Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Síða 18
haf
»
»
-%
3
Lífid eftir vinnu
Fyrir börnin
Þaö var næstum þvf
risa-einka-uppa-partí í
gamla K. Karlsson-hús-
inu 16. júní. Menn voru
byrjaðir að spekúlera og
ákveða hvar strippararnir
áttu að vera á þessum lika fína lager, bar-
inn þarna og sviðið í bílageymslunni. Allar
stærstu sveitaballagrúppur landsins ætl-
uðu að standa að þessu og reyna að
skemmta sér meira sjálfar í stað þess að
skemmta öðrum. En leyfin klikkuðu víst
eitthvað og því fara allar grúppurnar á ball-
eríið úti um allt land. Aðeins tvær stór-
grúppur verða eftir I bænum. SSSól og
Land og synir spila í Broadway. Búist er við
hörkustuði og verður giggið nánar auglýst í
næstu viku. Það er nefnilega ekki alveg
komið á hreint, en þykir líklegt, að Evró-
visjon-skvísa númer tvö mæti á svæðið.
Já, Selma er vís til aö vera Blú on á
mondei á miðvikudagínn (fylgist með á
Fókusvefnum).
•Sport
Fótbolti, 1. deild karla. Fjórir leikir I kvöld
kl. 20. KA-Þróttur R. á Akureyri, Skalla-
grimur-Dalvík í Borgarnesi, Víðir-Fylkir í
Garði og Stjarnan-KVA í Garðabæ.
Græni herinn er á Akureyri. Dagskráin
hefst á hádegi með herkvaðningu, en
þá mæta hermenn á Græna hattinn,
Hafnarstrætl 96 og þiggja súpu og
brauð áður en haldið er til vinnu. Þar verður
Baldvin Jónsson frá Áformi með fyrirlestur um
vistvænt ísland árlö 2000. Siðan framkvæm-
ir herinn léttar
Mullers-æfing-
ar undir stjórn
Jakobs Frí-
manns Magn-
ússonar hers-
höföingia áður
en herinn
skundartil vinnu kl. 13.00. Græni herinn verð-
ur síðan við störf til 16.00 en þá verður tekið
kafflhlé þar sem boðið verður upp á veitingar
og glens og gaman á vel völdum stað í bæn-
um. Að fengnu kaffi skundar herinn aftur til
vinnu og er að störfum til 19.00 en þá er grill-
veisla fyrir hermennina. Um kvöldið er síðan
hermönnunum boðið á Stuömannaball í Sjall-
anum.
Nú kætast krakkar í Fróöengi og Frostaskjóll
enda er Brúðubíllinn að koma og sýna Beöið
eftlr mömmu. Úlfurinn át krit, varð skrækur,
bankaði hjá kiðlingunum og sagði „Ég er hún
mamma ykkar!"
En þangað til er hægt að mæta upp I Þver-
holt 11 (DV-húsið) kl. 17.30 og hlusta á
Selmu syngja Evróvisjonlagið með Jóni
Gnarr. Nei, þau
syngja ekki saman.
Jonni beibl öskrar og
segir frá heyrnleys-
ingjum og Selma
syngur. Söngleikurinn
Rent mætir líka á
svæðið og tekur lag-
ið. Þetta verður þvl
eðalstuð fýrir alla
familíuna. En af
Selmu er það að frétta að hún hefur mikl-
ast rosalega við það að verða I öðru sæti
I Evróvisjon og hefur nú strækað á alla fjöl-
miðla og neitar að fara I viðtöl.
Landsmót ungllnga I holukeppni fer fram á
golfvellinum á Akranesi I dag. Það mun standa
I þrjá daga.
•F eröir
Ferðafélagiö skreppur I helgarferð I Botnsdal,
þar sem gengið er á Bratta og syðstu súlu
Botnsúlnanna. Sést vel yfir til Þingvalla það-
an. Einnig verður komið að Stíflisdalsvatnl.
Þetta er göngu- og tjaldferð og góð æfing fyrir
sumarið. Nánari upplýsingar gefur Ferðafélag-
ið í síma 568 2533.
