Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999 Sport Sport 10 sigrar í röð ocj met í augsýn San Antonio Spurs hefur nú unnið 10 leiki í röð í úr- slitakeppninni og er aðeins einum leik frá því að jafna met Los Angeles Lakers frá 1989, yfir flesta sigra í röð á einu ári í úrslitakeppni. Lakers vann þá fyrstu 11 leik- ina en tapaði 0-4 fyrir Detroit í úrslitunum. Meiðsli hrjáðu þá reyndar lykihnenn Lakers í úrslitaleikjunum. Á þessu sést best að þeir leikir sem á undan hafa farit 1 skipta engu þegar í úrslitin er komið og San Antonk : Spurs þarf enn 4 sigra í viðbót til að verða meistarar. j David Robinson hefur átt marga Möguleikarnir eru þó miklir enda hefur enginn getað 1 stórleiki í vetur og er að öðrum stoppaö turnana tvo það sem af er úrslitakeppni NBA í ár. 1 ólöstuðum fremstur meðal jafningja í Indiana og New York heyja síðan enn mikla baráttu um afar sterku liði Spurs. að fá að mæta heitasta liði NBA-körfuboltans í dag -ÓÓJ Sinadráttur Heiðar Helguson nýtur hér aðstoðar Stefáns Stefánssonar, Helgi Kolviðsson og Guðjón Þórðarson iandsliðsþjálfari ræða málin sjúkraþjálfara landsliðsins, á æfingu í Moskvu í gær. fyrir leikinn gegn Rússum. DV-mynd JKS ^ DV, Moskvu: Rússar leggja gífurlega mikla áherslu á aö kom- ast í úrslitakeppnina í Hollandi og Belgíu næsta sumar. Ef þaö gengi eftir hefur þeim verið heitið tugum milij- óna. Það er því Rússum í mun að leggja íslend- inga að velli í dag. Jafntefli - yrði góð úrslit að mati Guðjóns Þórðarsonar Frakkar sœkja Andorra heim í 4. riðli, íslandsriðlinum, í kvöld. Reynd- ar ekki heim, því leikið er á Montju- ic-leikvanginum í Barcelona. Heima- völlur Andorra rúmar aðeins 1250 manns en reiknað er með um 10 þús- und frönskum áhorfendum á leikinn. Frakkar eru enn án Zinedine Zi- dane. sem er meiddur, og þá verður Youri Djorkaeff ekki með vegna veikinda. Nýr þjálfari hefur tekið við liði And- orra, David Rodrigo að nafni. Hann Leikmenn 1 NBA-deildinni í körfuknattleik komast ekki upp með neitt múður. í gær var Larry John- son, leikmaður New York Knicks, sektaður vegna þess að hann mætti ekki á tilsettum tíma til viðræðna við blaðamenn. Slika hegðun eiga for- ráðamenn NBA erfitt með að líða og þeir gripu umsvifalaust til þess ráðs að sekta Johnson um 700 þúsund krónur og forráðamenn New York Knicks fengu sömu afgreiðslu. Reikna má með að Johnson mæti næst þegar blaðamenn bíða hans. -SK Guðjón Þórðarson stappar stáli í sína menn á æfingu í Moskvu í gær. Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu ætla að tjölmenna á leik Rússa og íslendinga í kvöld. Jón Egill Egils- son, sendiherra og tíu manna lið úr sendiráð- inu kemur á leikinn. Starfsmenn SH hér í Moskvu láta ekki heldur sitt eftir liggja og koma einnig á leikinn. Hér er um einhvern hóp að ræða og svo er einnig vitað af fleiri Islending- um í Moskvu í við- skiptaerindum. Vióar Halldórsson og Jón Gunnlaugsson, í 21- árs nefndinni, fóru árla morguns á Lokomotiv- leikvanginn til að skipu- leggja leikinn við Rússa sem verður leikinn á há- degi að islenskum tíma, eða klukkan fjögur að staðartíma. Halldór B. Jónsson og Geir Þorsteinsson fóru í sömu erindagjörðum klukkan 11 að staöar- tíma til að skipuleggja með Rússum A-landsleik þjóðanna sem hefst klukkan 7 að Moskvu- tima, eöa klukkan 3 að íslenskum tima. Þegar íslenska lands- liðið keyrði inn í borg- ina í gær frá flugvellin- um fékk það lögreglu- fylgd. Á undan bil lands- liðsins fór lögreglubill