Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Side 15
4
M
g
■ 1
I
’ Leikstjórinn Ron Underwood og brellumeistarinn Rick Baker bjuggu til
stóran apa og spunnu í kringum hann sögu sem þeir kalla Mighty Joe Young.
Hér er komin enn ein Disney-
mynd sem hefur fjölskylduna í skot-
sigtinu. Að þessu sinni er endur-
gerð á ferðinni og er það risastór
górilla, Mighty Joe Young að nafni,
sem sér um að bræða hjörtu áhorf-
enda. Joe hefur um langt skeið hald-
ið verndarhendi yfir litlu þorpi
frumbyggja í Afríku og á hann að-
eins einn vin, Jill. Þegar dýrafræð-
ingurinn Gregg O’Hara, sem er að
rannsaka hin fjarlægu Pangani-íjöll
í miðri Afríku, rekst á Joe ákveða
hann og Jill að flytja Joe til Kali-
fomíu til að verja hann fyrir veiði-
mönnum. Það líður hins vegar ekki
langur tími þar til gamall óvinur
Joe úr fortíðinni lætur á sér kræla
aftur. Þetta er ósvifinn veiðimaður
sem vill nema Joe á brott til að geta
selt hann á svörtum markaði sem
verslar með dýr í útrýmingarhættu.
Sá vílar ekkert fyrir sér og gerir
hvað sem er til þess að fá vilja sín-
um framgengt. Að lokum kiknar
Joe undan öllu álaginu. Hann ein-
faldlega þolir ekki að búa í manna-
byggðum lengur og flýr burt úr
griðlandi sínu. Nú er hann kominn
í King-Kong leik. Hann vafrar um
götur Los Angeles og skilur eftir sig
örfoka land hvert sem hann fer og
hræðir fólk. Nú þurfa Jill og Gregg
að hafa sig öll við til þess að koma
Joe til hjálpar svo að yfirvöldin láti
ekki drepa hann. Eltingarleikurinn
magnast og endar á því að Joe sýn-
ir mikið hugrekki og sannar þar
með að hann er górilla með gull-
hjarta.
Það eru tveir menn sem koma
helst til greina þegar spurt er hver
hafl gert þessa mynd. Annar þeirra
heitir Ron Underwood og leik-
stýrði hann myndinni og hefur að
eigin sögn alltaf dáð frummyndina.
Hann hefur leikstýrt myndum á
borð við Tremors, City Slickers, He-
art and Souls og Speechless. Hinn er
maðurinn sem bjó til górilluna Joe,
sjálfa aðalpersónuna. Hann heitir
Rick Baker og er einn sjóaðasti og
hæfUeikaríkasti brellumeistarinn í
Hollywood. Hann hefur verið til-
nefndur til óskarsverðlaunanna sjö
sinnum og hlotið flmm verðlaun á
fjórum afhendingum. Þær myndir
sem hann var verðlaunaður fyrir
eru: An American Warewolf in
London, Harry and the Hendersons,
Ed Wood og The Nutty Professor.
Einnig var hann tilnefndur fyrir
Greystoke: The Legend of Tarzan,
Lord of the Apes og Coming to
America sem Eddie Murphy lék í.
Svo gerði hann brellumar í Thrill-
Mighty Joe undrar sig á hversu smáir
japönsku bílarnir eru núorðiö.
er-myndbandi Michaels Jacksons,
kaffihúsaatriðið í Star Wars, breytti
Jack Nicholson í úlf í Wolf og lét
mann bráðna i The Incredible Melt-
ing Man. Það eitt að Baker er með i
myndinni er góð ástæða fyrir því að
skella sér á hana. Svo gæti líka ver-
ið gaman að bera myndina saman
við frumgerðina frá RKO-Pictures.
Ungstirniö Charlize Theron sér til þess
aö pöbbunum leiðist ekki á myndinni.
1
i