Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Side 20
 Lificí eftir vinnu Garún, alias Guörún Þórlsdóttlr, opnar mál- verkasýningu i Bílum & list kl. 16. Garún hef- ur áður sýnt bæði á Síldarævintýrinu á Siglu- firði og í Lóuhreiðrinu í Kjörgarði. Soffía Árnadóttlr opnar sýningu sem hún kallar „Lelkur að letri...! IJósl trúar og tíma“, í Gallerí Llstakotl að Laugavegi 70, kl. 15 í dag. * Ragnhelður Jónsdóttlr opnar sýningu i Llsta- safni Árnesinga á Selfossi kl. 14. Kammerkór Suöurlands syngur á opnuninni, gestum til hugarléttis. Á sýningunni verða kolateikningar sem Ragnheiðar hefur gert á síðustu tveimur árum - og sem fyrr eru þær risavaxnar. Þaö er ekki tilviljun að Ragnheiður er fyrsti gestur Listasafns Árnesinga á þessu starfsári, því hún er Sunnlendingur í húð og hár; foreldrar hennar voru báðir úr Stokkseyrarhreþpi en sjálf ólst hún upp í Þykkvabænum. Eins og svo margir myndlistarmenn er hún komin af Tungufellsætt og rekur ættir sínar til Guðrúnar Hallvarðsdóttur frá Tungufelli í Hrunamanna- hreppi, en frá henni eru komnir margir þekktir myndlistarmenn. Sýningin er opin vikulega frá ^ fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 17. Valkyrjurnar Hrönn Egg- ertsdóttir og Margrét Jóns- dóttlr lyfta upp listalífinu I Borgarnesi I dag kl. 14 þegar þær opna sýningu í Safna- húsl Borgarness á málverkum Hrannar og styttum Margrétar af mönnum og dýrum. 557 7777 Austunreri HíiMtisbraut sa Amarbakki BreUbom ' Nýr staður!!! •fundir Norrænar spennusögur verða i brennidepli í Norræna húslnu kl. 15 til 19. Þar munu höf- undar frá Norðurlöndunum kynna bækur sínar: Daninn Lelf Davidsen, Rnninn Leena Kartllna Lehtolalnen, Norðmaðurinn Fredrlk Skagen og Svíinn Hakan Nesser. Þegar höfundarnir hafa lokið sér af hefiast pallborðsumræður með höfundunum, Krlstjánl Jóhannl Jónssynl bókmenntafræöingi og Arnaldl Indrlðasynl, spennusagnahöfundi og gagnrýnanda. Ráðstefna um fornar leiðir verður haldin á vegum Náttúruverndar ríkislns, Sklpulags- stofnunar, ÞJóðminJasafnsins, Örnefnastofn- unar og Samtaka um útlvlst á Grand hótel milli kl. 13 og 17. Páll Skúlason rektor mun setja ráðstefnuna en síðan halda fýrirlestra: Árnl Bragason frá Náttúruvernd (Almannarétt- ur og útivist), Hjörlelfur Stefánsson frá Þjóö- minjasafni (Verndargildi fornra leiða), Rögn- valdur Guömundsson ferðamálafræðingur (Ferðamenn og íslenskur menningararfur), Svavar Slgmundsson frá Örnefnastofnun (Ör- nefni og fornar leiðir), Guðjón Kristinsson garðyrkjumaður (Viðhald á vörðum og hleðslu- tækni), Gaute Sönstebó landslagsarkitekt (Skýrsla Norðurlandaráðs um fornar leiðir á Noröurlöndum), Ágúst Sigurðsson sóknar- prestur (Fornar leiðir frá Hólum í Hjaltadal), Haukur Jóhannesson, forseti Feröafélagsins, (Merkingar á fornum leiðum og útgáfa fræði- rita), Helgi Þorláksson prófessor (Fornar leiö- ir á milli höfðingjasetra) og ína Gísladóttlr leiö- sögumaöur (Fornar leiðir með tilliti til ferða- þjónustu). Á eftir þessu geta gestir síðan spurt spekingana og rætt málin sin á milli. Um fornar leiöir - hvað annað? Það kostar ekkert aö sitja undir þessu. námskeiö íslandsdelld EPTA (Evrópusamband pianó- kennara) mun standa fyrir námskelðl í píanó- lelk fyrlr byrjendur, sem og lengra komna, í Menningarmlðstöðinnl Gerðubergl laugardag og sunnudag. Leiðbeinendur verða Slgríður Elnarsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttlr og Peter Máté píanóleikarar. Námskeiðin verða þriþætt. Á laugardeginum frá kl. 10-13 mun Sigríður Einarsdóttir leiðbeina nemum á l-V stigi. Eftir hádegi frá 14-17 mun Anna Guðný Guðmundsdóttir vera með námskeiö með yfir- skriftinni „Píanó sem hluti af kammertónlist" fyrir öll stig. Á morgun er svo námskeið frá kl. 10-17 fyrir efri stig í píanóleik. Leiðbeinandi er Peter Máté. Þátttökugjald fyrir námskeiðin þrjú er 1500 kr. Hægt er að greiða þátttöku- gjald fyrir einstaka hluta, eða 1000 kr. fyrir hvorn dag. .sport íslandsmót barna- skólasvelta í skák veröur haldið í hús- næöl Taflfélagsins Hellls að Þönglabakka 1 og byrjar kl. 13. Fram- haldið verður á morgun. böl 1 Fáar hljómsveitir vinna jafn markvisst að þvi að meikaða og rokkaramir úr Kópavogi, Dead sea apple. Þeir halda síðbúna útgáfutónleika fyrir Norðurland í kvöld í Sjallanum á Akureyri og fá Carpet (frá Mosfellssveit) og Toy Machine (frá Akureyri) til að hita upp. Akureyri kemur tO með að fyllast af bransaliði um helgina því fimmtán manns eða fleiri mæta. „Þetta er fólk af umboðsskrifstofunni okkar og fólk sem hefur bæst í hópinn síðan við héldum útgáfutónleik- ana í Reykjavík," seg- ir Steinarr söngv- ari. „Svo eru þarna menn frá nokkrum útgáfufyrirtækjum að skoða okkur, frá Zomba, Elektra, Maverick, EMI, BMG, Arista, og svo voru Warner Brothers að bætast við. Það væri nú ekki amalegt að fá samning hjá þeim, en annars eru þetta allt frekar spennandi merki.“ Nú er sem sagt búið að leggja gmnn að meikinu og bara aftir alveg grænir og myndum gera okkur ánægða með húsnæði úti í New York og tvö, þrjú partí. Nei, ég segi svona. Við viljum bara geta flutt út og unnið í tónlist eins og menn.“ En veröur þetta ekki hálfpúka- legt ef Akureyringar mœta ekki og Sjallinn verður tómur? „Þá höfum við bara slökkt í salnum. Nei, smágrín. Ég hef engar áhyggjur af því. Útlend- ingarnir vita að við erum ekki á heimavelli en við ákváðum samt að fara með þá norður á land til að sýna þeim lands- lagið. Þetta eru allt snjóbrettadúdar og ætla að filma snjó- brettaaðstöðuna og fjöllin. Þetta verður svo notað í land- kynningarmynd- band og að hluta til i myndband með okk- ur.“ Þannig aö þaó verö- ur allt fullt af hressum bransaköllum á Akureyri um helgina? „Já, þetta verður algjört jankí-dúdúl-dú!“ að selja sig hæstbjóðandi. Hvað þarf sá að bjóða í strákanna? „Það er eiginlega Mike lög- fræðingur sem sér um það,“ seg- ir Steinarr, „en ég held að fáir hér á íslandi geti gert sér grein fyrir því hvers slags upphæðir eru í gangi í þessum bransa. Við erum Sunnudagur 14. mars • krár Rut Reglnalds og Maggi KJartans veröa á Kaffi Reykjavík í kvöld og laða fram poppfor- múlur að keflvískum hætti. Brtlarnir veröa á Glaumbar í kvöld sem og önnur sunnudagskvöld með glens og tóna. bö 11 Capri tríólð leikur undir gömlum og nýjum dönsum (það er ef dansar frá fyrri hluta aldar- innar teljast til nýdansa) í Ásgarðl. d j a s s Lundinn, Vestmannaeyjum: Furstarnlr gefa fólki mjúka lendingu eftir helgina. Þeir eru Árnl Scheving, Kjartan Valdimarsson, Guömundur Stelngrímsson og Rúnar Georgsson og eru lík- lega með samanlagða hundrað og fimmtíu ára reynsiu af djassinum. ©klassík Björk Jónsdóttlr sópran og Svana Viklngs- dóttlr pTanóleikari halda tónleika! Sal Tónllst- arhússins í