Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Viðskipti_________________________________________________________________________________________dv Þetta helst: ...Viðskipti á Verðbréfaþingi alls 1.092 m.kr. ... Mest með húsbréf, 819 m.kr. ... Húsnæðisbréf, 170 m.kr. ... Hutabréf, 71 m.kr. ... Mest með bréf Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, 26 m.kr. ... Gengi FBA hækkaði um 3,9% ... Síldarvinnslan og Pharmaco hækka um 3,2% ... Karlar Karlar hafa að meðaltali um 32% hærri laun en konur. Þetta kemur skýrt fram í nýrri launakönnun Kjara- rannsóknametndar sem kom út fyrir skömmu. Lægstu meðallaun hefur al- Star Wars- stríð á íslandi Nýjasta Star Wars-myndin verður frumsýnd á íslandi í ágúst en heims- frumsýning á henni var á mánudag- inn. Mikill áhugi er á myndinni og mörg fyrirtæki hyggjast nýta sér þennan áhuga. Björn Sigurðsson, forstöðumaður kvikmyndadeildar Skífunnar, segir að mörg íslensk fyr- iræki vilji nýta sér þennan áhuga og sem dæmi má nefna að allur auglýs- ingatími fyrir sýningu myndarinnar er uppseldur. „Við höfum aldrei fundið eins mikla eftirvæntingu fyr- ir neinni mynd og nú með þær margar og stórar," segir Bjöm Sig- urðsson, forstöðumaður kvikmynda- deildar Skífunnar. Heyrst hefúr að mörg íslensk fyrirtæki sem reka ákafa markaðssetningu á sínum vör- um geri nú allt hvað þau geta til að gerast styrktaraðilar myndarinnar. Liklegt verður að teljast að sá sem hreppir hnossið hér á landi geti hagnast töluvert á því. Hins vegar er það ekki auðsótt mál að fá að styrkja útkomu myndarinnar hér á landi. Fyrirtæki þurfa að gera mjög ítar- lega greinargerð um sig og tilgang sinn á ensku og senda hana út. Sag- an segir að sjálfur George Lucas velji sjálfur þá aðila sem hann telji heppilegasta til starfans. Bjöm segir að komið sé á hreint hver hinn heppni verður en vildi ekki gefa það upp að svo stöddu. Til viðbótar við innlendan styrktaraðila hafa nokkur erlend stórfýrirtæki einkarétt á að nota sér nafnið. Pepsi, Pizza Hut, Kentucky og Lego era meðal þeirra. Hvað sem styrktaraðilum líður þá biða aðdáendur hér á landi spenntir en þeir verða að bíða fram í ágúst. Myndin verður sýnd i Regnboganum og sex öðrum bíóum. -BMG Launakönnun Kj ararannsóknarnefndar: með mun hærri laun - biliö hefur þó minnkaö Föst mánaðarlaun karla og kvenna 1998 Karlar Konur Hlutfallsmunur fllmennt verkafólk 106.019 96.396 10,0% Véla- og vélgæslufólk 124.965 95.720 30,6% Sérhæft verkafólk 139.736 93.539 49,4% Iðnaíarmenn 193.664 vantar Þjónustu- og afgreiðslufólk 142.241 95.531 48,9% Skrífstofufólk 127.665 106279 20J% Tæknar og sénnenntað starfsfólk 205.796 150.593 36,7% Sérfræðingar 293.600 228.994 282% Heimild:Kjararannsðknamefnd rsrm mennt verkafólk, eða 101.908 kr. á mánuði, en hæstu meðallaunin hafa sérfræðingar á ýmsum sviðum, 277.112 kr. á mánuði. Aðrar stéttir falla þama á milli og raun fátt sem kemur vera- lega á óvart. Að meðaltali var tima- kaup verkafólks 545 kr. en hæsta tíma- kaupið höfðu iðnaðarmenn, 876 kr. Hins vegar er ljós að sérfræðingar hafa að öllum likindum hærra tímakaup en yfirleitt era slíkir menn ekki á tíma- kaupi og því er það ekki gefið upp í könnuninni. Hér era skoðuð fost mánaðarlaun og ekki tekið tillit til yfirvinnu sem getur verið mjög misjöfn hjá þessum hópum. Einnig skiptast þessir hópar í marga undirflokka og á milli þeirra getur ver- ið nokkur munur. Þrátt fyrir ákveðna annmarka er ljóst að þessar tölur gefa sterka vísbendingu um launamun og launaþróun. Mikill munur Það sem er áhugavert að skoða er hversu mikill launamunur milli karla og kvenna er enn þrátt fyrir ágæta viðleitni margra til að leið- rétta þennan mun. Hér er gerður skýr greinarmunur á störfum og sam- kvæmt því sem hér kemur fram er ljóst að karlar hafa mun hærri laun en konur í sömu stéttarhópum. Ef skipt væri upp í afmarkaðari hópa myndi munur minnka eitthvað. Hluta af skýr- ingunni má rekja til þess hversu ólík störf karlar og kon- ur vinna innan þessara hópa. Til dæmis má nefna að meðal sérmenntaðs starfsfólks era kon- ur fiölmennar í hópi kennara og hjúkrunarfræðinga á meðan karlar sækjast í aðrar stöður. Þó er ljóst að þessi munur hefur minnkað því að meðaltali hafa laun kvenna hækkað meira en laun karla. Er launamun- ur skiljanleg- ur? Nú á dögum virðast allir vera sammála um að greiða eigi