Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1999, Síða 18
4 Lifid eftir vinnu Lelkfélag Akureyrar er vaknað til lífsins og í kvöld kl. 20 frumsýnir það nýtt íslenskt leikrit eftir þær Iðunnl og Kristínu Steinsdætur; Systur í syndlnnl. Verkið byggja þær á þjóðleg- um fróðleik frá Jóni Helgasynl ritstjðra, frá- sögn af atburðum sem gerðust í Reykjavlk vet- urinn 1874 til 1875. Fátækar daglaunakonur og vatnsberar villtust I þoku á leið sinni inn I þvottalaugar og komu að Biskupsstofu í Laug- arnesi, en hún hafði þá verið innsigluð í nokk- ur ár vegna drepsóttar. Kerlingarnar brutu upp innsiglið og fundu inni ýmislegt góss, meðal annars forláta fiðursængur, rósamunstruð næturgögn og silkiflíkur af fínustu gerð. Þær reyndu að koma þessu góssi í verð I skiptum fyrir mat og Ijósmeti en yfirvöld komust á snoðir um athæfi þeirra og verður þá náttúr- lega fjandinn laus. Þær systur Iðunn og Krist- ín segjast byggja leikritið á þessum atburðum en það sé hins vegar hreinn skáldskapur öngvu að síður og allar persónur verksins þeirra hugarsmíð. Það er því engin hætta á eftirmálum eins og af jólaleikriti Ríkissjón- varpsins - því enginn er kominn af skáldsagn- arpersónum. Kerlingarnar leika Katrín Þor- kelsdóttlr, Margrét Ákadóttlr, Helga Vala Helgadóttlr og Anlo Freyja Járvelá. Meðal annarra leikara má nefna Guðmund Haralds- son, Þráln Karlsson, Sunnu Borg, Aðalsteln Bergdal og fleiri kunna norðlenska leikara. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttlr frambjóð- andi, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson samdi tón- listina en Elín Edda Árnadóttlr hannaði bún- inga.Hádeglslelkhús Iðnð.___________________ Abel Snorko býr elnn eftir Eric Emmanuel Schmitt hinn franska verður flutt á lltla svlðl ÞJóðlelkhússlns kl. 20. Sími 5511200. Tvelr tvöfaldlr á stóra svlðl Þjóðlelkhúss- Ins kl. 20. Upp- selt. Upplýsing- ar um lausa miða á næstu sýningar I slma 5511200. Sex í svelt er vinsælasta stykkl Borgarleik- hússins þetta árið. Ein sýning er á stóra svið- inu I kvöld ki. 20. Leikarar: Edda BJörgvlns- dóftlr, BJörn Ingi Hllmarsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttlr. Slmi 568 8000. Maður I mlslltum sokkum eftir Arnmund Baokman er á Smíðaverkstæði Þjóöleikhúss- Ins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur og þvi er uppselt I kvöld. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóiu Friöriksdóttur, Bessa Bjarnasynl og Guörúnu Þ. Stephensen. Sími 551 1200 fyrir þá sem vilja panta miða á sýningu einhvern tíma I framtíðinni. Rommi er I kvöld sunn- an heiða, nánar tiltekið I lönó kl. 20.30. Erlingur og Guðrún eru bæði sæt og kvikindisleg saman. Simi 530 3030. Skngalelkflokkurlnn og lelkdeild Fjölbrauta- skóla Vesturlands frum- sýna söngleikinn í Tívolí I k«öld í Bíóhölllnnl á Akranesi. Leikurinn er eftir Guöjón Sigvaldason, Steingrím Guðjóns- son og lelkhóplnn en tónlistin er sótt á hljóm- plótu Stuðmanna, Tívolí, sem kom út 1976. Gamlir kunningjar á borð við Ólínu, Hveitl- björn, Frímann flugkappa og Svarta Pétur fá ný andlit. Sögusviðið er Tívolí í Vatnsmýrinni árið 1963. Sjö manna hljómsveit sér um und- irspil og er fyrrum hljómborðsleikari Tíbrár, Flosl Einarsson, tónlistarstjóri. