Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Page 6
28
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999
29
Sport
Sport
Hetjan Bergsveinn Bergsveinsson:
Vörnin var
grunnurinn
„Mér gekk vel á punktinum á móti
þeim en i heild sinni spiluðum við
vamarleikinn mjög vel og það hjálp-
aði okkur mikið í þessari úr-
slitarimmu. Ég gat gengið á staðina
þeirra enda veit ég hvar þeir hafa
alist upp við að skjóta," sagði Berg-
sveinn Bergsveinsson sem var sínum
gömlu félögum erfiður.
„Það er ótrúlegt að svona ungt félag
skuli vera búið að landa öllum titlun-
mn í vetur. Það er haldið svakalega
vel utan um liðið, 600 manna bæjar-
félag troðfyllir annan helminginn í
kvöld og það segir allt sem segja þarf.
Varnarleikurinn, fyrst og fremst,
lagði grunnin að þessum íslands-
meistaratitil sem og öðru því sem við
höfum verið að vinna í vetur,“ sagði
hetja Mosfellinga Bergsveinn Berg-
sveinsson sem varði 11 víti gegn FH
og alls 21 í úrslitakeppninni.
„Ég er enn með sár á rassinum síðan
eftir töpin með Selfossi 1992 og Aft-
uredingu 1997. Veturinn hefur verið
frábær. Þetta lið er samansafn af
mönnum sem eru tilbúnir að leggja
sig milljón prósent fram og horfið
bara á árangurinn, þrír titlar af
þremur mögulegum," sagði Einar
Gunnar Sigurðsson. -ÓÓJ
„Munaöi litlu"
„Það munaði ekki
ekki miklu, vítaköstin
voru að hrjá okkur
einna mest og við höf-
um enga skýringu á
því.
Við misstum þá frá
okkur á einum kafla
þar sem við nýttum
ekki færin sem við
fengum. Við gáfumst
þó aldrei upp þannig
að það var ekki mikil
munur á liðunum
þrátt fyrir aflt.
Ég er mjög ánægður
með veturinn, við
byrjuðum illa en siðan
er þetta búinn að vera
frábær vetur. Við
erum búnir að vinna
vel saman og maður er
ánægður með að skila
ungum strákum upp.
„Ég er hvergi bang-
inn fyrir framtíð FH,
sagði Kristján Arason
þjálfari FH sem þarna
stjórnaði sínum síð-
asta leik í bili.
Gunnar Beinteins-
son er annar sem var
að kveðja FH í þessum
leik. „Beggi var að
verja frá okkur á ör-
lagaríkum tímum. Við
gáfum eftir því við
vorum með þennan
leik. Þeir eru mjög
gott lið og eru kannski
bara betri en við. Við
erum svekktir með
þennan leik en í
heildina þó ánægðir
með veturinn." -ÓÓJ
FH (12) 23
Aftureld. (12)25
2-0, 2-2, 4-2, 4-4, 4-6, 6-6, 9-8, 10-10,
(12-12), 12-13,16-15, 18-20,19-24, 22-24,
23-25.
Mörk FH: Knútur Sigurðsson 8, Guð-
jón Ámason 7, Gunnar Beinteinsson 3,
Hálfdán Þórðarson 2, Guðmundur Ped-
ersen 1.
Varin skot: Magnús Ámason 10.
Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðs-
son 9/4, Jón Andri Finnsson 4, Magn-
ús M. Þórðarson 4, Einar Gunnar Sig-
urðsson 3, Siguröur Sveinsson 3, Gint-
as 1, Gintaras 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveins-
son 21/2.
Brottvlsanir: FH 10 mín, Afturelding
12 mín, Gintas þrjár brottvísanir um
miðjan seinni hálfleik.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og
Ólafur Haraldsson. Dæmdu vel í fyrri
hálfleik en drógu taum Mosfellinga
nokkuö í seinni hálfleik.
Áhorfendur: Um 2300.
Maður leiksins: Bergveinn Berg-
sveinsson, Aftureldingu.
Þetta var ifyrsta sinn síðan 1993 sem
meistamir fagna sigri á útivelli en þá
urðu Valsmenn meistarar í Krikan-
um.
Vörn og
markvarsla
„Þetta er búið að vera ótrúlegt
og búið að ganga vonum framar.
Við misstum 9 leikmenn frá því
í fyrra og við vissum varla hvort
við hefðum í lið. Þetta er því
búin að vera mikil vinna en hún
er búin að ganga upp.
Þetta er sigur liðsheildarinnar.
Þetta er frábær hópur, með frá-
bærum einstaklingum og það er
það sem er að skapa þennan sig-
ur.
Ef það er eitthvert lið sem spil-
aði með hjartanu í vetur þá er
það Afturelding. Vörnin skilaði
því að Beggi varði frábærlega og
eins og öll hin árin sem úrslita-
keppnin hefur verið er það vöm
og markvarsla sem er að klára
þetta. Það er verðugt verkefni að
halda Aftureldingu á toppnum
næsta vetur,“ sagði Skúli Gunn-
steinsson þjálfari Aftureldingar.
-ÓÓJ
Marta Ernstdóttir,
hlaupakona úr ÍR, setti
íslandsmet í maraþonhlaupi í
Hamborg i gær. Marta hljóp
vegalengdina á 2:35,6 kist. og
lenti í sjöunda sæti í hlaupinu.
