Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Blaðsíða 21
Lifid eítir vmnu Mabur í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman er á Smíöaverkstæöi Þjóöleikhúss- ins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur og því er uppselt í kvöld. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóru Frlörlksdóttur, Bessa Bjarnasyni og Guörúnu Þ. Stephensen. Slmi 5511200 fyrir þá sem vilja panta miða á sýningu einhvern tlma I framtlðinni. Hvítasunnukirkjan Filadelfia stendur fyrir leik- sýningu I kirkjunni sinni I Hátúni I kvöld kl. 20. Hér er á feröinni sýning sem gert hefur garð- inn frægan bæði I Vestmannaeyjum og á Akur- eyri og nafnið er að vonum kjarnyrt: Hliö him- ins, logar vítis. Og það vekur spurningar (og svarar þeim lika) um hvort líf sé eftir dauðann, hvað Bíblían segi um það og hvort við séum með nafn okkar skráð I lífsins bók eða hvort vegur okkar endar I eilifri glötun. Ekki lítils spurt. Það kostar ekkert inn. Leikfélag eldrl borgara, Snúöur og Snælda, leikur I Möguleikhúsinu kl. 16. Símar 588 2111 og 551 0730. fyrir börnin Barnasöngleikurinn „Hattur og Fattur, nú er ég hlssa" eftir Ólaf Hauk Simonarson verður sýndur I Loftkastalanum kl. 14. Þeir sem hafa minni til muna sjálfsagt eftir þessum félögum úr Stundinni okkar frá þvl fyrir áratug eða tveim. Þeir eru mjög Ólafshaukískir, glettnir trúðar og þjóðfélagslega sinnaðir - ekki ósvip- aðir og Olga Guðrún þegar hún syngur efni frá Ólafi. Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Felix Bergsson eru Fattur og Hattur. Mjólkursamsalan heldur fjölskylduskemmtun I Ráöhúsi Reykjavíkur I tilefni af framlengingu samnings síns við íslenska málnefnd. Dag- skráin byrjar kl. 14 og samanstendur af Ijóða- lestri (Þórarlnn Eldjárn), trúðsleik (Halldóra Gelrharösdóttir), hugvekju (Auður Haralds) og söng (Bubbl Morthens). Auk þessa veröa verðlaunaafhending vegna íslenskugetraunar og upplestrarkeppni og Snuðra og Tuðra bregða á leik. Kynnir er Gunnar Helga- son.Snuðra og Tuöra eftir löunni Steinsdóttur verða I Möguleikhúslnu við Hlemm bæði kl. 12.30 og 14. Slmi 562 5060. ✓Borgarleik- húsiö: Pétur Pan er á stóra sviðinu kl. 14 og skemmtir þar ungum sem öldnum. Krókur kapteinn er þó miklu skemmtilegri, eins og vondra manna er siður. Indíánar, haf- meyjar, krókódíll, draumar og ævintýri. Sími 568 8000. fopnanir Gallerí Fold stendur fyrir málverkauppboöl I Súlnasalnum á Hótel Sögu og hefst það kl. 20.30. Uppboðsverkin verða til sýnis I hús- næði gallerísins að Rauðarárstíg 14 fyrr um daginn, frá kl. 12 til 17. Þetta er fyrsta lista- verkauppboðið frá því að dómurféll I fölsunar- málinu (þar var eigandi Gallerls Borgar dæmd- ur - Gallerí Fold kom þar hvergi nærri) og verð- ur forvitnilegt að sjá hvort sá dómur muni hafa áhrif á gang mála. Um 100 verk verða boðin upp, þar á meðal nokkur eftir hina svokölluðu gömlu meistara. i fundir Bókmenntadagskrá verður I Gunnarshúsl I dag kl. 16. Karl-Erik Bergman, rithöfundur frá Álandseyjum, les úrverkum sínum ogsegirfrá álenskum bókmenntum. Bergman er einn kunnasti höfundur Álandseyinga en hefurjafn- framt verið sjómaður og ber skáldskapur hans þess glögg merki. Hann hefur tvlvegis áöur heimsótt ísland, var meðal annars gestur á Bókmenntahátíð 1987. Fyrir tæpum þremur árum kom út bókin Ljóð á landi og sjó eftir Karl-Erik Bergman, I íslenskri þýðingu Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar. Þýðandinn og kona hans, Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína, ætla að flytja tónlist til að lífga upp á prógrammið og Anna S. Björnsdóttir les Ijóð. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Björn BJarnason flytur erindi á fræðslumorgni I Hallgrímskirkju kl. 10 og ræðir um trú og stjórnmál. Þetta er sama umfjöllunarefni og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var með á sama stað og tlma fyrir viku en líklega verða áhersl- ur Björns eitthvað aðrar. Á eftir erindi hans gefst tími til fyrirspurna og frjálsrar umræðu. Og á eftir þeim er messa I kirkjunni, stundvls- lega kl. 11. Ráðstefna Páls Skúlasonar, rektors Háskól- ans, um framtíö búsetu á íslandi heldur áfram I hátíðarsal Háskólans kl. 10 og stendur fram til 16.45 með matar- og kaffipásum. Þarna verður án efa margt fróðlegt sagt og frumlegt hugsað. b í ó ✓Islensk-japanska félagið stendur fyrir kvik- myndasýningu I Norræna húsinu í dag kl. 14. Félagið býður upp á Tokyo Story eftir höfuðsnill- inginn Ozu. Friörik Þór Friöriksson heldur smá- tölu um kappann. Og það kostar ekkert inn. f sport íslandsmótiö I listhlaupi á skautum klárast I dag á skautasvellinu I Laugardal. Herlegheit- in byrja kl. 8.50 og keppni lýkur fýrir hádegi með þvl að Skautafélag Reykjavíkur hefur frammi sýningaratriði kl. 11.35. Upp úr kl. 12 verða síðan verðlaunaafhendingar. Mánudagufj 22. mars! @leikhús I dag er íþróttadagur leikara og þeir munu sportast og spinna I Leikhússporti I Iðnó kl. 20.30. Enginn veit hvað gerist og aðeins þeir sem mæta munu vita hvað gerðist. Slmi 530 3030. Listaklúbbur Lelkhúskjallarans býður ekki upp á dagskrá um Sjálfstætt fólk eins og áður hefur verið auglýst I dagskrá heldur verður sjónum gesta beint upp I Mosfellssveit þar sem Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Jaröarför ömmu Sylvíu. Félagar úr félaginu mæta I Þjóö- leikhússkjallarann og fræða gesti um þennan jarðarfararspuna. Þeir leika fyrri hluti verksins (botninn er uppi I Mosfellsdal) og á eftir verða umræður um bakrunn þess, uppsetningu og móttökur hér á landi en verkið er sprottið úr heimi gyðinga vestanhafs. Kjallarinn verður opnaður kl. 19.30 en sýningin hefst kl. 20.30 Hvítasunnukirkjan Fíladelfia stendur fyrir leik- sýningu I kirkjunnl sinni I Hátúnl I kvöld kl. 20. Hér er á ferðinni sýning sem gert hefur garö- inn frægan bæði I Vestmannaeyjum og á Akur- eyri og nafnið er að vonum kjarnyrt: Hilö hlm- ins, logar vítls. Og það vekur spurningar (og svarar þeim líka) um hvort llf sé eftir dauðann, hvað Bíblían segi um það og hvort við séum með nafn okkar skráð I lífsins bók eða hvort vegur okkar endar I eilífri glötun. Ekki lltils spurt. Það kostar ekkert inn. fyrir börnin Þeir Egill Ólafsson og Birgir Thoroddsen hafa ferðast á milli skóla með dagskrá sem þeir kalla Heimsrelsa Höllu og byggist á íslenska þjóðlag- inu Ljósið kemur langt og mjótt. Þeir sem ekki hafa rekist á þá félaga á ferð sinni geta séð þá og heyrt í Hafnarborg I kvöld kl. 20.30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Þriðjudagur 23. mars poppl ✓sjöunda Stefnumótiö verður á Gauki á Stöng í kvöld og hefst það kl. 22. Að þessu sinni mun hardcore rokkmetallinn ráða rikjum og munu nokkur þéttustu og þyngstu rokkbönd landsins spila: Bisund, Mínus, Sólstafir og For- garöur helvítis. Það gerist varla hrárra og rokk- aðra en þetta! Aðgangseyrir er kr. 500 ikrár Okkar ástsæli Eyjólfur Kristjánsson sýnir gestum Kaffi Reykjavíkur hvernig náttúrubörn I kráarsöngli skila slnu hlutverki. uklassík Kvennakór Reykjavikur heldur tvenna tón- leika sjálfum sér og áheyrendum til sjálfsstyrk- ingar I Loftkastalanum I kvöld kl. 20 og 22. Vf- irskrift tónleikanna er Bíótónar og á þeim syngur kórinn lög úr ýmsum bíómyndum undir stjórn hinnar vösku Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Andrea Gylfadóttir syngur einsöng en þau Þórhildur Björnsdóttlr, Birglr Bragason og Ás- geir Óskarsson sjá um undirleik. Tónllstarskólinn í Reykjavík heldur tónleika I Grafarvogskirkju kl. 20.30. Strengjasveit yngri deildar leikur verk eftir höfuðsnillinga tónsögunnar undir stjórn Unnar Maríu Ingólfs- dóttur. Aðgangur ókeypis. Framhald á bts.30. út aö borða AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333. „Erfitt er að spá fýrir fram I matreiðsluna, sem er upp og ofan." OpiO í hédeginu virka daga 11.30-14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30, fös.-sun. 17.30-23.30. Barínn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. AUSTUR INDÍAFÉLAGIÐ ★★★★ Hverfis- götu 56, s. 552 1630. „Bezti matstaöur austrænnar matargerðar hér á landi." OpiO kl. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar. ARGENTÍNA ★★ Baróns- stlg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað." OpiO 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. ASÍA ★ Laugavegi 10, s. 562 6210. OpiO virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM Rauöarárstíg 18, s. 552 4555. CARUSO*** Þingholtsstr. 1, s. 562 7335. „Þvert á Islenska veitingahefð hefur hin rustalega notalegi Caruso batnað með aldrinum." OpiO 11.30-14.00 og 18.00-23.00 virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00, laugard. 11.30-24.00 ogsunnud. 18.00-24.00. CREOLE MEX ★ ★★★ Laugavegl 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar I eldhúsi og hinn I sal." OpiD 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN Veltusundi 1. 5115 090. OpiO 18-22. GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milliklassahótels með virðulegri og alúðlegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." OpiO 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugar- daga. HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunni, s. 568 9888. Horniö ★★★, Hafnarstrætl 15, s. 551 3340. „Þetta rólega og litla Ítalíuhorn er hvorki betra né verra en áður. EldhúsiO er opiO kl. 11-22 en til kl. 23 um helgar. HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaöastræti 37, s. 552 5700. „Listasafn- iö á Hótel Holti ber I matargerðarlist af öðrum veitingastofum landsins." OpiO 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. veitingahús Askur ★★★ Neitar að deyja Allt er enn eins og ævinlega á Aski, þar á meðal matseðillinn. Svo langt er síðan staðurinn steinrann, að óþarfi er að gera veður út af því núna. Askur við Suðurlandsbraut tjuggutjuggar eins og gömul eim- lest, sem ekki fæst til að gefa upp öndina, af því að tækin voru svo vel smíðuð í gamla daga, þegar hún varð til sem millistig ■ veit- ingahúss og skyndibitastaðar, heimaland kokkteilsósunnar. Allt er enn eins og ævinlega á Aski, þar á meðal matseðillinn. Svo langt er siðan staðurinn steinr- ann, að óþarfi er að gera veður út af því núna. Á sunnudögum hefur verið steikarskurður í hádeginu og aðra daga frekar ólystugt hlaðborð, sem einkenndist af mjög soðnu græn- meti, djúpsteiktri ýsu og miklum sósum, en bjargaðist fyrir horn með beikonfylltum kartöflum, meyru svínaíleski og góðri rauð- sprettu með þrenns konar papriku. Aðgangur að óvenjulegum salat- bar fylgir öllum aðalréttum stað- arins. Barinn státaði af tveimur og þremur tegundum af olífum, ýmsum baunategundum, hnetum, sultuðum og kryddlegnum lauk, gráfikjum og niðursoðnum æti- þistli, fyrir utan ýmislegt af hefð- bundnara tagi, en engum svepp- um. Þar voru sósur og tvenns kon- ar edik, en engin ólífuolía. Einnig súpa dagsins, uppbökuð hveiti- súpa af skárra taginu, en ekki alltaf nákvæm að heiti, því að brokkálssúpa með syndandi brokkáli var eins og sveppasúpa á bragðið. Ágætt brauð fylgdi. Stórlúða dagsins var hæfilega elduð, greinilega fersk og bragð- góð, borin fram með kryddsmjöri, fjölbreyttu og fallegu grænmeti léttsteiktu, og bakaðri kcirtöflu, sem er einkennistákn staðarins. Smjörsteikt rauðsprettuflak var snarpheitt og meyrt, jóðlandi í smjöri, með milt elduðu blómkáli og brokkáli, svo og sveppum og tvenns konar papriku og auðvitað bakaðri kartöflu. Sú breyting hef- ur raunar smám saman orðið á Aski, að flskur er orðinn sterkasta hlið eldhússins og fer vel á því. Uppáhald fjárbóndans var sagt vera grillað lambafillet, en mér fannst það vera innralæri, vel kryddað villijurtum og borið fram með mikið steiktum lauk og grimmt elduðu káli, svo og bak- aðri kartöflu. Lakasti aðalréttur- inn var barbeque blanda svína- rifja og kjúklingalæra. Rifin voru sæmileg, en kjúklingurinn þurr og frönsku kartöflumar gervilegar. Sæmilegasta eplabaka með vanilluís og þeyttum rjóma kom á borð með súkkulaðisósu. Osta- terta var nánast ostlaus, eins og Royal búðingur að áferð og bragði, borin fram með jarðarberjum og blæjuberjum. Kaffivatn að amer- ískum hætti var frambærilegt sem slíkt. Hádegishlaðborð kostar 1090 krónur, salatbarinn 870 krónur, réttur dagsins með súpu 1290 krónur og þríréttað af matseðli