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. tkabarett Örn Árnason heldur uppi eins manns kabarett með söng, eftirhermum og grini á Galdralofti Nausts- Ins. Fjögurra rétta mat- seölll fylgir skemmtuninni (og skýrir hann vaxtarlag- ið á Erni). 3.900 kr. á manninn. Það ber öllum þeim sem trúa að vestræn menning sé að líða undir lok skyida til aö sjá Abba-sýninguna á Broadway. Þetta meist- araverk Gunnars Þórðarsonar og Egils Eð- varðssonar dregur fram örvæntingu nútíma- mannsins og erfiðleika hans við að átta sig á hver hann i rauninni er. Er Hulda Gests- dóttir Frida og er Erna Þórarinsdóttir Ann- etta? Eða er það Birgltta sem er Annetta og Kristján Gislason Frida - og Hulda þá Benny? Þessar og margar aðrar spurningar leita á áhorfandann. Á eftir leikur Sixties undir dansi. lopnanir Llstasafn íslands heldur áfram að sýna Ijós- myndir. Kl. 20 í kvöld opnar sýning á myndum Janietu Eyre (sem illar tungur segja að Ólafur Kvaran hafi fundið á netinu). I tilkynningu frá safninu segir að Janieta eigi sér fáa líka á okk- ar dögum (á það ekki við um okkur öll? spyrja illu tungurnar, er það ekki galdurinn við lífið?) og Ijósmyndir hennar séu „sviðsettar draum- sýnir sem bera þó sterkt yfirskin raunveruleika sem fólginn er í trúverðugleika Ijósmyndarinn- ar sem miðils. Myndirnar sýna tvöfaldar sjálfs- myndir listakonunnar þar sem hún gengst upp í ólíkum gervum eða hlutverkum. Um leið eru myndirnar sviösettar í óræðu sögulegu um- hverfi og hlaðnar táknum og tilvísunum sem skapa magnað andrúmsloft losta, erótikur og dauða.“ Janieta á ekk- ert síður auö- velt með að búa Ijósmyndum sínum orð en hún segist hafa hrifist af hugmyndinni um tvífarann í myndum sinum þegar hún uppgötvaði að manneskjan sem hún sá í speglinum á hverjum morgni var ekki hún sjálf. Handan spegilsins sá hún heim hinna dauöu og í myndum sinum segist hún myndast viö að sýna þennan heim sem full- komna samhverfu við hinn lifandi heim. Um leið ætlar hún að nota Ijósmyndina til að klæða skáldskapinn í dulargervi sannleikans og játast þannig undir tvöfalt eðli tilverunnar í heild sinni. Ja, hérna hér. Það er ekki laust við að undir svona lestri sakni fólks þess tíma þegar listaverkin áttu að tala fyrir sig sjálf. Og sú spurning vaknar hvernig standi á því að all- ir þeir sem tjá sig um myndlist þessa dagana virðast hafa lesiö sömu bókina. En sem betur fer segir ein mynd meira en 1.000 orð (sem eru reyndar ekki meira en eitthvað um 40 dálksentímetrar) og fólki er alveg fijálst að sjá eitthvað annað út úr Ijósmyndum Janietu en listfræðingar safnsins og meira að segja ann- að en Janieta sjálf - sem er ekki hún sjálf frek- ar en aðrir. Ólöf Helga Guðmundsdóttlr opnar sýningu I nemendagalleríinu Nema hvað! að Skóla- vöröustíg 22c kl. 16. Þar sýnir hún þrívíö verk af ýmsu tagi. Sýningin er opin virka daga frá kl. 15 til 18 og kl. 14 til 18 um helgar. isport l^íslandsmótiö í list- hlaupl á skautum byrjar með keppni í