með blikkandi ljós og gerði þannig leiðina greiðfærari en efla, en umferð var allnokkur. Ekki veróur annað sagt en íslendingar hafi feng- ið hlýjar móttökur hér í Moskvu. Allir eru reiðu- búnir að greiða götu ís- lendinganna, svo ekki verður annað sagt en gestrisnin sé fyrsta flokks. Viö komuna í gær var um 30 stiga hiti í Moskvu og voru tölu- verð viðbrigði fyrir ís- lensku landsliðsmenn- ina að koma að heiman í þennan mikla hita. A-landsliöid æfði á Dynamo-leikvanginum í gærkvöldi í 22 stiga hita og fylgdist þónokkur hópur með æfingunni. Völlurinn er góður og lét landsliðið vel af hon- um og engin meiðsl hrjá leikmennina. Guöjón Þóróarson landsliðsþjálfari kann- aðist við sig þegar hann gekk inn á Dynamo-leik- vanginn í gær. Hann stýrði þar Skagamönn- um í Evrópukeppninni 1996 gegn Dynamo. -JKS Turnarnir tveir - Tim Duncan og David Robinson leiddu SA Spurs i úrslit NBA í fyrsta sinn Árangur San Antonio Spurs hefur vakið mikla athygli í úrslita keppni NBA-deildarinnar í ár. Spurs er nú búið að vinna 10 leiki í röð í úrslitakeppninni, „sópa“ ekki minni liðum út en Los Angel- es Lakers og Portland Trailblazers 4-0 og er nú komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. 213 cm og 216 cm Ástæðuna fyrir hinum snögga uppgangi liðsins frá olíuríkinu Texas eru flestir sammála um, frammi- staða turnanna tveggja, David Robinson og Tim Duncan, bæði í sókn og vörn. David Robinson er 34 ára, 216 cm á hæð, 113,4 kg og hefur verið í deildinni frá 1989. Hann var reyndar valinn 1987 en þurfti að sinna skyldum sínum í hemum í tvö ár. Robinson hefúr leikið 10 tímabil, samtals 685 leiki og skorað í þeim 24,4 stig að meðaltali, tekið 11,5 fráköst og var- ið 3,39 skot. Tim Duncan er 23 ára, 213 cm á hæð, 112,5 kg og er að spila sitt annað ár í NBA-deildinni. Hann var kosinn nýliði ársins 1997-98 og hef- ur bæði árin sín verið kosinn í lið ársins í NBA auk þess að verða þriðji í kosningu á leikmanni ársins í ár. 36,7 stig að meðaltali Styrkurinn hjá Spurs er að hafa tvo mið- herja/stóran framherja sem geta hlaupið völl- inn, sent boltann, varist og skelft vamir and- stæðinga á alla mögulega vegu. Tölur kappanna í úrslitakeppninni i ár era líka ógnvænlegar fyrir næstu andstæðinga en þær má sjá hér til hliðar. Þeir félagar skora 36,7 stig að meðaltali, taka 19,5 fráköst og verja 4,91 skot. Ólíkt mörgum stóram mönn- um í deildinni þýðir líka lítið að brjóta á þeim því báðir hitta þeir yflr 72% úr vítun- um auk þess að nýta skotin sín um 50%. Styrkur liðsins felst síöan í því að nýta sér þegar andstæðingar bregða á það ráð að tvídekka Duncan eða Robinson. Boltinn gengur vel í liöinu, í því eru góðir skotmenn og leikmenn liðsins era fljótir að finna opna manninn. - ?*. €t> * Tim Duncan hefur átt frábæra leiki með San Antonio Spurs i vetur og það er ekki síst Duncan að þakka að Spurs er komið í úrslitaleikina. Reuter F Tölfræði Turnanna í úrslita- keppninni ■ Stig að meðaltali í leik: 36,7 Tim Duncan 21,5 David Robinson 15,2 Fráköst að meöaltali íleik: 19,5 Tim Duncan 10,4 David Robinson 9,1 Varln skot að meðaltali í leik: 4,91 Tim Duncan 2,83 David Robinson 2,08 Skotnýting: 50,3% Tim Duncan 49,7% David Robinson 51.2% Vítanýting: 73,4% Tim Duncan 72,7% ||^ David Robinson ■Mfc:.. 