Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Page 2
24
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
Sport
i>v
Hvað finnst þér?
Harpa Melsted:
„Auðvitað Manchester
United, ég held með þeim. Þeir
eru búnir að sanna það í vetur
að þeir eiga alla þessa titla
skilið. Þeir vinna 3-2.“
Hverjir vinna Meistara-
deild Evrópu í knatt-
spyrnu í vor?
Páll Kristinsson:
„Manchester United, þeir
hafa sýnt það í vetur að þeir
eru langbestir. Þeir hafa yfir
að ráða sterkum
leikmannahópi þar sem allir
eru frábærir."
Jón Eiríksson:
„Ég vona að Bayern
Múnchen vinni
meistaradeildina. Ég þoli
nefnilega ekki United. Ég veit
að það eru ekki miklar líkur á
því en vona það samt.“
Óli Olsen:
„Ætli þýska seiglan segi ekki
til sín eins og venjulega. Ég
held að Bayem Múnchen vinni
Vji þetta 2-1.“
Aron danskur meistari
Aron Kristjánsson og samherjar hans í Skjern frá Jótlandi fögnuðu
danska meistaratitlinum i handknattleik um helgina með því að sigra
Kolding, 21-24, á útivelli en Skjern hafði unnið fyrsta leikinn á heima-
velli með einu marki. Aron skoraði tvö mörk í leiknum en hann hefur
leikið stórt hlutverk hjá liðinu á þessu tímabili. Liðið kom upp í efstu
deild á sl. hausti og verður danskur meistari á sínu fyrsta ári í deildinni.
-JKS
Elva Rut í 25. sætinu
Elva Rut Jónsdóttir náði ágætum árangri á alþjóðlegu fimleikamóti
kvenna sem fram fór í Rúmeníu um helgina. Elva Rut hafnaði í 25. sæti
í samanlagðri keppni en keppendur voru 50. Allar bestu fimleikakonur
heims tóku þátt í mótinu og íslandi boðið að vera með í fyrsta skipti.
Elva Rut fékk 8,65 í einkunn fyrir stökk, 8,425 fyrir tvíslá, 8,05 fyrir slá
og 8,575 fyrir gólfæfmgar. íslenskur dómari, Sandra Dögg Árnadóttir,
dæmdi í stökkkeppni mótsins. -SK
Sigurinn kominn í höfn og Ragnheiður Stephensen fagnar mjög sætum sigri með félögum sínum gegn FH í Kaplakrika si. laugardag. DV-mynd Hilmar Þór
- segir Ragnheiður Stephensen, handknattleikskona úr Stjörnunni
Ragnheiður Stephensen hefur um
árabil verið ein fremsta handknatt-
leikskona landsins. Hún og stöllur
hennar í Stjörnunni standa í
ströngu þessa dagana því nú stend-
ur sem hæst einvígið við FH um ís-
landsmeistaratitUinn. En Stjaman
hefur frumkvæðið á þeim vettvangi
og getur með sigri í kvöld hampað
titlinum. Ragnheiður náði þeim
áfanga í leiknum gegn FH i
Kaplakrika sl. laugardag að fara
yfir 200 marka múrinn í markaskor-
uninni í sögu úrslitaleikjanna sem
byrjaði 1992.
Ragnheiður skoraði fimm mörk á
laugardag þannig að mörkin í úr-
slitakeppninni eru orðin 202 talsins.
Hún lék sinn fyrsta leik með meist-
araflokki 17 ára gömul og er því
búin að leika í 11 ár í meistaraflokki
en Ragnheiður verður 29 ára gömul
á þessu ári.
- Leikurinn gegn FH á laugar-
daginn stóó tœpt en hvaó fór á
milli ykkar í leikhléi?
„Ég hef aldrei á ævinni tekið þátt
i jafn furðulegum leik. Við komum
mjög æstar og óánægðar tU bún-
ingsherbergis en við vissum mæta-
vel að viss hugarfarsbreyting varð
að verða á okkar leik í síðari hálf-
leik. Við settumst niður og ræddum
málin niður í kjölinn, fyrst á háu
nótunum en síðar róuðumst við nið-
ur. Fyrst við gátum verið tólf mörk-
um undir þá hlytum við líka að geta
farið 12 mörk yfir í síðari hálfleik.
FH-stúlkurnar eru þrælsprækar og
bera enga virðingu fyrir okkur,"
sagði Ragnheiður.
- Nú er þaö undir ykkur komid
að klára þetta dœmi og vinna ís-
landsmeistaratitilinn í kvöld?
„Það er engin launung að við ætl-
um að ljúka þessu á heimavelli í
kvöld. Það er vonandi að leikurinn
verði betri af okkar hálfu en sá síð-
asti. Við verðum að sanna það fyrir
okkur að við getum byrjað vel en
við höfum átt erfitt uppdráttar
framan af í fyrstu tveimur leikjun-
um.“
- Þú ert kennari ad mennt.
Hvernig líkar þér að starfa með
börnum?
„Ég er búin að kenna sama
bekknum I Hofsstaðaskóla frá því
að ég útskrifaðist sem kennari. Þau
voru sex ára þegar ég tók við þeim
en í dag eru þau orðin 9 ára. Ég
skila þeim af mér þegar skólanum
lýkur í vor og byrja þá aftur að
kenna sex ára börnum. Það hentar
mér rosalega vel að vinna með börn-
um og þá sérstaklega þeim yngri.
Þau eru mjög ánægð með það sem
þau fá og eru mjög lífsglöð og
skemmtileg. Það er gefandi að vinna
með börnum."
- Þú er kona einsömul. Er ekki
stefnan að breyta því?
„Þegar sá rétti kemur verður
breyting á þeim málum. Ég er lík-
lega svona vandlát í þessum efnum.
Sá rétti kemur og maður sýnir
þessu biölund."
-Efþú œttir að lýsa sjálfri þér.
Hvaða manneskju hefur þú að
geyma?
„Ég er frekar alvörugefin og fólk
vill meina að ég sé fullábyrg oft og
ég vil passa upp á alla hluti. Þegar
inn á völlinn er komið tekst mér
hins vegar að ýta alvörunni frá og
vera þá passlega kærulaus. í þessari
íþrótt verður maður að vera það.“
- Finnst þér að framfarir hafi
átt sér stað á þeim tíma sem þú
hefur leikið handbolta?
„Já, ég vil meina það. Það eru
fleiri sterkari einstaklingar í dag en
áður og breiddin er líka meiri. Það
þarf að hlúa betur að yngriflokka-
starfi en gert er. Það þarf enn frem-
ur að markaðssetja handboltann
betur og fjölmiðlar þurfa að koma
þar að málum. Hjá þeim yngri eru
þjálfarar ekki nógu góðir og þeir fá
illa borgað. Ég hef oft velt því fyrir
mér hvort sveitarfélög á hverjum
stað ættu ekki hreinlega að borga
laun þjálfara í yngri flokkum,"
sagði Ragnheiður.
„Ég verð í handbolta á meðan ég
hef gaman af og ég hef sloppið að
mestu við meiðsli á ferlinum. Ég hef
stundum velt því fyrir mér að leika
erlendis en á sl. hausti spurði þýska
liðið Borussia Dortmund hvort
félagið mætti vera í sambandi við
mig eftir tímabilið. Ég veit ekki
hvort ég heyri nokkuð meira frá
þeim.“
-JKS