kvenna- flokki A kl. 17.30 á skautasvellinu í Laugar- dal. Síðan tekur við keppni ungra krakka. Kl. 19.20 verður stutt prógram af þvi besta úr keppni kvennanna. Þar sem stutt er síðan Islendingar fóru að fikra sig áfram í þessari íþrótt mun keppnin ef til vill ekki standast samanburð við það sem fólk hefur vanist úr sjónvarpinu. En á móti kemur að það má búast við fleiri byltum. Laugardagu>; 20. marsi ( klúbbar l/Aðstandendur útvarpsþáttarins Hugar- ástands, plötusnúðarnir Arnar og Frímann, munu mynda klúbbstemningu á neðri hæð Kaffl Thomsen. Þeir hafa undanfarin fjögur ár verið að spinna saman fléttu af house og techno tónlist á ýmsum skemmtistöðum Reykjavíkur. Seinustu mánuði hafa þeir komið fólki í góðan gír fyrir helgina í útvarpsþáttinn Hugarástand á föstudagskvöldum á Skratz. Þetta kvöldið munu þeir yfirfæra stemningu Hugarástands á Kaffi Thomsen. Á efri hæð- inni mun dj. Margeir vera við spilarana. Fjöriö byrjar kl. 23 og það kostar 500 kall inn. • kr ár Hljómsveitin Trípólí leikur undir samræðum gesta á Grand Rokk við Smiðjustíg. Hinn þjóðlegi flokkur Hálft í hvoru verður á Kaffl Reykjavík. Hermann Ingl veröur á Fógetanum og örugg- lega einhverjir fleiri. Hann er hins vegar sá eini sem má syngja í migrafóninn. Hljómsveitin Taktík leikur fyrir gesti Kringlu- krárinnar en Vlðar Jónsson kántríprins spilar fyrir þá sem hanga fýrir framan spilakassana í Spilastofunni. Mosfellsbæjarhljómsveitin 66 leikur á heima- velli I kvöld, Álafoss föt bezt. Torfi Ólafsson verður I kvöld á Áslákl, Mos- fellsbæ. Þotuliöið frá Borgarnesi bregður sér i höfuö- stað víkinga á íslandi, Fjörukrána i Hafnar- firði, og sýnir mönnum (og konum) hvernig sveitungar Eglls Skallagrímssonar yrkja Sonartorrek á poppisku nú til dags. Það má ganga að Gunnari Páll vísum við pí- anóiö á Grand hótel. Arna og Stefán tryggja að Mímisbarinn verði Mímisbar í kvöld. Glen Valentlne heldur enn áfram að kreista upp úr sér ballöðurnar á Café Romance. Tak- ið tissjúið með. Rúnar Júlíusson og Sigurður Dagbjarts- son verða á Naust- kránni (hét þessi staður ekki Naust- kjallarinn fyrir stuttu? Fær ekkert að heita sínum nöfnum lengur? Hvar er Hallæris- planið? Austurbæjarbíó? Þetta er eins og I „Þeir sem vilja sjá draug, sjá draug!" Bjartur og Ásta Sóllilja stíga á fjalir Þjóöleikhússins á sunnudaginn. Þetta er leikgerö Kjartans Ragn- arssonar á stórvirkinu Sjálfstæöu fólki en eins og kunnugt er er ensk útgáfa hennar rifin út úr bókabúðum um allan heim. Þaö verður spenn- andi aö sjá hvernig leikurunum okkar geng- B| ur aö túlka þessar kynngimógnuöu per- sónur Laxness. Hér má sjá þau Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur og Arnar 'jay Jónsson í hlutverkum í ? jCSak þeirra fósturfeögina. Sovét. Það er alltaf verið að breiða ný nöfn yfir einhvern gamlan sannleika.) Hljómsveitin Sín verður á Gullöldlnni í kvöld sjálfum sér og öðrum til yndisauka. Dúettinn Stefán P. og Pétur eru á Næturgal- anum, í kvöld sem fyrrakvöld. Salvía er krydd en Salvía er líka hljómsveit. Hún verður á Péturspöb, félagsheimili Grafar- vogsbúa, í