Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Síða 10
víkuna 3.6-10.6. 1999
NR. 326
Lagið í tíunda sæti, Flat Beat með Mr.
Oizo, stendur í stað fimmtu viku sína á
listanum. Lagið varð vinsælt þegar það
var notað í Levi’s auglýsingarherferð þar
sem brúðan Rat Eric fer á kostum með
sérstæðu headbangi sínu og stælum.
Vikur á lista
ALL OUT OF LUCK . . . . . .SELMA (EUROVISION) ® ItlLlttLIII
RIGHT HERE RITHT NOW . ® mi
SCAR TISSUE RED HOT CHILLI PEPPERS t n
SECRETLY #iiii
WHY DON’T YOU GET A JOB OFFSPRING 4 mmm
STARLOVER 1 ii
OOH LA LA 1
THINKING OF YOU 4 m
LADYSHAVE t mmmm
FLAT BEAT #mi
11 LIVIN’LA VIDA LOCA t mi
12 PROMISES 4 mmn
13 PROMISES t iiii
14 CANNED HEAT 4 rniii
15 IT’S NOT RIGHT BUT IT’S OK . . .WHITNEY HOUSTON 4 mm
16 WILD WILD WEST . . .WILL SMITH (WILD WILD WEST) tii
17 KISS ME SIXPENCE NONE THE RICHER #m
18 STRONG 4 mmn
19 ALLSTAR t ii
20 |N OUR LIFETIME 4 mmi
% NEW 4 mm
4». LENDING 407 11
( TREAT HER LIKE A LADY t iii
^ CLOUD NUMBER NINE . . . t m
% PERFECT LIFE t iii
t GENG í HRINGI 4 m
% VIAGRA 1. ii
EINN MEÐ ÞÉR 4 mm
LOOK AT ME 4 mi
ii... YOU NEEDED ME t iii
t RED ALERT t m
Cb SÍGRÆN ÁST t ii
I WANT IT THAT WAY . . . . 4 mi
db SWEET LIKE CHOCOLATE . . .SHANKS & BIGFOOT frn |
& ONE AND ONE 4 iiii
% GET READY tn
^ LITLA HRYLLINGSBÚÐIN . . .ÚR LITLU HRYLLINGSB. 'ÍMT |
&| SOMETIMES 4 IIII
<tjji SALTWATER
& YOU'LL BE IN MY HEART . ým |
íslenski listinn er samvinnuverkefni
Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300
til 400 manns á aldrinum 14 til 35
ára, af öllu landinu. Einnig getur
fólk hringt í sfma 550 0044 og tekiö
þátt 1 vali listans. íslenski listinn er
frumfluttur á fímmtudagskvöldum á
Bylgjunni kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi f DV. Listinn er
jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á
hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn
er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV
sjónvarpsstöövarinnar. íslenski
listinn tekur þátt f vali „World
Chart“ sem framleiddur er af Radio
Express f Los Angeles. Einnig hefur
hann áhrif á Evrópulistann sem
birtur er í tónlistarblaöinu Music &
Media sem er rekiö af bandarfska
tónlistarblaöinu Billboard.
<&
Nýtt á Hækkar sig frá Lækkai ndur
listanum síöustu viku síöust Jtaö
Taktu þátt í vali
listans í síma
550 0044
Yfirumsjón með skoöanakönnun: HaUdóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimUdaröflun og yfirumsjón með framleiöslu: ívar Guömundsson • Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll ólafsson • Kynnir I útvarpi: tvar Guömundsson
sr
f Ó k U S 11. júní 1999
Alan Ball flutti inn allar stærstu hljómsveitirnar fyrir
nokkrum árum. Nú er hann kominn aftur með East 17,
Garbage, Mercury Rev og Repuplica.
„Ég kom hingað fyrst ‘86 af því að
ég var með íslenskri stelpu og eign-
aðist með henni son,“ segir Alan
Ball tónleikahaldari aðspurður af
hverju í fjandanum hann hafi kom-
ið til íslands til að byrja með. „Ég
fór síðan aftur til Bretlands ‘93 og
fór í Háskóla. Lærði viðskiptafræði
og er nú kominn til að vera. Mér
líkar vel að búa hérna,“ heldur
Alan áfram en á þessum árum,
‘86-’93, stóð hann fyrir mörgum af
stærstu tónleikunum sem haldnir
voru hér á landi.
Alan Ball tónleikahaldari stefnir á að flytja inn Brian Adams og Sheril Craw.
Beasty Boys, Sheril
Craw og Brian Adams
„Ég bjó með hljómborðsleikaran-
um Alan Clarke fyrir 20 árum. Þá
var hann bláfátækur listamaður en
fékk síðan breikið. Hann gekk til
liðs við Dire Strait og það var um
svipað leyti sem ég fór að hafa
áhuga á hljómsveitum og þá sér-
staklega framkvæmdastjórn og tón-
leikahaldi," segir Alan Ball en það
skýrir þessa tónleikadellu.
Eftir þessi kynni hefur Alan flutt
inn alla vega grúppur. Sumar
heimsfrægar og aðrar semi frægar,
en mjög vinsælar á íslandi. í ár hef-
ur Alan snúið aftur og ekki með
neinum smákrafti. 22. júní verða
risaútitónleikar ofan á Faxaskála.
Þar mæta Garbage, Mercury Rev,
Repuplica og East 17.
Af hverju komstu aftur til íslands?
„Sonur minn býr hérna og mig
langar til að vera með honum.