Ferðafélaglð stendur fyrir fjölskyldu- og
fræösluhelgl í Þórsmörk. Þetta er fjölbreytt
ferð í samvinnu við Landgræösluna og Skóg-
ræktríkisins. Áhersla er lögð á að upplifa og
skoða gróðurfar Þórsmerkur en einnig á upp-
græðslu. Lagt verður af staö klukkan 19. Hag-
stætt verð.
Laugardagur
12. júní
Borgin er víst að skera niður þetta árið.
Ingibjörg er með sveðjuna á lofti og því
verður engin hljómsveit yfir daginn 17. júní
heldur bara um kvöldið. Þá mæta allavega
Skítamórall í samfloti við einhverja aðra
stórgrúppu. Já, Ingibjörg tímir ekki að
borga fyrir nema tvær grúppur svo Reykja-
vík verður hálfsveitó á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn. En það versta við þetta allt saman
er að það er ekki fri daginn eftir þannig að
pelinn verður bara að blða heima fram að
helgi.
Popp
Slgurrós ætlar að kynna nýju plötuna sína,
Ágætis byrjun, I Óper-
unnl í kvöld. Þessi sveit
er þekkt fyrir svif og víð-
áttu í tónsköpun sinni og
veröur ekkert til sparað
svo áheyrendur nái flugi
með sveitinni: Strengja-
sveit, Ijós, slædsmyndir
og hvaðeina látið herja á
vitund viðstaddra.
útgáfutónleikar
Á morgun, kl. 21, munu fýrarnir
í Sigurrós halda útgáfutónleika í
íslensku óperunni. Uppselt er á þá
nú þegar þannig að ef þú ert að lesa
þetta hérna hlýturðu að vera með
smáskeifu, er það ekki? Miklar eft-
irvæntingar eru fyrir tónleikana og
verða þeir eflaust rosalegir. í kvöld
kl.20 halda þeir forsölupartý á
gamla Grand Rokk þar sem fyrstu
eintökin fljúga út. Þar bjóða þeir
upp á bjór og óvæntan glaðning.
Dip, eðalsýrukoksbandið sem gaf
út plötuna Hi Camp Meets Lo Fi
fyrr í mánuðinum og Fókus gaf
þrjár stjörnur í síðasta blaði, mun
halda útgáfutónleika í Iðnó mið-
vikudaginn 16. júní, kl. 22. Dip
skipa þeir Jóhann Jóhannsson og
Sigtryggur Baldursson en til að
koma efninu til skila á tónleikum
hafa þeir fengið til liðs við sig fríð-
an flokk hljóðfæraleikara, þá Pétur
Hallgrímsson, Birgi Bragason,
Samúel Samúelsson og Óskar
Guðjónsson blásara. Úrval af því
frábæra söngfólki sem prýðir plöt-
una mun einnig koma fram á tón-
leikunum, þau Sara Guðmunds-
dóttir úr Lhooq, Magga Stína úr
Möggu Stínu og Jón Þór söngvari í
Sigurrós. Á undan Dip mun hljóm-
sveitin Múm spila nokkur lög. Ein-
ungis eru 250 miðar seldir þannig
að fólk er beðið að athuga forsölu
miða sem hefst i Iðnó um helgina.
Lifið heil!
• K1ú b b a r
Atóm er nýtt fyrirbrigöi í íslensku skemmtana-
llfi og hefur meðal annars að markmiði að ná
til landsins þekktum nöfnum I danstónlistar-
geiranum. Sá fyrsti sem mætir er enginn ann-
ar en breski plötusnúðurinn og tónlistarmað-
urinn Luke Slaterog treður hann upp á Gaukn-
um. Honum til halds og trausts eru íslending-
arnir Grétar I Þrumunni og Bjössi á Skratz.
Einnig mætir Richard aftur eftir langt hlé. For-
sala miða I Japís, bæði á Laugavegi og I
Kringlu.
j,' Brlm(surf)-partí á Kaffi Thomsen. Svaka
stemmning sett saman af Dj. Margeiri og
Andrési. Veg-
legar brimveit-
ingar og eggj-
andi Hawaii-
diskó-stemmn-
ing. Þeir sem
mæta I Hawaii-
skyrtu fá ótrú-
legan kokteil sem verður aðeins fáanlegur I
kvöld. Húsiö opnar kl. 22.