Kópavogl kl. 17.00. Á efnis- skrá tónleik- anna er allt frá vinarljóðum til nýrra íslenskra verka. Frumflutt verða fjögur lög úr lagaflokki eftir Ólaf Óskar Axelsson, auk þess veröa fluttir sænskir Ijóðasöngvar eftir Stenhammar og Petersen-Berger, lög eftir Strauss, kabar- ettsöngvar eftir Schönberg og lög eftir Erlch Korngold. Afmælistónskáld vetrarins, Jón Ás- geirsson og Atli Heimlr Svelnsson, eiga líka lög á tónleikunum. ARSIS tónlelkar í Nor- ræna húsinu: Flnnur Bjarnasson baritón syng- ur og Gerrit Schuil leikur undir á píanó. Án efa munu þeir taka einhvað af piötunni sem þeir sendu frá sér fyrir jólin. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og það kostar 1.200 kr. inn. opnanir Nýútskrifaðir arkitektar opna sýningu á út- skrlftarverkum sínum i Ráðhúslnu ki. 17 á föstudag undir heitinu Vaxtarbroddar. Við opn- unina mun Páll Skúlason rektor flytja hugvekju (kannski boðar hann arkitektanám við Háskól- * ann) og Einar Örn Jónsson leikur á pianó til aö hafa svolítið settlegan blæ yfir athöfninni. Fjórar sýningar verða opnaðar i Gerðarsafni í Kópavogi kl. 15 á laugardag. Rúna Gisladóttlr veröur meö málverk í vestursalnum (salurinn kallast Skíma). Rúna segist vinna með Ijós, lit- brigði og form í Ijóðrænum tengslum við móöur jörð og silfur hafsins. Guðrún Elnarsdóttir verð- ur meö sýningu í austursal á tug málverka sem hún vann á síðasta ári. Þetta eru óhlutlæg nátt- úru- og landslagsmálverk þar sem áferðin leik- ur stóra rullu. Mlreya Samper heldur sina fýrstu einkasýningu á neöri hæöinni og kallar hana „Samryskja“ (sköpunargleði sumra rúmast ekki innan áður notaðra orða). Á neðri hæðinni er Elva Jónsdóttlr einnig búin að koma sínum verkum fyrir á sýningu sem hún kallar „Raddir". Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánu- daga frá kl. 12-18. . Ragnhildur *• .j| Stefánsdóttlr mundarsafns við BBi mun þar sýna verk sem hún hefur unniö í tengslum við verk Ásmundar. Ragnhildur notar mannslíkamann i verk sín og vakti nokkra athygli fýrir nokkurra metra háan kvenlíkama á sýningu Myndhöggv- arafélagsins á strandlengjunni við Skerjafjörö síðastliðið sumar. Sýningu sína í Ásmundar- safni kallar Ragnhildur Form skynjana. Sýning- in verður opnuð kl. 16 á laugardag. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafnl ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu kl. 15 á laugardag. Kristín íslelfsdóttir sýnir þar keramlklð sitt og Slgrld Valtingojer grafiklna sina. Fjöllistamaðurinn Friðríkur opnar myndljóðasýn- inguna „Mín Ijóssælna vís“ i listhúsi Ófeigs á Skólavörðustig 5 kl. 14 á laugardag. Mynd- verkaskáldskapur hópsins er uppistaða sýning- arinnar. Sýningin er opin á verslunartíma. Jón Adólf Stelnólfsson opnar sýningu á grímum skornum í tré I Stöðlakoti viö Bókhlöðustig kl. 14 á laugardag. Garún, alias Guðrún Þórisdóttir, opnar mál- verkasýnlngu i Bílum & list kl. 16 á laugardag. Garún hefur áður sýnt bæði á Síldarævintýrinu á Siglufiröi og i Lóuhreiðrinu í Kjörga'ði. Soffía Árnadóttlr opnar sýningu sem hún kallar „Lelkur að letrl...