kvöld. Catalina, Kópavogi. Hljómsveitin Bara tveir gefur tóninn. Aðeins snyrtilegir fá aðgang. Diskótek á Alabama, Hafnarfiröi. böl 1 Hljómsveit Gelrmundar leikur fyrir dansi á Broadway eftir að karlakórinn Helmir og Álftagerðisbræður hafa lokið sér af. Lúdó- sextett og Stefán halda sig í Ásbyrgi. Tríóið Capri heldur uppi dansmennt I Ásgarði. Saga Class gerir alla skó að danskóm í Súlna- salnum þegar Laddi & co hafa lokið sér af. k1ass í k Langholtskirkja kl. 17. Sálumessa Moz- arts í flutningi Söngsveitarinnar Filharmóníu, kammersveitar og fjögurra einsöngvara: Sól- rúnar Bragadóttur sópran, Elsu Waage alt (þær tvær eru enn á landinu að gefa okkur sýnishorn af því sem þýskir hafa fallið fýrir), Snorra Wium tenór og Keith Reed bassa. Sálumessan er sem kunnugt er síðasta verk- ið sem Mozart samdi og raunar lést hann áður en verkið var fullgert. Verkið samdi hann að beiðni greifa nokkurs sem nýlega haföi misst konu sina. Þetta var seinni part ársins 1791 og var Mozart þá bæði heilsutæpur og fjár- vana og lést frá verkinu hálfkláruðu. Nemandi hans, Sussmayr að nafni, var fenginn tii þess að Ijúka við það. Þekktasti hluti verksins er lík- lega svo kallaður Lacrimosakafli en talið er að Mozart hafi samið fýrstu sjö takta hans en Sussmayr síðan lokið við hann. Requiem eða sálumessa er sungin yfir látnum þeim tii sálu- hjálpar. Textinn er á latínu og er að stofni til eins og hefðbundinn messutexti, þó er hvorki Gloria né Credo í þessari sálumessu og koma sálmar I þeirra stað. Stjórnandi er Bernharður Wllkinson. Nemendur forskóla Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar koma fram í Ráðhúsi Reykjavík- ur kl. 14 og flytja fjölbreytta efnisskrá ásamt kennurum sínum. Samleikstónleikar gitarnemenda Tónskóla Sig- ursveins D. Krlstlnssonar verða i Fella- og Hóla- kirkju kl. 17. Auk nemenda skólans koma fram hópar úr tónlistarskólunum í Mosfellsbæ, Kópa- vogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. •sveitin SJalllnn, isafirðl. Sól- dögg endurtekur leikinn frá því í gærkvöldi og hristir allan skammdeg- isdrunga af ísfirðingum. Ef til vill er réttara að segja að ísfirðingar sjái sjálfir um að hrista af sér drungann en þeir gera það i dansinum undir rokki Sóldaggar. Þótt fýrri fullyrðingin sé ekki alls kostar rétt þá hefur hún eftir sem áður í sér sannleikskjarna. Ekki orð um það meir. Víkurröst, Dalvík. Buttercup kemur færandi bæjarbúum sveitaballaprógramm sitt. Stulli og Stefán, þeir heiðurspiltar, verða Vlð Pollinn á Akureyri. Bíóborgin The lce Storm ★★★* Áleitin og stundum óþæglleg kvikmynd sem hefur sérlega sterkan frásagnarmáta. Fjallar hún um dramatísk átök þar sem tilfinningar hafa brenglast, vegna þess að fjölskyldulifið hefur fengið á sig neikvæða mynd. Hin sterku áhrif sem myndin vekur koma ekki síst frá frábærum leikarahópi, þar sem þau Kevin Kline og Joan Allen eru fremst meðal jafningja. -HK Fear and Loathlng In Las Vegas ★★ Fear and Loathing in Las Vegas hefur lltið skemmtana- gildi og þeir sem leita að einhverri ádeilu þurfa að kafa djúpttil að finna hana. Samt er það svo að þrátt fyrir