•Krár
Víkingasveitin er flokkur einhverra lömmoxa
sem fá borgað fýrir að vera ókurteisir við gest-
ina á Fjörukránnl. Upplifun útaf fyrir sig.
Á Café Amsterdam standa Papar vaktina. Þeir
urðu til I Vestmannaeyjum en það er orðið
langt síðan.
Á Café Romance flytur Llz Gammon okkur
Rómönsu í D-dúr fyrir píanó og rödd.
Blues Express hjakkar í tólftaktaforminu að
sið afróameriskra þræla. Æ vók opp ðis
morníng! Punkturinn býður.
Ekkert band en opið og ódýrt á Péturs-pub.
Edda sér um sína.
Bjarni Tryggva er áfram bannaður innan sext-
án þar sem hann kumrar á Fógetanum.
Rúni Júl og Slggl Dagbjarts eru aftur á
Kringlukránni og gestaflóran
fagnar.
Gestir Grand Hotels gæða
sér á standördum úr munni
Gunnars Páls. I’ve got a
case, on Nancy with the
laughing face!
Vá! Upplyftlng komin á kreik á ný!
Hverjir? Siggi Dagbjarts? Mási á trommunum?
Hvaða lög? Ég elska þig svo mikið að ég gæti
næstum dáið? Naustkráln er vettvangur
þessa kommbakks. Gerum vettvangsrann-
sókn!
Á Kaffi Reykjavík er alltaf verið að dansa. Þar
stendur Karma fyrir stuðinu nú. Danskir túrist-
ar svífa um gólfið brosandi og þakklátir með-
an fullir islendingar reyna að stjórna dag-
skránni hjá bandinu: Spiliði Túdrönktúfökk!
Á Catallnu í Kópavoginum skemmtir Þotuliöiö.
Fyrstu þoturnar flugu fyrir Þýskaland í seinni
heimsstyrjöld og voru svo varhugaverðar að
fleiri fórust í lendingu en í átökum við banda-
menn.
Böl 1
Stígum dansinn við Önnu V. og Hilmar S. Næt-
urgallnn er svívirðileg suddabúlla af bestu
sort.
Alvöru ekta harmoníkuball með félögum úr
Harmoníkufélagi Reykjavíkur verður haldið í
kvöld í Ásgarði, Glæsibæ. Nú er um að gera
að fara og hringsnúast og djöflast I polkum,
rælum, tangóum og hvers kyns gallopi.
Stjórnin skemmtir f Leikhúskjallaranum
fram eftir nóttu. Gummi Gonzales með
sölsu f búrinu.
D j ass
Djasstríóið Roblnnolan flytur fiöruga gftartón-
list á Álafoss föt best.
•Sveitin
8-villt kemur til Slglufjaröar og hristir upp í
mannskapnum. Skemmtihúsið Hótel Lækur
hýsir.
Blístrandl æöakollur, frábært nafn! Það verö-
ur dúnmjúkt rokk á Hlööufelli, Húsavík.
Skítamórall er hefur ætt út í sveit að kynna
nýju plötuna sfna, Fljúgum áfram. Þeir félag-
arnir eru staddir í Hreöavatnsskála í kvöld svo
Bíóborgin
10 Thlngs I
Hate about You
10 Thlngs I
Hate about You
segir frá ólikum
systrum. Bianca,
er vinsæl, falleg
og rómantfsk stúlka sem strákar hrffast af. Kat er
af allt öðru sauðahúsi, skapvopnd og gáfuð og
þolir ekki stráka, sem hún telur vera óæðri verur.
• Rushmore ★★★ Rushmore fellur í flokk
ágætra mynda, maður er ágætari á eftir þvf
þetta er mynd sem býr klisjunum ferskan bún-
ing og gætir þess jafnan að feta aðra stígu en
á sem flestar aðrar troða. Þetta er saga um
hvolpaást skólanemans Max Fischer á kennara
sínum Rosemary. Max er umfram allt næmur
listamaður og afkastamikið leikritaskáld, nokk-
urskonar nútfma Ólafur Ijósvíkingur sem hefur
tekið að sér að þjást fyrir fáskiptinn almúgann.
