Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 8
30 MANUDAGUR 21. JUNI 1999 Sport DV Fyrsti bikarinn Guöni Páll Kristjánsson fyrirliði og Daníel Freyr Andrésson markvörð- ur voru ánægðir með sigurinn á Faxaflóamótinu. „Það voru tveir leikir mjög erfiðir, á móti Breiðablik og ÍA, og Stjarn- an var líka svolítið erfið," sagði Guðni sem er miðjumaður og skoraði tvö mörk í mótinu. „Ég hef aldrei fengið bikar áður og fékk að taka við honum, það var mjög gaman. Annars fmnst mér skemmtilegasta að keppa og svo að fara á Shellmótið. Mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta,“ bætti Guðni við. „Mér frnnst líka skemmtilegast að keppa og það var gaman að vinna bikarinn," bætti Daníel vinur Guðna við. Knattspyrnudeild Tindastóls ætl- ar að ráðast i það stórræði að stofna knattspyrnuskóla sem haldinn verð- ur ár hvert um verslunarmanna- helgina. Guðmundur Torfason, fyrr- um atvinnumaður, hefur verið ráð- inn skólastóri. Stefnt verður að því að fá þekkta knattspymumenn tii að starfa við skólann og reynt verð- ur að fá erlendan leikmann til að kikja í heim- sókn. „Það eru tvö ár síðan ég fékk þessa hugmynd og draumurinn verður að veru- leika núna í sumar,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson for- maður knatt- spymudeildar Tindastóls. Skól- inn mun verða Samhent lið Anna Sif Hjaltested stóð í marki Stjömunnar á Faxaflóa- mótinu og var mismikið að gera í leikj- unum. „Úrslitaleikurinn á móti Breiðabliki var erfiðastur en hann fór 3-2 fyrir okkur. Þær fengu samt ekkert svo marg- ar sóknir,“ sagði Anna, hóg- vær en hún bjargaði oft meist- aralega í markinu. „Hér eru góðir þjálfarar og sam- hent lið, við þekkjumst allar mjög vel og eram búnar að æfa lengi saman,“ sagði Anna um hverju velgengnin væri að þakka „Markmiðið í sumar er að kom ast í úrslit. Það þýðir að við verð um að ná fyrstu þremur sætun um i riðlinum og komast þannig í úrslit. Mitt persónulega markmið er að verða betri og kannski ná í sæti í meistaraflokki," sagði Anna að lokum. Faxaflóameistarar Stjörnunnar í 3. flokki kvenna. Aftari röð frá vinstri: Lára Björg Einarsdóttir, Hildur Eik Ævarsdóttir, Anna Sif Hjaltested, Dóra Gígja Þórhallsdóttir, Olga Huld Pétursdóttir og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir þjálfari. Neðri röð frá vinstri: íris Kjal- arsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Þóranna Hrönn Þórsdóttir, Þuríður Sverrisdóttir og Sigrún Helga Pétursdóttir. Á myndina vant- ar Guðrúnu Höllu Finnsdóttur, Erlu T. Steinþórsdóttur, Ólínu Einarsdóttur, Ernu Kristínu Blöndal og Halldóru Jóhannsdóttur. Faxaflóamótinu í knattspyrnu senn að ljúka: Vandamál - að koma úrslitaleikjunum fyrir á leikjaplani Faxaflóamótið er eitt stærsta vormót sem haldið er í knattspymu ár hvert. Mótið stækkar mikið á milli ára og til dæmis fjölgaði leikjum á mótinu um 50 frá því í fyrra. Á mótinu taka lið þátt sem búsett era á svæðinu milli Borgamess og Selfoss. Þetta er þvi mikill fjöldi liða og mikið fjör á mótinu. FH og Haukar sáu um skipulagningu mótsins að þessu sinni og gekk það ágætlega fyrir utan nokkur skipulagsatriði. Mótið stendur enn yflr en vandamál hefur verið að koma úrslitaleikjunum fyrir á leikjaplani og þar með ljúka við alla leikina áður en íslandsmót hefst. Því eru enn nokkrir leikir eftir og ekki er vitað hvenær þeir fara fram. „Þetta hefur farið fram ágætlega en það er vandamál að fá úrslit úr leikjunum. Ég held að krakkamir hafi alltaf gaman af því að keppa í sjálfu sér,“ sagði Hafsteinn, einn af mótsstjóranum fyrir hönd Hauka. Þau úrslit liggja fyrir að Stjarnan sigraði í 3. flokki kvenna með glæsibrag þegar þær unnu alla leiki sína. Stjaman er einnig komin í úrslit í 4. flokki kvenna. Val- ur sigraði í 2. flokki kvenna, en einu úrslitin sem ljós eru úr karlaflokki er að FH sigr- aði í 6. flokki karla. Fótbolti og förðun Stjarnan sigraði Faxaflóa- mótið í 3. flokki kvenna. Dóra Gígja ÞórhaOsdóttir hefur æft knattspymu hjá Stjömunni í sjö ár. Hún var verður hægt.“ Hvada áhuga- mál hef- uröu fyr- lykilmaður í sigurliði Stjörnunnar. Hvada stödu spilarðu i liðinu? „Ég leik sem aftasti varnarmaður. Maður þarf aUtaf að vera talandi og hafa góða yfirsýn yfir vöUinn.“ Á hvað stefnirðu í framtiðinni i íþróttunum? „Að komast í lands- liðið og kannski verða atvinnumaður ef það ir utan knattspyrn- una? „Ég er í hand- bolta og snjóbrettum og mér finnst eiginlega aUar íþróttir skemmti- legar.“ hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla annað hvort að verða íþróttafræðingur eða förðunarmeistari. Það er frábært í íþróttum og svo finnst mér gaman að mála fólk,“ sagði Dóra Gígja. Sigurvegarar á Faxaflóamótinu í6. flokki A urðu FH-ingar. Efri röð frá vinstri: Dan- íel Freyr Andrésson, Sveinn Andri Þ. Brimar, Gylfi Þór Sigurðsson, Kristinn Ein- arsson og Sigurður Daníel Einarsson. Fremri röð frá vinstri: Guðni Páll Kristjáns- son fyrirliði, Aron Pálmarsson, Brynjar Benediktsson, Viktor örn Guðmundsson og Búi Steinn Kárason. Knattspyrnuskóli um verslunarmannahelgi: Nýr valkostur kaUaður Knattspymuskóli Islands fyrir stúlkur og pUta á aldrinum 13-16 ára. „Við emm búnir að fá ýmsa góða aðUa í lið með okkur, til dæmis tó- baksvarnarnefnd og fleiri og við vonumst tU að skólanum verði vel tekið og hann nái fótfestu. Við ætl- um að vanda okkur virkUega við framkvæmdina þannig að allir verði ánægðir sem hingað korna," sagði Ómar. Knattspyrnuskólinn mun gefa unglingunum nýan valkost um verslunarmannáhelgina þannig að í stað þess að fara á útihátíðir geti þeir stundað hoUar íþróttir í góðu umhverfi. Markmiðið er að foreldr- ar fylgi börnum sínum í skólann og að fjölskyldan geti eytt helginni saman án áfengis. -ÞÁ Umsjón íris Björk Eysteinsdóttir DV, Sauðárkróki:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.