Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Síða 6
A: Jamm.
F: Blessaöur, Ari. Þetta er hérna á
Fókus.
A: Já, hæ.
F: Hvaö segirðu gott?
A: Allt fínt.
F: Hvað ertu að gera?
A: Bara núna?
F: Já, bara núna.
A: Ég er ekki að gera neitt sérstakt,
er hjá kærustunni. Var að klára að
vinna.
F: Hvað ætlið þið að gera, bara
hangsa?
A: Já, já. Við vorum aö spá í að
taka spólu.
F: Nú, eruð þið með einhverja sér-
staka í huga?
A: Við vorum að spá í að taka Fri-
ends and Neighbours með honum
þarna, hvað heitir hann aftur?
F: Eeeeeeee....hann þarna
Mary.....
A: Ben Stiller!!
F: Já, einmitt.
A: Ætluðum að tékka á henni, á að
Þetta
hala
Nýstirnið í Litlu hryllings-
búðinni hefur vægast
sagt slegið í gegn.
Leikdómarnir segja ein-
róma að hún steli senunni
og standi sig frábærlega.
Þessi 26 ára stelpa úr
Mosó heitir Þórunn
Lárusdótlir, lærði leiklist
í London og sá að hluta
til fyrir sér með módel-
störfum. Hún reyndi að
fá einhvern botn í þetta
allt saman í samtali við
Fókus.
vera ágæt.
F: Hvað á svo að gera um helgina?
A: Ja, á laugardaginn er ég að fara
í ljósmyndarapartí.
F: Nú, nú. Verður þá öll ljósmynda-
elita landsins þar samankomin und-
ir sama þaki?
A: Svona nokkum veginn. Við
erum nokkrir félagar saman með
Utkópieringarvél, eina stóra græju
sem við slógum aUir saman í.
F: Hlakkaröu ekki tU 17. júní?
A: Jú, alveg svakalega. Þjóðhátíðar-
stemningin er engu lík.
F: Færöu frí?
A: Ég vona það. Þá getur maður
kikt niður í bæ og haldiö hátiðlega
upp á daginn.
F: Það er um að gera. Gangi þér vel
á morgun, ég bið að heilsa.
A: Ókei, skila því. Bæ.
F: Blessaður.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja,“
stynur Þórunn Lárusdóttir leikkona
þegar heimtuð eru viðbrögð við þeim
frábæru leikdómum sem hún hefur
verið að fá fyrir frammistöðu sína í
Litlu hryllingsbúð Borgarleikhússins.
„En það er gaman að standa sig vel.“
En hvernig tilfinning er þetta? Öskr-
aröu: „Já. Ég er best, “ eins og fótbolta-
gœi eða hvíslaröu: „Hjúkk," eins og
stjórnmálamaöur?
„Ég fékk nú bara tár í augun þegar
ég las fyrsta leikdóminn en ég lít ann-
ars ekkert á þessa dóma sem sigur af
minni hálfu. Hér eftir verð ég að
standa mig. Þetta er bara eins og að
skora fyrsta markið. Allur leikurinn
er eftir,“ segir Þórunn en viðurkennir
að auðvitað sé hún í skýjunum.
„Svona umfjöllun styrkir mann í
baráttunni og nú langar mann bara í
meira."
Nei, nei, nei, nei. Þetta er ekki bara af því að þeir eru báðir ofsalega
fyndnir eða að Stefán Karl Stefánsson sé að herma eftir Rowan Atkin-
son. Þvert á móti. Stefán Karl er okkar maður og miklu hæfileikaríkari
en þessi Rowan sem er alltaf fastur i hinum sérvitra Mr. Bean. Þeir eiga
það þó sameiginlegt að vera ógurlegir grettukarlar með gúmmíkinnar,
þykkar augabrýr fyrir ofan útstæð augu og einstaklega kyssilegar varir.
Svo er Stefán líka ósköp svipaður í öllum líkamsburðum og Mr. Bean en
það er nú eitthvað sem hann getur ekkert að gert, eða hvað?
Stefan Karl Stefánsson.
Rowan Atkinson.
Listafamilían
Þórunn litur svo á að erfiðasti
kaflinn sé í raun að uppgötva per-
sónuna sem hún er að leika. Það
gerist á æfingatímanum sem er yf-
irstaðinn en sá tími sem stendur
yfir núna er líka erfiður þvl það
þarf að halda í karakterinn sem
tveir mánuðir fóru í að finna. En
það var einmitt fyrir tveimur mán-
uðum sem Þórunn var kölluð heim.
Hún hafði verið í London í fjögur
ár, þrjú í Webber Douglas
Academy og eitt í harkinu, eins og
sagt er.
Hvaó með sönginn? Varstu að
syngja áður en þú fórst út?
„Nei. En ég er náttúrlega alin
upp í listafamilíu og spila á
trompet og píanó,“ segir Þórunn
sem er dóttir þeirra Sigríðar Þor-
valdsdóttur leikkonu og Lárusar
Sveinssonar trompetleikara. „Ég
fór samt ekkert að læra söng fyrr
en ég byrjaði í skólanum úti. En
söngur og trompetblástur byggjast
upp með svipuðum hætti hvað önd-
un og þind varðar, þannig að ég
var komin með vissar undirstöð-
ur.“
Er mikill munur á að alast upp í
„listafamilíu" og hinni venjulegu
plebbafjölskyldu?
