Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Síða 16
r
V
Undrabörnin sem gefa út eigið tíma-
rit í fimm þúsund eintökum.
ú þegar Herbalife-kúrar eru í algleymi og fólk remb
i\\ við staurinn út um borg og bý að losa sig við slabbið utan af s
einungis einn maður sem stendur uppi sem sigurvegari.
Steingrímur Sigurðsson,
Steini, lét efnafræðiformúlurnar
sem vind um eyru þjóta og fór sína
eigin leið. Hann náði að minnka
fitumagnið í líkamanum úr 25% í
7% á einungis sex vikum. Kúrinn
hans samanstóð af skyri og korn-
fleksi. Alvöru röffnekk íslendingur.
„Þetta var veðmál milli mín og
vina minna, þeir skoruðu á mig að
borða bara skyr og komfleks með
undanrennu í sex vikur og ég sló
tU, why not,“ segir Steini.
Þú hlýtur aö hafa stolist til
þess að fá þér einhvern smá
kjötbita. Varstu ekki aö sál-
ast úr hungri?
„Nei, nei, ég fór í grill-
veislur og matarboð en lét
það ekki hafa á mig. Ég borð-
aði þetta sex sinnum á dag að
meðaltali og tók auðvitað
vítamín með. Þetta er allt sem
maður þarf. Svo pumpaði ég
með niðri í World Class þar
sem ég vinn sem einkaþjálfari.“
En hvaö meö Herbalife og
Nupo-létt vitleysingana, er þetta
bara ekki vonlaust liö?
„Fólk velur sér bara sína að-
ferð, sumar virka einfaldlega betur
en aðrar. Þessi virkar örugglega
ekki fyrir alla. Einhverjir
svona djókkúrar hefðu hins
vegar aldrei virkað fyrir
mig, ég er nefnilega að
stefna á íslandsmeistara-
mótið í vaxtarrækt í haust.
Ég keppti árið 1993 en stefni
á toppinn í haust. Núna er
ég að vinna í því að þyngja
mig upp aftur og pumpa því
eins og vitleysingur. Ég'er
meira að segja búinn að
draga strákinn minn og vin
hans með mér í þetta.“
Þér finnst sem sagt aö allir
slúbbertar heimsins eigi aó samein-
ast og boröa bara skyr og kornfleks?
„Já, ekki spurning. Ef menn geta
staðið við þetta og verið trúir sjálf-
um sér þá leynir árangurinn ekki á
sér. Á sex vikum fór ég úr 25% lík-
amsfitu niður í 7%. Geri aðrir bet-
ur.“ -hvs
Sánd
Annað tölublað tónlistartíma-
ritsins Sánd er á leiðinni. Sánd er
hugarfóstur
þriggja stráka
á aldrinum 12
til 14 ára. Þeir
eru bræðurn-
ir Ingiberg
Þór Þor-
steinsson
og Helgi
S t e i n a r
Þorsteins-
son og
v i n u r
þ e i r r a
Ari Már
G u n n -
arsson.
Strákarnir vinna allt
efni í blaðið sjálfir, brjóta um og
safna auglýsingum. Fyrsta tölu-
blaðið kom út nú í maí og fauk út
á nokkrum dögum, að sögn strák-
anna. Það kom í 2500 eintökum en
það er ekki nóg fyrir þá félaga því
næsta blað kemur út í 4500 eintök-
um. Þeir stefna á að blaðið komi
út í júlí og vinna því myrkranna á
milli þessa dagana. Fyrsta tölu-
blaðið var mjög lengi í vinnslu,
það átti að koma út síðasta haust
en var frestað fram á vor. Strák-
arnir eru samt bjartsýnir á að þeir
nái að klára næsta blað fyrir júlí-
byrjun einfaldlega vegna þess að
böl hins vinnandi manns, skólinn,
er farinn í frí. Heimilistölvan hjá
þeim bræðrum verður því upptek-
in um stund. í blaðinu kennir
ýmissa grasa, forsíðuviðtal við
Ensími, viðtal við Mínus, Botn-
leðju, Quarashi og fleiri og frétt-
ir um tónlist um víða veröld.
4
Svo má
líka krækja
á sig ökkla-
böndum.
Til að vera viss um að galla-
buxurnar séu í tísku er auð-
velt og óbrigðult ráð að bretta
upp á þær. Og bretta mikið.
Það þykir nefnilega flott að
vera með stórt uppábrot á
gallabuxum núna. Stundum koma
tímar þar sem ekkert er hallæris-
legra en að vera með uppábrot en
því er ekki að heilsa núna. Þess
vegna er mælt með að fólk noti
tækifærið og bretti upp á allar
gallabuxurnar sínar. Það er sama
Sama hvort
buxurnar eru of
síðar eða ekki,
uppábrot er
7iinn“.
hvernig þær eru, dökkar, ljósar,
stuttar, síðar, þröngar, víðar -
bara ekki snjóþvegnar - uppábrot
er málið. Svo passar lika voða vel
að vera í léttum og opnum skóm
við, svona af því að það er sumar.
I i I
f Ó k U S ll.júní 1999
; i i