Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 2
24 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Sport DV Hvað finnst þér? Um gengi Eyjamanna í fótboltanum það sem af er sumri: - spurt á Hólnum 1 hálfleik á leik ÍBV og KR. Jóhann Jónsson: Þeir hafa ekki staðið undir væntingum en þetta er að koma. Undirbúningur var ef til vill of langur og menn kannski orðnir of leiðir á þessu en ég er viss um að þetta kemur hjá þeim í dag. Magnús Kristleifsson: Þetta er að koma en sumarið byrjaði frekar illa. Það er mjög gott að fá Færeyinginn í liðið, hann kemur með meiri baráttu með sér. Ég er bjartsýnn á framhaldið í sumar og við tök- um þetta. Geirrún Tómasdóttir: (mamma Steingrims og Hjalta) Nei, ég er ekki ánægð með þá enn þá, en þeir eru að bæta sig. Ég er ekki ánægð með leik- skipulagið, vil að Steingrímur fái meiri hjálp frammi. Færey- ingurinn lofar þó góðu. Ég spái 2-1 og vil fá Hjalta inn á. Árni Óðinsson: Ég er ánægður með strákana og vil bara að ÍBV gangi vel og vinni leikina sina í sumar. Borðaði samloku og dó úr ofnæmi Efnilegasti grindahlaupari Breta, Ross Baillie, lést á föstudag úr bráðaofnæmi fyrir hnetum. Baillie fór ásamt félaga sínum á veitingastað eftir æfingu og pantaði sér samloku. í samlokunni var kjúklingur, hjúpaður með hnetum, og strax eftir einn bita hné Baillie niður. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús en lést þar skömmu síðar. Baillie var af öllum talinn arftaki Colins Jacksons, eins besta grindahlaupara heims í gegnum árin en hann var aðeins 21 árs. Talið er að 1 af hveijum 200 séu með ofnæmi fyrir hnetum en árlega verða nokkur dauðsföll vegna ofnæmisins. -SK Þrír sáu rauða spjaldið og 14 voru bókaðir Hann var sögulegur úrslitaleikurinn í bikarkeppninni í Portúgal um helgina. Þar áttust við Beira Mar og Campomaiorense og þótti viðureign- in hörð í meira lagi. Þrír leikmenn Beira fengu að líta rauða spjaldið og fjórtán voru bókaðir. Þrátt fyrir leikmannamissinn fór Beira Mar með sigur af hólmi, 1-0, og tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ricardo Sousa, sonur þjálfarans, skoraði eina markið á 71. mínútu. Tímabilið var því bæði gleði og sorg fyrir félagið því Beira Mar varð að bíta í það súra epli að falla niður um deild fyrir nokkru. -JKS midagsyi Jón Arnar hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en líklega verða þau ekki mörg í sumar. Tímabilið kann að vera búið hjá Jóni Arnari Magnússyni Það eru ekki alltaf hamingjustundirnar skera þetta strax en ég tók þá Jón Arnar Magnússon tugþraut- armaður glímir nú við erfið meiðsli á hné. Útlitið er ekki allt of gott en í byrjun næsta mánaðar kemur í ljós hvort hann þarf að fara í upp- skurð. Jón hyggur þá á keppni í tugþraut í Svíþjóð. Þar verður markmiöið að komast í gegnum þrautina og eftir hana mun hann meta aðstæður. Jón Arnar er fremsti íþróttamað- ur íslendinga í dag. Hann stundar erfiðustu íþróttagreinina þar sem kraftur, snerpa og gríðarleg tækni þarf að fara saman. Hann hefur ver- ið í allra fremstu röð í heiminum en lifir nú erfiða tíma. „í dag snýst þetta um sjúkraþjálf- un. Ég lenti í því að brjóta stöng sl. vetur og brotið slóst harkalega í hnéskelina á mér. Sennilega er ég með tvískipta hnéskel og sú ytri hef- ur gegnum tíðina orðið fyrir miklu hnjaski. Það hefur svo gert útslagið þegar stöngin slóst harkalega í þetta, beint á versta stað. Ég hélt samt áfram að æfa á fullu en í apríl kom bakslag. Ég var siðan orðinn góður fyrir Smáþjóðaleikana en fann svo aftur fyrir þessu þá,“ segir Jón og það er auðheyrt að þessi meiðsli eru honum mikið áfall. Ég finn mikið til „Ég er þegar búinn að missa af einni stórri þraut sem er inni í Grand Prix-dæminu. Þá eru þrjár eftir en í næstu þraut mun ég leggja alla áherslu á að komast í gegn. Ég er alls ekki góður í dag. Ég finn mikiö til í þessu en er í stöðugri sjúkraþjálfun. Læknarnir vildu ákvörðun að fara í sjúkraþ]álfun- ina,“ segir Jón Arnar. Jón situr ekki auðum höndum þessa dagana þrátt fyrir meiðslin. Hann æfir tvisvar á dag og fer auk þess til sjúkraþjálfara. Þess á milli vinnur hann hörðum höndum við að standsetja íbúð sem hann var að kaupa í Reykjavík. Slepp vonandi við uppskurð „Ég er að flísaleggja eins og er og það gengur bara vel. Vonandi þarf ég ekki að fara í uppskurð. Ég get æft á fullu en þetta er mjög sárt. í versta falli gæti svo farið að tímabil- ið væri búiö hjá mér. í Svíþjóð kem- ur í ljós hvort ég get keyrt á þetta á fullu. Ef þetta gefur sig verður bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti og bíta á jaxlinn. Það þýð- ir ekkert að gefast upp.“ Veiðin er aðal áhugamálið Þegar fijálsum íþróttum og fjöl- skyldunni sleppir er veiöimennska og útivera aðal áhugamálið hjá Jóni Arnarj. 1 „Ég hef mjög gaman af skotveiði og eins að veiða i net ef ég kemst í ' það. Ég fór nokkuð til rjúpna sl. vet- ur en það gekk jítið. Vélsleðadónar höfðu farið yfir svæðið með miklum látum og eyðilagt það. Mér tókst hins;vegar að skjóta nokkrar gæsir. Gæsin er erfið og það getur verið mjög spennandi að veiða hana,“ sagði Jón Arnar Magnússon. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.