Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 15
Loftheilinn „Hvað myndi gerast ef maður bráðnaði? Þú veist, maður heyrir aldrei neinn tala um þetta, en skyndibruni? Hann er til!! Fólk brennur að innan. Stundum er einhver i viðarstól og stóllinn sviðnar ekki einu sinni, en það er ekkert eftir af manneskjunni nema tennurnar. Eða hjartað. Enginn talar um þetta en þetta er til!“ Þetta lét hann Keanu Reeves einhvem tímann hafa eftir sér í viðtali. Keanu hefur aldrei verið álitinn neitt gáfnaljós og hann hefur margoft viðurkennt heimsku sína í viðtölum. Samt sem áður er hann einn af Hollywood-elítunni og hefur leik- ið í mörgum þrælgóðum mynd- um. Keanu ólst upp í hjólhýsa- hverfi í Toronto og er kominn af lágstéttafjölskyldu. Pabbi hans er hálfur Hawaiibúi og hálfur Kín- verji en mamma hans er ensk. Þau skildu stuttu eftir að Keanu fæddist og mamma hans flutti til Toronto í Kanada og er Keanu enn þá með kanadískan rikis- borgararétt. Hann lagði leikinn snemma fyrir sig og var í ýmsum sjónvarpsmyndum og þáttum þar í bæ en fyrsta myndin sem hann vakti einhverja athygli í var River’s Edge eftir Tim Hunter. Þetta var þegar hann var búinn að láta drauma sína rætast og flytja til Borgar englanna. Keanu varð síðan vinsæll í kjölfar Bill & Ted myndanna þar sem hann lék Ted „Theodore" Logan. Vandamálið er það að hann virð- ist hafa fest sig í rullunni sem Ted. Á seinni árum hefur hann leikið í fjölmörgum stórmyndum og á hann það að þakka sprengj- unni sem varð þegar æsimyndin Speed var sýnd þar sem hann og Sandra Bullock voru teymi. Hann hefur ekki beint vaðið í verðlaunum eða tilnefningum en einu yerðlaunin sem hann hefur hlotið eru MTV-verðlaunin en þau fékk hann einmitt fyrir að vera í besta teyminu í Speed og girnilegasti karlmaðurinn í Point Break. Hann hefur hins vegar verið margoft tilnefndur og hlotið Razzie-verðlaunin alræmdu sem veitt eru fyrir afburðaslæman leik. Keanu er nú samt þrælgóður á hlaupum og eflaust búinn að negla sig niður meðal stjamanna nú með Matrix. Hann spilar einnig með hljómsveit sem hann stofnaði sem heitir Dogstar og er hún einmitt að fara að spila á Glastonbury-hátíðinni á Englandi. Fæðingardagur og ár: 2.september 1964. Fæðingarstaður: Beirút, Líbanon. Stjörnumerki: Meyja. Maki: Enginn sem vitað er um, hann segist ekki hafa tíma fyrir slíkt. Kvikmyndir: River's Edge (1989), Dangerous Liaisons. (1989), Parenthood (1989), Bill & Ted's Excellent. Adventure (1989), I Love You to Death (1990), Bill & Ted's Bogus Jo- urney (1991), Point Break (1991), My Own Private Idaho (1991), Bram Stoker's Dracula (1992), Even Cowgirls Get the Blues (1993), Much Ado about Nothing (1993), Little Buddha (1993), Speed (1994), Jhonny Mnemonic (1995) , A Walk in the Clouds (1995), Chain Reaction (1996), Feeling Minnesota (1996), The Devil's Advocate (1997), Me and Will (1998), The Matrix (1999), The Replacements (2000) Frumsýning í dag: Robeit Cariyle snýr aftur Fyrsta mynd kauða frá því hann kom fram í Full Monty og sýndi ekk- ert á sér delann. Þetta er að vísu eitthvað mjög skrýtin mynd. Allt út- lit myndarinnar er ofsalega sjóræn- ingjalegt með smá Sense and Sen- sebility ívafl. Nett þreytandi fyrir alla nema hámenningarpakkið. Það er að vísu verið að reyna að blanda þessu öllu saman í Plunkett and Macleane - erfitt að bera þetta fram: Plunkett and Macleane. Mynd- in á að vera ofsalega raunsæ og tek- ur sjálfa sig alvarlega en bætir við smá púður-aksjon og virkilegu drama. Hún er samt sönn saga. Já, þessir Plunki og Maci voru til i al- vörunni og létu eins og Hrói höttur. Rændu þá ríku og svona. Það er því ekkert sem bendir til þess að mynd- in sé leiðinleg. Það bendir heldur ekkert til þess að hún sé skemmti- leg. En Robbi karlinn verður allavega góður, því hann getur leikiö, helvískur. Þetta er samt svona mynd sem spyrst meira út heldur en ein af þessum hæpdrullublöðrum, hún er líka bresk. Robert Carlyle er ekki beint sætur, og þó. Hann er allavega þrusuleikari. Sveinn. HVaaon Miöauerö aðeins 1200 krónur Flidrik 2000 Talsmenn fá miðann á 980,- 1ÍasTaSNíi Sími 552 3000 13. , 16. og 21. Júní 15. Júlí og 18. Júlí Akureyri 11. 12. 18. visir.is m og 19. Júní NÚ GETUR ÞÚ UNNIÐ r r ÞERINN MIÐA A ÍSLANDSFLUG gorír fíoirum fœrt aö fíjúgo vísir.is i 11. júní 1999 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.