Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Side 11
the roöte
?uestlove
trommari
Samkvæmt útgefendum TLC er
tríóið það söluhæsta af öllum
kvennatríóum poppsögunnar. Þó
er þriðja platan bara rétt komin
út og allt útlit fyrir að bankainn-
stæðan vaxi enn frekar. TLC heit-
ir eftir stelpunum; Tionne „T-
Boz“ Watkins, Lisa „Left eye“
Lopez og Rozonda „Chilli“
Thomas. Þær syngja og eru sæt-
ar. Á bak við stendur svo hjörð
aðstoðarkokka og alls konar út-
pældra bransarefa. Þær koma frá
Atlanta í Georgíu og þutu beint á
Bláfjöll poppsins með fyrstu plöt-
unni „Oooooooh... On the TLC
tip“ sem kom út 1992 og hafði að
geyma þrjá topp 10 smelii.
Brennt ofan
af kærastanum
Tónlist TLC hefur alltaf verið
poppuð blanda af hipp-hoppi, r&bi
og húsi. Textamir eru beint svar við
karlrembunni í textum karlrappara
og stelpumar meina það sem þær
segja. Lisa komst í fréttir rétt áður
en önnur platan kom út fyrir að
brenna húsið ofan af kærastanum
og rústa bílinn hans. Allt þetta gerði
hún í fylliríismóki hafandi komið að
kærastanum með annarri. Betri
auglýsingu fyrir plötuna var erfitt
að hugsa sér. Lisa slapp á skilorði
en platan, „Crazysexycool", seldist í
10 milljón emtökum í Bandaríkjun-
um einum saman og lagið „Creep“
hékk eins og klessa í fyrsta sætinu.
Þrátt fyrir þetta varð hljómsveitm
næstum gjaldþrota eftir alls konar
réttarmál sem of leiðinlegt er að
fara í saumana á hér. Það liðu þvi
fimm ár þar til þriðja platan kom á
markaðmn.
Gera meira en að brosa
Sú heitir „Fanmail" og segja
stelpurnar hana hafa verið gerða
fyrir aðdáendurna (en ekki
hvað?). Þær segja líka að þetta sé
þeirra persónulegasta plata til
þessa. Að vanda er hópur manna
að störfum bak við tjöldin, lið
eins og Babyface, Dallas Austin
og sjö aðrir hljóðstjórnendur.
Stelpurnar segjast þó hafa gert
meira en að brosa í myndatökum:
„Við eigum mikið í plötunni",
segir T-Boz. „Við settumst niður
með Dallas og unnum með honum
að nokkrum hugmyndum. Til
dæmis er lagið „Unpretty" byggt
á ljóði eftir mig sem hann breytti
í lag. Ég veit um fúllt af stelpum
sem eru óöruggar. Þjóðfélagið
með öll sín fegurðargildi getur
látið þær finnast þær vera ólag-
legar en ég veit að þetta kemur
allt innan frá.“
Beint á toppinn aftur
Á þeim fimm árum sem liðin eru á
milli platna hjá TLC hafa margir
reynt að koma með sams konar
kvennaband til að fylla í tómið. „Það
er bara ekki hægt,“ segir Lopez, ör-
ugg. „Persónuleikar okkar og hvernig
við pössum saman er það sem gerir
TLC að því sem það er.“ T-Boz bætir
við: „Það er pláss fyrir alla og við höf-
um engar áhyggjur af samkeppninni.
En í alvöru, nýja platan okkar er það
góð að ég væri verulega að skíta í
brækumar ef ég væri í einhverri
annarri hljómsveit. Við erum komn-
ar aftur til að endurheimta það sem
okkur ber!“
Þetta er ekkert rugl í stelpunum.
Nýja platan fór beint i fyrsta sætið í
Bandaríkjunum fyrir tveim vikum og
er búin að vera þar síðan. -glh
Fjórða plata sextettsins The Roots var að
og dómar eru á einn veg: Meistaraverk.
Lífrænt
Rapphljómsveit The Roots hefur
vægast sagt verið að fá góða dóma fyr-
ir nýjustu plötuna sína, „Things fail
apart“, sem er nýkomin út. Platan
þykir blása lífi í deyjandi glæður
rappsins og einfaldlega vera ferskasta
rappplatan síðan fyrsta Wu-Tang
Clan platan kom út. Það má vel taka
undir þessi sjónarmið því platan er
margslungin, frísk og laus við allar
hundfúlu khsjur rappsins sem búið er
að juðast á endalaust síðustu árin.
Platan er að mestu yfirveguð og róleg,
spunnin áfram af leitandi krafti. Skýrt
dæmi um frískleikann er lagið „You
Got Me“ sem söngkonan Erykah
Badu er gestur í. Það er margtuggin
klisja að blanda saman sætu r&bi og
hörðu hipp-hoppi, en í tilfelli The
Roots verður útkoman fónkí og ekta.
Af götunni í klúbbana
Rætur Rótanna liggja aftur til ársins
1987 þegar rapparinn Black Thought
(Tariq Trotter) og trommarinn ?uest-
love (Ahmir Khalib Thompson) urðu
vinir í listaskóla í Philadelphia. Þar
sem þeir voru blankir og áttu ekki pen-
ing fyrir nauðsynlegum dj-græjum not-
uðust þeir við trommusettið hans
?uestlove til að endurskapa vinsæl
hipp-hopplög þess tíma. Þeir spiluðu í
skólanum, á götuhomum og í hæfi-
leikakeppnum. Bráð-
lega bættist bassaleik-
arinn Hub i hópinn
og annar rappari,
Malik B. Smám sam-
an fór fylgið vaxandi
og uppákomurnar
færðust af gangstétt-
inni inn á klúbba í
Philadelpia og New
York.