galla er einnig margt vel gert. Johnny Depp og Benecio Del Toro eiga stjörnu- leik og viss húmor er í öllum þeim sjálfsköpuðu hremmingum sem þeir félagar lenda í. -HK Pöddulíf ★★★ Það sem skiptir máli í svona mynd er skemmtanagildið og útfærslan, og hún er harla góð. Sama skemmtilega hugmynda- flugið og gerði Mulan svo ánægjulega er hér enn á ferð, og mörg atriðanna eru hreint frá- bær, bæði spennandi, fyndin og klikkuð. -úd Enemy of the State ★★★ Virkilega vel gerð spennumynd þar sem persónur verða nánast aukanúmer við hliðina á njósnatækni nútím- ans. Það er gífurlegur hraði í myndinni sem gef- ur henni vissan trúverðugleika þegar njósna- tæknin er höfö í huga og þessi hraði gerir það líka að verkum að minna áberandi verður tilvilj- anakennt handritið, þar sem samtölin bera oft þess merki að til að „plottið" gangi upp verði að fara ýmsar vafasamar leiðir. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó Patch Adams ★★ Saga merkilegs læknis yfir- borðslega tekin fýrir i kvikmynd sem fer yfir markið í meló- drama. Robin Williams sér að vísu um að húmorinn sé í lagi, en er þegar á heildina er séð ekki rétti leikarinn í hlut- verkið. Mörg atriði ágæt- lega gerð en það sem hefði getað orðið sterk og góð kvikmynd veröur að- eins meöal sápuópera. -HK You’ve Got Mall ★★ Það fer að halla fljótt und- an fæti í þessari skrýtnu samsuðu og þegar upp er staðið er myndin aðeins miðlungsróm- antísk gamanmynd. Á móti leiöindasögu kemur þáttur Toms Hanks og Meg Ryan sem, eins og við mátti búast, koma myndinni upp á hærra plan með því að vera eitthvert mest sjarmer- andi leikarapar í Hoilywood. -HK Babe: Plg in the Clty ★★ Mynd númer 2 er fýrst og fremst ævintýramynd og meira fyrir börn en fýrirrennarinn. Má segja að teikni- myndaformið sé orðið alls ráðandi og er mynd- in mun lausari í rásinni. Dýrin, sem fá mikla aö- stoð frá tölvum nútimans, eru vel heppnuð og þótt oft sé gaman að apafjöiskyldunni og hund- inum með afturhjólin, þá eru dýrin úr fýrri mynd- inni, með Badda sjálfan i broddi fylkingar, bita- stæðustu persónurnar. -HK Hamllton ★ Vandræðalegur bastarður, líkt og þessar myndir sem framleiddar eru fyrir mynd- bandamarkaðinn i Austurlöndum fjær. Það er hreinlega pinlegt að sjá klassaleikara á borð við Stormare og Olin þræla sér í gegnum þenn- an óskapnað. -ÁS Waterboy ★★ Enn einn heimskinginn sem sigrar heiminn. Nú er það Adam Sandler sem bregður sér í hlut- verk einfeldningsins með barnssálina, sem í byrjun myndar er lægstur allra en stendur uppi sem bestur og mestur í lokin. Sandler skapar skemmtilega persónu en er í rauninni ekki að gera neitt annað en það sem Jim Carrey gerir og margir hafa gert á undan. Þá er allt of mik- ið gert út á amerískan fótbolta sem verður að leiðinlegum endurtekningum. -HK Háskólabíó Hllary and Jackie *** I Ævi eins fræg- asta selióleik- ara aldarinnar i PMfcT’H ’ áhrifamikilli \ . kvikmynd, þar HH sem dramatískir atburðir eru séðir með augum samrýmdra systra, sem öfunda hvor aðra um leið og þær geta ekki án hvorrar annarrar verið. Styrkur Hilary og Jackie er mestur i