Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 7
28 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 29 Sport DV DV Sport Breiöablik 1(0) - Víkingur 1(0) Atli Knútsson @ - Hjalti Kristjánsson @, Ásgeir Baldurs, Hreiöar Bjarnason, Guömundur Öm Guömundsson (Þór Hauksson 71.) - Salih Heimir Porca, Hákon Sverrisson, Kjartan Einarsson ®, Guðmundur Karl Guðmunds- son @ (Guðmundur Gislason 46.) - Marel Jóhann Baldvinsson @, ívar Sigurjónsson (Atli Kristjánsson 75.). Gunnar S. Magnússon Þrándur Sigurösson @, Gordon Hunter, Þorri Ólafsson - Arnar Hallsson @, Haukur Úlfarsson (Sváfnir Gíslason 65.), Bjami Hall (Valur Ulfarsson 65.), Láras Huldarsson - Colin McKee, Sumarliöi Ámason @@, Amar Hrafn Jóhannsson (Alan Prentice 65.). Gul spjöld: Haukur (V), Hunter (V), Amar Hallss.(V). Breiðablik: Breiðablik - Víkingur ; Breiðablik - Víkingur : Markskot: 13 17 1 Völlur: I góðu standi. j Horn: 9 6 i Dómari: Gylfi Orrason. | Áhorfendur: Um 300. j Dæmdi óaðfinnanlega. Maður leiksins: Sumarliði Arnason, Víkingi. Síógnandi í framlínunni og afgreiddi markið vel. Þetta sögðu þeir eftir leik: Þormóður Egilsson, KR: „Við byrjuðum vel en hleyptum þeim inn i ieikinn. í seinni hálfleik spiluöum viö vel en klikkuðum á einu horni og það eru mörkin sem telja. Við höldum bara áfram, þetta er einn tapaður leikur og það fer ekkert lið taplaust í gegnum þetta.“ Sigursteinn Gíslason, KR: „Eg tel okkur vera klaufa að klára ekki þennan leik, því mér fannst við vera miklu betri. Þetta var öfugt mið- aö við fyrsta leikinn gegn Skaga- mönnum og kannski refsing fyrir hann. Það á ekki að vera hægt að skora tvö nákvæmlega eins og mörk og þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur. Þetta verður skemmtilegt og það geta allir unnið alla“. Ingi Sigurðsson, ÍBV: „Við vorum búnir að stilla þessu þannig upp að í þessum leik væri ailt tímabilið undir, með því að vinna ekki leikinn hefðum við dregist aftur úr KR-ingunum en með sigri hér koma vonandi umskipti hjá okkur. Það er gott að breyta venjunni og rifa sig upp eftir ódýrt mark. Þetta var baráttusigur og gat endað báðum megin. Við erum búnir að æfa fóstu atriðin vel í sumar en þau komu ekki fyrr en í dag. Ef þetta er ekki gott spark fyrir okkur eigum við ekki skilið að gera eitthvað meira". ívar Ingimarsson, ÍBV: „Það var ekki leiöinlegt að skora úr- slitamarkið á móti KR enda þetta al- veg nauðsynlegt til að komast inn í mótið aftur. Ég er búinn að fá mörg tækifæri en kláraði það loksins núna. Við erum búnir að hiksta svolítiö 1 byijun móts en vonandi kemur þetta okkur aftur á beinu brautina. Viö komumst inn í leikinn og jákvætt að rífa okkur upp og að klára þetta síð- an í restina". Atli Eðvaldsson, þjálfari KR: „Mér fannst við spila vel og Eyja- menn áttu varla skot á markið í seinni hálileik. Þetta féll bara ekki fyrir okkur í dag. Við erum samt al- veg óragir við þetta, það er nóg eftir af mótinu og við eigum eftir að halda áfram á betri braut en þetta. Ég er bara að hugsa um það sem við erum að gera og við þurfum að vinna í að loka fyrir mörkin úr fóstu leikatrið- unum. Það eru margir leikir eftir og við vinnum í því,“ sagði Atli Eðvalds- son, þjálfari KR. Allan Mörköre, ÍBV: „Ég hafði heyrt af því að ÍBV-liðinu hefði ekki gengið vel