Yfir myndinni er frísklegur blær og velkominn
þegar svo margar myndir frá Ameriku sem fjalla
um unglingsárin gera lítið annað en að nema
lyginnar land undir yfirskini skemmtunar. -ÁS
One True Thing ★★★ Fjölskyldudrama f þess
orðs bestu merkingu. Leikstjórinn Carl Franklln
fer framhjá flestum hættum sem fýlgja við-
kvæmu efni sem hér er fjallað um, enda er
hann með f hóndunum vel skrifað handrit og
fær góðan stuðning frá William Hurt og Meryl
Streep, sem eru leikarar f hæsta gæðaflokki.
Þá sýnir hin unga Rene Zwelleger að hún er
leikkona framtíðarinnar f Hollywood. -HK
Slmon Blrch ★★ Simon Blrch sem gerð er að
hluta til eftir þekktri skáldsögu John Irvin á þó
ekki margt sameiginlegt með sögunni nema
það að söguhetjan er smávaxin. Leikstjórinn
Mark Steven Johnson fer hefðbundna leið,
sem svo oft sést f bandarískum sjónvarps-
myndum og því verður myndin um of meló-
dramatísk sem er slæmt þar sem leikarar f
myndinni eru sérlega góðir. -HK
Message In a Bottle ★★ Óskammfeilin róm-
antík, saga um missi og nær óbærilegan sökn-
uð eftir þvf sem hefði getað orðið á öðrum enda
vogarskálarinnar og örlagaríka samfundi og
endurnýjun á hinum endanum. -ÁS
Bíóhöllin
She’s All That She’s All
That segir frá lífi nokkurra
krakka í Los Angeles High
School þar sem ástamálin
eru nokkuð flókin svo ekki
sé meira sagt. Allt fer á
annan endann þegar vin-
sælasta stúlkan f skólan-
um segir kærastanum
upp þar sem hún hefur
hitt annan. Þar sem
kærastinn fyrrverandi er forseti nemendaráðs-
ins er erfitt fyrir hann að kyngja þvf að vera sett-
ur út í kuldann.
Varslty Blues ★ Varsity Blues er enn ein ung-
lingamyndin þar sem gert er út á ungar fþrótta-
hetjur, vinsældir þeirra meðal ungra meyja, villt
líf eftir leik og samband þeirra við foreldra. -HK
Mlghty Joe Young ★★ Gamaldags ævintýra-
mynd sem heppnast ágætlega. Sjálfur er Joe
meistarasmfð tæknimanna og ekki hægt ann-
að en að láta sér þykja vænt um hann. Það er
samt ekkert sem stendur upp úr; myndin liður
í gegn á þægilegan máta, án þess að skapa
nokkra hræðslu hjá yngstu áhorfendunum sem
örugglega hafa mesta ánægju af henni. -HK
8MM ★★ Þegar upp er staðið eins og sauöur
í úlfsgæru, jafn kjánalega og það hljómar; mynd
sem á endanum reynist ansi miklu meinleysis-
legri en hún vill f upphafi vera láta. Ekki skortir
svo sem óþverrann og mannvonskuna, en mik-
ið vantar upp á þá sannfæringu og dýpt sem
gerði Seven, fyrri mynd handritshöfundarins
Walker, að meistaraverki, -ÁS
Payback ★★★ Leikstjóranum Brian
Helgeland tekst ágætlega að búa til dökk-
myndastemningu, vel fléttaða, og kemur stund-
um jafnvel skemmtilega á óvart. Hins vegar er
svolítið erfitt að trúa á Mel sem vonda gæjann,
til þess er byrði hans úr fýrri myndum of þung.
