Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 4
TYúar'-
leiðtogi á
Laugavegi
Músllmar á fslandi hafa fengið
góðan gest þar sem er Omar Hatam-
leh, trúarleiðtogi frá Jórdaníu.
Omar er 48 ára og meö masters-
gráðu í islömskum fræðum. Hér á
landi mun hann kenna múslimum
fraeðin og styrkja trú þeirra dag
hvem. Kennslan fer fram á Lauga-
vegi f Reykjavík þar sem leigð hef-
ur verið litil íbúð fyrir leiðtogann.
Múslimar á íslandi em nú yfir
eitt hundrað talsins og dreifa sér
vitt og breitt um landið. Omar fer á
sunnudaginn til Flateyrar til að
kynna sér íslenska náttúra og
heimsækir Isafjörð í leiðinni, en
þar er einn múslimi búsettur. Þá er
Omar duglegur við að heimsækja
trúbræður sína í Reykjavík.
Omar Hatamleh verður hér í eitt
ár, en flýgur þó heim til Jórdaníu
reglulega til kennslu, en þar á hann
einnig eiginkonu.
Lesbfimiar
flyQa sig
um set
- karlmönnum á
Kaffi List brugðið
Reykvískar lesbíur em smám sam-
an að flytja sig af gamalgrónum sam-
komustað sín-
um, veitinga-
húsinu 22 við
Laugaveg, yfir á
Kaffi List á
Klapparstíg.
Engin viðhlít-
andi skýring hefur fengist á þessum
vistaskiptum kvennanna en „maður
getur ekki alltaf hangið á sama staðn-
um“, eins og ein lesbían orðaði það.
Kaffi List hefur veriö einn vinsælasti
samastaður miðaldra karlmanna í
kvenmannsleit og líst þeim mörgum
ekki á þróunina. Einn fastakúnninn
hefur Iagt til að nafni staðarins verði
breytt í Kaffi Trist eftir að lesbíumar
fóm að venja komu sína þangað.
Annars hverfur Kaffi List af Klapp-
arstfgnum með vorinu og flyst upp á
Laugaveg, í næsta nágrenni við veit-
ingahúsið 22. Þá verður enn styttra
fyrir lesbiurnar að skjótast yfir. Kaffi
List hefur fengið inni í næsta húsi við
Mál og menningu og þar munu
hlátrasköllin óma út á götu um
ókomna framtíð ef að líkum lætur.
PTOlB
Ivar, Guðjón og Reynir eru
áhöfn Starflee’t á íslancH, Þeir
koma saman.til að horfa á Star
Trek-þættina í sjónvarpinu,
ræða saman um heimsmynd
■ • . þeirra. og tækni
og mæta alltaf fyrstir i bio
þegar Star Trek-myndirner
eru sýndar þar. í dag.er
hátíð hjá þeim. Níunda'Star
Trek-myndin verðúr
frumsýnd í dag.
^^1 i
Það er til félagsskapur „Trekk-
ara“ á íslandi. Félagsmenn koma
saman og glápa á seríurnar sem
við hin fáum ekki að sjá fyrr en
ári síðar. Þegar nýjar Star Trek
myndir eru frumsýndar, mæta
þeir gjarnan uppstrílaðir í ein-
kennisbúingum hetja sinna. Okk-
ur hinum gefst kostur á að sjá
þessa sérstöku hegðun samborg-
ara okkar nú í kvöld, þegar Há-
skólabíó frumsýnir Star Trek
Insurrection.
ívar, Guðjón og Reynir eru í
forsvari Starfleet á íslandi:
„Félagsskapur Trekkara starfar
eftir hugmyndafræði þáttanna um
útópiska bjarta framtíð," segja
þeir. „Þar tíðkast jafnrétti á öllum
sviðum og búið er að eyða fordóm-
um. Þetta byggir á sömu hug-
myndum og intemationalistar og
húmanistar hafa boðað á síðari
tímum. í félaginu eru bæði karlar
og konur og aldurinn frá fimmtán
og upp úr. íslenska deildin okkar
er ung og enn nokkuð smá í snið-
um, en alþjóðasamtökin em göm-
ul í hettunni, hafa verið starfrækt
frá árinu 1969.“
Nú er myndin dálítiö seint á
feröinni hér.
„Myndin var frumsýnd í desem-
ber í Bandaríkjunum. Við erum
auðvitað pínulitið pirraðir yfir
seinkuninni en bætum okkur það
rækilega upp núna.“
Mér skilst aö í þessari myndi sé
horfiö lítillega frá spennunni og
meira lagt upp úr glensi. Finnst
ykkur þetta jákvœö þróun?
„Þetta á sér sína forsögu. Þegar
fyrstu seríunni lauk, tók maður
að nafni Gene Roddenberry sig til
og klippti saman í þátt mistökin
við tökurnar. Þetta varð ágætis
kómedía og andinn skilaði sér inn
í bíómyndirnar."
Nú er plottiö í myndinni ekki
ýkja ferskt, reynt aö komast yfir
leyndardóm eilífrar œsku!
„Þetta er ekki plottið í mynd-
inni, heldur kveikjan að atburða-
rásinni. Burðarás myndarinnar er
uppreisn áhafnarinnar á Enter-
prise. Þó þetta með eilífu æskuna
sé óttaleg klisja þá virkar hún al-
veg í þessu samhengi. Þetta fer
eftir því hvaða augum fólk lítur
söguna og hvort menn hafa ein-
hverja þekkingu á þáttunum yfir
höfuð.“
Hverjar eru uppáhalds persónur
ykkar?
„Data er flottur, einnig Spock,
Kirk og Picard. Úr nýju seríunum
má nefna Quark og lækninn."
Aö lokum, á aö fara og sjá Hnet-
una í Iönó?
„Já, ætli við verðum ekki fasta-
gestir þar næstu vikurnar. Maður
veit þá i hvað kaupið manns fer.“
Hægt er að skrá sig i félagið
gegnum vefsíðuna http://mem-
bers.xoom.com/ivarg/
f Ó k U S 19. mars 1999