það sem af er sumri og vissi, þar sem æfingar síð- ustu tvær vikur hefðu miðast við þennan leik, að hér lægi allt undir. Við vomm einbeittir og baráttuglaðir og þegar liðið berst og leggur allt i leikinn þá vinnur það. Það er gaman að spila með svo góðu liði. Hér er spilað á grasi en ekki á gervigrasi eins og heima í Færeyjum og ég er enn að venjast því“. -OOJ Góð batamerki á liðinu „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur. Leikurinn var mjög góöur, við frábærar aðstæöur og það langbesta sem ég hef séð bæði til minna manna. Mér fannst leikurinn op- inn og skemmtilegur og bæði lið líkleg til að skora. Það er erfitt að lenda undir, nú snerum við þessu við gegn sterku liöi eins og KR, sem eru góð batamerki og ég er ánægðast- ur með þann karkater. Við vorum búnir að undirbúa föstu leikatriðin vel, vorum óánægðir með hversu fá mörk við höfum þannig og nú small þetta. Við sýndum líka einu sinni enn hversu heimavöllurinn er okkur mikilvægur og hvað við eigum einstaka áhorfendur" -ÓÓJ Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, meiddist illa eftir samstuð við Þórhall Hinriksson. Til að sauma saman sárið dugðu ekki minna en 17 spor. Hlynur verður frá í það minnsta 2 vikur. Hátíð á hólnum Útsala“ - sagði Lúkas Kostic eftir jafntefli við Blika DV-myndir ÓG Ingi Sigurðsson, ÍBV: Nei, nei, nei, nei Ingi Sigurðsson, Eyjamaður, er ekki þekktur fyrir að láta sinn hlut í bolt- anum. Ingi bað um skiptingu í lok leiksins við KR, en þegar kom til þess að skipta honum út af öskraði hann „nei, nei, nei, nei, nei,“ og vildi ólmur halda áfram inni á. Ingi var þá þegar kominn með gult spjald og ekki vildi betur til en svo að mínútu seinna var hann kominn út af með það rauða. Hann hefði því betur átt aö drífa sig út af og fagna hvíldinni í stað þess að fá hana i næsta leik gegn Víkingum. -ÓOJ „Þetta var enn ein Víkings- útsalan rétt eins og í leiknum gegn Grindavík. Viö hefðum verðskuldað sigur í þessum leik. Við fengum hættulegri færi og leikaðferðin gekk upp þangað til í lokin,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Víkings, eftir að nýliðar deildarinnar sættust á skiptan hlut í Kópavoginum í gær. Blikar tryggðu sér jafn- tefli með marki á lokamínútun- um. Blikar voru heldur sterkari í fyrri hálfleik þó að Víkingar sýndu á köflum ágæt tilþrif og ættu sín færi. Seinni hluti fyrri hálfleiks var nánast algjörlega eign Blikanna. Eftir hálftíma leik komst ívar Sigurjónsson í kjörið marktækifæri eftir góð- an undirbúning Kjartans Ein- arssonar en skaut í markvink- ilinn. Tíu mínútum síðar komst Ivar aftur í færi eftir mistök markvarðar Víkings en skaut yfir og rétt fyrir leikhlé fékk Marel ákjósanlegt færi á markteig en náði ekki til bolt- ans. Blikar hefðu því verð- skuldað forystu í leikhléi en fyrri hálfleiknum lauk án þess að mark væri skorað. Síðari hálfleikur var öllu daufari framan af þótt nokkur færi litu dagsins ljós. Marel fékk það besta fyrir Blika en renndi þá boltanum í stöngina fyrir opnu marki. Eftir þetta komust Víkingar meira inn í leikinn og náðu að lokum for- ystunni þegar vörn Blika svaf á verðinum. Eftir þetta voru Vík- ingamir sterkari og fátt virtist benda til þess að Blikar næðu stigi úr leiknum þegar Hákon jafnaöi í lokin eftir