Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Page 9
Helgi Björnsson er ekki bara rokkari og leikari. Hann er kóngurinn í sínum bransa. Sólin búin að vera að hamast þetta í 11 ár og „Best Of“ plata væntanleg. Helgi er líka homminn í Rent þriggja barna faðir, einnar konu maki í 22 ár og kartöflumóðir hvers rokkara. Súpa og vatnsglas á Carpe Diem, gríptu daginn. Ekkert nema kvikmyndaplaköt og tökuvélar uppi um allar veggi. Meira að segja búningar úr Hrafninmn og Dansinum. Þjónninn slurkar í skál og glas og samræðurnar byrja á að snúast um verstu ís- lensku kvikmyndimar. Það segir sína sögu um þann bransa en fljót- lega færist umræðan yfir á Sólina. „Vinnutitillinn er ‘88-’99,“ segir Helgi Björnsson um „Best of‘ plötu Sólarinnar en hún kemur út í júní og mun innihalda 40 lög. Hvernig gengur aö velja lög á plötuna? „Þetta er eins og að vera að fara I sumarfrí með börnin sín og segja við sum: „Þú mátt ekki koma með,““ segir Helgi og bætir því við að það verði þrjú ný lög á þess- ari plötu. Skítamórall, Land og synir og Buttercup eru Sálin í dag. Hver er Sólin? „Ef maður ætti að nefna ein- hverja þá eru það helst Sóldögg. Þeir eru svipaðir okkur í attitúti en SkítamóraU ólst náttúrlega upp að hluta til hjá okkur í Sólinni," segir Helgi og það má bæta því við að Skítamórall er meira að segja reynslu okkar vel og þannig á það að vera. Sólin er ekki í samkeppni við neinn og dúkkar bara upp til að halda blóðstreyminu til höfuðs- ins í réttu hlutfalli." Hvaö meö sukkiö, var ekki mikill hraöi á ykkur í denn? „Menn lyftu sér upp öðru hvoru,“ segir Helgi og glottir út í annað. „En aðcdálagið á svona ferðalögum um landið eru þessar rosalegu vökur I rútunni. Þá þurfa menn að vera uppfinningasamir svo þeir haldi geðinu og i kjölfar- ið verða til fyrirbæri eins og rútusörf, sund í ísköldum ám og fleira sem ekki má tala um.“ En geriröu mikiö íþví að vera „inn í því nýjasta“ eóa ertu sáttur viö að vera „bara“ gamall Rollingur? „í gegnum tíðina höfum við alltaf fylgst mjög vel með því sem er í gangi og ég hugsa að við séum oft með miklu ferskara sánd held- ur en sum af þessum irngu bönd- um,“ segir Helgi. Skotinn í konunni „Ég er kominn yfir það að kippa mér upp við bögg,“ segir Helgi um frægð á íslandi. „Ég er líka með þannig attitút gagnvart umhverf- inu að ég pæli ekkert í þessu.“ Helgi Björnsson safnar ekki úrkllppum og á ekki einu sinni plöturnar sínar. Hann lifir í núinu og flækir hvorki fortíð né framtíð fyrir sér. búinn að hertaka Sólar-rútuna og hefur auk þess gert gcunla bílstjór- ann þeirra að umboðsmanni. Öfundaröu þá aö vera að ham- ast þetta á fullu núna þegar þiö hafiö róast? „Nei. Ég er mjög sáttur við stöð- una hjá mér og bara ánægður með að þeir skuli hafa fengið eitthvað inn á harða diskinn þegar þeir spiluðu með okkur. Þeir hafa nýtt En er ekki einhver sniöug saga til? „Engin böggsaga. En fyrir nokkrum helgum var ég niðri í bæ. Klukkan hefur verið um fjög- ur og eitthvað par stoppaði mig. Maðurinn var með GSM-síma og vildi endilega að ég hringdi í syst- ur sína til að óska henni til ham- ingju með afmælið. Ég sagði