Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
25
I>V
Sport
ÞIN FRISTUND
-OKKAR FAG
V
INTER
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020
• www.intersport.is
Aðalsteinn Jónsson messar yfir sínum stúlkum í leikhléi gegn FH. Á litlu myndunum fagna Anna Blöndal og Guðný Gunnsteinsdóttir, Magnús Teitsson,
þjálfari FH, er hins vegar niðurlútur að leikslokum. Herdís Sigurbergsdóttir þorði ekki að horfa á síðustu 10 sekúndur leiksins og hélt um andlit sér.
Stjörnusigur eftir ótrúlegar sveiflur í tvíframlengdum leik:
- Stjarnan stendur vel aö vígi og getur tryggt sér titilinn í kvöld
Deildarmeisturum Stjörnunnar
tókst á ótrúlegan hátt að krækja sér í
annan sigur gegn FH í úrslitakeppni
kvenna í Kaplakrika á laugardag,
31-32, eftir tvíframlengdan leik.
FH-ingar sýndu stórleik fyrstu 30
mínúturnar og tóku Stjörnuna í
kennslustund. Liðið fór hreinlega á
kostum, lék 5-1 vörn Stjömunnar
grátt, átti ekki í neinum vandræðum
með að stöðva afspyrnuslakan sðknar-
leik Garðbæinga og hafði 12 marka for-
ystu í háifleik, 18-6.
Mögnuð barátta Stjörnunnar
Aðalsteinn Jónsson, þjáifari Stjörn-
unnar, hlýtur að hafa haldið þrumu-
ræðu yflr leikmönnum sínum í leik-
hléinu, slík voru umskiptin á liði
Stjörmmnar í seinni hálfleik. Sóknir
liðsins inðu markvissari og aftari lína
varnarinnar varð þéttari. Með magn-
aðri baráttu og sigurvilja tókst þeim að
snúa leiknum sér í vil og vinna upp
forskot FH sem var mest 13 mörk í
seinni hálfleiknum.
FH-ingar geta nagað sig i handar-
bökin fyrir að hafa kastað sigrinum frá
sér, þær skoruðu aðeins fimm mörk í
seinni hálfleiknum og glopruðu boltan-
um frá sér á örlagastundu þegar aðeins
flmm sekúndur voru til loka venjulegs
leiktíma. Það nýtti Ragnheiður Steph-
ensen sér, jafnaði leikinn í fyrsta sinn,
23-23, og knúði fram framlengingu.
Áhorfendum var haldið í magnaðri
spennu í tveimur framlengingum þar
sem bæði lið gáfu allt sem þau áttu í
leikinn. En Stjarnan, sem hefur áður
lent í þessari aðstöðu, lék skynsamlega
og Hrund Grétarsdóttir skoraði sigur-
mark þeirra þegar 30 sekúndur voru til
leiksloka.
Þurftum tíma til að hitna
„Við erum orðnar svo gamlar að við
þurfum smátíma til að hitna. Það virt-
ist sem við hefðum enga trú á þessu og
ætluðum ekki að klára þetta, en það
var þrumuræða í hálfleik og þá kom
þetta,“ sagði Nína K. Bjömsdóttir, leik-
maður Stjömunnar.
Þórdís Brynjólfsdóttir, Drífa Skúla-
dóttir og Jolanta Slapikiene léku best í
liði FH, sem allt á hrós skilið fyrir frá-
bæran fyrri hálfleik og gríðarlega bar-
áttu í framlengingunum. Leikmenn
liðsins búa ekki yfir mikilli reynslu af
leikjum sem þessum en í þessum leik
var lagt vel inn í reynslubankann og
það á eftir að nýtast þeim vel.
Stjaman lék alveg skelfilega i fyrri
hálfleik venjulegs leiktíma og það voru
ekki margir sem trúðu þvi að það væri
unnt að snúa 13 marka mun sér í vil á
30 mínútum, en því trúðu
Stjörnustúlkur allar sem ein, og sú trú
færði þeim sigurinn öðru fremur.
Nina K. Björnsdóttir og Lijana
Sadzon léku best i jöfnu og sterku
Stjörnuliöi.
-ih
NBA-DEilDIH
Úrslit aðfaranótt laugardags:
Washington-Atlanta.......78-89
Richmond 19, Wallace 12, Cheaney 10
- Smith 20, Blaylock 17, Long 15.
New York-Charlotte .... 110-105
Houston 30, Ewing 26, Camby 18 -
Campbell 17, Phills 16, Coleman 16.
Orlando-Toronto ..........88-95
Armstrong 16, Doleac 16, Outlaw 16 -
Carter 24, Brown 18, Magardy 17.
Chicago-Boston ..........71-100
David 20, Bryant 15, Wennington 8 -
Pierce 18, Battie 15, Jones 14.
Millwaukee-Cleveland .... 79-75
Robinson 26, Allen 16, Johnson 11 -
Henderson 19, Person 19, Declercq 12.
Denver-Golden State ......96-84
Mccdyess 25, Billups 20, Fortson 15 -
Dampier 22, Jamison 14, Mills 12.
LA Clippers-Houston . . . 106-101
Taylor 29, Piatkowski 28, Nesby 13 -
Barkley 24, Pippen 23, Olajuwon 18.
Sacramento-Minnesota . .. 105-97
Williams 27, Barry 20, Webber 18 -
Garmett 29, Smith 15, Garrnet 13,
Brandon 13.
