Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 14
 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildír: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Verkefni Alþingi kom saman í gær í fyrsta skipti eftir kosning- ar. Gamalreyndir stjórnmálamenn eru mættir enn á ný til leiks ásamt nokkrum nýliðum. Verkefnin sem bíða þeirra á kjörtímabilinu eru mörg - sum eru léttvæg af- greiðslumál, önnur skipta landsmenn verulegu máli. Fyrsta verkefni þingmanna sem einhverju skiptir er að tryggja jafnvægi í ríkisbúskapnum og raunar gott bet- ur. Nauðsynlegt verður að afgreiða fjárlög fyrir komandi ár með umtalsverðum tekjuafgangi, þannig að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkissjóðs innan- lands og utan. Tekjuafgang á ríkissjóði má hins vegar ekki ná með öðrum hætti en aðhaldi í útgjöldum, sam- hliða því að dregið er úr skattheimtu. Gæluverkefni þingmanna og útgjaldaloforð fyrir kosningar mega ekki koma í veg fyrir að þessu markmiði sé náð, ekki síst þar sem sveitarfélögin virðast ekki ætla að koma böndum á sín fjármál. Sala ríkisfyrirtækja getur gert þingmönnum bærilegra að ná tökum á ríkisfjármálunum, en til þess þurfa þeir að marka ákveðna stefnu í stað þess að vera tvístígandi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hóf sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum á síðasta kjörtima- bili en enginn veit hvenær eða hvernig verkið verður klárað. Viðskiptaráðherra fer eins og köttur í kringum heitan graut þegar talið berst að sölu ríkisbankanna, ekki ósvipað og samgönguráðherra varðandi Landssím- ann. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er almennt og óljóst orðalag um sölu á Landssímanum hf. Hér er um langstærstu einkavæðingu íslandssögunnar að ræða og því nauðsynlegt að tekið sé af skarið sem fyrst og mörk- uð stefna í því hvenær og hvernig fyrirtækið verður selt. Ljóst er að hugsanlegir kaupendur eru ekki aðeins inn- lendir fjárfestar heldur einnig erlendir sem yrði mikill styrkur fyrir íslenskt atvinnulíf í heild. Hættan er hins vegar sú að þingmenn dragi lappirnar og komi í veg fyr- ir sölu fyrirtækisins. Sumir þingmenn eru með þá áráttu að standa í vegi fyrir öllum málum er horfa til framfara í misskilinni þörf þeirra að þjóna sérhagsmunum. Endurskoðun útvarpslaga kallar á að þingmenn horfi fram á veginn og standi ekki í vegi fyrir eðlilegri þróun og framförum í íslenskri fjölmiðlun. Hugmyndir um að banna eða takmarka kostun á útvarps- og sjónvarpsefni er dæmi um það hvernig hið opinbera getur drepið nið- ur það sem vel er gert. En mestu skiptir að róttækar breytingar verði gerðar á rekstri, skipulagi og síðar eign- arhaldi Ríkisútvarpsins, sem að öðrum kosti á það á hættu að verða sem nátttröll í íslenskum fjölmiðlaheimi. Fyrsta skrefið er að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og leysa um það ofurvald sem stjórnmálamenn hafa á því. Næsta skref er að hefja sölu hlutabréfa og losa þannig ríkið út úr rekstri fjölmiðafyrirtækis. Það er með ólík- indum, nú þegar lítið lifir af 20. öldinni, að ríkið skuli enn vera flækt inn í rekstur fjölmiðils. Verkefnin sem bíða alþingismanna eru mörg, allt frá ríkisfj ármálunum til skipulagsbreytinga á heilbrigðis- kerfinu, frá skipulagðri sölu ríkisfyrirtækja til byggða- mála, frá sjávarútvegsmálum til stóriðju. Mikilvægast er að þingmenn haldi stillingu sinni á komandi mánuðum og misserum - missi ekki sjónar á því sem skiptir máli og ýti þannig sérstökum hugðarefnum sínum og þröng- um hagsmunum til hliðar. Óli Björn Kárason MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Störf og sta>a Alflingis skipta sköpum fyrir U>ræ>islegt stjórnarfar í landinu. fiingi> sækir vald sitt til fljó>ar- innar.