningi. Nokkrir dagar eru
þar til kosningar fara fram og hef-
ur Starkey í dálkum sinum gert
lítið úr þessum kosningum og
þeim sem í kjöri eru. Kvöld eitt á
leið heim eftir drykkju hittir
hann unga stúlku sem kannast
við hann og enda þau saman í
samkvæmi heima hjá Starkey.
Stúlkan gerir sér dælt við Starkey
og það fer ekki fram hjá eiginkon-
unni sem segir honum að hypja
sig út með þessa stúlku. Eftir að
hafa reynt árangurslaust að telja
konu sinni trú mn að ekkert sé á
milli þeirra hverfur hann á brott
með stúlkunni sem fer með hann
blindfúUan til síns heima. Þegar
Starkey raknar úr vímunni tekur
hann til við að reyna að koma
reglu á líf sitt. Hann er þó samur
við sig og þegar hann hittir
bandarískan blaðamann sem hef-
ur jafnmikinn áhuga á viskíi og
hann er hann fljótur að gleyma
loforðum sínum og endar aftur í
ibúð stúlkunnar. Eftir að hafa
skroppið frá smástund kemur
hann að stúlkunni liggjandi í
blóði sinu og hefur hún hefiur ver-
ið myrt. í ljós kemur að hún er
dóttir háttsetts manns og vekur
dauði hennar þjóðarathygli.
í aðalhlutverkum eru David
Thewlis, Rachel Grifiths, Jason
Isaacs, Richard Gant og Robert
Lindsay. Leikstjóri er David Caf-
frey, sem er írskur og er að gera
sína fyrstu kvikmynd. Divorcing
Jack er gerð eftir skáldsögu Colin
Bateman sem seldist mjög vel
og fékk góða dóma. Skrifar
höfundurinn sjálfur hand-
ritið. -HK.
Dauði Stanleys Kubricks, eins
mesta kvikmyndagerðarmanns sem
uppi hefur verið, kom öllum í opna
skjöldu, enda var ekki vitað um
nein alvarleg veikindi. Nokkrum
dögum áður en hann lést var prufu-
sýnd í Hollywood fyrir nokkra út-
valda nýjasta kvikmynd hans Eyes
Wide Shutsem hefur verið í fram-
leiðslu í tvö ár. Meðal þeirra sem
voru viðstödd sýninguna voru hjón-
in Tom Cruise og Nicole Kidman
sem leika aðalhlutverkin. Tom Cru-
ise mun hafa látið hafa eftir sér að
hann ætlaði að fylgja myndinni vel
eftir í sumar og veita viðtöl og vera
viðstaddur sýningar. Ekki gaf hann
þó neitt upp um það hvernig hon-
um hefði fundist myndin né nokkur
annar sem var á sýningunni. Segir
sagan að Kubrick hafi sent trúnað-
arvin sinn til Hollywood með ein-
takið af myndinni og sá hafl beðið
þar til sýningu lauk og farið með
það strax aftur til London.
fc
*
12. mars 1999 f Ókus
15