„Nei, alls ekki,“ segir Þórunn og
hlær. „í minni fjölskyldu var bara
ótrúlega mikið um tónlist og listir
en líklega meira horft á íþróttir hjá
nágrönnum okkar."
Ekki hálaunastarf
„Ég bý úti í Bretlandi og er í
sambúð með James Healy sem er
leikari eins og ég,“ útskýrir Þór-
unn þegar talið berst að sambýlis-
stöðu stúlkunnar. „En hérna heima
er ég bara á flakki á milli pabba og
mömmu og ekki alveg búin að
koma mér fyrir.“
Þú fórst út ‘95. Er mikill munur á
stemningunni þá og núna?
„Ekki afgerandi en mér finnst
fólk vera jákvæðara núna en það
var þá. Það gæti líka verið af því að
ég er breytt manneskja og svo er
auðvitað þetta góðæri nú.“
Þú ert samt á skítalaunum, er
það ekki?
„Nei, nei. En þetta er ekkert há-
launastarf. Launin fara auðvitað
eftir því hvað það er mikið að
gera en þau eru lægri hér en úti.
Á móti kemur að hér heima er
miklu meira frelsi til að sýna
hvað í manni býr en úti gæti mað-
ur eytt ævinni í að leika alltaf
sama eða svipuð hlutverk en haft
góðar tekjur af. Þá er bara að
spyrja sig hvort er meira virði,“
segir Þórunn og bætir því við að
auðvitað séu einhverjir leikarar
úti sem fái að sýna hvað í þeim
býr en það eru yfírleitt bara
stjörnurnar. Sjálf segist Þónmn
skemmta sér vel hér heima en
auðvitað á hún karl úti og er bara
samningsbundin hjá Borgarleik-
húsinu til jóla.
En hefurðu fengið einhver tilboö?
„Nei. Það eru einhverjar þreif-
ingar en ekkert sem ég vil tala
um.“
Módel og þýðingar
Þú hefur sem sagt ekki hugmynd
um hvort þú ferð út aftur?
„Nei. Ég er að vona að ég geti
bara flakkað á milli London og
Reykjavíkur. Það er yndislegt að
vera hérna og leika á íslensku En
ég lærði auðvitað á ensku og það
er til dæmis ólýsanlega gaman að
leika Shakespeare á ensku."
Tapast alltaf eitthvað í þýðing-
um?
„Já, að vissu leyti. En síðan er
margt skrýtið í þessu. Gorkí er til
dæmis betri á íslensku en ensku.
Það er eitthvað við andrúmsloftið
í rússneskum verkum sem heldur
sér á íslensku en tapast í ensku,“
segir Þórunn og tekur annað
dæmi: „Ég keypti Sjálfstætt fólk á
ensku fyrir kærastann minn og
honum fannst hún mjög góð en
ekki nærri því jafnmikil snilld og
mér finnst hún. Það er ekki það að
þýðingin hafi verið slæm heldur
tapaðist bara svo margt í stemn-
ingunni þegar hún var þýdd yfir á
annað tungumál."
En Þórunn er ekki bara leik-
kona. Hún lenti í þriðja sæti í Ung-
frú ísland ‘92 og var síðan valin
Ungfrú Skandinavía ‘93. Það má
því kalla hana módel líka, eða
fyrrverandi módel þvi hún er
svona að vona að hún þurfi ekki
að módelast í náinni framtíð.
Þú módelaóir þér í gegnum skól-
ann?
„Já. En ég tók auðvitað náms-
lán eins og aðrir námsmenn en
var það heppin að ég komst á
samning hjá ítalska tískuhönnuð-
inum Franco Moschino og gat
notað launin til að brúa bilið því
það eru mjög há skólagjöld þarna
úti,“ segir Þórunn og vill ekki
gefa upp hversu háar upphæðir
voru í boði hjá ítalanum. En hún
viðurkennir þó að hafa gengið
„The Catwalk“ og setið fyrir á
myndum.
Flórída fyrir 10 árum
Hyar varstufyrir tíu árum?
„Ég var nú bara í Bandaríkjun-
um sem nokkurs konar
skiptinemi hjá móðurbróður mín-
um í Flórída. Ég var í svona High
School ásamt frænku minni,
henni EHenu HaUdórsdóttur, og
við vorum ógurlegar pæjur.
Stunduðum það öðru hvoru að
skrópa í skóla og fara á Dunk-
in’Donuts og kaupa alveg gommu
af kleinuhringjum og bruna síðan
niður á strönd á ógurlegum
blæjubíl. Ég man lika að við vor-
um með rosalega axlapúða," segir
Þórunn.
En hvar helduröu aö þú veröir I
eftir tíu ár?
„Ég vona bara að ég verði búin
að koma mér vel fyrir sem leik-
kona og eigi hús, tvö börn og
hund. Sá draumur má líka rætast
á þann veg að ég geti verið á
flakki' á milli íslands og Bret-
lands.“
íslenska þjóðin hlýtur þó að
leggja allar sínar vonir í að
axlapúðar verði ekki komnir í
tísku þá.
-MT
6
f Ó k U S 11. júni 1999