74,4% stýrði botnliði i C-deildinni par til fyrir skömmu, en nú biður hans leikur viö sjálfa heimsmeist- arana. Julen Lucendo, hættuleg- asti sóknarmaður og fyrir- liði Andorra, leikur kveöjuleik sinn í kvöld. Lucendo, sem á sínum tima spil- aði einn leik með Barcelona, er 29 ára en ætlar nú að leggja skóna á hifluna og einbeita sér að fjölskyld- unni og vinnu sinni sem bilstjóri. Úkraina sækir Armeníu heim í þriðja leiknum í 4. riðli og verður án aðalmarkvarðar síns, Olexand- ers Shovkovskys. Hann meiddist á æfíngu í gærmorgun. Vm 97 prósent þeirra sem taka af- stöðu telja að Guöjón Þóröarson hafi staðið sig mjög vel eða frekar vel sem landsliðsþjálfari, samkvæmt nið- urstöðu í skoðanakönnun sem Price- waterhouseCoopers ehf. hefur sent frá sér. Rúmlega 90 prósent i sömu könnun eru ánægð með gengi is- lenska landsliðsins að undanfómu. Markvörður landsliðs Úkrainu, Olexander Shovkovsky, meiddist á æflngu liösins fyrir leikinn gegn Armeníu í kvöld. Meiðslin em alvar- legri en talið var i fyrstu og ljóst að Shovkovsky mun ekki leika á milli stanganna í kvöld. írska sundkonan Michelle Smith-de Bruin hefur ákveðið að leggja sund- bolinn á hifluna. Ástæðan er sú að yf- irvöld halda fast við þá nið’urstöðu að hún hafl neytt ólöglegra lyfja en hún hefur afltaf neitað þeim ásökun- um. Brasilíski landsliðsmaöurinn í knatt- spymu, Paulo Sergio, er mjög ná- lægt því að skrifa undir samning við þýsku meistarana í Bayem Munchen. Uli Höness hjá Bayern Munchen greindi frá þessu í gær en Bayem mun kaupa Brasilíumanninn frá ítalska liðinu AC Roma. Verölaun á opna breska mótinu í golfi, British Open, verða hækkuð verulega. British Open fer fram í næsta mánuði og þá mun sigurvegar- inn fá 40,2 milljónir króna sem er 6 milljóna króna hækkun frá síðasta móti. DV, Moskvu: Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálf- ari íslands í knattspymu, stjórnaði lokaæfmgu landsliðsins af röggsemi á Dynamo-leikvangnum í Moskvu í gærkvöld fyrir leikinn gegn Rúss- um í riðlakeppni Evrópumóts lands- liða. Fyrir leikinn er staða íslands sterk í 4. riðli en liðið er í öðru sæti með 12 stig, eða tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Úkraínu. Frakkar eru í þriðja sæti með 11 stig og Rússar eru með 9 stig í fjórða sæt- inu eftir glæstan sigur á Frökkum i París um síðustu helgi. Guðjón ætl- aði ekki að velja byrjunarliðið fyrr en eftir göngtúr liðsins snemma í morgun. Hvernig œtli þessi mikilvœgi leikur leggist í þjálfarann? „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta verður erfitt og það mun því ekki af veita að brýna strákana fyrir þessi átök. Við ætlum inn í leikinn með svipuðum hætti og við gerðum í Úkraínu og við sjáum hvað það fleytir okkur langt. Við erum búnir að ná góðum úrslitum gegn Frökkum, Úkraínu og Rússum án þess að vera velta okkur of mik- ið upp úr andstæðingnum. Það sem skiptir máli er að við náum að stilla saman strengina og setja okkur í þær stellingar og ein- beitingu sem til þarf. Það skiptir öllu máli að menn nái að einbeita sér fyllilega að því sem til stendur. Minnstu mistök geta reynst okkur dýrkeypt," sagði Guðjón Þórðarson við DV í Moskvu í gærkvöld. „Það hefur orðið töluverð breyt- ing á mannskap Rússanna frá í Reykjavík í fyrrahaust og nýr þjálf- ari tók við eftir tapið gegn okkur. Það virðist verða annar bragur á rússneska liðinu í dag og það getur . virkaö á tvennan hátt. Annars veg- ar mæta þeir fullir sjálfstrausts en þeir eru og sjálfumglaöir eftir sigur- inn á Frökkum. Ef það væri reyndin gæti það reynst okkur vel. Jafntefli yrði að mínu mati góð úrslit enda voru Rússar sofandi framan af en eru vaknaðir til lífsins. í