Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Qupperneq 8
Það eru bara þeir sem aldrei hafa lent í neinu slæmu sem halda að það sé ekki hægt að fyrirgefa, að sumt sé ófyrirgefanlegt. Þeir sem hafa mátt þola mest hafa sýnt að það er ekkert hæft í þeirri hugmynd. Þeir sem hafa gengið í gegnum þyngstu raunirnar hafa lært á sjálfum sér að það er engin önnur leið fær en að fyrirgefa: Fyrirgefningin er grunnurinn undir kristinni siðferði sem aftur er grunnurinn undir þeirri sið- fræói sem vestræn samfélög byggja á. Hún liggur þarna dýpst niðri. Og það er líka djúpt á henni ef marka má samtöl Fókuss vió fólks sem lent hafði í ýmsum hremming- um á lífsleiöinni. Ef búa œtti til kenningu upp úr þeim samtölum þá myndi hljóma svo aö smááföll séu ófyrirgefanleg en því meiri pína sem lögö er fólk því auðveldara á það með aö fyrirgefa. Það er eins og fólk þurfi aö lenda undir þungu fargi til að sökkva svo djúpt að það finni fyr- irgefninguna. Og þá kemst þaó aftur á flot. Hinir mara eftir í hálfu kafi sem hafa orðiö fyrir minna fargi og finna aldrei leiöina upp. En auðvitaö er þetta ekki svona. Fólk sem oröið hefur fyrir miklum raunum á ekki auðvelt meö að fyr- irgefa. Þaö getur verið svo erfitt aó fólk er nánast dautt úr reiði áður en það áttar sig á að það er ekki til önnur leið út en fyrirgefningin. Ef það áttar sig. Ef ekki, þá lifir þaö í eins konar helvíti. Hér á opnunni eru viðtöl við þrjá þeirra sem Fókus rœddi við um fyrirgefninguna. Það má lesa af þeim hún er ekki grafinn horn- steinn að einhverju musteri heldur nokkuð sem fólk notar í daglega lífinu. Og í neyð. Þegar um allt þrýtur er hún það eina sem virkar - ekki sem kenning eða boðskapur heldur eins og hvert annaö eldhús- áhald. Kristín Ingvadóttir lenti í mjög grófri líkamsárás árið 1995, þar sem hún var nær dauða en lífi. Kristín segist hafa verið örvingluð af reiði og hatri í fimm ár. Þetta ástand gerði hana óvinnufæra og leiddi til þess að hún missti allar eigur sínar og stóð uppi slypp og snauð. Hún fékk enga aðstoð frá opinberum aðilum og það er kaldhæðnislegt að ný lög um að ríkið skyldi greiða miskabætur til kvenna sem lentu í ofbeldisglæpum tóku gildi daginn eftir að dómur féll í máli Kristínar. „Ég var búin að prófa allar leiðir: Stígamót, sjálfshjálparhópa og ég fór einnig til sálfræðings, sem sagði við mig að hann vissi hvernig mér liði, en þá var mér nóg boðið því að hann vissi ekki baun og ég stóð upp og labbaði út. Ég áttaði mig á því fyrir tveim árum að þetta gæti ekki geng- ið svona áfram,“ segir Kristín. „Ég var orðin svo heltekin af reiði og hatri að ekkert annnað komst að hjá mér. En ég varð að halda áfram að lifa og sjálfrar mín vegna varð ég að finna pláss í hjarta mínu til þess að fyrirgefa árásarmanninum. Eigin- maður minn tók illa í það fyrst þeg- ar ég sagði honum að ég ætlaði að fyrirgefa. En eftir dágóða umhugsun fór hann að skilja að þetta var eina rétta leiðin fyrir alla. Og þegar mér tókst að fyrirgefa þá var eins og Esj- unni væri lyft af brjóstkassanum á mér og þvílíkur léttir. Síðan hef ég séð hlutina í víðara samhengi. Oft er einhver undirliggjandi ástæða fyrir glæpum. Glæpamenn koma oft úr svo ömurlegum aðstæðum sem gerir þá sjúka og þeir eiga fyrirgefningu skilið. Auðvitað finnst mér ekki að það eigi að sleppa glæpamönnum frjálsum fyrr en þeir hafa afplánað sinn dóm. En þeir eiga fyrirgefningu skilið og við verðum að gefa þeim annan séns í lífmu.“ Kristín hefur ásamt vini sínum reynt að stofna félagsskap þar sem málum fanga yrði sinnt, bæði mann- réttindamálum og aðstoð við fanga þegar þeir losna slyppir og snauðir úr fangavist. Hún gekk á sínum tíma á fund borgarstjóra og annarra fyrir- manna kerfisins, þar sem hún óskaði eftir því að yfirvöld leggðu fram frítt húsnæði og gamla tölvu til starfsins, en fékk lítil viðbrögð. Bar- áttumál Kristínar er því í biðstöðu þar sem hún segist ekki hafa nægt bolmagn til þess að útfæra þessa hugmynd sína að hugsjónarstarfi hjálparlaust. Ég var orðin hettekin af p^i:Ai hntri T&iWrn OW>p nd iii I Er hægt að SCrilí Cri^ liveijum sínum? Riitta Heinamaa forstjóri stendur í stórræðum í Vatnsmýrinni og endurskoðar gestalistann sinn: Yngir Norræna husið Hún vill gera húsið og starfsem- ina sýnilegri, meira lifandi og ekki síst laða að ungt fólk sem hefur vart látið sjá sig i