herfileg mistök Gunnar S. Magnús- sonar markvarðar. Það mark kom nokkuð gegn gangi leiksins þá en í heild verða þetta þó að teljast sanngjöm úrslit. „Þegar menn nýta ekki færin sem þeir fá þá fer svona. Mér fannst þó úrslitin sanngjörn. Víkingar em sterkir og erfitt að eiga við þá,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. Marel Jóhann Bald- vinsson var þeirra bestur og er kærkomið fyrir Blika að fá hann aftur eftir meiðslin. Eins var Kjartan Einarsson sterkur, sem og Guðmundur Karl með- an hans naut við. Hjá Víking- um var Sumarliði mjög ógn- andi og kom Blikavörninni í vandræði hvað eftir annað. Arnar Hallsson og Þrándur vora einnig sterkir. -HI Frá leik Kína og Svíþjóðar á HM kvenna í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramót kvenna: „Þetta er mín framtíð" Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hófst í New York á laugardag, með leik Bandarikjanna og Danmerkur. Gestgjafamir, sem voru dyggilega studdir af 79.000 áhorfendum, sigr- uðu sannfærandi, 3-0, með mörkum frá Miu Hamn, Julie Foudy og Kristine Lilly. í Bandaríkjunum ríkir nú knattspymuæði enda ætla gestgjafarnir sér ekk- ert annaö en sigur í keppn- inni og endurheimta þar með heimsmeistaratitilinn af Norðmönnum, en Bandaríkin sigruðu á fyrsta heimsmeistaramót- inu sem fór fram í Kína árið 1991. Norðmenn sigr- uðu á mötinu sem fór fram í Svíþjóö og Noregi árið 1995. Slagorð keppninnar: „Þetta er minn leikur. Þetta er mín framtíð. Sjáðu mig spila.“ snýst um það að kvennaknattspyrn- an fái viðurkenningu allra aðila, almennings, fjöl- miðla og stjórnvalda. A-riðill: Bandaríkin-Danmörk 3-0 (1-0) B-riðill: Brasilia-Mexíkó 7-1 (5-1) C-riðill: Kanada-Japan 1-1 (0-1) D-riðill: Kína-Svíþjóð 2-1 (1-1) /J\_A 0-1 Sumarliði Árnason " (74.), fékk stungusendingu innfyrir vörn Blika frá Arnari Hallssyni, lék að teignum og renndi boltanum fram hjá Atla markverði í hægra homið. o-o 1-1 Hákon Sverrisson (89.) ýtti boltanum yfir línuna eftir að Gunnar, markvörður Víkings, missti aukaspymu Kjartans Einarssonar frá Stuðningsmenn ÍBV voru kampakátir í leikslok og fögnuðu ákaft í leikslok er sigurinn var í höfn gegn KR í Eyjum á laugardag. Á innfelldu myndinni hvetja stuðningsmenn KR sitt lið. - Eyjamenn lögðu KR-inga og barátta þeirra um titilinn er komin á fullan skrið Eyjamenn unnu KR-inga, 2-1, í knattspymuveislu toppliðanna í Eyjum á laugardag. KR-ingar léku leik- inn þó mjög vel líkt og heimamenn en það má segja að föstu atriðin hafi fellt liðið í þessum leik. Bæði mörk ÍBV komu eftir hom Baldurs Bragasonar og öll fjögur mörkin, sem liðið hefur fengiö á sig í sumar, hafa kom- ið upp úr föstum leikatriðum (3 horn, 1 aukaspyrna). Sú staðreynd hjálpaði ekki heldur gestunum að leik- urinn fór fram á glæsilegum Hásteinsvelli á Heima(sigra)ey þar sem ÍBV hefur unnið 21 af síðustu 22 leikjum og ekki tapað í tvö ár og 23 leikjum. Allt bar það meö sér í Eyjum á laugardag að þar færi einn af knattspyrnuleikjum ársins. Knattspyman sem var spiluð, aðstæðumar á Hásteinsvelli í Eyjum og stemningin í kringum leikinn hjálpuðu til að gera leik- inn að knattspymuveislu. Fram undan er líklega hörð og jöfn barátta þessara liða um titilinn, þó ekki megi Stefánsson fyrir afskrifa hin liðin strax. KR-ingar fengu