Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 2
Fréttir Byggðavandi og staða fiskverkafólks utan dagskrár á Alþingi: Byggðamálin eru komin í vítahring - sagði Karl V. Matthíasson málsheíjandi. Samkeppnisstofnun taki á nýtingarstuðlum Séra Karl V. Matthíasson, varaþingmaður Samfylkingar, lýsti þungum áhyggjum yfir meintu óréttlæti í úthlutun aflaheimilda og byggðavanda sem það hefði í för með sér. I gær fóru fram á Alþingi utan- dagskrárumræöur um byggðavand- ann og stöðu fiskverkafólks. Máls- hefiandi var séra Karl V. Matthías- son, 2. þingmaður Vestfiarða. Sagði hann ástand byggðamála vera kom- ið í vítahring og vísaði til ástands- ins á Þingeyri þar sem yfir 100 starfsmenn Rauðsíðu eru atvinnu- lausir meðan fullkomin óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins. Nýliðun í sjávarútvegi, undirstöðugrein nær allra smærri plássa á landsbyggð- inni, væri engin vegna geipiverðs, og skorts á aílaheimildum. Þetta gerði það að verkum að smábátaút- gerð og fiskvinnsla í landi ætti und- ir högg að sækja gagnvart togurum og vinnslu á hafi úti. Sagði hann að á meðan ástand þetta varaði væri fátt til ráða og lagði áherslu á það við stjórnvöld að þau gerðu sitt til þess að létta undir með smábátaútgerð og fiskvinnslu í landi með réttlátara fiskveiðistjórn- unarkerfi. Hann lýsti einnig þeirri skoðun sinni að tími væri til kom- inn að fiskverkafólk fengi aukinn þátt i stjórnun veiða og vísaði þar til stefnuyfirlýsingar ríkisstjómar- innar um aukna samvinnu laun- þega og atvinnurekenda. Lauk hann máli sínu á að varpa fram þremur spurningum til Áma Mathiesens sjávarútvegsráðherra, meðal annars um hvort hann myndi beita sér fyrir auknum aflaheimild- um til smábátaútgerðar. Árni sagði að fiskveiðistjómunar- kerfið yrði endurskoðað, meðal ann- ars með hagsmuni smærri byggðar- laga fyrir augum. Hann sagði þó ólíklegt að heimildir til þeirra yrðu auknar fyrr en þeirri endurskoðun væri lokið, það er ekki fyrr en á þamæsta fiskveiðiári. Hann hvatti fólk til að hafa ekki áhyggjur af staðbundnum og tímabundnum vandamálum og sagði ástand þjóð- arinnar i atvinnumálum annars sjaldan hafa verið betra. Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður Vestfirðinga, áréttaði að vandinn væri tilkominn vegna þess að frystitogurum og landvinnslu væri mismunað stórlega þar sem vinnsla á sjó þyrfti að sýna mun minni nýtingu en landvinnslan. Hann sagði að full ástæða hefði ver- ið fyrir Sainkeppnisstofnun að skoða þau mál. -fin Sjávarútvegsráðherra Noregs í heimsókn: Bætt andrúmsloft íslands og Noregs - taka þarf á veiðum hentifánaskipa Ami Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hitti norska sjávarútvegsráð- herrann Peter Angelsen í gær. Áttu Ámi og Angelsen tveggja tima fund þar sem rætt var það helsta i sam- skiptum þjóðanna. Rætt var um hvemig löndin gætu unnið saman í kjölfar Smugusamninganna. Var þá aðallega rætt um leiðir til að stemma stigu við veiðum hentifánaskipa. Angelsen sagði andrúmsloftið milli þjóðanna hafa batnaö mikið eftir Smugusamningana. Ætti eftir að samþykkja þá og yrði það gert á norska Stórþinginu þann 17. júní. Peter Angelsen. Því væri þetta afmælisgjöf til íslend- inga frá Norðmönnum. Mikið var rætt um sjáv- arspendýr og hvemig mætti nýta þau. Sjávarút- vegsráðherrarnir ræddu hugsanlega samvinnu á al- þjóðlegum vettvangi til þess að berjast fyrir mál- stað þeirra sem hygðu á hvalveiðar. Að sögn Áma Mathiesen hafa samskipti ríkjanna batnað mikið eftir Smugusamninga því áður hefðu óleyst mál í sam- bandi við Smuguna verið það eina sem komst að í viðræðum milli ráð- herra. -EIS Samstarf LM Ericsson og Íslandssíma undirritað Undirritaöur var í gær samstarfssamningur milli LM Ericsson og íslands- síma um heildarlausn í fjarskiptum fyrir Íslandssíma. Andvirði samningsins, sem gildir í þrjú ár, er sagt nema hundruðum milljóna króna. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra fagnar samningnum og lofar að stuðla að heil- brigðri samkeppni í fjarskiptum. Svik og prettir ökukennara og fyrrverandi lögregluþjóns: Eg er ekki glæpamaöur - segir Gylfi Guöjónsson sem passar við lýsinguna „Ég er bæði ökukennari og fyrr- verandi lögregluþjónn eins og sá starfsfélagi minn sem hnepptur var í gæsluvarðhald fyrir að falsa skjöl vegna ökuskírteina. Síminn hefur ekki stoppað heima hjá mér. Það eru allir að athuga hvort ég sé í fangelsi," sagði Gylfi Guðjónsson ökukennari sem reyndar varaði við gloppóttu kerfi við útgáfu ökuskír- teina hér á landi í DV fyrir 20 árum. „Ég skrifaði grein eftir heimsókn sem ég fór í til Alamogordo í Nýju- Mexíkó. Þar taka menn bílpróf á lögreglustöðinni og ljósmynd af við- komandi er tekin á staðnum. Þá er tekið sjónpróf og sakavottorði flett upp í tölvu. Að þessu loknu er öku- skírteinið prentað út með mynd og öllu án nokkurra milliliða og allt svindl útilokað. Á þetta var ég að Gylfi Guðjónsson: - Var búinn að vara við þessu. DV-mynd Pjetur benda í grein minni í DV fyrir 20 árum og nú kemur á daginn að menn hafa fundið glufu í íslenska kerfinu til að svindla á,“ sagði Gylfi og bætti því við að það væri kald- hæðni örlaganna að lýsingin á meintum brotamanni í þessu máli ætti við sig í öllum aðalatriðum. Ökukennarinn sem grunaður er um að hafa falsað gögn vegna meiraprófsskírteina í samvinnu við tvo starfsmenn Umferðarráðs stóð í alls kyns hliðarviðskiptum auk öku- kennslunnar. Hann flutti inn notaða bíla og bifhjól og átti við spilafíkn að stríða. Samkvæmt heimildum DV má rekja meint afbrot ökukenn- arans til bágs fjárhags vegna fyrr- nefndra viðskipta, sem gengu ekki öll jafnvel, og spilaástríðunnar sem varð honum dýrkeypt. -EIR ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1999 Stuttar fréttir dv Reykjavíkurflugvöllur Sturla Böðv- arsson sam- gönguráðherra og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri und- irrituðu sam- komulag um Reykjavíkurílug- vöU í gær. Samkvæmt því verður ReykjavíkurílugvöUur miðstöð inn- anlandsflugs a.m.k. tU ársins 2016. Dýrari íbúðir íbúðaverð hefur hækkað um 12,5% á einu ári - eða um 10% um- fram hækkun vísitölu neysluverðs að sögn Dags. Fyllibyttur teknar Tveir Islendingar voru handtekn- ir vegna ofurölvunar á flugveUi i London í gærmorgun en þeir voru á leið tU íslands með farþegaþotu Atl- anta-flugfélagsins. Af öryggisástæð- um þótti ekki stætt á því að hleypa þeim um borð í vélina. FlugvaUar- lögreglu fannst einnig öryggi á flug- veUinum ógnað og flutti þá á lög- reglustöð. Maður mánaðarins Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra íslands i Bandaríkjunum, hef- ur verið valinn maður mánaðarins af ritstjóm The Washington Times fyrir virka þátttöku á ráðstefnum og málþingum þar sem hann hefúr vakið athygli á menningu þjóðar sinnar. Auk þess hefur kona hans, Bryndís Schram, vakið áhuga á ís- landi hjá menningarsinnuðu fólki. Mótmælti NATO-æfingu Koibrún HaU- dórsdóttir alþing- ismaður mót- mælti heræfing- um Atlantshafs- bandalagsins hér á landi á Alþingi í gær. Æfð verða viðbrögð við öfgafúUum umhverfissinnum. Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra taldi jafn eðlUegt að veijast öfgafúU- um umhverfisvemdarsinnum sem öðrum öfgahópum. Seljandi borgi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt seljanda húss í Hafnarfirði, sem veggjatítiur eyðilögðu, að endurgreiða kaupanda 3,2 mtiljónir af kaupverði hússins og 912 þús. kr. i málskostnaö. Morgunblaðið greindi frá. Enn er kært Framkvæmdir við bamaspítala á lóð Landspítalans hafa aftur verið kærðar tti úrskurðamefndar skipu- lags- og byggingarmála. Kærendur em sömu nágrannar byggingarinn- ar og kærðu áður. Morgunblaðið sagði frá. Samþykkir Stöð 2 hafði eftir norska sjávarút- vegsráðherranum að norska Stór- þingið mundi samþykkja Smugu- samnmginn við íslendinga þann 17. júní. Þungur róður á EM í bridge íslensku sveitinni á EM í bridge á Möltu gekk heldur illa tvo fyrstu keppnisdagana. Er með 68 stig af 125 mögulegum. Svíar era efstir með 109 stig. ísland vann San Marino 19-11 í fyrstu umferð. Tapaði síðan 13-17 fýrir Króatíu og 7-23 fyrir Slóveníu. Vann Belgíu 17-13 - sem var meðal efstu þjóða - en tapaði fyrir Spáni 12-18 í gærkvöld. Forseti til Kanada Ólafur Ragn- ar Grímsson for- seti ferðast um íslendinga- byggðir í Kanada í júlí- mánuði og verð- ur viðstaddur 100. íslendinga- daginn 2. ágúst í Norður-Dakóta. Baldur heiðraður Baldur Jónssón, prófessor og for- maður íslenskrar málstöðvar, fékk í gær viðurkenningu Málræktarsjóðs og 400 þúsund króna verðlaunafé. Hann er þriðji maður til að hljóta þessa viðurkenningu. Hinir era Halldór Halldórsson prófessor og Vigdís Finnbogadóttir. -SÁ/hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.