Strákurinn var lika alltaf að heimta
að ég kæmi heim til að flytja inn Be-
asty Boys. Hann langar til að sjá
þá.“
Og nœröu aó uppfylla þá drauma?
„Já. Það er í vinnslu og vonandi
gengur það upp. Þeir eru með sama
umboðsmann og Garbage og því eru
ágætishorfur í því máli en í þessum
bransa er ekki hægt að lofa neinu,“
svarar Alan, loðið, en bætir því við
að hann sé samt búinn að bóka Bri-
an Adams seint í ágúst og að Sher-
il Craw komi að öllum líkindum
einhverjum mánuðum seinna.
Sjómannssonur frá Hull
„Ég er frá Hull. Pabbi var togara-
sjómaður og það var einmitt í gegn-
um hann sem ég kynntist íslandi
fyrst en við skulum ekki ræða
þorskastríðið," segir Alan og hlær.
Hann minnist samt á það að hérna
fyrir nokkrum árum hafi hann far-
ið með strákinn sinn niður á höfn,
tekið mynd af honum með varðskip-
in í baksýn og sent pabba sínum.
Þeim gamla fannst það ekki fyndið.
En ertu aö vinna í einhverju ööru
en tónleikahaldi hérna?
„Nei. Það tekur þrjá til fjóra mán-
uði að skipuleggja tónleika sem
þessa. Og maður gerir ekki mikið
annað á meðan. Þetta er vinna upp
á tólf, fjórtán tíma á dag.“
Og er vinnan aö skila sér?
„Hvort hún er. Við erum að horfa
upp á það að þessir tónleikar verða
stærstu útitónleikar sem haldnir
hafa verið á íslandi til þessa. Við
flytjum líka inn sviðsmenn sem
munu sjá um öll sviðsmálin en Ijós-
in eru í höndum íslendinga. Þið eig-
ið virkilega hæfileikaríkt fólk sem
farið er að geta séð um ótrúlegustu
hluti.“
En nú lenda tónleikarnir á þriöju-
degi og byrja á hádegi þannig aö
krakkarnir veröa aö taka sér frí í
vinnu til að komast á þá. Helduröu
aö þaö gangi?
„Já. Þetta eru hljómsveitirnar
sem krakkarnir vilja sjá og þá mun
ekkert stoppa þau. Og hafa ber í
huga að ef við hefðum getað gert
þetta um helgi hefðum við gert
þetta um helgi. En eina helgin sem
var laus hjá Garbage var í janúar
2001.“
Hvaó meö efnahaginn, „godaerid",
finnuröu muninn á ástandinu frá
því þú varst hérna síöast?
„Mér sýnist verðlag á íslandi
vera komið á evrópskan standard.
‘93 kostaði 5.500 krónur inn á úti-
tónleikana á Kaplakrika en í dag
erum við með stærri tónleika en
samt kostar þúsund krónum minna
inn.“
-MT
Ferill Alans er æði misjafn, stundum mættu hljómsveitir ekki, tónleikahallir
urðu rafmagnslausar eða að starfsmenn kvörtuðu og allar endurgreiðslur á
miðum fóru í rugl. En hvað sem því líður þá hefur kauði verið fantaduglegur:
Iron Maiden
„Síðustu tónleik-
ar Bruce áður en
hann hætti í
hljómsveitinni.
Mjög hraðir og
góðir tónleikar."
Brian
Adams
„Það þurfti að
vísu að fresta tón-
leikunum um einn
dag því rafmagns-
kerfið hrundi í
Höllinni. En á
seinni tónleikun-
um var flottasta
hljóðið. Það seldust annars 10.000
miðar og það var mjög leiðinlegt að
það var ekki hægt að halda Brian í
einn dag til viöbótar."
Jethro Tuil
og Black
Sabbath
„Þessir tónleikar
voru haldnir í til-
efni 50 ára af-
mælis Akraness.
Það sem kom á óvart var að Jethro
var vinsælli en Sabbath. Við bjugg-
umst við hinu gagnstæða þar sem
þjóðin var mikið inni í þungarokki á
þessum árum.“
Poison
„Þetta var svolítill
„bömrner" því það var
bara hringt í okkur
nokkrum tímum fyrir
tónleikana og sagt að
gítarleikarinn hefði
brotiö fjóra fingur. Þá báöum við
bara Quireboys að taka yfir. Hljóm-
sveitirnar kvörtuöu meira að segja
undan því að hafa sólbrunnið. Þeim
þótti mjög furðuiegt að sólbrenna á
íslandi."
Whitesnake
„Uppáhaldstón-
leikarnir mínir.
Sérstakiega
seinni tónleikarn-
ir, þegar Steve
Way tók stjórnina
og var alveg ótrú-
legur.“
Skid Row
„Þetta voru líklega bestu tónleik-
arnir sem ég hef haldið þrátt fyrir
að mætingin hafi ekki verið mjög
góð.“
Quireboys
„Þetta voru frá-
bærir gæjar og
þeir urðu rosa-
lega vinsælir á íslandi. Þeír þökk-
uðu meira að segja fyrir sig á
næstu plötu og skrifuðu nöfnin
okkar í þakkarlistann.”
Meatloaf
„Þessir tónleikar voru
svipað dæmi og Kiss.
Ég var bara að vinna á
fullu.“
Kiss
„Ég hélt ekki
þessa tónleika en
vann á þeim óg var
þá að læra að
halda tónleika. Ég man eiginlega
ekkert eftir þeim því það var svo
mikiö að gera hjá mér baksviðs.“