í IJósl trúar og tíma“ i Galler- il Llstakotl að Laugavegi 70 kl. 15 á laugardag. Nemendur í myndllstarvall við Kvennaskólann hengja upp afrakstur námskeiðsins á veggi Gallerís Geysls i Hinu húsinu. Samnemendur, foreldrar, kennarar og áhugafólk um myndlistar- námskeið geta kikt á herlegheitin kl. 16 á laug- ardag. Ragnheiður Jónsdóttlr opnar sýningu i Lista- safnl Árneslnga á Selfossi kl. 14 á laugar- dag. Kammerkór Suöurlands syngur viö opn- unina gestum til hugarléttis. Á sýningunni veröa kolatelknlngar sem Ragnheiöar hefur gert á síöustu tveimur árum - og sem fyrr eru þær risavaxnar. Þaö er ekki tilviljun að Ragn- heiöur er fýrsti gestur Listasafns Árnesinga á þessu starfsári því hún er Sunnlendingur í húö og hár, foreldrar hennar voru báöir úr Stokkseyrarhrepþi en sjálf ólst hún upp í Þykkvabænum. Eins og svo margir myndlist- armenn er hún komin af Tungufellsætt og rek- ur ættir sínar til Guðrúnar Hallvarösdóttur frá Tungufelli í Hrunamannahreppi en frá henni eru komnir margir þekktir myndlistarmenn. Sýningin er opin vikulega frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 17. Tengdasonur íslands, hönnunarsnillingurinn Mlchael Young, opnar sýningu á verkum sínum og félaga sinna, Jaspers Morrlsons og Marcs Newsons (sem eru ekkert síður klárir og heims- frægir) á Kjarvalsstööum á fimmtudagskvöld. Á sama tíma opnar Spessl sýningu á IJósmyndum sem hann hefur tekið af bensínstöðvum hring- inn i kringum landiö (svolítið Dieter Roth-leg hugmynd). Á opnunni verður tónlist, mikið fönk og fjör og allir sem vilja tilheyra artí-smarti- partí-liðinu verða að mæta. aðrar sýningar Þrjár sýningar eru í Listasafnl íslands. i sal 1 er sýning á verkum fjög- urra frumherja i íslenskri mál- aralist, Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar KJarvals og Jóns Stef- ánssonar. í sal 2 hafa listfræðingar safnsins valið saman verk þeirra málara sem innleiddu hugmyndir móderismans í islenska myndlist. Sökudólgarnir eru Gunnlaugur Schevlng, Jó- hann Brlem, Jón Engilberts, Snorri Arinbjarnar, Nina Tryggvadóttlr og Þorvaldur Skúlason. i sal 3 er sýning á gvassmyndum þýska mynd- listarmannsins Sigmars Polkes og kallast sýn- ingin Tónllst af óræðum uppruna. Polke varfyr- ir 10 árum eða svo stórt númer i myndlistar- heimnum og lifir enn á þeirri frægð. Neðan- málsgrein i sögunni segja sumir- einn af risum seinni tima listar, segja aðrir. Kanniö málið. Magnús KJartansson sýnir málverk sín I Galler- íl Sævars Karls. Galleri Ingólfsstrætl 8. ívar Valgarðsson greip til þess ráös að mála með Crayola-vaxlitum beint á veggi gallerisins og sótti innblástur í nöfnin á litun- um. Þetta er því sýning sem hæfir vel musteri minimalismans og konseptsins. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 14 og 18. Kjarvalsstaölr, Rókagötu. Sýningin „Af trönum melstarans“ með verkum frá síðari æviárum KJar- vals. Meöal annarra verka er málverkið „SJón er sögu rikarl“ sem danska rikið var svo hugulsamt að lána til íslands. Sýningin stendur til 24. maí. Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Samsýnlng sjö norrænna listamanna sem kalla sig NON ART GROUP. Hópur þessi á upþtök sín í Helsinki 1974 og hefur á ferli sín- um staðiö fýrir menningarviðburðum víös vegar um Noröurlönd . Opið er milli kl. 12 og 18 alla daga, utan þriðjudaga - en þá er lokað. Ómar Stefánsson sýnir málverk i Galleri Fold viö Rauðarárstíg kl. 15 á morgun. Verkin gefa innsýn inn í veröld Ómars, kynjaheim að hætti Hieronymusar Bosch. í Geröubergi er samsýning á verkum sex myndlistarmanna á aldrinu 76 til 92 ára. Þarna er samankomið landsliö íslands i næfisma; Þórður G. Valdimarsson (alias Kikó Korriró), Slguröur Elnarsson, Svava Skúladóttlr, HJörtur Guömundsson og systurnar Guörún og Slgur- laug Jónasdætur. 