Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 27 O’Leary samdi til 5 ára David O’Leary, framkvæmdastjóri Leeds United, skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við Leeds. Þetta er mikill fengur fyrir Leeds en O’Leary hefur sýnt það og sannað að hann er afar snjall framkvæmdastjóri. Árangur Leeds á leiktíðinni hefur komið mjög á óvart og á Elland Road morar allt í efnilegum ungum leikmönnum sem sumir hverjir eru þegar orðnir frábærir leikmenn. O’Leary var ánægður með leik sinna manna i gær og sagði: „Mínir menn léku stórkostlega gegn liðinu sem er í úrslitum Evrópukeppninnar. -SK Eins og hundur og köttur Brian Kidd, framkvæmdastjóra Blackburn Rovers, og Phil Thomson, aðstoðarmanni Gerards HouÚiers, framkvæmdastjóra Liverpool, lenti harkalega saman er liðin léku um helgina í ensku A-deildinni. Thomson var mjög óánægður með brot á sínum manni og lét Kidd heyra það óþvegið. Rifust þeir um tíma eins og hundur og köttur en allt endaði þetta með því að Thomson bað Kidd afsökunar á framferði sínu þegar leiknum var lokið. -SK Mikið skorað í enska boltanum um helgina: - Arsenal óstöðvandi og vermir nú toppsætið eftir jafntefli Man. United Arsenal er gersamlega óstöðvandi í enska bolt- anum þessa dagana og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Arsenal verji titilinn. Arsenal skor- aði sex mörk um helgina gegn Middlesborough. Liðið hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og er komið á toppinn. Arsenal skaust í efsta sæti deildarinnar eftir sigurinn á Middlesborough og situr þar enn. Lið- ið hefur leikið einum leik meira en Man. United og er ekki árennilegt þessa dagana. „Ég get ekki verið annað en ánægður með mitt lið. Mínir menn virðast hafa fundið taktinn og þeir eru að leika vel þessa dagana,” sagði Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, eftir að lið Arnar Gunn- laugsson var ekki í byrjunar- / liði Leicester en kom inn á sem vara- maður á 90. mínútu. Nottingham Forest er fallið í B-deild. „Ég veit ekki hvort ég verð áfram hjá félaginu. Þetta hefur verið erf- iður tími en ég sé ekki eftir þvi að hafa komið aftur til Forest,” sagði Ron Atkinson, stjóri Forest, eftir ósigurinn gegn Aston Villa. Everton er líklega búið að bjarga sér frá falli enn einn ganginn. Walter Smith, stjóri félags- ins, sagði eftir sigurinn stóra gegn Charlton um helgina að Kevin Campbell væri maður- inn á bak við gott gengi liðsins undanfarið og hann ætti stóran þátt í þvi að Everton væri lík- lega öruggt áfram í A-deildinni. Ian Marshall bjargaði þremur stigum fyrir Leicester í annað skipti á nokkrum dögum. Þessi klunnalegi sóknarmaður er ótrúlega drjúgur og Martin O’Neill, stjóri Leicester, sagði í gær að hann hefði leikið stórkostlega i síðustu tveimur leikjum. Gordon Strachan, stjóri Coventry, var hund- fúll eftir tap sinna manna gegn Leicester. Coventry er varla sloppið úr fallhættu. Strach- an sagði eftir tapið gegn Leicester um helgina að ef andstæðingurinn hefði verið sterkari hefði hans lið tapað 0-7 eða jafnvel 0-9. Siguróur Jónsson lék allan leikinn með