Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 10
10 enmng ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 jLjV Hugleiðing fyrir klarínett Kirkjulistahátíö er nú komin í fullan gang enn á ný en hátíöin hefur verið haldin á tveggja ára fresti síðan 1987. Það er Listvina- félag Hallgrímskirkju sem hefur veg og vanda af hátíðinni sem verður með nokkru öðru sniði í sumar þar sem hún stendur í þrjá mánuði og sameinast tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. Að vanda gætir þar ýmissa grasa og á hverju sunnudagskvöldi í allt sumar verða tónleikar í kirkjunni þar sem fram koma ýmsir listamenn bæði inn- lendir og erlendir og á sunnudagskvöldið síð- asta var það Einar Jóhannesson klarínett- leikari sem hélt þar einleikstónleika. Á efn- isskránni var eitt verk, „Þér hlið, lyftið höfð- um yðar“, hugleiðing fyrir einleiksklarínett eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið var samið fyrir nokkrum árum fyrir Einar og hefur hann flutt það einu sinni áður í Landakots- kirkju. Þá tók það um eina og hálfa klukku- stund í flutningi en hafði styttst um hálfa klukkustund við flutninginn á sunnudaginn. Hugleiðsluefnið „Þér hlið, lyftið höfðum yðar...“ er fengið úr Davíðssálmunum og tón- skáldið segir í efnisskrá að verkið sé hug- leiðsla eða hugleiðing fremur en tónverk í eiginlegum skilningi. Hann segir enn fremur „Ég trúi því að tónlist geti gert meira en að skemmta mönnum. Hún getur líka vakið andlega krafta, sem búa innra með okkur. Hún getur komið hugmyndafluginu af stað og verið farkostur til að ferðast um víðáttur sálarinnar, til draumalandsins og vonanna. Tónlist getur í besta falli vakið trúarkenndir i brjóstum okkar, gert okkur móttækilegri fyrir Guðdómnum“. í ómstríðu þráhyggjukasti Þetta er verk sem einhvern veginn bara er, án ákveðins formskipans, einhvers konar leikur að tónum sem gerði sig svo einstak- Einar Jóhannesson klarínettleikari: „Frábær flutningur lega vel í meðförum Einars og endurómun kirkjunnar. Þar svifu tónamir um í hvelfing- unni; stundum voru þeir gripnir á lofti og Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir þeim gefið lengra líf, eða svarað, stundum dóu þeir út og eftir fylgdi þögnin sem var samt svo yfírfull af músik. Stundum komu þeir dularfullir líkt og úr fjarska og róandi eða þeir voru hreint og beint skerandi 1 eyru i einhvers konar ómstríðu þráhyggjukasti sem virtist engan enda ætla að taka. Flutn- mgur Einars á verkinu var hreint frábær, yfirvegaður en samt svo sjálfsprottinn, fullkomlega tímasettur en samt svo tímalaus og tónninn svo unaðslegur og vakti hjá manni ýmis hughrif sem sjálfsagt eru mismunandi fyrir hvern og einn. Þannig gekk þetta þar til allt í einu var tóninum svarað og Ein- ar var ekki að blása heldur var leikur hans af bandi sem virkaði allt að því líkt og almættið væri að verki loksins að svara eftir allar til- raunir til sambands og voru áhrifin hreint kyngimögnuð; svei mér þá ef það kom ekki smá glufa á dyrnar. Kirkjullstahátíð í Hallgrímskirkju, Einar Jóhannesson, klarínett, sunnudagur, 13.júni 1999. Af suðrænum hryn McCoy Tyner er einn af áhrifameiri djasspíanistum sam- tímans. Hann varð þekktur og öðlaðist sína eldskírn hjá John Coltrane 1960-1965, 22 ára gamall þegar hann byrjaði þar. Hann hefur síðan ver- ið með eigin hljóm- svpitir, og gekk brösu- lega framan af þrátt fyrir að hafa verið að gera athyglisverða hluti. En 1972-73 komst hann í sviðs- ljósið aftur og átti a.m.k. þrjár plötur sem