Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 14
CELL 5UPER FLY Kr. 8.990,- TORNRDO Kr. 3.990,- DEVY UJOMEN'5 Kr. 5.990,- COMFORT LEHTHER Kr. 6.990,- Tákn - Húsavík pumfiL f Ó k U S 28. maí 1999 DEFY Kr. 5.990,- Cruel Intentions er gerö eftir hinni frægu átjándu aldar skáldsögu Les Liaisons Dangereuses, sem var á sínum tíma mikil hneykslunar- saga og hefur oftar en einu sinni verið kvikmynduð. Þekktasta útgáfan er tvímælalaust Dangerous Liasons Rxel □ - Vestm.eyjum Sportver - Rkureyri Þjótur - ísafirði sem Stephen Frears leikstýrði. n af J Stjörnubíó frumsýnir í dag spennumyndina Illur ásetningur (Cruel Intentions). Um er að ræða unglingamynd í ódýrari kantinum (kostaði 11 miUjónir dollara) sem hefur gert það gott í Bandaríkjun- um, fengið góða dóma og góða að- sókn. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að hún er gerð eft- ir hinni frægu átjándu aldar skáldsögu Les Liaisons Dangereu- ses, sem var á sínum tíma mikil hneykslunarsaga og hefur oftar en einu sinni verið kvikmynduð. Þekktasta útgáfan er tvímælalaust Dangerous Liasons sem Stephen Frears leikstýrði með Michelle Pfeiffer, John Malkovich og Glenn Close í aðalhlutverkum. Þessi nýja útgáfa, Cruel In- tentions, er ekki bara færð í nú- tímann heldur eru aðalpersónum- ar yngdar upp, eru unglingar og hefur það sjálfsagt haft áhrif á það að dálítið hefur verið um að myndin sé sett við hlið Romeó og Júlíu þar sem unglingastimin Le- onardo DeCaprio og Claire Danes voru i hlutverkum elskendanna. Cruel Intentions fjallar um stjúpsystkinin Sebastian (Ryan Philippe) og Kathryn (Sarah Michelle Gellar) sem eru rík ungmenni og búa á Manhattan. Kathryn hefur gaman af að ráðskast með fólk og þar með bróður sinn og sérstaklega gaman hafa þau af því að eyðileggja mannorð annarra og ástarsam- bönd. Sebastian er orðinn leiður á að daðra við og sofa hjá „ómerki- legum“ og fallegum stúlkum og hungrar í erfiðari verkefni. Þegar Reese Witherspoon. Ein efni- legasta lelkkonan í Hollywood. hann flettir unglingablaðinu Seventeen sér hann grein eftir Annette (Reese Witherspoon) þar sem hún lýsir því yfir að hún ætli að vera hrein mey þar til hún giftist. Þetta þykir Sebastian ögrun við hæfi. Áður en hann fer í þetta mál er Kathryn með áríð- andi verkefni handa hon- um. Hún vill að hann spilli og táldragi hina barnalegu og saklausu Cecile (Selma Blair) því kærasti Kathryn hafði sagt henni upp vegna Cecile. Sebastian ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og leysa bæði verkefhin með trompi. Kathryn kemur þó með ákveðin skilyrði. Ef honum mistekst ætlunarverk sitt fær hún Jagúar-sport- bíl hans, árgerð 1956. Hins vegar, ef honum tekst ætl- u n a r - verk sitt fær hann að sofa hjá henni. Hefst nú atburðarás sem á ■ eftir að draga dilk á eftir sér. Ryan Philippe, Sarah Michelle Gellar og Reese Witherspoon eru öll meðal vinsælustu unglinga- leikara í Hollywood. Philippe fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í kvikniýnd Ridleys Scotts, White Squall' þar sem hann lék á móti Jeff Bridges. Hann hefur síðan leikið í Little Boy Blue, Nowhere, I Know What You Did Last Sum- mer, sem kom honum á blað í Hollywood og 54. Næsta kvik- mynd hans er Playing by Heart, þar sem mótleikarar hans eru Sean Connery, Gena Rowlands og Angelina Jolie. Sarah Michelle Geller varð eins og Ryan Philippe þekkt fýrir leik sinn í I Know What You Did Last Summer. Þegar hún lék í þeirri mynd var hún þegar orðin þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Buffy the Vampire Slayer, sem ný- farið er að sýna hér á landi. Þá hefúr hún leikið í Scream 2. Gell- er var ung að árum þegar hún fékk hlutverk í sápuóperunni Ail My Children og lék hún í þessari þáttaröð með fram því að hún stundaði leiknám í New York. Reese Witherspoon þykir ein- hver efnilegasta leikkonan í Hollywood. í þeim kvikmyndum sem hún hefúr leikið, allt frá því hún lék í sinni fyrstu kvikmynd, The Man in the Moon, þykir hún hafa sýnt ótrúlegan þroska sem leikkona og er vert að nefna leik hennar í Wildflower, Fear og Ple- asantville. Nýjasta kvikmynd hennar er Election, litil kvikmynd sem slegið hefur í gegn og fengið frábæra dóma. Leikstjóri og handritshöfundur Cruel Intentions er Roger Kiánble og er um ffumraun hans á þessu sviði að ræða. Áður hafði hann eingöngu fengist við að skrifa handrit. -IIK ■HHHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.