auð- vitað já við því en þá reyndist systirin ekki vera heima svo ég var allt í einu lentur í hrókasam- ræðum við mömmu hennar." Já. Hann Helgi er örugglega með ljúfari mönnum. Er ekkert að láta bögg eða fólk yfir höfuð fara í taugarnar á sér. Svo er hann líka fjölskyldufaðir og eiginmaður. Á tvo stráka, fimmtán og tuttugu ára, og sex ára stelpu. Annar drengjanna ætlar að líkjast föður sínum. Hann komst í úrslit í Mús- íktilraunum en sá eldri er upp- rennandi bisnessmaður. Var að opna pitsustað í Grafarvogi og Helgi er auðvitað stoltur af sínum. En hver er galdurinn á bak viö 22 ára hjónaband? „Þetta er náttúrlega drullutöff en ég hef verið ótrúlega heppinn með góða konu og við höfum alltaf náð að endurnýja funann. Það er það mikilvægasta. Maður þarf að vera soldið skotinn í konunni sinni, annars gengur þetta ekki, og þá er ekki verra að vera smáaf- brýðisamur við og við.“ Hvaö meö góöœriö, finna popp- arar fyrir því? „Ég finn ekki fyrir neinu þannig séð. Fyrir utan að þegar við vorum að byrja þá var alltaf svo flókið að finna sponsor og allt slíkt. Nú gengur allt slíkt rosalega vel. Það má vel vera að þetta teng- ist góðæri en aðallega þó mark- aðsvitund fyrirtækja," segir Helgi. Stones hita upp „Ég vinn náttúrlega mjög mikið út frá sjálfum mér,“ segir rokkar- inn um vinnsluaðferð leikarans Helga Björns. „Reyni bara að finna vissa póla í mér sem geta mætt persónunni á miðri leið,“ heldur Helgi áfram en fyrir utan hommann í Rent og tíkina í Rocky þá hefur Helgi verið í fjögurra ára pásu frá leikhúsinu. „Það er búið að vera æðislegt að taka þetta fri frá leikhúsinu. Mað- ur er miklu ástríðufýllri og er að skemmta sér mjög vel núna í Rent.“ Er leikhús skemmtilegra en rokk? „Maður ræður sér ekki eins mikið sjálfur í leikhúsinu. Maður er soldið hlekkjaður við sviðið ef maður er kannski í vinsælli sýn- ingu og eina fríið er kannski 3-4 dagar við og við. En það er æðis- lega skemmtilegt að vinna í góð- um leikhópi og stemningin sem myndast á milli fólks er ótrúleg. Ég tala nú ekki um ef það er söng- ur og svona smástuð í gangi.“ Hvaö varstu aö gera fyrir 10 árum? „‘89. Þá hef ég örugglega veriö að leika Ferdinand í Ofviðri Shakespeares á móti Maríu Ell- ingsen. Við í Sólinni höfum þá verið að semja lög á plötuna Ég stend á skýi. Um vorið var ég svo að æfa sem Ólafur Ljósvíking- ur,“ segir Helgi og nokkuð ljóst að minni hans er óbrigðult. „Ég er samt þannig að ég lifi i núinu. Á til dæmis engar úrklippur og safna ekki plötunum mínum,“ heldur Helgi áfram og bætir því við að hann gefi meira að segja gullplötumar frá sér. En hvaö verðuröu aö gera eftir 10 ár? „Ég verð á Ítalíu. Eða niðri á torgi að fremja gjörning með plástraðan tittling. Þetta yrði svona hreyfiverk og ég yrði alveg nakinn. Nema að Sólin verði bara á Wembley og Stones hita upp.“ Hvaö með líf eftir dauöann? „Ég hef lengi verið á þeirri skoð- un að maður fái einhvern séns eft- ir dauðann. En ég er aðeins að hverfa frá því og væri alveg eins opinn fyrir því að það verði bara klippt á og ég fari í frí.“ -MT 28. maí 1999 f ÓkUS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.