draumabyrjun og í upphafi höfðu þeir öll völd á vellin- um. Þeir beittu stífri hápressu á óö- ugga vörn ÍBV og ein slík pressa skil- aði marki á 6. mínútu leiksins. Markið sló heimamenn enn frekar út af laginu, þó væri ekki fyrir annað en að liðið haföi aldrei unnið leik undir stjóm Bjama Jóhannssonar eftir að hafa lent undir. En þá komu föstu leikatriðin þeim til bjargar, þar skapaðist hættan upp við KR-markið og upp úr einu hom- inu bætti fyrirliði liðsins, Hlynur leikinn. Með því Sigþór Júliusson (6.) með ” ” góðu skoti frá vítateig eftir að Einar Þór hafði stolið boltanum af Hlyni Stefánssyni og lagt hann til hans. Hlynur Stefánsson (16.) “V stangaöi boltann inn af marklínu eftir lúmskt snúningshom Baldurs Bragasonar frá hægri. C\-C| ívar Ingimarsson (84.) ” ” stökk manna langhæst og skallaði knöttinn efst í mitt markið eft- ir frábært hom Baldurs Bragasonar. mistökin í fyrsta markinu og jafnaði gaf Hlynur sínum mönnum jafnframt þá vítamínsprautu sem kom liðinu aftur i gang í sumar og þrátt fyrir að hafa skapað sér lítið í seinni hálfleik tryggðu þeir sér sigurinn í lokin og brutu jafnframt blað í þjálfarasögu Bjarna Jóhannssonar í Eyjum með því að snúa 0-1 stöðu í sigur. KR-ingar töpuðu hér sínum sjötta leik í röð gegn Eyjamönnum og það ætti að vera orðið ljóst í þeirra her- búðum að ÍBV er það lið sem verður að vinnast ætli þeir sér að ná í titla á afmælisárinu. Leikur þeirra í Eyjum, sýndi samt þrátt fyrir tap hvað liðið getur gert í sumar líti menn þar á bæ frekar á jákvæðu hliðamar sem vora mun fleiri en þær neikvæðu. Sig- þór Júlíusson var allt í öUu í sókninni en þeir Bjarki Gunnlaugsson og Guðmundur Benediktsson fundu sig ekki. Þormóður EgUsson lék vel, klippti Steingrím, markakóng deildarinnar, nánast úr umferð í leiknum en liðið vantaði að klára sóknimar. Eyjamenn stóðust pressuna á laugardag, bæði mikla sóknarpressu KR-inga sem og pressuna að heiman um árangur. TímabUið var í veði hjá þeim í þessum leik og sigur þeirra opnar mótið á ný og að öUum líkindum ætti barátta þessara tveggja liða að standa fram í síð- asta leik í haust. Hjá ÍBV léku ívaramir (Ingimarsson og Bjarklind) og Ingi Sigurðsson mjög vel, fóm fyrir sínum mönnum í baráttu og krafti en einnig kom Bald- ur Bragason mjög vel út, nú á miðjunni. -ÓÓJ ÍBV 2 (1) - KR 1 (1) Birkir Kristinsson - ívar Bjarklind @@, Zoran Miljkovic @, Hlynur Stefánsson @ (Bjami G. Viðarsson 75.), Kjartan Antonsson - Allan Mörköre (Hjalti Jóhanesson 80.), Ivar Ingimarsson @@ . Baldur Bragason @, Ingi Sigurðsson @- Guðni Rúnar Helgason @, Steingrimur Jóhannesson. Rautt spjald: Ingi ( 2 gul, rautt á 88. min) Kristján Finnbogason @- Sigurður Úm Jónsson ®, Þormóður Egilsson @@, David Winnie, Indriði Sigurðsson - Guðmundur Benediktsson (Þórhallur Hinriksson @ 68.), Sigursteinn Gíslason , Sigþór Júlíusson @@ - Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson (Bjarni Þorsteinsson 83.), Einar Þór Danielsson @. Gul spjöld: Sigurður Öm, Sigþór. ÍBV-KR ÍBV-KR Markskot: 10 14 VöUur: Frábær. Horn: 8 11 Dómari: Bragi Bergmann, Áhorfendur: 1000. sæmilegur, vgnn á í leiknum. Maður leiksins: Ivar Ingimarsson, IBV. Sterkur á miðjunni, gerði glæsUegt og tnikilvægt sigurmark.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.