kon- um og körlum jafnhá laun fyrir sömu vinnu. Hins vegar sýna tölumar greinilega að svo er ekki. Vinnumark- aðssérfræðingar hafa margir reynt að útskýra hvemig á þessu stendur en enga einhlíta skýringu er hægt að ftnna á þessu. Ein skýring er sú að konur séu einfaldlega dýrari starfs- kraftar séð frá sjónarhóli vinnuveit- enda. Konur bera tvimælalaust meiri ábyrgð á heimilum, era líklegari til að fara í fæðingarorlof og sinna veikum bömum. Það hækkar kostnað vinnu- veitenda við að hafa konur í vinnu samanborið við karla. Þetta er hins vegar aðeins ein skýring af mörgum og er sjálfsagt algerlega ófuUnægjandi. Launamunurinn er staðreynd en ljóst er að það er langur vegur að því að fullt launajafhrétti kynjanna nái fram að ganga hér á landi. -BMG Meðailaunabreyting 1997-1998 Almennt verkafólk 6,6% Véla- og vélgæslufólk 3,9% Sérhæft verkafólk 8,9% Iðnaðarmenn 6,7% Þjónustu- og afgreiðslufólk 6,6% Karfar 6,3% Konur 6,9% Höfuðborgarsvæði 6,7% Landsbyggðin 6J% flllir 6,5% Heimild:Kjararannsóknarnefnd ll »x»al - byggir á grunni Handsals Á fóstudaginn I síðustu viku var Burnham Intemational hf. formlega stofnað. Fyrirtækið er byggt upp á grunni Handsals hf. sem nú hefur verið lagt niður. Starfsemi fyrirtæk- isins mun felast í ráðgjöf og þjón- ustu við fiárfesta svo sem við miðl- un verðbréfa, fasteignaveða, fiár- vörslu og stýringu á fiármagni. Jafnframt mun fyrirtækið sérhæfa sig í erlendum verðbréfaviðskiptum og einbeita sér aö því að innleiða ýmsar áhugaverðar nýjungar á ís- lenskum verðbréfamarkaði. Jon Burnham er stjórnarformað- ur nýja fyrirtækisins og Guðmund- ur Franklín Jónsson, verðbréfa- miðlari í New York, er varamaður. Forstjóri Bumham á íslandi er Guð- mundur Pálmason. -BMG Guömundur Franklín Jónsson, Jon Burnham og Guömundur Pálmason. DV-mynd Teitur Nýtt verðbréfafyrirtæki, Burnham International viðskipta- molar Hlutabréfaeign lífeyris- sjóða Hlutabréfaeign lifeyrissjóða hefur aukist jafnt og þétt undan- farið. Sérstaklega er athyglisvert hversu mikið erlend eign hefur aukist. Árið 1997 áttu sjóðimir er- lend hlutabréf að verðmæti 7,1 milljarður en 21,2 milljarðar árið 1998. Á sama tíma hefur innlend hlutabréfaeign tvöfaldast. Betri afkoma ríkissjóös Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var afkoma ríkissjóðs nokkru betri en á sama tima í fyrra. Á tímabilinu var 300 milljóna króna afgangur af ríkissjóði á móti svip- uðum halla í fyrra. Óvænt í Þýskalandi Svo virðist sem veik staða evrunn- ar sé að hafa jákvæð áhrif á þýskt efna- hagslíf. Veik evra gerir það að verkum að eftirspurn eftir þýskum vörum hefur aukist. Hagvöxtur var enn fremur meiri fyrstu mánuði þessa árs en búist var við og mældist 0,4% samanborið við 0,7% í fyrra. Hins vegar er at- vinnuleysi enn mikið, eða 9,1%. Framkvæmdastjóri hjá Skýrr Gengið hefur verið frá ráðn- ingu Atla Arasonar sem fram- kvæmdastjóra Sölu- og markaðs- deildar Skýrr hf. Atli er við- skiptafræðingur að mennt og hef- ur starfað alls um 20 ár hjá Skýrr hf. og er því öllum hnútum kunn- ugur. Atli mun taka við af Stefáni Kjæmested þann 15. júlí n.k. Indónesar fá lán Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að lána Indónes- um 34 milljarða króna lán. Þetta er gert í tilefni fyrstu lýðræðis- legu kosninganna í 44 ár og er hluti af mun stærri efnahagsað- stoð sem Indónesar þurfa á að halda. Minni stálframleiðsla Stálframleiðsla dróst saman um 2,5% í vikunni sem lauk 5. júní. Stálframleiðslan var 9,8% minni en meðaltal síðasta árs og var nýting framleiðslugetu 79,7% en hefur undanfarið ár verið 92,3%. Nýtingartölur eru taldar vera vísbending um hvort hag- kerfið sé að ofhitna og er birting talnanna því talin draga úr likum á vaxtahækkun. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. F-1500M Faxtæki, sími, símsvari, Windows prentari, skanni, tölvufax.og Ijósriti í einu tæki Sjálfvirkur deilir fax/sfmi Hitafilmu prentun Prentar á A4 pappír 20 blaða frumritamatari 300 blaða pappírsbakki FO-4500 • Prentar á A4 pappír • Laserprentun • 1 mb í minni (ca 50 slður) • 50 blaða frumritamatari • 650 blaöa pappírsgeymsla FO-2600 • Innbyggður sími • Prentar á A4 pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun • 512 kb minni • 20 blaða frumritamatari • 100 blaða pappírsbakki FO-1460 • Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.