Hún bætti eigið íslandsmet um
tæpar þrjár sekúndur. Þýska
stúlkan Katrin Dörre sigraði í
hlaupinu á 2:24,35 klst. sem er
þýskt met..
Þorvaldur Blöndal,
Ármanni, sigraði í opnum
flokki á íslandsmótinu í júdó
sem haldið var á Akureyri um
helgina. Þorvaldur lagði Gisla
Magnússon í úrslitarimmu. í
þriðja sæti uröu þeir Bjarni
Skúlason, Selfossi, og
Vernharö Þorleifsson, KA.
Fjórmenningarnir sigruðu
síðan hver i sínum
þyngdarflokki. í kvennailokki
sigruðu Antje Muller og
Margrét Bjarnadóttir í
sinum þyngdarflokkum en í
opnum llokki sigraði Antje
Muller.
DV-myndir Hilmar Þór
DV, Hafnarfirði:
Afturelding úr Mosfellsbæ
er besta handknattleiklið
landsins í karlaflokki.
Þetta getur enginn efast um
eftir að Mosfellingar hömp-
uðu íslandsbikamum í fyrsta
sinn eftir sigur á FH, 23-25, í
fjórða úrslitaleik liðanna í
Kaplakrika í gærkvöldi. Þar
með settu leikmenn Aftureld-
ingar punkt fyrir aftan glæsi-
legt tímabil en þeir unnu alla
þrjá titlana sem í boði vom og
færðu þar með félaginu sínu
þá bestu afmælisgjöf sem
hægt var að hugsa sér.
Fagnað fram eftir nóttu
Leikmenn og áhangendur
hafa eflaust fagnað sigrinum
langt fram eftir nóttu en halda
átti upp á glæsilegan áfanga í
Mosfellsbænum í nótt.
Bergsveinn var hetja
Hetja Mosfellinga var gamli
FH-ingurinn Bergsveinn Berg-
sveinsson. Hann var sínum
gömlum samherjum heldur
betur erfiður, ekki bara í gær
heldur i öllum fjórum leikjun-
um. Á örlagastundu í stöð-
unni 22-24 varði hann víta-
skot Vals Arnarsonar og
þetta reyndist vendipunktur
leiksins. Draumur Bergsveins
um að hampa titlinum á sín-
um gamla heimavelli rættist
og hann átti stóran þátt í að
það varð að veruleika. Berg-
sveinn varði 21 skot og bæði
vítaköst FH-inga í leiknum og
alls varði hann 11 vítaköst í
þessum úrslitaeinvígi gegn
FH og 21 vítakast í úrslita-
keppninni. Hvort tveggja er
þetta met í sögu úrslitakeppn-
innar.
Besti leikurinn til þessa
Leikurinn í gær var án efa
besti leikurinn af þeim fjórum
sem liðin léku.
Lengi framan af mátti ekki
sjá á milli liðanna og skiptust
þau um að hafa forystuna.
Það leit þó allt út fyrir að FH-
ingar væru marki yfir þegar
fyrri hálfleikur var að verða
úti en Einar Gunnar Sigurðs-
son jafnaði metin beint úr
aukakasti þegar leiktíminn
var liðinn og þar var vamar-
veggur FH-inga illa sofandi.
Afturelding náði svo frum-
kvæðinu í síðari hálfleik og
virtist á góðri leið með að inn-
byrða öruggan sigur þegar lið-.
ið náði 5 marka forskoti.
FH-ingar til baka
En af harðfylgi komu FH-
ingar til baka og minnkuðu
muninn í 2 mörk og fengu
gullið færi til að hleypa enn
meiri spennu í leikinn en
Bergsveinn sá til þess að svo
varð ekki. í leikslok braust
svo út gríðarlegur fógnuður
hjá leikmönnum og stuðnings-
mönnum Aftureldingar sem
fjölmenntu í Krikann. Sá fögn-
uður stóð langt fram á nótt og
næstu daga og sennilega vik-
ur verður þjóðhátíð í Mosó.
Vel að titlinum komnir
Afturelding er vel að titlin-
um komið og Skúli Gunn-
steinsson á hrós skilið fyrir
frábæra frammistöðu sem
þjálfari. Flestir spáðu Mosfell-
ingum sigri á mótinu enda
leikmannahópurinn vel
mannaður og vel haldið á mál-
um hjá félaginu. Áður er lýst
frammistöðu Bergsveins en
auk hans lék Bjarki Sigurðs-
son stórt hlutverk með liöinu
í gær eins og í allan vetur.
Jón Andri Finnsson lék vel og
það sama gerði Sigurður
Sveinsson og Magnús Már
Þórðarson.
Gott tímabil FH-inga
FH-ingar geta borið höföið
mjög hátt eftir þetta tímabil
og þeir eru líka hetjur eins og
Mosfellingar.
Kristján og Guðjón
kvöddu
Þeir voru ekki margir sem
spáðu því að FH kæmist í úr-
slitakeppninna og hvað þá
alla leið í úrslitaeinvígið. En
með seiglu, karakter og metn-
aði náðu leikmenn FH næst-
um því á tindinn.
Guðjón Árnason og Krist-
ján Arason skilja vel við FH-
liðið en þessir miklu jaxlar
voru að leika sinn síðasta leik
í gær. Guðjón endaði ferillinn
með stórleik og var bestur
FH-inga ásamt Knúti Sigurðs-
syni og Gunnar Beinteinsson
lék einnig mjög vel.
-GH