“ Alþingi og fram- kvæmdavaldið breytingar á starfsað- stöðu og kjörum þing- manna oftast komið eftir dúk og disk þannig að þingið hefur engan sam- anburð þolað við sæmi- lega rekin fyrirtæki. Nægir þar að benda á húsnæðisaðstöðu þings- ins og ófullnægjandi að- stoð við alþingismenn. Sérstaklega sker í auga sá mikli munur sem enn er við lýði á aðstöðu framkvæmdavaldsins, ráðuneyta og stofanana þeirra annars vegar og Alþingis hins vegar. Samskipti þessara aðila ráðast um margt af þess- um aðstöðumun og segja má að þingið hafi verið í stöðugri vöm gagnvart ríkisstjórn og ráðherrum á hveijum tíma. ímynd „Farsæl samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu skipta miklu fyr- ir vegAlþingis. Því er með ólíkind- um að nú skuli eiga að stíga til baka það skref sem tekið var haustið 1993 þegar stjórnarand- stæðingar fengu formennsku í þremur fastanefndum þingsins Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alflingisma>ur Alþekkt er þrí- skipting ríkisvalds- ins sem bundin er í stjómarskrá lýðveld- is okkar í löggjafar- vald, dómsvald og framkvæmdavald. Samkvæmt 2. grein stjómarskrárinnar fara Alþingi og for- seti íslands í samein- ingu með löggjafar- vald. Ólafur Jóhann- esson talar í riti sínu Lög og réttur um lög- gjafarvaldið sem „frumstofn ríkis- valdsins" og megi hiklaust telja Alþingi aðalhandhafa þess. Forseti íslands og önnur stjómvöld og þá öðrum fremur ríkisstjóm fara með framkvæmdavaldið en dómend- ur með dómsvald sem ákvarðast af lögum. Þetta er rifj- að hér upp til að undirstrika stöðu Alþingis í stjóm- kerfinu. Störf og staða Al- þingis skipta sköp- um fyrir lýðræðis- legt stjórnarfar í landinu. Þingið sæk- ir vald sitt til þjóðar- innar. Þar sitja hin- ir þjóðkjömu fulltrúar, handhafar löggjafarvaldsins. Eru þetta ekki sjálfsagðir hlutir, augljósir hverjum atkvæðisbærum manni, að ekki sé talað um æðstu embættismenn í gervi ráðherra? Veik sta>a Alflingis Margt hefur vel verið gert til að bæta aðstöðu Alþingis og þeirra sem þar starfa hin síðari ár. Þó hafa þingsins út á við og takmarkað sjálfs- traust dregur dám af þessum ójöfn- uði og „frumstofn ríkisvaldsins" hef- ur meðal annars af þessum sökum orðið langtum veikari en skyldi. íhlutun rá>herra Fjölmörg dæmi mætti tilfæra um óeðlileg afskipti ríkisstjórnar af störf- um og aðbúnaði Alþingis. Fjármála- ráðherrar hafa iðulega hlutast til um fjárhagsramma þingsins sem á þó að heita að hafi fjárlagavaldið í sínum höndum. Hefur þessi afskiptasemi birst bæði gagnvart forsætisnefnd og Öárlaganefhd. Þá er íhlutun rikis- stjórna um starfstíma Alþingis orðin regla fremur en undantekning og skipta þá litlu áætlanir sem gerðar hafa verið og reynt er að binda fast- mælum við upphaf þings. Fram- kvæmdin ræðst af samskiptum for- sætisráðherra við forseta þingsins þar sem