Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 12
34 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Sport Blciitd í poka í rokinu 17. júni setti kappsiglinga- skútan Besta met er hún sigldi fyrir seglum frá Hafnarfiröi til Reykjavík- ur. Hraðinn á leiðinni fór vart undir 15-22 sjómílur og tók siglingin aðeins um eina klukkustimd. Til saman- buröar tekur oft á bilinu 2-4 tima að sigla þessa leiö á skútu. Skömmu údur hefði Besta unnið báö- ar kappsiglingakeppnirnar sem Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnar- firði hélt viö Helgasker utan við Hvaleyri. Peter Schmeichel, fyrrum markvörð- ur Manchester United, skrifaði i gær undir tveggja ára samning við portú- galska liðið Sporting frá Lissabon. Sporting hefur verið að styrkja leik- mannhópinn að undanfornu en 17 ár eru síðan liðið varð meistari í Portú- gal. Liverpool hefur komið þeim skila- boðum til italska liðsins Lazio að Michael Owen sé ekki til sölu. Breska pressan greindi frá því í gær um að Lazio væri reiðubúið að greiða um 30 milljónir punda fyrir Owen. West Ham er á höttunum eftir skoska landsliðsmanninum Colin Hendry hjá Glasgow Rangers. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri West Ham, telur vörninni borgið með Hendry við hlið Rios Ferdinands. Hendry er sagður hafa áhuga á að fara til Lundúnaliðsins. Peter Reid, knattspyrnustjóri Sund- erland, leitar stíft að leikmönnum þessa dagana en liðið vann sér sæti í efstu deild í vor. Reid staðfesti það i gær að hann hefði áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Ariel Ortega til félagsins frá Sampdoria. Ortega vill fara frá italska liðinu sem féll úr A-deildinni i vor. Varnarmadurinn Fernando Sanz, sem allan sinn feril hefur leikiö með Real Madrid, er á fbrum frá félaginu en hann hefur ekki náð að festa sig þar i sessi. Malaga og Sevilla hafa sýnt honum áhuga. Sanz þessi er son- ur forseta Real Madrid. Þar sem Siglufjaröarvegur lokaðist um helgina komust leikmenn Léttis með allsérstökum hætti i leikinn gegn KA. Brugðið var á það ráð að fá björgunarbátinn Sigurvin frá Siglu- firöi til að sækja Léttismenn og dóm- ara leiksins í Haganesvík í Fljótum. Svo virðist sem áhugi skoska liðsins Aberdeen fyrir Lárusi Orra Sig- urössyni sé endanlega úr sögunni. en eftir timabilið í vor var hann sett- ur á sölulista. Evrópubikarkeppninni í frjálsum íþróttum lauk í París i gær. í karla- flokki sigruöu Þjóðverjar með 122 stig. ítalir urðu í öðru sæti með 98,5 stig og Bretar urðu þriðju með 97 stig. Rússar sigruðu í kvennaflokki með 127 stig, Rúmenar urðu aðrir með 99 stig og Frakkar komu i þriðja sæti með 97 stig. Rosenborg jók forystu sína í norsku knattspyrnunni í gær. Rosenborg sigraði Stabæk, 2-1, en Liileström varð að gera sér jafntefli að góðu gegn Strömsgodset, 1-1. Þá sigraði Bodö/Glimt-Kongsvinger, 2-0, Brann vann Odd, 3-0, Molde sigraði Moss, 3-1 og Viking tapaði heima fyrir Skeid, 0-1. Enginn íslendinganna skoraði mark. Rosenborg hefur 28 stig, Lilleström 24 stig, Molde 23 stig og Brann 21 stig. Helsingborg komst upp að hlið Ör- gryte á toppi sænsku knattspyrnunn- ar í gær. Brynjar Gunnarsson og samherjar hans í Örgryte töpuðu á heimavelli fyrir Helsingborg, 0-1. Þá gerðu Kalmar og Norrköping jafn- tefli, 1-1. Örgryte og Helsingborg hafa 22 stig og Halmstad er í þriðja sæti með 20 stig. Braut úlnliö í reiöikasti Spánverjinn Jose Maria Olaza- bal varð að hætta keppni á US Open eftir fyrsta keppnisdaginn. Olazabal lék fyrstu 18 holurn- ar á 75 höggum, 5 yfir pari, og var