Dundee United í skosku úrvalsdeild- inni á heimavelli Dunfermline. Teddy Sheringham kom inn á sem varamaður í liði Man. Utd gegn Leeds í gær en tókst ekki að skora sitt 250. mark í ensku deildarkeppninni. í lið United í leiknum vantaði Ryan Giggs, Jaap Stam og Ronnie Johnsen svo einhverjir séu nefndir. Þeir Wes Brown og David May léku í stöðum miðvarða og skiluðu hlutverki sínu ágætlega. -SK hans fór hreinlega á kostum gegn Middlesborough. Oftar en ekki hefur Arsenal átt góðan endasprett og víst er að leikmenn Manschester United mega vara sig. Arsenal skoraði sex mörk gegn Boro á laugardag og það þrátt fyrir að Dennis Bergkamp væri fjan’i góðu gamni. „Mínir menn vissu að ekkert nema sigur var nægi- lega gott fyrir okkur. Ef við hefðum tapað okkar leik og United unnið Leeds hefði þetta einfaldlega veríA búið spil fyrir Patrick Vieira og félagar í Arsenal verma nú efsta sætið í enska boltanum. Á efri myndinni berjast þeir Jesper Biomquist og Mathew Jones um boltann í leik Man. Utd og Leeds í gær. Reuter okkur. Þrátt fyrir þessa stöðu tel ég enn að United eigi mesta möguleikana á að vinna meistaratitil- inn en það var mjög gott að laga markamun inn við United verulega," sagði Wenger enn ffemur. Örþreyttir leikmenn United misstu af sigri á heimavelli Leeds Manchester United náði ekki að krækja í þrjú stig á heimavelli Leeds. Greinilegt var á leik United að leikmenn liðsins voru örþreyttir eftir erfiða leiki undan-. farna daga. Það er líka greinilegt að erf- ið barátta á þrennum vígstöðvum, ensku deildinni, bikamum og Evrópu- keppninni, verður einn erfiðasti and- stæðingur liðsins á erfiðum loka- spretti tímabilsins. Leeds var betri aðilinn i fyrri hálf- leiknum í morgunleiknum á Elland Road í gær og náði þá forystunni. United jafnaði í síðari hálfleik og und- ir lok leiksins fengu bæði lið tæki- færi til að sigra. Dwight Yorke fékk þó besta tækifærið er hann skaut yfir úr dauðafæri á markteig Leeds. „Enn þá í okkar höndum" Alex Ferguson, stjóri United, var sáttur við leik sinna manna eftir jafnteflið gegn Leeds. „Við vorum slakir í fyrri hálf- leik og þá gáfum við Leeds mögu- leika. í síðari hálfleik vomm við betri aðilinn en þegar við þurftum að keyra upp hraðann i síðari hálf- leik var krafturinn einfaldlega ekki til staðar,“ sagði Ferguson eft- ir leikinn.- Ferguson sagðist alveg geta fyr- irgefið Dwight Yorke að misnota dauðafærið i blálokin því hann hefði staðið sig frábærlega vel á leiktíðinni með United. „Ég er stoltur af mínum leik- mönnum. Þeir hafa náð að sigra í mjög stórum og mikilvægum leikjum síð- ustu vikurnar og eiga ekk- ert nema heiður skilinn. Um mögu- leika United á lokasprett- inum sagði Ferguson: „Titillinn er enn þá í okkar höndum og engra ann- arra. Það er hins vegar mik- ið eftir og loka- spretturinn á eftir að verða skrautlegur. Það f eiga margir óvæntir hlutir eftir að gerast og sveifl- urnar eiga eftir að verða miklar. Mögu- leikar okkar em ágætir og það er undir okkur sjálfum komið hvort við vinnum titUinn eða ekki,“ sagði Alex Ferguson. -SK Hart barist í leik Chelsea og Sheffield Wednesday í gær. Reuter Sport INGIAND Úrslit í A-deild: Aston Villa-Nottlngh. Forest . 