Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 14
í Lock, Stock and Two Smoking Barrels kemur ágirndin félögunum Eddy, Tom, Bacon og Soap í vanda sem þeir eru myndina á enda að reyna að snúa sig út úr. óhugnanlegra þegar það er geflð í skyn, heldur en sýnt“. Ritchie leitaði þrot- laust að réttu andlit- unum fyrir persón- urnar og að lokum réði hann þó nokkra fyrrverandi glæpa- menn í hin ýmsu hlutverk. Fótbolta- maðurinn Vinnie Jones var ráðinn til að leika handrukk- arann Stóra Chris og ætti það að teljast ágætt að hafa landsþekktan mann með í fartesk- inu. Auk þess að leikstýra mynd- inni skrifaði Ritchie einnig hand- ritið að henni. „Með gerð þessarar myndar er ég að reyna að skapa eitthvað sem er trúlegt og tiltölu- lega fyndið," segir Ritchie. „Glæpa- menn og grín eru óaðskiljanleg fyr- irbæri. Því sannari sem glæpamað- urinn er, því fyndnari er hann.“ Myndin verður frumsýnd í kvöld. Félagamir Eddy, Tom, Bacon og Soap em, eins og fleiri, hrifnir af peningum. Reyndar svo hrifnir að þeir taka sig tO og slá saman í púkk litlum 100.000 sterlingspund- um. Náttúrlega vakir ekkert annað fyrir þeim en að þéna meira fé og Eddy er sendur með peningana til Hatchet Harry. Harry þessi er glæpaforingi sem stjómar klám- veldi og er einnig veikur fyrir antík-byssum. Hann starfrækir dá- litla spilavítisstarfsemi og það er þess vegna sem Eddy fer til hans. í sínum vinahóp er Eddy langbestur í að spila á spil og á hann að sjá um að margfalda féð í fjárhættuspili hjá Harry. En því miður veit hann ekki að brögð eru í tafli. Faðir Eddy, JD, er eini maðurinn sem hefur nokkm sinni sigrað Hatchet Harry í fjárhættuspili. Vegna þessa sigurs hefur JD tekist að koma sér sæmilega vel fyrir í lífinu og á hann krá sem er bæði vinsæl og arðbær. JD og Harry em óvinir fyr- ir vikið og ágimist sá síðamefndi þessa krá og hefúr ákveðið að sjá til þess að Eddy muni ekki aðeins tapa öllu sínu fé, heldur líka að hann muni koma til með að skulda honum hálfa milljón punda. Með aðstoð vinar sins, Barry baptista, tekst Harry að koma Eddy á kné og fyrr en varir er maðurinn orðinn stórskuldugur. Hér hefst ráða- braggið. Harry gefur Eddy viku- frest til að útvega péninga fyrir skuldinni og lofar honum að þegar hann sé útranninn þá muni Eddy missa einn fingur fyrir hvem dag sem hann tefur að borga. Að lokum býðst JD til að hjálpa syni sínum með því að afhenda Harry krána. Leikstjóri myndarinnar er 29 ára gamall Breti, Guy Ritchie að nafni, og er þetta fyrsta mynd hans í fullri lengd. Hann hafði áður gert stuttmyndina The Hard Case, sem þótti það vel unnin að menn vildu setja pening í Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Tónlistarmaður- inn Sting fékk áhuga á að leika JD eftir að hafa séð The Hard Case. Hann kveðst vera hrifinn af túlkun leikstjórans á ofbeldi og telur það skipta höfuðmádi hvernig það sé sett fram; „Mér finnst ofbeldi mun Áttunda Star Trek- myndin heitir The Insurrection: Star Trek kvikmyndimar hafa verið framleiddar síðan fyrsta myndin kom út seint á áttimda ára- tugnum og era skiptar skoðanir um ágæti þeirra. Sumir elska þær, aðrir hata þær, en umfram allt er eitt augljóst: Það er til nógu djöfulli mikið af þeim. Ekki bara af kvik- myndum heldur era lika til öll ósköpin af sjónvarpsþáttaröðum, bókum og alls konar dóti. Því er skiljanlegt að mörgum Star