hinn fyrmefndi tekur sér húsbóndavald. Eins og til að undir- strika hvaðan valdið kemur er nú sá háttur upp tekinn að „úthlutá' for- setadæmi þingsins sem eins konar afgangsstærð um leið og ríkisstjórn sest á stóla. Auðvitað ber Alþingi sem heUd ábyrgð á því hvemig sam- skipti við framkvæmdavaldið hafa þróast og verður þar engum einum um kennt. Samskipti stjórnar og stjórnar- andstö>u Farsæl samskipti stjómar og stjómarandstöðu skipta miklu fyrir veg Alþingis. Því er með ólíkindum að nú skuli eiga að stíga tU baka það skref sem tekið var haustið 1993 þeg- ar stjórnarandstæðingar fengu for- mennsku í þremur fastanefndum þingsins. Með því var reynt að deUa nokkuð ábyrgð mUli fy&inga á þjóð- þinginu. Nú reið á að ganga lengra í því efni, tU dæmis með því að sfjóm- arandstaðan legði tU forseta Alþing- is. SkUaboðin frá framkvæmdavald- inu sem lánlaus meirUUuti þing- manna beygir sig nú fyrir em skýr. Hið fomfræga þing sem á þjóðveldis- öld starfaði án sýnUegs fram- kvæmdavalds er á stöðugu undan- haldi fyrir háaðli embættismanna sem era þess albúnir þá hentar að taka hina þjóðkjömu í bóndabeygju. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Brotthvarf Reykjavíkurflugvallar „Að flytja flugvöUinn úr Vatnsmýrinni og byggja þar miðborgarbyggð í staðinn er eitt stærsta framfaraspor sem Reykjavíkurborg getur stigið. Brotthvarf flugvaflarins úr Vatnsmýrinni mun brjóta af miðbæ Reykjavíkur þá hlekki sem hindrað hafa miðbæinn í að stækka og dafna. Það, að ekki er hægt að byggja háhýsi við eða í miðbæ Reykjavík- ur hefur gert það að verkum að miðbærinn heíúr litla stækkunarmöguleUca og miðbær án stækkunarmöguleika er miðbær sem staðnar og hnignar." Friðrik Hansen Guðmimdsson í Mbl. 8. júní. Þrautleiðinlegir hátíöisdagar „Stéttbundnum þjóðlegum hátíðis- og tyUidögum hefur ekki tekist að tofla í tískunni... Sjómannadagurinn er ekki lengur svipur hjá sjón og rennur oftar en ekki út í sand- inn við strendur landsins og sautjándann (sem er á næstu grösum) er að daga uppi í deyfð og drunga. Baráttuandinn og krafturinn sem ætti að einkenna hátíðisdag verkafólks 1. maí, er nú í mesta lagi hægur sunnan sjö.... Og frídagur verslunarmanna, þegar aUir eiga frí nema verslunarmenn, leysist venjulega upp í einu aUsherjar unglingafyUiríi og mgli ... Við skulum í engu breyta þessum gamalgrónu, þreyttu og oft á tíðum þrautleiðinlegu hátíðisdögum. Ein- faldlega vegna þess að aUa aðra daga ársins er þess krafist að við séum kát og feikifjörug, ung, faUeg og rík.“ Jóhannes Siguijónsson f Degi 8. júnl. Stéttamunur í íþróttum „Ég játa að ég er íþróttaáhugamaður ... í stéttskiptu samfélagi á borð við Bretland má sennilega sjá þessar and- stæður endurspeglast í íþróttum eins og knattspymu og golfi, og þó kannski enn frekar í rúbbíi og krikketi... Hér á landi er hins vegar erfiðara að koma auga á stéttamun í íþróttum en vissulega væri það forvitnilegt rannsóknar- efni hvort áhugamenn um golf hefðu tfl að mvnda meiri peninga á mflli handanna en áhugamenn um knattspymu. Hvað svo sem kæmi út úr slíkri rannsókn þá er ekki loku fyrir það skotið að fmna megi einhveija samsvömn mUli efnahagslegrar velgengni og íþróttaáhuga almennt." Þröstur Helgason í Mbl. 8. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.