leik Emily Watson og Rachel Griffiths og eru þær vel komnar að óskarstilnefningum sínum. -HK Psycho ★★ Viðfangsefninu er stiilt upp fyrir framan okkureins og það kemurfyrir, en án lífs- marks og þess samhengis sem það var upphaf- lega unnið í. I þessu tilliti er Psycho Van Sant athyglisverð pæling og kallar óneitanlega fram viðbrögð. Sem enn ein bíómyndin fýrir þann hóp sem nú stundar kvikmyndahúsin hvað mest, virkar hún hins vegar alls ekki. -ÁS Shakespeare in Love ★★★ Þetta er Iskrandi fýndin kómedia. Mér er sem ég sjái hina hneykslunargjörnu hnýta í myndina fýrir sagn- fræðilegar rangfærslur. Slikt fólk er ekki í snert- ingu við guð sinn. Þetta er fýrst og síðast skemmtisaga um lífið og listina, létt eins og súkkulaðifrauð og framreidd með hæfilegri blöndu af innlifun og alvöruleysi. -ÁS Ellzabeth ★★★ Shekhar Kapur vefur frásögn- ina í expressjónísk klæði, skuggarnir eru lang- ir, salirnir bergmála og andi launráða svífur yfir. Guðsblessunarlega heldur hann sig langt frá hinni hefðbundnu nálgun breskra búninga- mynda og skapar safaríkt bíó, sem er þegar upp er staðið hin ágætasta skemmtan. -ÁS Festen ★★★★ í kvikmynd Thomasar Vinter- bergs, Festen, er þaö fyrst og fremst mögnuð saga sem gerir myndina að áhrifamikilli upplif- un, en auðvitað verður heldur ekki komist hjá þvi að njóta þess einfaldleika sem hún býður upp á meö notkun hinnar dönsku dogma-að- ferðar. Þetta er kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. -HK Egypskl prinsinn ★★★* The Prince of Egypt er tækniundur og sannkaliað augnakonfekt. Ef hægt er að tala um epíska teiknimynd þá er þetta slík mynd. Með The Prince of Egypt má segja aö teiknimyndir sem gerðar eru sem fjöl- skylduskemmtun taki breytingum. Ekki er verið að beina sérstaklega augunum að börnum heldur einnig komið til móts við þá sem eldri eru og þroskaðri. -HK Kringlubíó Baseketball The Last Days of Disco ★★ Það er mikið talað undir þekktri diskótónlist, innantómt hjal að okkur finnst, en er mikilvægt i hugum persónanna. Myndin er stundum yfir- borðskennd, en þó leynist alltaf eitthvert sannleiks- korn í því sem rætt er um. Leikstjórinn Whit Stillman þekkir persónur sinar vel, enda má segja að þær séu þær sömu og í fýrri myndum hans. Ekki mjög spennandi en hefur sínar góðu hliðar. -HK Laugarásbíó Very Bad Thlngs ★★ Upphafið ólgar af fjöri í mynd sem verður síðan stöðugt ágengari. Þetta er þeim mun verra, þar sem smám saman missir leikstjórinn áhugann á persónunum, sem I upphafi lofuðu góðu, en keyrir plottiö áfram af því meiri krafti, svojaðrarvið hysteriu. Um leið fer kvikmyndagerðin öll út í móa því maður missir áhugann á hlutskipti ólánspilt- anna í myndinni. -ÁS A Night at the Roxbury ★ Annaö hvort eru farsar fýndnir eða hundleiðinleigir og A Night at the Roxbury er hundleiðinleg, henni er beint til unglinga. Hvað varðar aðalleikarana, Will Farrell og Chris Kattan, þá hverfa þeir vonandi aftur í amerískt sjónvarp, þvi eftir frammistööu þeirra liggur þeirra framtíð ekki i kvikmyndum. -HK 1 26 f Ó k U S 19. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.