Trek aðdáendum finnist fengur af þessu. Það er einfaldlega af nógu að taka. Nýjasta myndin er sú áttunda í röðinni og er svipaður kjami per- sóna og í seinustu mynd. í þetta skiptið er vélmaðurinn Data orð- inn óður og hefur tekið hóp vís- indamanna, sem hafa verið að vinna við rannsóknir á Ba’ku ætt- bálknum, til fanga. Þegar Jean-Luc Picard, höfuðsmaður á geimskip- inu Enterprise, fréttir af þessu, ákveður hann að reyna að bjarga Data, sem verður eyðilagður ef ekki tekst að gera við hann. En þegar hann kannar málið kemst hann að því að eitthvað er bogið við Ba’ku ættbálk- inn sem hópurinn var rannsaka. Einnig kemur í ljós að rannsókn- arhópurinn er ekki allur þar sem hann er séð- ur. Að lokum neyðist Picard til að velja á milli þess að óhlýðn- ast beinni skip- un og að brjóta í bága við reglugerð Sambands- ins um af- skipti af þróun ann- arra menn- ingarsamfé- laga. Myndinni er leikstýrt af Jon- athan Frakes, sem leikur jafh- framt eitt af aðalhlutverkunum, William nokkurn Frakes. Athygli skal vakin á því að Jerry Goldsmith semur tónlistina, en hann hlaut Óskarsverðlaunin fyr- ir tónlist sina í myndinni The Omen árið 1976. Star Trek: Insurrection er níunda Star Trek myndin sem gerð er fyrir bíóhús og örugg- lega ekki sú siðasta. Myndirn- ar, og ekki síður sjónvarps- þættimir, hafa alið af sér tryggan hóp Trekkara sem aldrei fær nóg - hvorki af nýju myndunum né þeim gömlu. Við hin getum hlaupið á hundavaði yfir efnisútdrátt- inn hér að neðan og látið sem við vitum um hvað málið snýst. ferðast Kirk og áhöfn hans langt aftur í tímann, nánar tiltekið til 23. aldarinnar. Þegar þangað er komið upphefst leit að furðulegum hvölum sem eru einu skepn- urnar í heiminum sem geta haft boðskipti við geimveruna. Star Trek V: The Final Frontier (1989) Kirk og félagar takast á við hálfbróður Spock sem rænir Enter- priseskipinu til að geta leitað að Guði. Star Trek: The Motion Picture (1979) Þegar Kirk aðmíráll kemst á snoðir um að hættulegt fyrirbæri utan úr geimi sé á leið til jarðar tekur hann yfir stjóm Enterprise-geim- skipsins og heldur af stað til að reyna að rannsaka fyrirbærið og stöðva það. Star Trek: The Wrath of Khan (1982) Kirk aðmíráll fær um nóg að hugsa er gamall óvinur hans fer aftur á krelk. Star Trek III: The Search for Spock (1984) Kirk aðmfráll og félagar freista þess að bjarga Spock frá plánetunni Genesis og leggja starfsferil sinn að veði með því að stela Enterpriseskipinu sem, þegar hér er komið við sögu, er orðið óvirkt. Star Trek IV: The Voyage Home (1986) Svo að hægt sé að bjarga jörðinni frá ískyggilega hættulegri geimveru, Star Trek VI: The Undiscovered Country (1991) Áhafnir Enterprise- og Excelsiorskipanna reyna í sameiningu að koma í veg fyrir að frið- arsáttmáli milli Sam- bandsins og Klingóna sé eyðilagður. Star Trek: Generations (1994) Kirk kapteinn og Picard kapteinn taka höndum saman um að stöðva óðan mann sem hefur ekkert gott í hyggju. Star Trek: First Contact (1996) Picard kapteinn og áhöfn hans ferðast aftur í tíma til að stöðva ráðabrugg Borgverja um að hindra fyrstu kynni mannsins af geimverum. Star Trek: Insurrection (1998) Picard og vinir hefja uppreisn á móti Sambandinu er þeir komast á snoðir um að Sambandið beiti sér gegn íbúum á sérstakri plánetu. 22 f Ó k U S 19. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.