upphafi gerðu fáir sér vonir um að við næðum ein- hverjum úrslitum í þessum riðli enda firnasterkur. Mér finnst hjá mörgum vera fariö, að gæta og mikillar bjartsýni um að ’ það sé sjálfgefið að fara til Moskvu og ná í jafntefli. Ég vara við því hugarfari en ef það reyndist niður- staðan þá yrði ég mjög ánægður," sagði Guðjón í spjallinu við DV. -JKS Bera virðingu fyrir Islandi DV, Moskvu: Það kom fram í viðtölum við rússnesku landsliðsmennina í dagblöðum í Rússlandi í gær að þeir bera fuUa virðingu fyrir íslenska liðinu. Þeir segja íslenska liðið sterkt og tU að leggja það þurfi þeir að leggja sig aUa fram. Ljóst þykir að Rússa muni tefla fram óbreyttu liði frá fræknum sigri gegn heimsmeisturam Frakka um síðustu helgi. Sá leikmaður sem vakti hvað mesta athygli í rússneska liðinu var hinn sókndjarfi Alexander Panov sem leikur með Leningrad. íslenska liðið verður að hafa góðar gætur á honum í leiknum í dag. -JKS „Spurning hvort við nýtum færin“ - segir Rúnar Kristinsson um leikinn í dag DV, Moskvu: Rúnar Kristinsson, sem leikur sinn 76. landsleik í dag, segir að liðið muni leika stífan varnarleik gegn Rússum og reyna síðan að leika hratt upp völlinn þegar tækifærin gefast. „Við munum reyna að pota inn í einu marki en þetta verður erfltt. Við höfum gengið í gegnum svipað í Úkraínu og þetta verður eflaust áþekkt hér í Moskvu. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og ef menn koma vel stemmdir til leiksins og taka á því. Það var gifurlega sterkt hjá Rússum að sigra Frakka á útivelli og þau úrslit undirstrika styrkleika þeirra. Fyrir vikið era þeir komnir í bullandi séns í riðlinum og ef þeir vinna í dag fara þeir upp fyrir okkur. Þeir hafa í raun allt að vinna og pressan er á þeim. Við þurfum helst að ná í stig þarna en við erum samt ekki út úr myndinni þótt við töpum,“ sagði Rúnar Kristinsson í samtali við DV eftir æfingu í gaer. Rúnar sagði í raun að jafntefli yrðu mjög góð úrslit en að sjálfsögðu reyndu þeir að koma sér fram á völlinn. „Ég er þess fullviss að við fáum tækifærin í leiknum en spurningin er aðeins hvort við náum að nýta þau,“ sagði Rúnar Kristinsson sem leikur í dag sinn 76. landsleik fyrir ísland. -JKS 36 þúsund koma á leikinn DV, Moskvu: Uppselt er á leik Rússa og ís- lendinga í 4. riðli Evrópumóts landsliða í knattspymu sem fram fer á Dynamo-leikvangin- um í Moskvu í dag. 36 þúsund miðar runnu út eins og heitar lummur og sögðu talsmenn rúss- neska knattspymusambandsins það í gær að hæglega hefði verið hægt að selja helmingi fleiri miða. Aðgöngumiðinn kostar um 100 rúblur eða um 300 íslenskar krónur. Það þykir ekki ýkja ódýrt þegar horft er til þess að meðallaunin era um fimm þús- und krónur íslenskar. Ástæða þess að láta ekki leik- inn fara fram á Lenin-stadion, sem tekur um 80 þúsund manns, var sú að rússneska liðið lék framan af ekki vel í riðlinum og því fundu forsvarsmcnn knatt- spyrnusambandins ekki fyrir miklum áhuga. Hins vegar eftir frábæran sigur á Frökkum um síðustu helgi jókst áhugi aftur en fyrri ákvöröun um leikstað stóð óbreytt. Lárus Orri Sigurðsson með knöttinn en til varnar er Ríkharður Daðason en 0 hann skorað'i fyrra mark ísiands gegn Armeníu um síðustu helgi. 1 -'4|. _ Guðjón Þórðarson landsiiðsþjálfari og Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegur ráðgjafi KSÍ, brosa vonandi eins og á þessari mynd eftir leikinn í dag. Blcmd í Bland i noka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.