1 verkum þeirra má sjá allt það sem prýða má næfisk verk; óheft imyndun- arafl, fallegar náttúrulýsingar og mikla frásagnargleði. Blrglr Örn Thoroddsen (alias Curver eða bara Bibbi) heldur eins konar sýningu aö heimili sínu að Fjarðarásl 26 í ÁrbæJ- arhverfi. Sýningin er í raun gjörningur sem standa mun fram til 27. mars næstkomandi og felst í því að Bibbi ætlar loks aö taka til í herberginu sinu og gefa sér þennan tíma til þess. Þrjár einkasýningar eru i Nýllstasafnlnu. Rósa Gisladóttlr sýnir kyrralífsmyndlr í forsalnum og gryöunni. Þetta eru þrívíðar uþþstillingar úr gifsi. Ragnheiður Ragnarsdóttlr kallar Innsetn- ingu sína í Bjarta- og Svartasal Sjónmál og reynir þar að flalla um afmörkun og oþnun og smíða sér leið til að tengjast umhverfinu - eða svo segir hún sjálf. Ivar Brynjólfsson veröur síö- an með Ijósmyndlr í Súmsalnum. Sýninguna kallar hann Væntingar og segir að verkin séu heimildir um raunveruleikann eins og hann birt- ist á ofurvenjulegum stöðum. Flnnur Arnar hefur lokið við tvö verk og sýnir þau í versluninni 12 tónum aö Grettisgötu 64. Rnnur er hófsamur í list sinni þótt oft glitti í henni í pólitiska meiningu og annað sem ekki þykir of fínt. Eyjólfur Elnarsson er með sýningu á nýlegu stelnþrykki á Mokka. Eyjólfur hefur undanfarin þijú haust dvalið á grafíkverkstæði í Amster- dam og eru verkin á sýningunni afrakstur þeirr- ar dvalar. Sesselja Björnsdóttir er með sýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15. Á sýningunni eru ol- íumálverk og ber hún yfirskriftina Ókannaö rými. Sýningin verður opin alla daga kl. 11-24 - sérinngangur þó aðeins kl. 14-18 - og stend- ur til 24. mars. Hallgrímsklrkja. Málverk eftir Kristján Davíös- son eru uppi á veggium í anddyri kirkjunnar kirkjugestum til yndisauka. Verk myndlistratrúbadorsins Guömundar Rún- ars Lúðvíkssonar hanga uppi i sýnlngarrými Krlnglunnar og Gallerís Foldar á annarri hæð gegnt Hagkaupi. G. R. sjálfur kallar sýninguna „Lan land og þjóð“ og útskýrir það innan sviga (sbr. Kring-LAN og LAN-d). Ágústa Slgurðardóttlr sýnir í Skotlnu, sýningar- aðstöðu aldraðra í Hæðargarðl 31. Ágústa hef- ur sótt myndlistarnámskeið fýrir aldraða og ger- ir enn. Auk málverka sýnir frú Ágústa kort og slæöur. I Brynjólfsbúö, sem er nokkurs konar farand- galleri i Stórholtl við hliðina á Japis, sýna lista- mennirnir Carl Anders Skoglund, Hlldur Mar- grétardóttlr, Unnar Örn Auðarsson og Imma. Gallerí, Skólavörðustíg 8. Ásgelr Lárusson hef- ur opnað vlnnustofu og gallerí og mun hann vinna þar að myndlist fram á vor en þá verður húsnæðiö rifið. Opið alla daga kl. 13-18. Þóra B. Jónsdóttlr er með sýningu i Fjarðar- nesti, Bæjarhrauni 4, Hafnarfiröi. Efnið í mynd- irnar sinar sækir Þóra í vestfirsk fjöll og björg - meðal annars sjálft Látrabjarg. sveitin Helgl Þorgils Friðjónsson er fyrstur listamanna til að opna sýningu i því sem kallast Llstavor ís- landsbanka i Vestmanna- eyjum. Þetta er röð sýn- inga sem haldnar verða I gamla áhaldahúsinu á horni Vesturvegar og Græðisbrautar og munu Sissú, Tumi Magnússon og Kristján Stelngrímur, Gabríela Friðriksdótir og fleiri koma í kjölfar Helga. 20 f Ó k U S 12. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.