Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Qupperneq 15
Matthew McConaughey leikur
sjónvarpsstjörnuna ED, Woody
Harrelson leikur bróöur hans.
Venjulegur lúöi uppgötvaður af sjónvarpsstöö á niðurleið og gerður
að sjónvarpsstjörnu tuttugu og fjóra tíma á sólarhring.L
Öllu sjónvarpað
nema kynlífinu
Laugarásbíó frumsýnir í dag
EDtv, sem er nýjasta kvikmynd Ron
Howards (Apollo 13, Ransom).
Myndin er gamanmynd og segir frá
ungum manni sem verður fræg sjón-
varpsstjarna á einni nóttu. EDtv á
það sameiginlegt með The Truman
Show að fylgst er með aðalstjörn-
unni allan sólarhringinn, munurinn
er að Ed veit af þessu. Matthew
McConaughey leikur Ed, aðrir leik-
arar eru Woody Harrelson, Jenna
Elfman, Sally Kirkland, Martin
Landau, Ellen DeGeners, Rob
Reiner, Dennis Hopper og Eliza-
beth Hurley.
EDtv er byggð á
fransk/kanadískri gamanmynd, Roi
des Ondes, sem gerð var 1994 en
færð í amerískt þjóðfélag þar sem
vettvangurinn er The NorthWest
Broadcasting sjónvarpsstöðin. Fyrir
tveimur árum var stöðin vinsælasta
kapalsjónvarpsstöðin en er nú á
hraðri niðurleið. Það eru því góð
ráö dýr. Sá sem fær hugmyndina
um að sjónvarpa lífi almúgamanns í
24 tíma á sólarhring er þessi hug-
myndasmiður. Með þetta síðasta
hálmstrá er lagt af stað í leit að rétta
manninum. Eftir nokkra leit er Ed
Pekumy frá San Francisco talinn
besti kosturinn. Á einni viku verður
þessi ofur venjulegi afgreiðslumað-
ur á myndbandaleigu vinsælasta
sjónvarpsstjarnan í Bandaríkjunum.
Á yfirborðinu kann Ed þéssu vel og
lætur það ekki hafa áhrif á sig að
honum er fylgt hvert fótmál af
þriggja manna tökuliði. Á nóttunni
þegar hann sefur eru sýndir helstu
atburðir dagsins. Eitt er þó það sem
sjónvarpsáhorfendur fá ekki að
fylgjast með, það er kynlíf Eds.
Hann finnur þó fljótt fyrir því að
frægðin kostar sitt og eftir því sem
vandamálin hrannast upp verður
hann áþreifanlega var við að hann
er ekkert annað en tæki sem notað
er til að afla vinsælda og meðan vin-
sældirnar eru miklar reynist honum
erfitt að hætta. -HK
Ron Howard
Ron Howard var fræg barna-
stjarna. Þessi rauðhærði og
freknótti drengur kom fyrst fram
opinberlega tveggja ára gamall í
auglýsingum fyrir Corn Flakes.
Fimm ára gamall fékk hann sitt
fyrsta hlutverk í kvikmynd og sex
ára gamall lék hann annað aðalhlut-
verkið í sjónvarpsseríunni The
Andy Griffith Show, sem naut
óhemju vinsælda. Um sama leyti
tók Walt Disney Howard í sína
vörslu og lék hann í nokkrum vin-
sælum fjölskyldumyndum. Það fór
ekki fyrir honum eins og mörgum
bamastjörnum að gleymast, heldur
fékk hann á unglingsárum sínum
eitt aðalhlutverkið í vinsælum ung-
lingaþætti í sjónvarpinu, Happy
Days, sem veitti honum vinnu í
nokkur ár og lék einnig eitt aðal-
hlutverkið í American Graffiti.
Strax á þrítugsaldri fór rauða hárið
að þynnast og um sama leyti eða 26
ára gamall skipti Howard um gír og
settist bak við myndavélina með
þeim árangri að hann er nú einn
virtasti og eftirsóttasti leikstjórinn í
Hollywood og getur valið úr fjölda
verkefna auk þess sem hann rekur
ásamt framleiðandanum Brian
Glazer Imagine Films, fyrirtæki
sem gengið hefur mjög vel og nýtur
mikillar virðingar.
Fæðingardagur og ár: 1. mars 1954.
Fæðingarstaður: Duncan, Oklahoma.
Stjörnumerki: Sól í fiskamerkinu, tungl í vatnsberanum.