ÁS
Pig In the Clty ★★ Mynd númer 2 er fyrst og
fremst ævintýramynd og meira fýrir börn en fýr-
irrennarinn. -HK
Pöddulíf ★★★ Það sem skiptir máli f svona
mynd er skemmtanagildið og útfærslan og hún
er harla góð. Sama skemmtilega hugmynda-
flugið og gerði Mulan svo ánægjulega er hér
enn á ferð og mörg atriðanna eru hreint frábær,
bæði spennandi, fýndin og klikkuö. -úd
Permanent Midnight ★★ Þrátt fýrir sterkan
leik Ben Stillers er Permnent Midnlght aldrei
nema miðlungsmynd, formúlumynd af því tag-
inu að þetta hefur allt sést áður. -HK
Háskólabíó
Celebrlty Celebrity er nýjasta kvikmynd
Woody Allens og að þessu sinni gerir hann
kvikmynd í svart/hvftu. Eins og oftast áður iijá
Allen er hann að
fjalla um mann
sem er langt f
frá sáttur við Iff-
ið og tilveruna.
Aö þessu sinni
leikur Allan ekki
sjálfan sig heldur lætur Kenneth Brannagh
gera það.
200 Cigarettes ★! Á gamlárskvöld árið 1981
fýlgjumst við með eitthvað á annan tug persóna á
leið f parti. Komið er við á krám og veitingahús-
um um leið og vandamálin koma upp á yfirborðiö.
Ákaflega ytirborðskenndar persónur í höndum
ungra leikara sem eru allt of uppteknir af sjálfum
sér til að kanna hvort eitthvað hafi verið öðruvfsi
1981. Timburmennirnir eftir partið sýna fram á
að það hefði verið hægt að gera betur. -HK
Forces of Nature ★ Fellibylurinn sem kemur Ift-
illega við sögu I lok þessarar myndar virðist áður
hafa átt leið um hugi allra aðstandenda hennar
þvf að satt að segja stendur ekki steinn yfir
steini. -ÁS
Deep End of the Ocean ★★ Það sem er gott á
pappír þarf ekki alltaf að vera gott f kvikmynd,
það sannast í Deep End of the Ocean, sem gerð
er eftir verölaunaðri skáldsögu. Satt best að
segja er myndin ekki meira en sæmilega gott
sjónvarpsefni. Mlchelle Pfeiffer sýnir oft og tfðum
stórgóðan leik í hlutverki móður sem verður fýrir
þeirri reynslu að ungt barn hennar hverfur dag
einn. -HK
Waking Ned ★★★ Þetta er ómenguð vellíðunar
(feelgood) kómedia og ánægjan er ekki hvað sfst
fólgin í að horfa á hvern snilldarleikarann á fætur
öðrum skapa skondnar persónur á áreynslulaus-
an hátt. Þaö er afskaplega hressandi að sjá bfó-
mynd þar sem gamalmenni fara með aðalhlut-
verkin - þessir tilteknu gamlingjar eru sko langt í
frá dauðir úr öllum æðum. -ÁS
Arlington Road ★★★ í það heila vel heppnuö
spennusaga með umhugsunarverðum og ögrandi
vangaveltum og sterku pólitísku yfirbragöi. -ÁS
Idioterne ★★★ Nýjasta mynd Lars Von Trier og
að sjálfsögðu gerð samkvæmt reglum Dogma 95.
Hópur ungs fólks þykist vera fávitar og tekur þann
leik nokkuð alvarlega.
Metroland Metroland gerist snemma á áttunda
áratugnum og fjallar um tilvistarkreppu sem Chris
Bale lendir í þegar æskuvinur hans minnir hann á
gömlu góðu dagana áður en hann varð auglýsing-
armaður, giftist, átti barn og flutti f úthverfi
London sem kallað er Metroland. Leikstjóri: Phil-
Ip Saville. Aðalhlutverk: Christian Bale og Emily
Watson.
Kringlubíó
My Favorite Martlan
Þegar horft er á My
Favorite Martlan, sem gerð
er eftir vinsælli sjónvarpss-
eríu sem var upp á sitt
besta um miðbik sjöunda
áratugarins er ekki laust við
að sú hugsun sæki. að
manni hvort kvikmynda-
bransinn f Hollywood sé að fara fram úr sjálfum
sér varðandi trú á tæknibrellum. -HK
Belly Belly er leikstýrt af Hype Williams sem
þykir nú einn besti leikstjóri tónlistarmyndbanda.
Hans sérsvið hefur veriö rapp og hefur hann þvf
valið nokkra þekkta rappara til að leika f myndinni
18
f Ó k U S 11. júní 1999