vöktu athygli, og má þar nefna Enlightenment frá 1973, hljóðrituð á Montreux Jazz Festival, en hún er á tveimur LP-plötum og öll tónlistin var flutt sem tvær svítur. Stíll Tyners er einn af þeim auð- þekktari í bransanum, en hann einkennist af „modal" tónteg- uridum, djúp- ------------------ um, feitum hljómum og fljótandi, gjam- an penta- tónísku flúri. Hann hefur nú nýverið gefið út plötu sem heitir því lítt frumlega nafni Mcoy Tyner and the Latin All-Stars. En þótt titillinn sé ekki frumleg- ur er innihaldið athygli vert. Afró-kúbanskur hrynur er ein- kennismerki plötunnar, og þótt Tyner hafi meira og minna alla tíð unnið með músíköntum af því tagi er áherslan á þessari plötu alfarið á hryninum, með þrjá slagverks- og trommuleik- ara, bassista og fjóra blásara Geislaplötur Ársæll Másson auk píanósins, og útkoman minnir frekar á Tito Puente en djasstónlist. Tyner semur sjálfur þrjú af sjö lögum, bassistinn Sharpe á eitt laganna, en önnur eru þekkt stef. Blue Bossa er ekki lengur bossa nova heldur fær hér einhvers konar hraða salsameðferð, sem er reyndar áberandi á plötuimi. Óhætt er að segja að öll tónlist plötunnar iði af lífi, og spil- aramir sýna allir snilldartilþrif í spilagleðinni. McCoy Tyner nýtur sín mjög vel í þessari tón- list, fer raunar á kostum, fremst- ur meðal jafningja, og er óhætt að mæla eindregiö með þessari plötu, bæöi fyrir þá sem líkar tónlist Tyners, og eins þá sem unna suðrænum hryn. IVIcCoy Tyner and the Latin All-Stars m. Johnny Alm- endra, Gary Bartz, Ignacio Ber- roa, Giovanni Hidalgo, Claudio Roditi o.fl. Telarc-Jazz Umboð á íslandi: 12 tónar Tækni annars heims Þótt gamla Sovét sé fyrir bí með sínu fullkomna útungunar- kerfl í listum er ekkert lát á ungum snilling- um úr þeirri átt- inni. Einn af þeim nýjustu er Ilya Gringolts, fiðluséní af ár- ganginum 1982, Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson engu að síður njóta glæsilegrar spilamennskunnar. Það er sem sagt ekkert að tækninni hjá þessum dreng, sem er hugsan- lega það sem BIS vill gera okkur ijóst. Næsta skrefið er að sem útgáfufyrirtækið BIS hefur nú klófest og hyggst mark- aðssetja á næstu Debút" eru arum. Gringolts tilbrigði Paganinis við „Nel cor piú...“ hvorki meira né minna, að ógleymd- um fiðlu- konsert nr. 1 eftir hann en þessi tónlist reynir vægast sagt á tæknilega getu hvers fíðluleik- ara. Til eru þeir sem telja hana nánast óspilandi. Og tæknileg geta þessa pilts er ekki af þessum heimi, frekar en snilld Paganinis sem sagður var handbendi Skrattans. Hann er íðilnákvæmur í allri útlistun tónlistarinnar, en samt er tónn- inn djúpristur og lifaður, jafnvel þar sem tæknibrellumar bera nóturnar nánast ofurliði. Og jafnvel þótt manni þyki sumar þessar breOur fremur ódýrar má sýna og sanna að Gringolts hafi í fullu tré við tónlist þar sem inntakið vegur meira en tæknin, verk þungavigtar- manna á borð við Bach, Beethoven eða Chopin. BIS hefur látið þau boð út ganga að Gringolts sé sérstaklega snokinn fyrir tónlist Schnitt- kes heitins. Ráði hann við Schnittke eru honum allir vegir Hya Gringolts. færir. Á þessari geislaplötu hefur Gringolts góðan stuðning af góðkunningja okkar íslend- inga, Osmo Vánska, sem stjórn- ar Sinfóníuhljómsveitinni Lahti af innsæi og röggsemi. Ilya Gringolts - Paganini m. Irina Ryumina, píanó, Osmo Vánská stj. Sinfóníuhljómsveitin í Lahnti BIS-CD-999 Umboð á íslandi: JAPIS CAPUT & Hróðmar & Snorri Sigfús Verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson tón- skáld (á mynd) heyrast allt of sjaldan á tónleik- um. í kvöld mun CAPUT-hópurinn bæta úr þeirri ávöntun með frumflutningi á Septett eft- ir hann í FÍH-salnum, Rauðagerði, kl. 20.30.1 haust mun þetta verk síð- an koma út á geislaplötu frá Smekk- leysu ásamt Stokkseyri, sönglaga- flokki Hróðmars við ljóð ísaks Harðarsonar, í flutningi Sverris Guðjónssonar og CAPUT-hópsins. En það er fleira á efnisskrá CAPUT-hópsins í kvöld, til að mynda endurflutningur á J segul- sviöi, tónverki Snorra Sigfúsar Birgissonar og frumflutningur á íslandi á En- voi, verki eftir breska tónskáldið John Wool- rich. Bæði voru þessi verk samin að tilhlutan NOMUS, norræna tónlistarráðsins, sem liður í Nordic Season, menningarsamstarfi Stóra-Bret- lands og Norðurlanda og hafa þau verið flutt af ýmsum hópum á öllum Norðurlöndum og Bret- landi. Stjórnandi á tónleikunum í kvöld er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Sumarsólstöður við Mývatn Enn bætist við tónlistarhátíðimar á landinu og ætti einhver að sjá sóma sinn í því að taka saman tónlistardagskrá sumarlandsins ís- lenska fyrir fólk á faraldsfæti. Að Mývatni hef- ur nú verið blásið til hátíðar sem nefriist Sum- arsólstöóur og stendur hún yfir dagana 17.-20. júní. Það er Margrét Bóasdóttir sem heldur utan um hátíðina. Þann 17. júni verður lifandi tónlist í veit- ingahúsunum við Mývatn, __ ýmist spænsk gítartónlist í flamenco- stíl, frönsk kaffihúsa- tónlist eða íslensk sönglög eftir Sig- fús Hall- 18. verða haldnir tónleikar í kl. 20.30, þar sem fjórir einsöngvarar munu flytja íslensk sönglög og óperu- og óperettutónlist. Laugardaginn 19. júní verða bama- og fjölskyldutónleikar haldn- ir í Grunnskólanum í Reykjahlíð kl. 13.30 og um kvöldiö kl. 20.30 verða tónleikar aftur í Skjólbrekku þar sem flautuleikur verður í for- grunni. Þann 20. júni verður hátíðin síðan sungin út með ættjarðarlögum. Flytjendur á tónlistarhátiðinni era Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikar- ar, Pétur Jónasson gítarleikari, Kristinn Öm Kristinsson píanóleikari, söngvararnir Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Margrét Bóas- dóttir, Lilja Hjaltadóttir og Óskar Pétursson og Jón Stefánsson organisti (á mynd) Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjahlið veitir upplýsingar um tónleikana og selur að- göngumiða að þeim, sími 464 4390. íslendingasagnaútgáfu hrós- að - með fyrirvörum „Heildarútgáfa Bókaútgáfu Leifs Eiríksson- ar á íslendingasögum og - þáttum á ensku er aðdáunarvert framtak sem verðskuldar einróma lof. í fyrsta sinn í sögu forn- sagnaþýðinga fá í það minnsta enskumælandi lesendur tækifæri til að kynnast betur ríkidæmi og fiölbreytni íslenskra mið- aldabókmennta." Svo mæhst Itamar Even-Zohar, prófessor við háskólann í Tel-Aviv, í umsögn um útgáfuna í nýjasta hefti Skímis. Hins vegar gerir Even-Zohar nokkrar veigamiklar athugasemdir við sjálfar þýðing- amar. „Misræmið milli frumtextans og ensku gerðanna er víða umtalsvert," segir hann og heldur áfram: „Forðast (ætti) að færa málið um of i formlegan búning."Að mati Even-Zohars er lausnin eftirfarandi: „í stað þess að gera ráð fyrir að öll ónákvæmni sé „slysaleg viila" ein- hvers „eftirritara", sem þarf að færa til betri vegar, gæti borgað sig að treysta betur hæfi- leikum, sköpunargáfu og snilli miðaldahöfunda og ritstjóra, og þýða þar af leiðandi texta þeirra af meiri nákvæmni." Umsjón Aðalsteinn Ingólfssnn wmfflfflmmfflmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.