Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 33 > Sport Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson, sigurvegarar í Næturralli Esso, á nýja Subaru Impreza bílnum. Feögarnir voru eldfljótir og unnu sjö af níu sérleiðum keppninnar. Hér aka þeir foruga sérleið um Gufunes í upphafi rallsins. DV-myndir ÁS Feðgarnir Rúnar og Jón á nýjum Subaru í Næturralli Esso: I sérflokki - rok og rigning settu svip á keppnina sem fram fór að næturlagi Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur, í samvinnu við LÍA, hélt um liðna helgi annað íslandsmeistaramót árs- ins í rallakstri. Vegna langvarandi haustlægða og ástands vega í rigning- artíðinni hér suðvestanlands börðu keppendur enn og aftur stokka og steina Reykjanessins þar sem uppi- staða keppninar og úrslitaleið var gamalkunnur ísólfsskálinn, blessaður, eins og í fyrstu keppni ársins. Gufunesið klúðraðist Vegna mistaka keppnisstjórnar við merkingu sérleiðar í Gufunesinu á fóstudagskvöld voru tvær af þremur umferðum felldar út þar eð ekki óku allir alveg sömu leið. íslandsmeistara- keppnin mótaðist samt nokkuð á þess- um 2,2 km kafla í vegakerfmu. Sigurð- ur Bragi og Rögnvaldur hættu keppni þegar Roverinn þeirra festist í botni, Hjörtur og ísak á öflugustu Toyotunni urðu fyrir bilun í hjóla- og stýrisbún- aði, einmitt í þeirri einu umferð sem var látin halda sér. Þeir töpuðu við þetta um tveimur mínútum og öllum möguleikum á sigri. Rúnar og Jón í sérflokki Keppnin hélt síðan inn í nóttina, fram og til baka um Kleifarvatn, ís- ólfsskála og Reykjanesleið. Feðgamir Rúnar og Jón náðu strax afgerandi forustu á nýja Subaru Impreza biln- um með 21 sek. sigri á ísólfsskálaleið, sæmilegum tíma, en bættu svo sér- leiðartíma Kleifarvatns um 7 sek. frá keppninni i vor. Eftir þrjár fyrstu sér- leiðimar leiddu þeir keppnina með 39 sek. forskot á Pál og Jóhannes á MMC Lancer sem er nákvæmlega sekúnda á hvern sérleiðakílómetra og verður ekki auövelt fyrir Pál og Jóhannes að brúa þetta bil í keppnum sumarsins. Sama viðfangsefni bíður Hjartar og ís- aks á Toyota sem deildu sínum sér- leiðatímum gegnum keppnina með Páli og Jóhannesi svo aðeins skeikaði 2 sek. Páli og Jóhannesi í vil, burtséð frá Gufunesvandræðum. Baldur og Geir byrja vel Baldur Jónsson, Rúnarsbróðir og Geir Hjartarson, aðstoðarökumaður hans, komust mjög vel frá sinni fyrstu keppni á Subaru Legacy og náðu þriðja sæti. Bíllinn er mun öflugri en þeir eiga að venjast og rnöguleikinn er að halda þessari stöðu í sumar fyrst frumraunin lofar svo góðu. Þeir unnu t.d. Pál og Jóhannes Islands- meistara á tveimur sérleiðum keppninnar, í Gufunesi og á Reykja- nesleið fyrri, sem er veiðikló á rall- bíla og var ekin í rökkri. Garðar og Guðmundur unnu eins drifs flokkinn Garðar Þór Hilmarsson og Guð- mundur Hreinsson sigruðu auðveld- lega á háværum gulum Nissan 240RS í flokki bíla með eitt drif, en þeirra aðalkeppinautar, Þórður Bragason og Birgir Már Guðnason, á Ford Escort, jafngulum, hættu við þátttöku þegar túrbínuþrenging þeirra mældist ólögleg við skoðun fyrir keppnina. Daníel og Sunneva á sigurbraut Kossinn á Húddinu eftir fyrstu keppnina hefur virkað vel þyí Daniel Sigurðsson og Suneva Lind Ólafsdótt- ir halda sínu striki og sigruðu aftur í nýliðaflokki á Toyota Corolla 1600 cc. Keppinautar þeirra, Pétur Smárason og Daníel Hinriksson á sams konar bíl ætla þó ekki að una því og hafa kært úrslitin til LÍA á þeirri forsendu að keppnisstjóm hafi ekki tilkynnt þeim formlega um niðurfellingu Gufu- nesleiðanna og þeir því ekki áttað sig á stöðunni alla keppnina. -ÁS Bensín- dropar í nýja Impreza- bílnum hjá þeim Rúnari og Jóni er 40 lítra vatnstankur og þegar allt er gefið í botn úðast vatn inn í sprengirými vélarinnar. Þetta eykur súrefnismettun loftsins og þar með afl sprengingarinnar ásamt því að kæla aðeins í leiöinni. Spurningin er hvort við erum að hverfa aftur til gufuvélarinnar. Rúnar segir bílinn vera 11 cm styttri milli hjóla og því kvikari á veginum en Legacyinn. Vélin skilar aflinu þúsund snúningum ofar en sá gamli en vantar á móti afl (tog) á lægri snúningi sem er, eftirsjá í. Páll Hall- dórsson íslands- meistari var óá- nægður með sjálfan sig og árangurinn í Essorall- inu. „Ég fann bara ekki þá vellíð- an undir stýri sem mér er nauð- synleg til að ná árangri/' sagði hann. „Allt sem ég reyndi mistókst og þetta var alls ekki mitt rall,“ sagði íslands- meistarinn eftir að keppn- inni lauk. Þorsteinn Páll Sverrisson og Witek Bogdanski stöðvuðust í hálfa aðra mínútu í Gufunesi þegar háspennuþráður hoppaði laus. Sú umferð var þó felld út þannig að þeir enduðu Gufunesið í öðru sæti. Það var engu líkara en óheppnin væri á nætur- vakt, á þriðju sérleið fann hún þá aftur þegar annað afturhjólið sagði skilið við Mözduna og rúllaði út i Kleifar- vatn, samkvæmt upplýsingum keppnisstjóra. Menn lenda í ýmsum ævintýrum og ekki verður við öllu séð. Þóröur Bragason sagðist þurfa að handrota mann í Bretlandi i gegnum síma í dag. Þórður pant- aði túrbínuþrengingu í pósti, fékk hana og setti í Escortinn án þess að mæla! Við skoðun kom í ljós að hún var ólöglega víð til að keppa til íslandsmeist- ara í eins drifs ílokki. ✓

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.