2-0 1-0 Draper (45.), 2-0 Barry (57.) Blackburn-Liverpool.........1-3 0-1 McManaman (23.), 0-2 Redknapp (32.), 0-3 Leonhardsen (32.) Derby-Southampton...........0-0 Everton-Charlton............4-1 1-0 Huchhison (24.), 2-0 CampbeU (31.), 3-0 CampbeU (60.), 4-0 Jeffers (75.), 4-1 Stuart (81. víti) Leicester-Coventry .........1-0 1-0 MarshaU (45.) Middlesborough-Arsenal .... 1-6 0-1 Overmars (4. víti), 0-2 Anelka (38.), 0-3 Kanu (45.), 0-4 Vieira (58.), 0-5 Kanu (60.), 0-6 Anelka (78.), 1-6 Armstrong (87.) Tottenham-West Ham ........1-2 0-1 Wright (5.), 0-2 KeUer (66.), 1-2 Ginola (73.) Wimbledon-Newcastle........1-1 0-1 Shearer (18.), 1-1 Hartson (24.) Leeds-Man. Utd.............1-1 1-0 Hasselbaink (32.), 1-1 Cole (55.) Sheffield Wednesday-Chelsea . 0-0 Staðan í A-deild: Arsenal 34 19 12 3 54-15 69 Manch. Utd 33 19 11 3 73-33 68 Chelsea 34 17 14 3 49-26 65 Leeds 34 16 12 6 54-30 60 Aston ViUa 35 15 10 10 47-39 55 West Ham 35 15 9 11 41-42 54 Middlesbro 35 12 14 9 47—48 50 Derby 34 12 12 10 37-41 48 Liverpool 34 13 8 13 60-44 47 Tottenham 34 11 13 10 41-40 46 Leicester 34 11 13 10 36-41 46 Newcastle 35 11 11 13 46-50 44 Wimbledon 35 10 12 13 39-56 42 Sheff. Wed. 35 11 7 17 39-40 40 Everton 35 10 10 15 35-42 40 Coventry 35 10 7 18 35-48 37 Charlton 35 7 11 17 37-52 32 Blackburn 34 7 11 16 36-19 32 Southampt. 35 8 8 19 31-63 32 Nott. For. 35 4 9 22 30-68 21 Markahæstir í A-deild: Michael Owen, Liverpool........17 Dwight Yorke, Man. Utd ........16 Andy Cole, Man. Utd............16 Jimmy F. Hasselbaink, Leeds ... 16 Úrslit í B-deild: Bristol City-Birmingham.......1-2 Huddersfield-Bamsley.........0-1 Ipswich-Crewe.................1-2 Oxford-Norwich................2-4 Portsmouth-Stockport..........3-1 QPR-Bradford .................1-3 Sunderland-Sheffield United ... 0-0 Swindon-Grimsby...............2-0 Tranmere-Port Vale............1-1 Watford-Crystal Palace ......2-1 Bury-Bolton..................2-1 Wolves-WBA...................1-1 Staðan í B-deild: Sunderland 44 29 12 3 88-27 99 Bradford 44 25 8 11 79—45 83 Ipswich 44 25 8 11 65-30 83 Birmingh. 44 22 12 10 64-35 78 Bolton 44 19 15 10 75-58 72 Wolves 43 19 14 10 61-39 71 Watford 43 19 13 11 60-53 70 Sheff. Utd 44 17 13 14 67-61 64 Norwich 44 14 17 13 60-59 59 Huddersf. 44 15 14 15 60-69 59 Cr. Palace 44 14 15 15 56-63 57 Grimsby 43 16 9 18 39-51 57 WBA 44 15 11 18 67-73 56 Barnsley 44 13 16 15 54-53 55 Tranmere 44 11 20 13 60-59 53 Stockport 44 12 17 15 49-54 53 Swindon 44 13 11 20 57-76 50 Portsmouth 44 11 14 19 56-68 47 QPR 44 11 11 22 46-59 44 Port Vale 43 12 8 23 42-72 44 Bury 44 9 17 18 34-59 44 Crewe 43 10 11 22 50-77 41 Oxford 44 9 13 22 43-71 40 Bristol C. 43 8 15 20 55-76 39 mmjsm L2W; .Ar—---- Dundee-KUmarnock.............2-1 Dunfermline-Dundee Utd.......2-2 MotherweU-Hearts.............0-4 St. Johnstone-Celtic.........1-0 Staða efstu Uða: Rangers 31 20 6 5 66-28 66 Celtic 32 18 8 6 77-28 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.