Þegar sveitinni
bauðst að spila í
Þýskalandi tók ^
hún upp plötu til The Roots: lífrænt
að selja á tónleik-
um. Þetta var frumraunin „Organix"
sem kom út 1993. í kjölfarið fylgdi
áhugi stórra fyrirtækja og seinna
sama ár samdi The Roots við út-
gáfurisann DGC.
Snemma árs 1995 kom út platan „Do
You Want More?!!!??!“. Þar hélt hljóm-
sveitin áfram að þróa sitt lífræna rapp
sem leikið er á „alvöru" hljóðfæri, án
allra „sampla". Rappheimurinn fúls-
aði að mestu við plötunni en þess
meiri athygli vakti The Roots hjá
fylgjendum „öðruvísi" (e. „Alternati-
ve“) tónlistar, sérstaklega eftir að
bandið spilaði á Lollapalooza farand-
festivalinu þá um sumarið. Bandið
koma ut
Black Thought
aöalrappan Rótanna
spilaði líka á
Montreux djass-
festivalinu í Sviss
sem sýnir vel
breidd tónlistarinn-
ar. Á þessu flandri
bættust tveir nýjir meðlimir í hópinn;
hljómborðsleikarinn Kamal og Ra-
hzel the godfather of noyze, sem not-
ar munninn til að búa til takt og hafði
áður „spilað" með Grandmaster
Flash og LL Cool J.
Sáð og uppskorið
Á þriðju plötu sinni, „Illadelph
halflife“ frá 1996, var The Roots
mikið í mun að sanna sig í hipp-
hopp heiminum. Þeir voru orðnir
leiðir á „öðruvísi" stimplinum og
vildu fá að vera með hinum „al-
vöru“ röppurunum. Þeir tóku því
upp á að sampla en fóru þá
leið að sampla sjálfa sig; létu
teipið rúlla á æfingum og
nýttu svo bestu bitana. Plat-
an gekk ágætlega, fór hæst í
21. sæti bandaríska sölulistans.
Það sem hljómsveitin hefur alltaf
aðallega gert út á eru tónleikamir.
Oftast vara tónleikar The Roots í
2-3 tíma og þar er allt flutt lifandi,
engar Dat-spólur. Auk þess að spila
eigið efni tekur bandið hluta af sjó-
inu í að spila það sem þeir kalla
„Hipp-hopp 101“. Þá endurskapa
þeir gamla sígilda rappsmelli með
hljóðfæmm, ekki ósvipað því sem
þeir gerðu i byrjun.
The Roots hefur verið óþreytandi
við að halda tónleika í Bandaríkj-
unum og því hafa vinsældir þeirra
síaukist. Með nýju plötunni virðast
þeir vera að uppskera eins og þeir
sáðu því platan fór beint í fjórða
sæti þegar hún kom út. Besti ár-
angur The Roots til þessa og verð-
skuldaður. -glh
Kvennatríóið TLC
er komið aftur til
að endurheimta
það sem því ber!
Eru
og góðir
dómar
Fjöllistahópurinn Gus gus er
lagstur í vlking og fór vikuritið
New Musical Express lofsamlegum
orðum um frammistöðu þeirra í
London í vikunni. Guslurum er
hrósað í hástert fyrir að fara með
poppið sem list og tilraimir þeirra
til að teygja formið út fyrir hefð-
bundna afþreyingu. Auk þess þykir
sviðssetning tónleikanna vel heppn-
uð og raunar likt við heilaþvott.
Gus gus eru þessa vikuna i fjórða
sæti óháða vinsældalistans í Bret-
landi með lagið Ladyshave og Ijóst
að endurkoma þeirra hefur heppn-
ast með ágætum.
Marilyn
Manson
hrekkir
ekkju
Courtney Love og félögum í
hljómsveitinni Hole hefur verið
sparkað af tónleikaferðalagi þar
sem þau hituðu upp fyrir Marilyn
Manson i
Bandaríkjun-
um. Báðar
hljómsveitir
verjast allra
frétta mn vin-
slitin. MM eru
þekktir fyrir
að vera hund-
leiðinlegir við
upphitunar-
böndin sín,
eru niskir á
sándtékk og
óþolandi í umgengni. Hljómsveitin
Monster magnet mun taka sæti
Hole á túrnum og nú er bara að sjá
hversu lengi þeir endast.
viilta
Blur eru að setja í gang og spila
víða þessa dagana til að kynna
breiðskífuna 13, sem er væntanleg
með vorinu. Damon Albarn hefur
auk þess samið kvikmyndatónlist
ásamt Micha
Nyman fyrir
myndina Ra-
venous, sem
fjallar um
mannát i
vestrii__.
Uamon sagðist
í viðtali við
the Observer,
miklu frekar
viija vera
tónskáld en poppari og gaf í skyn
að hann myndi einbeita sér að
kvikmyndatónlist í framtíðinni.
Auk þess kom upp úr kafinu í sama
viðtali að smellurinn Beetlebum
fjallar um heróín, án þess þó að
Damon útskýrði það frekar.
19. mars 1999 f Ókus
11