Eiginkona: Cheryl (fóru að vera saman þegar þau voru í menntaskóla).
Börn: Bryce Dallas, tvíburarnir Jocelyn og Paige og Reed.
Kvikmyndir sem Ron Howard hefur leikstýrt: Grand Theft Auto (1977), Cotton
Candy (1978), Skyward (1980), Night Shift (1982), Splash (1984), Cocoon (1985),
Gung Ho (1986), Willow (1988), Parenthood (1989), Backdraft (1991), Far and
Away (1992), The Paper (1994), Apollo 13 (1995), Ransom (1996), EDtv (1999).
w
1
Það hefur ekki verið átakalaust
fyrir Spike Lee að koma nýjustu kvik- *,
mynd sinni, Summer of Sam, frá sér.
Nú hefur verið ákveöinn frumsýning-
ardagur 30. júlf,
eftir að Spike
Lee hefur enn
eina ferðina tek-
ið myndina til
endurskoðunar.
Summer of Sam
gerist i Bronx
þegar hræðslan
við fjöldamorð-
ingjann David
Berkowitz (Sonur Sams) var sem mest
og segir myndin frá mafíuforingja
sem heitir háum verðlaunum þeim
sem fmnur fjöldamorðingjann. Götu-
flokkur undir stjóm Joey T er ákveð-
inn í að næla sér í verðlaunin og er
ekki vandur að meðulum i leit sinni
að morðingjanum. Strax við tökur á
myndinni mótmæltu ættingjar fómar-
lamba Sams og töldu að verið væri að
hefja morðingjann upp á stall, aðrir
aðilar mótmæltu 1 kjölfarið og var
Lee öllum lokið þegar svartir kyn-
bræður hans sökuöu hann um að
svikja málstað svartra í myndinni.
Loks kom að því að Disney, sem fram-
leiðir myndina, setti Lee skorður með
þeim afleiðingum aö hann þurfti að
fara í myrkrakompuna og breyta.
Með aðalhlutverkin í Summer of Sam '•
fara John Leguizamo, Anthony LaPa-
glia, John Savage, Mira Sorvino og
Bebe Neuwirth.
Jaws er hákarlamynd allra tíma og
hefur ekki oft verið reynt að skáka
henni. Finnski leikstjórinn Renny
Harlin (Die Hard 2, Cliffhanger, The
Long Kiss Goodnight) ætlar sér að gera
§tilraun til að
fylgfa í kiölfarið
á Jaws með
Deep Blue Sea
sem frumsýnd
verður síðla
sumars. Fjaliar
myndin um vís-
indakonu sem
telur að finna
megi i heila há-
karls frumur
sem geti læknaö alzheimersjúkdóminn.
Tilraun er gerð til að stækka heilann á
stórum hvítum hákarli sem var mun
gáfaöri en menn héldu, svo nú er bara
að ímynda sér hvað hvítur hákarl get-
ur gert þegar hann er farinn að hugsa
og það fyrsta sem kemur upp í huga
hans er að losna úr prfsundinni sem t
hann er í. í aöalhlutverkum í Deep
Blue Sea eru Samuel L. Jackson,
Saffron Burrows (enn ein breska leik-
konan sem spáð er frama 1 Hollywood),
Stellan Skarsgárd, Michael Rapaport
og LL Cool J.
Pierce Brosnan
í fótspor Steve
McQueens
Þessa dagana er Pierce Brosnan að
leika f nýrri Jams Bond-mynd sem
frumsýnd verður um næstu jól. Áður
en að þvf kemur eða um miðjan næsta
mánuö munum við sjá Brosnan 1 róm-
antísku sakamálamyndinni The w
Thomas Crown
Affair sem
leikstýrð er af
John McTiem-
an (Die Hard,
The Hunt for
Red October).
Þetta er endur-
gerö vinsællar
kvikmyndar
frá 1968. í
henni léku
Steve McQueen og Faye Dunaway að-
alhlutverkin og leikstjóri var Norman
Jewison. i þessari nýju útgáfu leikur
Brosnsn múltimiUjónera sem stundar
bankarán sér til skemmtunar. í hlut-
verkinu, sem Faye Dunaway lék, er
núna Rene Russo sem leikur spæjara
hjá tryggingafélagi. Dunaway sjálf
kemur fram 1 aukahlutverki. Þess má
geta að Pierce Brosnan er einnig
framleiðandi myndarinnar.
28. maí 1999 f Ó k U S
15