mjög óánægður með þá frammistöðu. Á hótelherbergi sínu um kvöldið sló hann hendinni harkalega í vegg með þeim af- leiðingum að úlnliðurinn brotn- aði. Olazabal var fyrir mótið álit- inn mjög sigurstranglegur. -SK Payne Stewart lék frábært golf í gær og tryggði sér sigurinn með því að setja niður 5 metra pútt sem var síðasta högg mótsins. Á innfelldu myndunum eru þeir Tiger Woods og Phil Mickelson. Reuter - vann US Open í annað sinn með frábæru lokapútti mótsins „Fyrst af öllu vil ég þakka Guði fyrir þennan sigur. Mér leið vel á vellinum í dag og púttin duttu á réttum tíma hjá mér. Phil Mickel- son var að leika frábært golf og hans tími mun koma. Hann á eftir að fá fleiri tækifæri í framtiðinni til þess að vinna þetta mót en ég,“ sagði Payne Stewart eftir að hann hafði tryggt sér sigur með frábæru pútti á lokaholu opna bandaríska meistaramótsins í golfi í gærkvöld. Lokasprettur mótsins var hreint ótrúlega spennandi. Payne Stewart, Phil Mickelson, Tiger Woods og Vijay Singh börðust um sigurinn fram á síðustu holu og spennan hef- ur aldrei verið meiri á síðustu holu þessa stórmóts. Fyrir síðustu holuna var Stewart með eitt högg i forskot á Mickelson og þeir Woods og Singh höggi á eft- ir Mickelson. Upphafshögg Stewarts mistókst og hann varð að nota ann- að höggið i að koma sér þægilega fyrir utan við flötina. Mickelson var hins vegar inni á flöt í tveimur höggum en mistókst um 6 metra pútt og lék holuna á pari. Stewart vippaði kúlunni 5 metra frá holunni og setti síðan púttið niður við gríð- arlegan fógnuð stuðningsmanna sinna. Stewart setti einnig niður mjög langt pútt á 16. holu til að tryggja par og þessi tvö pútt tryggðu öðru fremur sigur hans. Michelson verður því enn að bíða eftir sigri á einu af stærstu golfmót- um ársins en hann er þrátt fyrir það einn sigursælasti kylfingurinn í bandarísku mótaröðinni. „Payne Stewart er frábær kylfmg- ur og hann er vel að þessum sigri kominn. Næst á dagskránni hjá mér er hins vegar að koma mér heim til eiginkonunnar en við eigum von á barni á næstu dögum,“ sagði Mickelson eftir mótið. Tiger Woods missti tvo mjög stutt pútt á lokaholunum og þar með hurfu möguleikar hans á sigri. -SK Turnarnir hirtu 26 fráköst - San Antonio leiðir, 2-0, gegn Knicks. Þriðji leikurinn í kvöld San Antonio hefur unnið tvær fyrstu viður- eignimar gegn New York Knicks í einvigi lið- anna um bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik. Nú halda liðin til New York en næstu þrjár viðureignir fara fram í Madison Square Garden. Eins og leikirnir hafa spilast bendir flest til þess að San Antonio landi titlin- um í fyrsta sinn í sögu félagsins en ekki ber að afskrifa New York-liðið alveg strax því nú fær það tækifæri til að sýna í alvöru hvað býr í þvi á heimavelli. í öðrum leiknum, sem lyktaði 80-67, lék hvor- ugt liðið með besta móti. Liðin náðu sér ekki al- veg á strik og sérstaklega hefði hittnin mátt vera betri. San Antonio, með þá Tim Duncan og David Robinson innanborðs, verður ekki auð- unnið. Duncan fór fyrir sínu liði að venju aðfaranótt laugardags og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. David Robinson skoraði 16 stig og tók 11 frá- köst. Latrell Sprewell var stigahæstur hjá Knicks með 26 stig. Stigin hjá liðunum skiptust annars þannig. Stig San Antonio: Duncan 25, Robinson 16, Elie 15, Elliott 10, Johnson 8, Jackson 3, Kerr 2, Rise 1. Stig New York: Sprewell 26, Houston 19, Cam- by 6, Johnson 5, Ward 5, Childs 4, Thomas 2. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.