Norræna húsinu undanfarin ár. Riitta Heinamaa hefur verið forstjóri Norræna húss- ins í rúmt ár og hún hefur séð að gestimir sem heimsækja húsið eru flestir í eldri kantinum. Auk þess að breyta dagskrá hússins svo hún höfði meira til ungs fólks hefur Riitta forstjóri látið endurskoða gestalista hússins sem hefur að mestu verið óbreyttur í fjöimörg ár. Nýtt fólk mun í framtíðinni fá boðskort frá Norræna húsinu og ýmsir eldri hætta líklega að fá þau. Riitta forstjóri er finnsk og hvers manns hugljúfi í menningarhúsinu í Vatnsmýrinni. Áður en hún kom til starfa f Norræna húsinu var hún leikhússtjóri nemendaleikhússins í Helsinki. Hún þykir ákaflega töfr- andi og þeir sem vilja sannfærast um það ættu einfaldlega að gera sér ferð út f Norræna húsið - þar er ein besta kaffistofan í höfuðborginni og útsýnið frábært. Inga Huld Hákonardóttlr. Steven Tyler. Það eru gömul sannindi aö aðstæður fólks hafa mikil áhrif á hvemig hæfileikar þeirra þróast. Þrátt fyrir að ótrúlega margt geti reynst likt með lífshlaupi tvífara sem alast upp i sitt hvora heims- hominu þá er fleira sem er ólikt. Það sem er likt er hins vegar undarlegt og þess vegna tökum við frekar eftir þvi. Eins og sjá má af myndunum hér að ofan þá em augljóst aö Steven Tyler, söngvari Aerosmith, og Inga Huld Hákonardóttir, sagnfræðingur og blaða- maður, em tvíburar. Og við getum leitt getur að því að þau hafi verið aðskilin eftir fæðinguna. Og við sjáum það líka í hendi okkar aö ef Steven hefði alist upp hér á Islandi hefðu hæfileikar hans beinst i átt til sagnfræði og blaöamennsku. Á sama hátt og Inga Huld hefði örugglega skellt sér i rokkið ef hún hefði verið alin upp af fósturforeldrum Stevens. En það er sama hvar í veröldinni þau hefðu alið manninn, smekkur þeirra á hárgreiðslum hefði alltaf brotist fram. Svona geta aðstæður ráðið miklu um hvernig lífið þróast þótt upplagið brjótist alltaf fram. Viðar Eggertsson var rekinn sem leikhússtjóri: Timinn Is&knðr og græðir Viðar Eggertsson var ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 1995 og tók við starfinu í ársbyrjun 1996. Eftir nokkurra vikna starf í húsinu var honum sagt upp af stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Er Viðar búinn að fyrirgefa LR? „Ég hóf störf þegar enn voru jól en brottreksturinn bar upp á páskafóstu og óneitanlega eru páskar drama- tískari en jólin. Ég segi eins og mað- urinn sem var einu sinni negldur á kross: „Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. - Já, ég er búinn að fyrirgefa LR. Ég var ráðinn sem leikhússtjóri af LR og i starfinu fólust miklar skipulagsbreytingar á leiklistarstarfsemi í húsinu, enda þótti komin ískyggileg slagsíða á reksturinn. Þegar ég ætlaði að hrinda þeim í framkvæmd, þær voru meðal annars mannaforráðs- breytingar, þá urðu sumir ekkert ánægðir. Félagsfundur leikfélagsins sendi þau tilmæli tiil stjómar leikfé- lagsins að hún endurskoðaði ráðn- ingu mína, sem hún gerði og rak mig skýringalaust. Ég var með hreina samvisku. í kjölfarið upp- hófst mikil umræða um málið í fjöl- miðlum. Fannst mér hinar veiku varnir leikfélagsins vera atlaga að æru minni og starfsheiðri og þurfti ég að verja æru mina i fjölmiðlum í margar vikur, frá morgni til mið- nættis. Á endanum var ég gjörsam- lega úrvinda eftir að hafa starfað sem „hinn brottrekni leikhússtjóri" og flýði til vina sem ég átti á Spáni. Þar dvaldi ég í nokkra mánuði til að jafna mig og safna kröftum. Þar naut ég þess að vera óþekktur. En tíminn læknar og græðir og lífið heldur áfram. Þetta mál verður æ fjarlægara. Ég hætti smám saman að vera maðurinn sem leikur Drakúla á írlandi eða maðurinn sem setur upp Bróður minn Ljónshjarta og svo framvegis og svo framvegis... í dag hitti ég sjaldan þetta fólk sem réðst að mér. Nú veit ég meira um það hvemig það er en ég vissi áður. Ég hef séð sáran breyskleika þess. Ég vildi svo sem hafa losnað við þá vit- neskju. Það er alltaf sárt að þurfa að horfa upp á fólk þegar það missir allt niður um sig og hefur gengið erf- iðlega að hysja upp um sig aftur. Ég finn alltaf til vorkunnar þegar ég hitti þau. Þegar upp er staðið er þetta ótrúleg lífsreynsla, sem hefur vonandi stælt mig og gert mig hæf- ari til að takast á við komandi verk- efni lífsins," segir Viðar. f Ó k U S 19. mars 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.