kostar 2370 krónur. Þetta höfðar til stórfjölskyldna á ferðalagi utan af landi, vel stæðra einstaklinga, sem ekki nenna að elda, og slæð- ings af ferðamönnum. Húsakynni hafa lengi verið óbreytt og fremur kuldaleg, en barnavæn. Langsófar eru með veggjum, stólar á móti og á milli þeiira hentug tveggja manna borð, sem slá má saman að vild. Dósatónlist er stundum með há- værara móti. Sennilega er þjón- ustufólk á of lágu kaupi og hættir fljótt, því að sífellt voru að birtast ný andlit, sem kunnu enn lítið til verka. Jónas Kristjánsson HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óölnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel I einni og sömu máltíð." OpiO 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. HUMARHÚSIÐ ★★★★ Amtmannsstíg 1, s. 5613303. „Löngum og hugmyndarikum matseðli fylgir matreiðsla I hæsta gæðaflokki hér á landi" OpiO frá 12-14.30 og 18-23. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer slnar eigin slóðir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnisstæð- ir.“ OpiO frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. JÓMFRÚIN ★★★★★ Lækjargötu 4, s. 551 0100. „Eftir margra áratuga eyðimerkurgöngu Isiendinga getum við nú aftur fengið danskan frokost I Reykjavík og andað að okkur ilminum úr Store-Kongensgade." OpiO kl. 11-18 alla daga. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum miðbæjarins." OpiO 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegi 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg- ur til sln hverfisbúa, sem nenna ekki að elda I kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ ög ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." OpiO 11-22 og 11-21um helgar. LÆKJARBREKKA ★ Bankastræti 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauöarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitinga- stofa með góðri þjónustu og frambærilegum ítal- lumat fýrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." OpiO virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. MIRABELLE ★★★ Smlöjustíg 6, s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla aila leiö yftr I profiteroles og créme brulée." OpiO 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstig 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrisgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góð- um pöstum en litt skólað og of uppáþrengjandi þjónustufólk." OpiO 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um heigar. PERLAN ★★★★ Öskjuhlíö, s. 562 0200. „Dýrasti og glæsilegasti veitingasalur landsins býður vandaða, en gerilsneydda matreiðslu" OpiO 18.00-22.30 virka daga og tii 23 um helgar. POTTURINN OG PANNAN, ★★★★ Brautar- holti 22, s. 551 1690. „Einn af ódýrustu al- vörustöðum borgarinnar býður eitt bezta og ferskasta salatborðið." OpiO 11.30-22. RAUÐARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. REX ★★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111. „Rex kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og oft- ast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einföld og falleg salöt, misjafnt eldaöar pöstur og hæfilega eldaða fisk- rétti." Opiö 11.30-22.30. SHANGHÆ ★ Laugavegl 28b, s. 551 6513. OpiO virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálítið frosin." OpiD frá kl. 18 alla daga. TILVERAN ★★★★★ Llnnetsstíg 1, s. 565 5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep almennilegs mataræðis." OpiO 12-22 sunnudag til fimmtudags og 12-23 föstudag og iaugardag. JBS, f VID TJORNINA ★★★★ Templarasundl 3, s. 551 8666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf og mis- tekst raunar stundum." OpiO 12-23. „ ÞRlR frakkar ISmr ★★★★★ Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta —er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." OpiD 11.30-14.30 og 18-23.30 virka daga og 18-23.30 um helgar en til 23 föstu- og laugardag. Stendur þú fyrir einhverju? Sentlti upplýsingar i e-rnail (okusÁfokus.is / tax 550 5020 Í 19. mars 1999 f ÓkUS 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.