Utah Jazz-Portland ......96-85
Malone 25, Russell 17, Stockton 16 -
Jackson 13, Rider 11, Grant 10.
Vancouver-Seattle .......84-97
Rahim 22, Massenburg 15, Bibby 10 -
Maclean 25, Payton 25, Schrempf 12.
Aðfaranótt sunnudags:
Charlotte-New Jersey .... 97-82
Wesley 19, Coleman 16, Campbell 16 -
Van Hom 22, Marbury 30, Gill 8.
Indiana-Chicago..........87-69
Miher 20, Best 12, Mullin ll - Bryant
14, Harper 10, David 8.
San Antonio-LA Lakers . . 108-81
Duncan 21, Robinson 16, Elliott 14-
O’Neal 26, Reid 12, Bryant 11.
Sacramento-Dallas......105-102
Divac 28, Webber 17, Maxwell 16 -
Trent 32, Finley 26, Nowitzki 12.
Golden State-Denver.....93-74
Marshall 18, Dampier 17, Jamison 14
- Fortson 16, Taylor 16, McDyess 15
LA Clippers-Vancouver . . 105-96
Taylor 25, Rogers 19, Piatkowski 17 -
Rahim 27, Massenburg 22, Lopez 14.
-JKS
w
—
g?
Hrund Grétarsdóttir:
„Við erum bestar“
„Það var kominn tími á þetta.
Ég var ekki búin að skora í þrem-
ur leikjum og var ákveðin að láta
það ekki gerast í dag,“ sagði
Hrund Grétarsdóttir, fyrirliði
Stjörnunnar, í samtali við DV, en
hún gerði sér lítið fyrir og skoraði
sigurmark Stjörnunnar gegn FH í
leik liðanna í Kaplakrika á
laugardaginn var.
„Maður hefur reynsluna og
kemst í einhvern ham í leikjum
sem þessum. Það var enginn ótti í
mér þegar ég fór inn í síðasta
markinu, ég ætlaði mér ekki að
klikka á þessu.
Við vorum bara held ég ekki
með sjálfum okkur í fyrri hálfleik,
en við tókum okkur saman í
seinni hálfleik og sýndum karakt-
er og sýndum að við erum bestar.
Það er bara einn leikur eftir,
við erum ekki á því að gefa FH-
ingunum fleiri leiki. Ekki fyrst
við kláruðum þennan leik í kvöld.
Við erum komnar með aðra hönd-
ina á bikarinn."
-ih
Þórdís Brynjólfsdóttir:
„Gáfum sigurinn“
„Þær voru ekki að vinna þenn-
an leik, við gáfum þeim sigurinn,
það er engin spurning um það.
Við vissum að þær myndu spila
vömina framarlega og þá er allt
opið á bak við þær. Við vomm
mjög hreyfanlegar í fyrri hálfleik,
hreyfðum okkur mikð án bolta og
þá gekk þetta vel. En í seinni hálf-
leik urðum við gjörsamlega stað-
ar, hættum að leysa inn og hver
stöð í sinni stöðu og var ekki að
gera neitt.
Við vorum að klikka á algjörum
dauðafærum i framlengingunni og
markvörðurinn hjá þeim fer að
verja. Ef við ætlum okkur að
vinna Stjömuna þá megum við
ekki klikka á svona dauðafærum.
Það eru þrír leikir eftir í keppn-
inni, það áttu flestir von á því að
Stjarnan myndi taka þetta 3-0 en
við áttum þennan leik hérna í
kvöld og gáfum þeim sigurinn.
Það kemur ekki fyrir aftur,“ sagði
Þórdís Brynjólfsdóttir, leikmaður
FH.
-ih
FH (18) 31
Stjarnan (6)32
2-0, 5-1, 8-3, 12-3, 14-4, 15-5, (18-6),
19-6, 20-7, 20-16, 21-19, 22-20, (23-23),
(24-25), 26-25, (27-27), (28-29), í 30-30,
31-32.
Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir
9/6, Drífa Skúladóttir 5, Guðrún
Hóbngeirsdóttir 4, Hildur Erlings-
dóttir 4, Björk Ægisdóttir 4, Gunnur
Sveinsdóttir 3, Hildur Pálsdóttir 1,
Dagný Skúladóttir 1.
Varin skot: Jolanta Slapikiene
26/1.
Mörk Stjörnunnar: Nina K.
Björnsdóttir 9, Ragnheiður Stephen-
sen 7/3, Inga Steinunn Björgvinsdótt-
ir 4, Inga Fríða Tryggvadóttir 4, Anna
Blöndal 3, Hrund Grétarsdóttir 3,
Margrét Theódórsdóttir 1, Guðný
Gunnsteinsdóttir 1.
Varin skot: Lijana Sadzon 18, Sól-
ey Halldórsdóttir 3.
Brottvísanir: FH 4 mín., Stjarnan
14 mín.
Dómarar: Anton Pálsson og Hlyn-
ur Leifsson, mjög slakir, vantaöi allt
samræmi í dóma þeirra.
Áhorfendur: 300.
Maður leiksins: Nina K. Bjöms-
dóttir, Stjörnunni.
Þriðji leikur Stjörnunnar og FH
fer fram i Ásgarði i Garðabæ í kvöld
og hefst kl. 20.00.
Stjarnan komst í 2-0 gegn
Haukum i úrslitakeppninni 1996, en
þá sneru Haukar leiknum sér í vil og
sigruðu i næstu þremur leikjum og
tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.